Viðskipti innlent

Hannes kaupir ekki í Geysi Green Energy

MYND/GVA

FL Group hefur selt 43,1 prósents eignarhlut sinn í Geysir Green Energy til Glitnis, Atorku Group, og fleiri aðila. Þetta kemur fram í tilkynningu vegna uppgjörs síðasta árs.

Söluverðið er um 10,5 milljarðar króna og nemur áður bókfærður gengishagnaður FL Group um þremur milljörðum króna sem jafngildir um 40 prósenta hækkun á fjárfestingu í félaginu, eftir því sem segir í tilkynningunni.

Þessi tíðindi þýða að Hannes Smárason, fyrrverandi forstjóri FL Group, kaupir ekki 23 prósenta hlut í Geysi Green eins og til stóð þegar hann hætti sem forstjóri fyrirtækisins í desember. Talið var að sá hlutur myndi kosta um sex milljarða króna.

Þá hefur félagið einnig gengið frá sölu á erlendum fasteignasjóðum til Landic Property fyrir 20,6 milljarða króna í samræmi við fyrirætlanir sem kynntar voru í desember þegar rekstur FL Group var endurskipulagður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×