Fleiri fréttir Nýr forstjóri Icelandic Group Finnbogi Baldvinsson hefur verið ráðinn forstjóri Icelandic Group, og tekur hann við af Björgólfi Jóhannssyni, sem tók við forstjórastarfi Icelandair Group um miðjan síðasta mánuð. 8.2.2008 16:34 Fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Straumi fékk 273 milljónir Guðmundur Þórðarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Straums-Burðarás, fékk rúmlega 273 milljónir í laun og hlunnindi á síðasta ári samkvæmt tilkynningu frá félaginu sem send var Kauphöllinni í morgun. 8.2.2008 13:39 Laun helstu forstjóra í Kauphöllinni Laun helstu forstjóra Kauphallarinnar eru allt frá 54 milljónum til 273 milljónum króna á ári. Innifallið í upphæðunum eru auk launa í sumum tilfellum árangurstengdar greiðslur, ýmis hlunnindi og stundum lífeyristengdar greiðslur. 8.2.2008 13:18 Dagsbrúnardraugurinn er dauður Ari Edwald, forstjóri 365 hf, segir að eignarhlutur félagsins i bresku prentsmiðjunni Wyndeham, orsaki það tap sem var á rekstrinum árið 2007. 8.2.2008 12:55 Hagnaður Eyris dróst saman milli ára Eyrir Invest hagnaðist um 797 milljónir króna á síðasta ári samanborið við tæpa 1,6 milljarða krónur í hitteðfyrra. Eigið fé Eyris jókst um 51 prósent í fyrra með hagnaði og hlutafjáraukningu. 8.2.2008 11:50 Vinur verðbréfaskúrksins handtekinn Franska lögreglan greindi frá því í dag að hún hefði í gæsluvarðhaldi verðbréfamiðlara sem talinn er geta átt aðild að umsvifamiklum verðbréfaviðskiptum Jerome Kerviels. Kerviels tapaði 4,9 milljörðum evra, jafnvirði um 480 milljörðum íslenskra króna, í áhættusömum og framvirkum verðbréfaviðskiptum í nafni franska bankans Societe Generale. Þetta er umsvifamesta tap miðlara í heimi. 8.2.2008 10:40 Langþráð hækkun í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði um tæp 1,8 prósent þegar viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag. Á eftir fylgja Exista og FL Group, sem bæði hafa hækkað um rúmt prósent. Önnur félög hafa hækkað minna. Straumur rekur lestina með 0,16 prósenta hækkun. 8.2.2008 10:14 Ráðherrar funda um efnahagshorfur Fjármálaráðherra sjö stærstu iðnríkja heims eru nú staddir í Tókýó í Japan en þeir munu funda um dræmar efnahagshorfur á næstu mánuðum á morgun. 8.2.2008 09:58 Hækkun á evrópskum hlutabréfamörkuðum Hlutabréfamarkaðurinn hefur farið vel af stað í Evrópu í dag eftir fremur slappa viku. Gærdagurinn var sérstaklega slæmur en fjárfestar voru almennt óánægðir með stýrivaxtaákvörðun bæði í Bretlandi og á evrusvæðinu. 8.2.2008 08:58 Álið fram úr fiskinum í ár Útflutingsverðmæti áls mun í fyrsta sinn fara fram úr verðmæti útfluttra sjávarafuða á þessu ári samkvæmt útreikningum greiningardeildar Kaupþings. Vitnað er til þeirra á vef Samorku, Samtaka orku- og veitufyrirtækja. 