Tekjur Alcoa undir væntingum 10. október 2007 12:52 Alain Belda, forstjóri Alcoa. Hann segir tekjur fyrirtækisins hafa minnkað vegna lægra álverðs á þriðja ársfjórðungi. Mynd/AFP Bandaríski álrisinn Alcoa, sem meðal annars rekur álverið í Reyðarfirði, hagnaðist um 555 milljónir bandaríkjadala, rúma 33,7 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi samanborið við 537 milljónir á sama tíma í fyrra. Þetta er 3,4 prósenta aukning á milli ára. Alcoa birti uppgjörstölur sínar í gær en er líkt og fyrri ár fyrsta bandaríska stórfyrirtækið til að birta þær sitt á fjórðungnum. Alain Belda, forstjóri Alcoa, segir í samtali við bandaríska dagblaðið Wall Street Journal, að þótt álverð hafi verið hærra frá síðasta ári þá hafi það lækkað á fjórðungnum samhliða lægra gengi bandaríkjadals gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Það hafi skilað sér í minni tekjum af reglulegri starfsemi á tímabilinu. Auknar tekjur eru hins vegar tilkomnar vegna sölu fyrirtækisins á sjö prósenta hlut sínum í kínversku álfyrirtæki en gjörningurinn skilaði 7,4 milljónum dala í kassa Alcoa. Tekjurnar námu 7,4 milljörðum dala sem er 3,2 prósenta samdráttur á milli ára. Það er undir væntingum greinenda, sem höfðu gert ráð fyrir því að tekjurnar myndu aukast á milli ára. Greinendur lækkuðu reynar afkomuspá sína fyrir Alco nokkru fyrir birtingu afkomutalnanna en reiknað er með að lausafjárskrísan frá í enda sumars seti mark sitt á afkomu fjölda fyrirtækja víða um heim á fjórðungnum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Bandaríski álrisinn Alcoa, sem meðal annars rekur álverið í Reyðarfirði, hagnaðist um 555 milljónir bandaríkjadala, rúma 33,7 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi samanborið við 537 milljónir á sama tíma í fyrra. Þetta er 3,4 prósenta aukning á milli ára. Alcoa birti uppgjörstölur sínar í gær en er líkt og fyrri ár fyrsta bandaríska stórfyrirtækið til að birta þær sitt á fjórðungnum. Alain Belda, forstjóri Alcoa, segir í samtali við bandaríska dagblaðið Wall Street Journal, að þótt álverð hafi verið hærra frá síðasta ári þá hafi það lækkað á fjórðungnum samhliða lægra gengi bandaríkjadals gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Það hafi skilað sér í minni tekjum af reglulegri starfsemi á tímabilinu. Auknar tekjur eru hins vegar tilkomnar vegna sölu fyrirtækisins á sjö prósenta hlut sínum í kínversku álfyrirtæki en gjörningurinn skilaði 7,4 milljónum dala í kassa Alcoa. Tekjurnar námu 7,4 milljörðum dala sem er 3,2 prósenta samdráttur á milli ára. Það er undir væntingum greinenda, sem höfðu gert ráð fyrir því að tekjurnar myndu aukast á milli ára. Greinendur lækkuðu reynar afkomuspá sína fyrir Alco nokkru fyrir birtingu afkomutalnanna en reiknað er með að lausafjárskrísan frá í enda sumars seti mark sitt á afkomu fjölda fyrirtækja víða um heim á fjórðungnum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira