Yfirlýsing frá stjórn Spron 7. febrúar 2008 17:11 Stjórn Spron Í tilefni af umfjöllun fjölmiðla um viðskipti innherja með stofnfjárhluti í SPRON sem áttu sér stað fyrir breytingu SPRON í hlutafélag og skráningu í Kauphöll Íslands vill stjórn SPRON taka eftirfarandi fram: Fjármálaeftirlitið heimilaði ekki birtingu viðskipta innherja í SPRON Reglur um viðskipti innherja með stofnfjárhluti voru settar að frumkvæði SPRON þegar verið var að undirbúa stofnun tilboðsmarkaðar með stofnfjárhluti 2004. Eins og lög gera ráð fyrir var óskað eftir umsögn Fjármálaeftirlitsins um stofnun tilboðsmarkaðarins og gerð reglnanna. Í tillögum stjórnar var meðal annars lagt til að upplýsingar um viðskipti innherja með stofnfjárbréf yrðu gerð opinber með sama hætti og slíkar upplýsingar eru gerðar opinberar hjá skráðum félögum í kauphöll. Í svari Fjármálaeftirlitsins dagsettu 30. júní 2004 er tekið fram með vísan í 34. gr. kauphallarlaganna „að koma þurfi í veg fyrir ruglingshættu við skipulegan tilboðsmarkað eða kauphöll, en hætta á ruglingi getur skapast svo sem með því að birta skipulega upplýsingar um viðskiptin með sama hætti og kauphöll og skipulegur tilboðsmarkaður gera eða á nokkurn þann hátt að hætta skapist á ruglingi við slíka starfsemi." Varðandi birtingu viðskipta innherja er síðar sagt í sama bréfi að „það er mat Fjármálaeftirlitsins að verði upplýsingar birtar um viðskipti þeirra stofnfjáreigenda sem jafnframt eru fruminnherjar SPRON, með stofnfjárskírteini, sé með því verið að líkja eftir reglum sem gilda um skráða fjármálagerninga og er það líklegt til að valda ruglingshættu milli tilboðsmarkaðarins og kauphallar eða skipulegs tilboðsmarkaðar." Jafnframt er sagt síðar í bréfinu: „Að mati Fjármálaeftirlitsins er fyrirhuguð upplýsingagjöf til þess fallin að gefa til kynna að verðbréfamarkaðurinn sé skipulagður og er hún því óheimil skv. 34. gr. kphl." Af framansögðu má eftirfarandi vera ljóst: • Vilji stjórnar SPRON stóð alltaf til þess að upplýsingar um viðskipti innherja yrðu opinberar en slíkt var ekki heimilt skv. ofangreindri niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins. • Það er alls kostar rangt sem komið hefur fram í fjölmiðlum að stjórnin hafi túlkað afstöðu Fjármálaeftirlitsins. • Stjórn SPRON var beinlínis óheimilt að breyta öðruvísi en hún gerði. Varðandi viðskipti stjórnarmanna með stofnfjárhluti í SPRON eftir að greint var opinberlega frá því að félagið hyggði á skráningu í kauphöll vill stjórnin taka eftirfarandi fram: • Viðskipti innherja SPRON fyrir skráningu í Kauphöll Íslands voru heimil þegar engar innherjaupplýsingar (verðmótandi upplýsingar) lágu fyrir líkt og tíðkast í reglum um viðskipti innherja í skráðum félögum. • Viðskipti stjórnarmanna eftir að ákvörðun stjórnar um skráningu í kauphöll var gerð opinber voru í fullkomnu samræmi við lög og reglur. • Engar innherjaupplýsingar lágu fyrir eftir að gerð var grein fyrir ákvörðun stjórnar 17. júlí 2007. Var innherjum því frjálst að eiga viðskipti með stofnfjárhluti fram til 7. ágúst en þá var markaði með stofnfjárhluti lokað og undirbúningur hafinn að skráningu SPRON í Kauphöllina. • Engin viðskipti áttu sér stað með stofnfjárhluti eftir 7. ágúst. Viðskipti með hlutafé hófust 23. október þegar SPRON var skráð í Kauphöll Íslands. Gerð var ítarlega grein fyrir áformum stjórnar SPRON í allri fjölmiðlaumfjöllun í kjölfar ákvörðunarinnar 17. júlí og þar á meðal að verðmat Capacent á SPRON væri um 60 milljarðar. Því skal ítrekað að engar innherjaupplýsingar lágu fyrir eftir að ákvörðun stjórnar var birt þann 17. júlí og þau viðskipti sem áttu sér stað eftir að gerð var grein fyrir áformum um