7.2.2008 17:32 Yfirlýsing frá stjórn Spron Í tilefni af umfjöllun fjölmiðla um viðskipti innherja með stofnfjárhluti í SPRON sem áttu sér stað fyrir breytingu SPRON í hlutafélag og skráningu í Kauphöll Íslands vill stjórn SPRON taka eftirfarandi fram: 7.2.2008 17:11 Búast við 50 punkta stýrivaxtalækkun 7.2.2008 17:10 365 féll um 6,8 prósent Gengi hlutabréfa í 365 féll um tæp 6,8 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Félagið skilaði ágætu uppgjöri en svo virðist sem væntanleg hlutafjáraukning hafi farið illa í fjárfesta. Á eftir fylgdu SPRON og Exista en SPRON féll um rúm 3,7 prósent. Gengi annarra félaga lækkaði minna en þó mest í bönkum og fjárfestingafélögum. 7.2.2008 16:54 Óánægja með stýrivaxtaákvörðun á evrusvæðinu Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í fjórum prósentum. Hlutabréfamarkaðir féllu í Evrópu í kjölfarið. 7.2.2008 13:36 Stýrivextir lækka í Bretlandi Englandsbanki, seðlabanki Bretlands, lækkaði stýrivexti um 25 punkta í dag og standa vextirnir nú í 5,25 prósentum. Þetta er í samræmi við spár markaðsaðila sem segja að bankastjórnin standi frammi fyrir erfiðum aðstæðum. Hann vilji halda verðbólgu niðri á sama tíma og aðstæður á fjármálamörkuðum séu með versta móti, vextir með hæsta móti og lánsfé því dýrt. 7.2.2008 12:18 Stefnir í fjöldauppsagnir hjá Northern Rock Útlit er fyrir að allt að 2.400 manns verði sagt upp hjá breska bankanum Northern Rock á næstu þremur árum eigi að takast að snúa við rekstrinum. Þetta segir Paul Thompson, einn þeirra sem leiðir yfirtökutilboð Richard Bransons í bankann. 7.2.2008 11:50 2,3 milljarða króna tap á rekstri 365 7.2.2008 10:49 Rólegt á markaði í veðurhamnum Gengi Existu lækkaði um eitt prósent í upphafi viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands í dag. Á eftir fylgdu Straumur, FL Group, Landsbankinn og SPRON, sem hefur lækkað um 0,5 prósent. Bakkavör og Kaupþing eru hins vegar einu fyrirtækin sem hafa hækkað í dag, bæði um 0,55 prósent, á afar rólegum degi. 7.2.2008 10:43 Ari Edwald með 54 milljónir í árstekjur Ari Edwald, forstjóri 365, fékk rétt rúmar 54 milljónir í laun, árangurstengdar greiðslur og fríðindi á síðasta ári eftir því sem fram kemur í ársskýslu félagsins sem birt var í morgun. 7.2.2008 10:07 Byr kaupir rekstur Verðbréfaþjónustu sparisjóðanna Kaup Byrs sparisjóðs á rekstri VSP eru liður í aukinni þjónustu við viðskiptavini sparisjóðsins. Fram til þessa hefur Byr boðið viðskiptavinum sínum verðbréfaþjónustu í gegnum dóttur- og hlutdeildarfélög sín. 7.2.2008 09:50 Hagnaður SPRON 3,3 milljarðar eftir skatta SPRON hagnaðist um 3,3 milljarða eftir skatta árið 2007 en þetta kemur fram í uppgjöri fyrirtækisins sem birt var í dag. Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON segir afkomuna vera vel viðundandi í ljósi mikilla lækkana á hlutabréfamörkuðum. 6.2.2008 19:57 Guðmundur Hauksson með 5 milljónir í mánaðarlaun Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON, var með 61 milljón í árslaun á síðasta ári samkvæmt ársskýrslu bankans sem sent var Kauphöllinni nú fyrir skömmu. 6.2.2008 19:41 Exista og FL Group leiddu lækkanir dagsins Það voru fyrirtækin Exista og FL Group sem leiddu lækkanir dagsins í dag í Kauphöllinni eins og oft áður. Tuttugu félög lækkuðu í dag en aðeins tvö hækkuðu lítillega, Century Aluminium Company og Eik Banki. Exista lækkaði mest, um 4,99 prósent en FL Group um 4,88 prósent. 6.2.2008 17:20 Breytingar á framkvæmdastjórn Askar Capital Gerðar hafa verið gerðar breytingar á framkvæmdastjórn Askar Capital. Dr. Sverrir Sverrisson tekur við eigin viðskiptum bankans. Á sama tíma tekur Christian Yates við af Sverri sem framkvæmdastjóri eignastýringar. 6.2.2008 15:48 Sampo fær leyfi til að kaupa meir en 10% í Nordea Finnska tryggingarfélagið Sampo hefur fengið leyfi sænska fjármálaeftirlitsins til þess að auka hlut sinn í Nordea bankanum yfir 10%. 6.2.2008 11:55 Franz Árnason verður formaður Nordvarme Franz Árnason, forstjóri Norðurorku og formaður stjórnar Samorku, félags orkufyrirtækja á Íslandi var á dögunum kjörinn formaður Nordvarme til næstu tveggja ára. 6.2.2008 11:42 HBSC sagður bjóða í Société Generale Gengi hlutabréfa í franska bankanum Société Generale hækkaði um rúm sex prósent á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag eftir að orðrómur fór á kreik að evrópski risabankinn HSBC sé að íhuga að leggja fram yfirtökutilboð í bankann. 6.2.2008 11:34 Sparisjóðurinn aftur í efsta sæti ánægjuvogarinnar í flokki banka Sparisjóðurinn var í efsta sæti í flokki banka og sparisjóða í áttunda skiptið á níu árum í hinni svokölluðu Íslensku ánægjuvog sem Capacent Gallup sér um. 6.2.2008 11:08 SPRON féll um rúm sex prósent í byrjun dags SPRON tók snarpa dýfu rétt eftir upphaf viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands í dag þegar gengi þess féll um 6,17 prósent. 6.2.2008 10:17 Glitnir í jarðorkuverkefni á Indlandi Glitnir hefur sótt um að opna útibú á Indlandi. Jafnhliða þessu hefur Glitnir gert samstarfssamning við LNJ Bhilwara Group um byggingu á jarðhitaorkuverum á Indlandi og Nepal. 6.2.2008 10:05 BHP hækkar tilboðið í Rio Tinto Ástralska námafélagið BHP Billiton hefur hækkað óvinveitt yfirtökutilboð sitt í ál- og námurisann Rio Tinto. Helsta ástæðan fyrir bættu tilboði er gagntilboð frá Chinalco, stærsta álfélagi Kína, sem er í ríkiseigu, í Rio Tinto. Gengi hlutabréfa í BHP féll um fimm prósent í kjölfarið. 6.2.2008 09:37 Disney-risinn siglir gegnum niðursveifluna Hagnaður Disney-risans var umfram væntingar á fyrsta ársfjórðungi, sem lauk í enda janúar samkvæmt bókum afþreyingafyrirtækisins. Það skrifast á góða sölu á DVD-myndum á borð við „High School Musical“ og fjölgun gesta í Disneyland- og Disneyworldgarðana. 6.2.2008 09:02 Hlutabréf hrapa á mörkuðum í Asíu Hlutabréf á mörkuðum í Asíu hafa hrapað í morgun í kjölfar mikillar dýfu á Wall Street í gærdag. 6.2.2008 07:38 Viðunandi uppgjör í erfiðu árferði Fyrir helgi birtu bankarnir fjórir, Landsbanki Íslands, Kaupþing, Glitnir og Straumur banki, allir uppgjör sín. Öll eru uppgjörin lituð af þrengingum þeim sem riðið hafa yfir fjármálamarkaði heimsins á seinni hluta síðasta árs í kjölfar lausafjárþurrðar og óvissuástands tengdu undirmálslánum í Bandaríkjunum og fjárfestingum fjármálafyrirtækja í ógagnsæjum skuldavafningum. Undirmálslánakrísan reyndist heldur dýpri en sérfræðingar greiningardeilda höfðu gert ráð fyrir og afkoma bankanna, í það minnsta á síðasta fjórðungi ársins, heldur undir því sem spáð hafði verið. 6.2.2008 06:00 Feðgar á fljúgandi ferð „Þetta er ómetanleg gæðastund hjá okkur feðgunum,“ segir Hrafnkell Sigtryggsson, sviðsstjóri hjá Intrum. Hrafnkell er áhugamaður um íþróttir af flestu tagi sem reyna bæði á kraft og þol. Þar á meðal eru snjóbrettarennsli og seglbrettasiglingar. Motocrossíþróttin er ein þeirra en hana stundar Hrafnkell með sonum sínum tveimur hvenær sem færi gefst. 6.2.2008 00:01 Landic sækir á finnsk mið Landic Property hyggst sækja fram og auka verulega við eignasafn sitt í Finnlandi. Sem lið í þeirri áætlun opnaði félagið skrifstofu í Helsinki þann 5. febrúar. Kristín Jóhannesdóttir stjórnarformaður félagsins opnaði nýja finnska heimasíðu, Landic Finland, í tilefni dagsins. Þar með er félagið með starfsstöðvar í fjórum Norðurlandanna. Höfuðstöðvarnar eru á Íslandi, en auk þess rekur félagið skrifstofur í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi og nú síðast í Helsinki. 5.2.2008 19:35 Icebank hagnast um 1,6 milljarða króna Icebank hagnaðist um 1.616 milljónir króna á síðasta ári samkvæmt uppgjöri sem birt var í dag. 5.2.2008 16:53 SPRON lækkaði mest í dag Tuttugu félög lækkuðu í Kauphöllinni í dag. Lækkað SPRON þeirra mest eða um 7,27% og stendur gengi bréfa félagsins nú í 6,12. 5.2.2008 16:52 Stjórnarformaður SPRON seldi part af hlut sínum fyrir markaðsskráningu Hildur Petersen, stjórnarformaður SPRON, segist hafa selt hluta af hlut sínum í félaginu áður en það fór á markað. Þetta kom fram í hádegisviðtali Markaðarins í dag. 5.2.2008 13:17 Finnair með gott uppgjör Finnska flugfélagið Finnair birti í morgun tölur um afkomu sína á síðasta ársfjórðungi. Tekjur félagsins á fjórðungnum reyndust aðeins hærri en greiningaraðilar höfðu búist við. FL Group er næst stærsti hluthafinn. 5.2.2008 11:09 Forstjóri Össurar með 64 milljónir í árslaun Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, var með rétt tæpar 64 milljónir í árslaun á síðasta ári samkvæmt ársskýrslu félagsins 2007 sem kynnt var í morgun. Það gera um 5,2 milljónir í mánaðarlaun fyrir forstjórann sem skilaði 480 milljóna króna hagnaði á árinu. 5.2.2008 11:00 Færeyski bankinn hefur lækkað mest Þrjú félög hafa hækkað frá opnun markaðar í morgun í Kauphölllinni. Atlantic Petroleum hefur hækkað mest eða um 6,32% og Century Aluminum Company um 1,97%. 5.2.2008 10:45 Hagnaður Össurar nam 480 milljónum kr. Hagnaður Össurar hf. á síðasta ári nam 7,6 milljónum dollara eða um 480 milljónum kr. Heildarsalan á árinu nam 335,6 milljónum dollara eða yfir 20 milljörðum kr. Er það auking upp á 33% frá árinu 2006. 5.2.2008 09:26 SPRON lækkaði mest í dag Sautján félög lækkuðu í Kauphöllinni í dag. Lækkaði SPRON þeirra mest eða um 3,93 prósent og stendur gengi bréfa félagsins í 6,60. 4.2.2008 16:37 Samtök fjárfesta undrast svör SPRON Stjórn Samtaka fjárfesta undrast svör stjórnar SPRON um sölu stjórnarmanna á eignarhlutum. Í Fréttablaðinu birtust spurningar og svör stjórnar SPRON þann 29.janúar sl. 4.2.2008 16:14 Sjá næstu 50 fréttir
Nýr forstjóri Icelandic Group Finnbogi Baldvinsson hefur verið ráðinn forstjóri Icelandic Group, og tekur hann við af Björgólfi Jóhannssyni, sem tók við forstjórastarfi Icelandair Group um miðjan síðasta mánuð. 8.2.2008 16:34
Fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Straumi fékk 273 milljónir Guðmundur Þórðarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Straums-Burðarás, fékk rúmlega 273 milljónir í laun og hlunnindi á síðasta ári samkvæmt tilkynningu frá félaginu sem send var Kauphöllinni í morgun. 8.2.2008 13:39
Laun helstu forstjóra í Kauphöllinni Laun helstu forstjóra Kauphallarinnar eru allt frá 54 milljónum til 273 milljónum króna á ári. Innifallið í upphæðunum eru auk launa í sumum tilfellum árangurstengdar greiðslur, ýmis hlunnindi og stundum lífeyristengdar greiðslur. 8.2.2008 13:18
Dagsbrúnardraugurinn er dauður Ari Edwald, forstjóri 365 hf, segir að eignarhlutur félagsins i bresku prentsmiðjunni Wyndeham, orsaki það tap sem var á rekstrinum árið 2007. 8.2.2008 12:55
Hagnaður Eyris dróst saman milli ára Eyrir Invest hagnaðist um 797 milljónir króna á síðasta ári samanborið við tæpa 1,6 milljarða krónur í hitteðfyrra. Eigið fé Eyris jókst um 51 prósent í fyrra með hagnaði og hlutafjáraukningu. 8.2.2008 11:50
Vinur verðbréfaskúrksins handtekinn Franska lögreglan greindi frá því í dag að hún hefði í gæsluvarðhaldi verðbréfamiðlara sem talinn er geta átt aðild að umsvifamiklum verðbréfaviðskiptum Jerome Kerviels. Kerviels tapaði 4,9 milljörðum evra, jafnvirði um 480 milljörðum íslenskra króna, í áhættusömum og framvirkum verðbréfaviðskiptum í nafni franska bankans Societe Generale. Þetta er umsvifamesta tap miðlara í heimi. 8.2.2008 10:40
Langþráð hækkun í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði um tæp 1,8 prósent þegar viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag. Á eftir fylgja Exista og FL Group, sem bæði hafa hækkað um rúmt prósent. Önnur félög hafa hækkað minna. Straumur rekur lestina með 0,16 prósenta hækkun. 8.2.2008 10:14
Ráðherrar funda um efnahagshorfur Fjármálaráðherra sjö stærstu iðnríkja heims eru nú staddir í Tókýó í Japan en þeir munu funda um dræmar efnahagshorfur á næstu mánuðum á morgun. 8.2.2008 09:58
Hækkun á evrópskum hlutabréfamörkuðum Hlutabréfamarkaðurinn hefur farið vel af stað í Evrópu í dag eftir fremur slappa viku. Gærdagurinn var sérstaklega slæmur en fjárfestar voru almennt óánægðir með stýrivaxtaákvörðun bæði í Bretlandi og á evrusvæðinu. 8.2.2008 08:58
Álið fram úr fiskinum í ár Útflutingsverðmæti áls mun í fyrsta sinn fara fram úr verðmæti útfluttra sjávarafuða á þessu ári samkvæmt útreikningum greiningardeildar Kaupþings. Vitnað er til þeirra á vef Samorku, Samtaka orku- og veitufyrirtækja. 7.2.2008 17:32
Yfirlýsing frá stjórn Spron Í tilefni af umfjöllun fjölmiðla um viðskipti innherja með stofnfjárhluti í SPRON sem áttu sér stað fyrir breytingu SPRON í hlutafélag og skráningu í Kauphöll Íslands vill stjórn SPRON taka eftirfarandi fram: 7.2.2008 17:11
