Viðskipti innlent

Krónan hefur fallið um 12% á einum mánuði

Krónan hefur veikst um 2,2 % íþað sem af er degi. Greining Glitnis segir að gengi krónu hafi því lækkað um tæp 12% frá 18. júlí þegar hún var í sínu sterkasta gildi á árinu. Áhættuflótti fjárfesta frá hávaxtamyntum í kjölfar vandræða á bandarískum húsnæðislánamarkaði er ein helsta ástæðan fyrir veikingu krónunnar undanfarið.

Aðrar hávaxtamyntir, t.a.m. tyrkneska líran , ástralski dollarinn og nýsjálenski dollarinn hafa fallið talsvert í viðskiptum dagsins gagnvart helstu myntum og hafa, líkt og krónan, veikst töluvert eftir að skjálfta tók að gæta á mörkuðum.

Fram kemur í frétt greiningar Glitnis að ljóst er að haldi þessi skjálfti áfram þá getur það tímabundið leitt af sér frekari veikingu íslensku krónunnar. "Við erum þó þeirrar skoðunar að þegar ró færist yfir markaði muni krónan styrkjast nokkuð á ný, enda vextir enn mjög háir hérlendis, auk þess sem undanfarin gengislækkun á sér ekki rót í neikvæðum innlendum fréttum eða verri horfum fyrir íslenskt efnahagslíf," segir í frétt greiningar Glitnis um málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×