skráningu í kauphöll voru í fullu samræmi við lög og reglur. Viðskipti stjórnarmanna Stjórn SPRON var ekki heimilt að birta upplýsingar um viðskipti innherja eins og fram hefur komið en í ljósi þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað er undirritaðum stjórnarmönnum SPRON ljúft að upplýsa um viðskipti sín á umræddu tímabili. Tveir stjórnarmenn seldu enga stofnfjárhluti á umræddu tímabili, Ari Bergmann Einarsson sem átti (auk fjárhagslegra tengdra aðila) 110.279.318 stofnfjárhluti að nafnvirði og Erlendur Hjaltason (auk fjárhagslegra tengdra aðila) sem átti 6.643.332 stofnfjárhluti að nafnvirði. Hildur Petersen, stjórnarformaður SPRON, og tengdur aðili seldu á tímabilinu stofnfjárhluti að nafnvirði kr. 7.201.353. Hluti af þeim var seldur til tengds aðila eins og áður hefur komið fram. Eftir söluna áttu Hildur og fjárhagslega tengdir aðilar 19.814.865 stofnfjárhluti að nafnvirði. Ásgeir Baldurs seldi stofnfjárhluti að nafnvirði kr. 270.952. Eftir söluna áttu Ásgeir og fjárhagslega tengdir aðilar 476.901.775 stofnfjárhluti að nafnvirði. Fyrirtæki tengt Gunnari Þór Gíslasyni seldi stofnfjárhluti að nafnvirði kr. 188.657.257 á tímabilinu. Eftir söluna átti fyrirtækið 286.915.556 stofnfjárhluti að nafnvirði. Stjórn SPRON vill árétta að allir stjórnarmenn eiga enn í dag meirihluta þeirra bréfa sem þeir áttu fyrir 7. ágúst, þegar markaði með stofnfjárhluti var lokað. Einnig að þeir stjórnarmenn sem seldu stofnfjárhluti á þessu tímabili seldu aðeins hluta af stofnfjáreign sinni í SPRON. Stjórn SPRON hefur vitaskuld fulla trú á fyrirtækinu og undirstrikar að ástæður þess að stjórnarmenn seldu hluta af stofnfjáreign sinni á þessu tímabili voru fyrst og fremst persónulegar. Hildur Petersen Ari Bergmann Einarsson Ásgeir Baldurs Erlendur Hjaltason Gunnar Þór Gíslason Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Í tilefni af umfjöllun fjölmiðla um viðskipti innherja með stofnfjárhluti í SPRON sem áttu sér stað fyrir breytingu SPRON í hlutafélag og skráningu í Kauphöll Íslands vill stjórn SPRON taka eftirfarandi fram: Fjármálaeftirlitið heimilaði ekki birtingu viðskipta innherja í SPRON Reglur um viðskipti innherja með stofnfjárhluti voru settar að frumkvæði SPRON þegar verið var að undirbúa stofnun tilboðsmarkaðar með stofnfjárhluti 2004. Eins og lög gera ráð fyrir var óskað eftir umsögn Fjármálaeftirlitsins um stofnun tilboðsmarkaðarins og gerð reglnanna. Í tillögum stjórnar var meðal annars lagt til að upplýsingar um viðskipti innherja með stofnfjárbréf yrðu gerð opinber með sama hætti og slíkar upplýsingar eru gerðar opinberar hjá skráðum félögum í kauphöll. Í svari Fjármálaeftirlitsins dagsettu 30. júní 2004 er tekið fram með vísan í 34. gr. kauphallarlaganna „að koma þurfi í veg fyrir ruglingshættu við skipulegan tilboðsmarkað eða kauphöll, en hætta á ruglingi getur skapast svo sem með því að birta skipulega upplýsingar um viðskiptin með sama hætti og kauphöll og skipulegur tilboðsmarkaður gera eða á nokkurn þann hátt að hætta skapist á ruglingi við slíka starfsemi." Varðandi birtingu viðskipta innherja er síðar sagt í sama bréfi að „það er mat Fjármálaeftirlitsins að verði upplýsingar birtar um viðskipti þeirra stofnfjáreigenda sem jafnframt eru fruminnherjar SPRON, með stofnfjárskírteini, sé með því verið að líkja eftir reglum sem gilda um skráða fjármálagerninga og er það líklegt til að valda ruglingshættu milli tilboðsmarkaðarins og kauphallar eða skipulegs tilboðsmarkaðar." Jafnframt er sagt síðar í bréfinu: „Að mati Fjármálaeftirlitsins er fyrirhuguð upplýsingagjöf til þess fallin að gefa til kynna að verðbréfamarkaðurinn sé skipulagður og er hún því óheimil skv. 34. gr. kphl." Af framansögðu má eftirfarandi vera ljóst: • Vilji stjórnar SPRON stóð alltaf til þess að upplýsingar um viðskipti innherja yrðu opinberar en slíkt var ekki heimilt skv. ofangreindri niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins. • Það er alls kostar rangt sem komið hefur fram í fjölmiðlum að stjórnin hafi túlkað afstöðu Fjármálaeftirlitsins. • Stjórn SPRON var beinlínis óheimilt að breyta öðruvísi en hún gerði. Varðandi viðskipti stjórnarmanna með stofnfjárhluti í SPRON eftir að greint var opinberlega frá því að félagið hyggði á skráningu í kauphöll vill stjórnin taka eftirfarandi fram: • Viðskipti innherja SPRON fyrir skráningu í Kauphöll Íslands voru heimil þegar engar innherjaupplýsingar (verðmótandi upplýsingar) lágu fyrir líkt og tíðkast í reglum um viðskipti innherja í skráðum félögum. • Viðskipti stjórnarmanna eftir að ákvörðun stjórnar um skráningu í kauphöll var gerð opinber voru í fullkomnu samræmi við lög og reglur. • Engar innherjaupplýsingar lágu fyrir eftir að gerð var grein fyrir ákvörðun stjórnar 17. júlí 2007. Var innherjum því frjálst að eiga viðskipti með stofnfjárhluti fram til 7. ágúst en þá var markaði með stofnfjárhluti lokað og undirbúningur hafinn að skráningu SPRON í Kauphöllina. • Engin viðskipti áttu sér stað með stofnfjárhluti eftir 7. ágúst. Viðskipti með hlutafé hófust 23. október þegar SPRON var skráð í Kauphöll Íslands. Gerð var ítarlega grein fyrir áformum stjórnar SPRON í allri fjölmiðlaumfjöllun í kjölfar ákvörðunarinnar 17. júlí og þar á meðal að verðmat Capacent á SPRON væri um 60 milljarðar. Því skal ítrekað að engar innherjaupplýsingar lágu fyrir eftir að ákvörðun stjórnar var birt þann 17. júlí og þau viðskipti sem áttu sér stað eftir að gerð var grein fyrir áformum um skráningu í kauphöll voru í fullu samræmi við lög og reglur. Viðskipti stjórnarmanna Stjórn SPRON var ekki heimilt að birta upplýsingar um viðskipti innherja eins og fram hefur komið en í ljósi þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað er undirritaðum stjórnarmönnum SPRON ljúft að upplýsa um viðskipti sín á umræddu tímabili. Tveir stjórnarmenn seldu enga stofnfjárhluti á umræddu tímabili, Ari Bergmann Einarsson sem átti (auk fjárhagslegra tengdra aðila) 110.279.318 stofnfjárhluti að nafnvirði og Erlendur Hjaltason (auk fjárhagslegra tengdra aðila) sem átti 6.643.332 stofnfjárhluti að nafnvirði. Hildur Petersen, stjórnarformaður SPRON, og tengdur aðili seldu á tímabilinu stofnfjárhluti að nafnvirði kr. 7.201.353. Hluti af þeim var seldur til tengds aðila eins og áður hefur komið fram. Eftir söluna áttu Hildur og fjárhagslega tengdir aðilar 19.814.865 stofnfjárhluti að nafnvirði. Ásgeir Baldurs seldi stofnfjárhluti að nafnvirði kr. 270.952. Eftir söluna áttu Ásgeir og fjárhagslega tengdir aðilar 476.901.775 stofnfjárhluti að nafnvirði. Fyrirtæki tengt Gunnari Þór Gíslasyni seldi stofnfjárhluti að nafnvirði kr. 188.657.257 á tímabilinu. Eftir söluna átti fyrirtækið 286.915.556 stofnfjárhluti að nafnvirði. Stjórn SPRON vill árétta að allir stjórnarmenn eiga enn í dag meirihluta þeirra bréfa sem þeir áttu fyrir 7. ágúst, þegar markaði með stofnfjárhluti var lokað. Einnig að þeir stjórnarmenn sem seldu stofnfjárhluti á þessu tímabili seldu aðeins hluta af stofnfjáreign sinni í SPRON. Stjórn SPRON hefur vitaskuld fulla trú á fyrirtækinu og undirstrikar að ástæður þess að stjórnarmenn seldu hluta af stofnfjáreign sinni á þessu tímabili voru fyrst og fremst persónulegar. Hildur Petersen Ari Bergmann Einarsson Ásgeir Baldurs Erlendur Hjaltason Gunnar Þór Gíslason
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira