Viðskipti innlent

Bréf í Teymi hafa lækkað um 8% í dag

Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis, hefur enga ástæðu til að brosa yfir markaðnum í dag.
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis, hefur enga ástæðu til að brosa yfir markaðnum í dag.

Fjögur fyrirtæki í Kauphöll Íslands hafa lækkað um 6% eða meira það sem af er degi. Gengi hlutabréfa í Teymi, móðurfélags Vodafone, hafa lækkað mest eða um 8,1%. Teymi er að stærstum hluta í eigu Baugs Group. Gengi bréfa í Exista lækka enn einn daginn en þau hafa lækkað um rúm 26% á undanförnum þrjátíu dögum.

Gengi í færeyska olíufélaginu Atlantic Petroleum hafa lækkað um 7,6%. Exista hefur lækkað um 6,6% og Icelandair Group hefur lækkað um 6%. Þá hafa bréf í FL Group lækkað um 4,3%. Ekkert fyrirtæki sem skráð er í Kauphöllina hefur hækkað í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×