Viðskipti innlent

Íslandsbanki tapar 150 milljónum á Icelandair

Gengistap Íslandsbanka á yfirtökunni á 42% hlutafjár í Icelandair Group er orðið 150 milljónir kr. frá því að bankinn tók hlutaféið yfir með veðkalli í síðustu viku.

Við veðkallið var miðað við þáverandi markaðsgengi Icelandair Group upp á 4,5 kr. fyrir hlutinn. Í dag er gengið 4,15 kr. á hlutinn og hefur því minnkað um 7,8%. Þar sem markaðsverð á þessum 42% var 1,9 milljarðar kr. þegar veðkallið átti sér stað nemur gengistapið um 150 milljónum kr. eins og fyrr segir.

Athygli vekur að skilanefnd Landsbankans notaði sama verð og Íslandsbanki í veðkalli sínu eða 4,5 kr. á hlut þótt að markaðsverð hlutarins hafi verið 4,15 kr. í morgun þegar tilkynnt var um yfirtökuna á tæpleg 24% hlut Langflugs. Má því segja að skilanefndin hafi tekið til sín hlut Langflugs á yfirverði.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×