Viðskipti innlent

Spáir því að verðbólgan mælist 10,8% í maí

Greining Íslandsbanka telur að vísitala neysluverðs muni hækka um 0,4% í maí. Ef sú verður raunin mun verðbólgan lækka úr 11,9% niður í 10,8%.

Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningarinnar. Þar segir að lækkun krónunnar og hækkandi eldsneytisverð munu verða aðal hækkunarvaldar vísitölunnar að þessu sinni að hennar mati. Á móti vegur lækkun verðs íbúðarhúsnæðis.

Vaxandi slaki hefur verið á vinnumarkaði að undanförnu með hraðri aukningu atvinnuleysis og litlum sem engum launahækkunum. Verðbólguþrýstingur er því ekki að koma þaðan. Verðbólgan hefur hjaðnað hratt að undanförnu en hún stóð í 18,6% í upphafi árs.

Að krónunni frátalinni eru fá teikn á lofti um verðbólguþrýsting næstu misserin. Reiknar greiningin með því að verðbólgan haldi áfram að hjaðna hratt á næstu mánuðum og að hún verði komin undir verðbólgumarkmið Seðlabankans um næstu áramót.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×