Viðskipti innlent

Tæplega þúsund færri kaupsamningar á þessu ári

Alls var 43 kaupsamningum vegna fasteignakaupa þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Á sama tíma í fyrra voru þeir 49 talsins. Heildarvelta nam rétt rúmum 1.200 milljónum króna og lækkar um tæpan milljarð milli ára.

Það sem af er þessu ári hefur 669 kaupsamningum verið þinglýst á höfuðborgarsvæðinu en á sama tíma í fyrra var búið að þinglýsa um 1.600 samningum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×