Viðskipti innlent

Hefur ekki trú á stýrivaxtalækkun

Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson

„Ég hef ekki trú á því að þeir geri það en þörfin er hinsvegar mikil,“ sagði Bjarni Benediktsson þingmaður aðspurður hvort hann héldi að Seðlabankinn myndi lækka stýrivexti á fimmtudaginn. Bjarni var gestur Sindra Sindrasonar í Lok Dags hér á Vísi fyrir stundu.

Bjarni sagði að fyrir sitt leyti hefði hann gjarnan viljað sjá í frekari forgangi að ná niður vöxtum og verðbólgu. „Þetta háir vextir í þetta langan tíma eru kæfandi fyrir hagkerfið. Það er hægt að lifa við þetta til skamms tíma en er algjörlega ómögulegt fyrir atvinnulífið til lengri tíma."

Bjarni sagði einnig raunhæft að fara með fyrirtækjaskattinn undir 15% í náinni framtíð.

Hann sagði að nú værum við í dýpstu lægðum niðursveiflunnar og vonaði að ástandið væri einungis til skamms tíma. „Það er hinsvegar um að gera að fara ekki á taugum og vera ekki með of mikið bölsýnistal. Við eigum frekar að rifja upp í hverju okkar styrkleikar eru fólgnir og ég held við eigum alla möguleika á að rísa upp aftur."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×