365 féll um 6,8 prósent Gengi hlutabréfa í 365 féll um tæp 6,8 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Félagið skilaði ágætu uppgjöri en svo virðist sem væntanleg hlutafjáraukning hafi farið illa í fjárfesta. Á eftir fylgdu SPRON og Exista en SPRON féll um rúm 3,7 prósent. Gengi annarra félaga lækkaði minna en þó mest í bönkum og fjárfestingafélögum. 7.2.2008 16:54
Óánægja með stýrivaxtaákvörðun á evrusvæðinu Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í fjórum prósentum. Hlutabréfamarkaðir féllu í Evrópu í kjölfarið. 7.2.2008 13:36
Stýrivextir lækka í Bretlandi Englandsbanki, seðlabanki Bretlands, lækkaði stýrivexti um 25 punkta í dag og standa vextirnir nú í 5,25 prósentum. Þetta er í samræmi við spár markaðsaðila sem segja að bankastjórnin standi frammi fyrir erfiðum aðstæðum. Hann vilji halda verðbólgu niðri á sama tíma og aðstæður á fjármálamörkuðum séu með versta móti, vextir með hæsta móti og lánsfé því dýrt. 7.2.2008 12:18
Stefnir í fjöldauppsagnir hjá Northern Rock Útlit er fyrir að allt að 2.400 manns verði sagt upp hjá breska bankanum Northern Rock á næstu þremur árum eigi að takast að snúa við rekstrinum. Þetta segir Paul Thompson, einn þeirra sem leiðir yfirtökutilboð Richard Bransons í bankann. 7.2.2008 11:50
Rólegt á markaði í veðurhamnum Gengi Existu lækkaði um eitt prósent í upphafi viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands í dag. Á eftir fylgdu Straumur, FL Group, Landsbankinn og SPRON, sem hefur lækkað um 0,5 prósent. Bakkavör og Kaupþing eru hins vegar einu fyrirtækin sem hafa hækkað í dag, bæði um 0,55 prósent, á afar rólegum degi. 7.2.2008 10:43
Ari Edwald með 54 milljónir í árstekjur Ari Edwald, forstjóri 365, fékk rétt rúmar 54 milljónir í laun, árangurstengdar greiðslur og fríðindi á síðasta ári eftir því sem fram kemur í ársskýslu félagsins sem birt var í morgun. 7.2.2008 10:07
Byr kaupir rekstur Verðbréfaþjónustu sparisjóðanna Kaup Byrs sparisjóðs á rekstri VSP eru liður í aukinni þjónustu við viðskiptavini sparisjóðsins. Fram til þessa hefur Byr boðið viðskiptavinum sínum verðbréfaþjónustu í gegnum dóttur- og hlutdeildarfélög sín. 7.2.2008 09:50
Hagnaður SPRON 3,3 milljarðar eftir skatta SPRON hagnaðist um 3,3 milljarða eftir skatta árið 2007 en þetta kemur fram í uppgjöri fyrirtækisins sem birt var í dag. Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON segir afkomuna vera vel viðundandi í ljósi mikilla lækkana á hlutabréfamörkuðum. 6.2.2008 19:57
Guðmundur Hauksson með 5 milljónir í mánaðarlaun Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON, var með 61 milljón í árslaun á síðasta ári samkvæmt ársskýrslu bankans sem sent var Kauphöllinni nú fyrir skömmu. 6.2.2008 19:41
Exista og FL Group leiddu lækkanir dagsins Það voru fyrirtækin Exista og FL Group sem leiddu lækkanir dagsins í dag í Kauphöllinni eins og oft áður. Tuttugu félög lækkuðu í dag en aðeins tvö hækkuðu lítillega, Century Aluminium Company og Eik Banki. Exista lækkaði mest, um 4,99 prósent en FL Group um 4,88 prósent. 6.2.2008 17:20
Breytingar á framkvæmdastjórn Askar Capital Gerðar hafa verið gerðar breytingar á framkvæmdastjórn Askar Capital. Dr. Sverrir Sverrisson tekur við eigin viðskiptum bankans. Á sama tíma tekur Christian Yates við af Sverri sem framkvæmdastjóri eignastýringar. 6.2.2008 15:48
Sampo fær leyfi til að kaupa meir en 10% í Nordea Finnska tryggingarfélagið Sampo hefur fengið leyfi sænska fjármálaeftirlitsins til þess að auka hlut sinn í Nordea bankanum yfir 10%. 6.2.2008 11:55
Franz Árnason verður formaður Nordvarme Franz Árnason, forstjóri Norðurorku og formaður stjórnar Samorku, félags orkufyrirtækja á Íslandi var á dögunum kjörinn formaður Nordvarme til næstu tveggja ára. 6.2.2008 11:42
HBSC sagður bjóða í Société Generale Gengi hlutabréfa í franska bankanum Société Generale hækkaði um rúm sex prósent á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag eftir að orðrómur fór á kreik að evrópski risabankinn HSBC sé að íhuga að leggja fram yfirtökutilboð í bankann. 6.2.2008 11:34
Sparisjóðurinn aftur í efsta sæti ánægjuvogarinnar í flokki banka Sparisjóðurinn var í efsta sæti í flokki banka og sparisjóða í áttunda skiptið á níu árum í hinni svokölluðu Íslensku ánægjuvog sem Capacent Gallup sér um. 6.2.2008 11:08
SPRON féll um rúm sex prósent í byrjun dags SPRON tók snarpa dýfu rétt eftir upphaf viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands í dag þegar gengi þess féll um 6,17 prósent. 6.2.2008 10:17
Glitnir í jarðorkuverkefni á Indlandi Glitnir hefur sótt um að opna útibú á Indlandi. Jafnhliða þessu hefur Glitnir gert samstarfssamning við LNJ Bhilwara Group um byggingu á jarðhitaorkuverum á Indlandi og Nepal. 6.2.2008 10:05
BHP hækkar tilboðið í Rio Tinto Ástralska námafélagið BHP Billiton hefur hækkað óvinveitt yfirtökutilboð sitt í ál- og námurisann Rio Tinto. Helsta ástæðan fyrir bættu tilboði er gagntilboð frá Chinalco, stærsta álfélagi Kína, sem er í ríkiseigu, í Rio Tinto. Gengi hlutabréfa í BHP féll um fimm prósent í kjölfarið. 6.2.2008 09:37
Disney-risinn siglir gegnum niðursveifluna Hagnaður Disney-risans var umfram væntingar á fyrsta ársfjórðungi, sem lauk í enda janúar samkvæmt bókum afþreyingafyrirtækisins. Það skrifast á góða sölu á DVD-myndum á borð við „High School Musical“ og fjölgun gesta í Disneyland- og Disneyworldgarðana. 6.2.2008 09:02
Hlutabréf hrapa á mörkuðum í Asíu Hlutabréf á mörkuðum í Asíu hafa hrapað í morgun í kjölfar mikillar dýfu á Wall Street í gærdag. 6.2.2008 07:38
Viðunandi uppgjör í erfiðu árferði Fyrir helgi birtu bankarnir fjórir, Landsbanki Íslands, Kaupþing, Glitnir og Straumur banki, allir uppgjör sín. Öll eru uppgjörin lituð af þrengingum þeim sem riðið hafa yfir fjármálamarkaði heimsins á seinni hluta síðasta árs í kjölfar lausafjárþurrðar og óvissuástands tengdu undirmálslánum í Bandaríkjunum og fjárfestingum fjármálafyrirtækja í ógagnsæjum skuldavafningum. Undirmálslánakrísan reyndist heldur dýpri en sérfræðingar greiningardeilda höfðu gert ráð fyrir og afkoma bankanna, í það minnsta á síðasta fjórðungi ársins, heldur undir því sem spáð hafði verið. 6.2.2008 06:00
Feðgar á fljúgandi ferð „Þetta er ómetanleg gæðastund hjá okkur feðgunum,“ segir Hrafnkell Sigtryggsson, sviðsstjóri hjá Intrum. Hrafnkell er áhugamaður um íþróttir af flestu tagi sem reyna bæði á kraft og þol. Þar á meðal eru snjóbrettarennsli og seglbrettasiglingar. Motocrossíþróttin er ein þeirra en hana stundar Hrafnkell með sonum sínum tveimur hvenær sem færi gefst. 6.2.2008 00:01
Landic sækir á finnsk mið Landic Property hyggst sækja fram og auka verulega við eignasafn sitt í Finnlandi. Sem lið í þeirri áætlun opnaði félagið skrifstofu í Helsinki þann 5. febrúar. Kristín Jóhannesdóttir stjórnarformaður félagsins opnaði nýja finnska heimasíðu, Landic Finland, í tilefni dagsins. Þar með er félagið með starfsstöðvar í fjórum Norðurlandanna. Höfuðstöðvarnar eru á Íslandi, en auk þess rekur félagið skrifstofur í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi og nú síðast í Helsinki. 5.2.2008 19:35
Icebank hagnast um 1,6 milljarða króna Icebank hagnaðist um 1.616 milljónir króna á síðasta ári samkvæmt uppgjöri sem birt var í dag. 5.2.2008 16:53
SPRON lækkaði mest í dag Tuttugu félög lækkuðu í Kauphöllinni í dag. Lækkað SPRON þeirra mest eða um 7,27% og stendur gengi bréfa félagsins nú í 6,12. 5.2.2008 16:52
Stjórnarformaður SPRON seldi part af hlut sínum fyrir markaðsskráningu Hildur Petersen, stjórnarformaður SPRON, segist hafa selt hluta af hlut sínum í félaginu áður en það fór á markað. Þetta kom fram í hádegisviðtali Markaðarins í dag. 5.2.2008 13:17
Finnair með gott uppgjör Finnska flugfélagið Finnair birti í morgun tölur um afkomu sína á síðasta ársfjórðungi. Tekjur félagsins á fjórðungnum reyndust aðeins hærri en greiningaraðilar höfðu búist við. FL Group er næst stærsti hluthafinn. 5.2.2008 11:09
Forstjóri Össurar með 64 milljónir í árslaun Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, var með rétt tæpar 64 milljónir í árslaun á síðasta ári samkvæmt ársskýrslu félagsins 2007 sem kynnt var í morgun. Það gera um 5,2 milljónir í mánaðarlaun fyrir forstjórann sem skilaði 480 milljóna króna hagnaði á árinu. 5.2.2008 11:00
Færeyski bankinn hefur lækkað mest Þrjú félög hafa hækkað frá opnun markaðar í morgun í Kauphölllinni. Atlantic Petroleum hefur hækkað mest eða um 6,32% og Century Aluminum Company um 1,97%. 5.2.2008 10:45
Hagnaður Össurar nam 480 milljónum kr. Hagnaður Össurar hf. á síðasta ári nam 7,6 milljónum dollara eða um 480 milljónum kr. Heildarsalan á árinu nam 335,6 milljónum dollara eða yfir 20 milljörðum kr. Er það auking upp á 33% frá árinu 2006. 5.2.2008 09:26
SPRON lækkaði mest í dag Sautján félög lækkuðu í Kauphöllinni í dag. Lækkaði SPRON þeirra mest eða um 3,93 prósent og stendur gengi bréfa félagsins í 6,60. 4.2.2008 16:37
Samtök fjárfesta undrast svör SPRON Stjórn Samtaka fjárfesta undrast svör stjórnar SPRON um sölu stjórnarmanna á eignarhlutum. Í Fréttablaðinu birtust spurningar og svör stjórnar SPRON þann 29.janúar sl. 4.2.2008 16:14