Fleiri fréttir

Velta jókst aukast á fasteignamarkaði

Velta og umsvif á fasteignamarkaði jukust nokkuð á höfuðborgarsvæðinu á milli vikna en í vikunni voru 252 kaupsamningar þinglýstir samanborið við 190 samninga í vikunni á undan. Þá nam heildarveltan 6.897 milljónum króna en hún nam 5.165 milljónum í vikunni á undan, samkvæmt útbirtum tölum Fasteignamats ríkisins.

Úrvalsvísitalan slær enn eitt metið

Úrvalsvísitalan fór í methæðir við lokun markaða í dag þegar lokagildi hennar stóð í 8.179 stigum, sem er einu stigi hærra en hæsta lokagildi hennar 29. maí síðastliðinn. Vísitalan hækkaði lítillega í dag, eða um 0,14 prósentustig.

Straumur selur í Betson

Straumur-Burðarás ætlar að selja hlut sinn í sænska leikja- og fjárhættuspilafyrirtækinu Betsson. Hluturinn er nú þegar í sölumeðferð hjá Carnegie og SEB Enskilda bank í Svíþjóð en markaðsvirði hans nemur 4,4 milljörðum króna.

Eitraðar tannkremseftirlíkingar í umferð

Forsvarsmenn framleiðanda Colgate tannkremsins hafa varað við eftirlíkingum af kremi sínu. Segja þeir að vörur þessar séu heilsuspillindi. Nánar tiltekið eiga kremin að innihalda hættulegt lífefni að nafni diethylene glycol.

Berlínarborg selur í banka

Borgaryfirvöld í Berlín ætla að selja 81 prósents hlut sinn í þýska bankanum Landesbank Berlin til þýska bankans DSGV. Verðmæti hlutarins nemur um 5,35 milljörðum evra, jafnvirði rúmra 453 milljörðum íslenskra króna. DSGV ætlar í kjölfarið að kaupa allt útistandandi hlutafé bankans.

Óbreyttir stýrivextir í Japan

Japanski seðlabankinn ákvað á vaxtaákvörðunarfundi sínum í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,5 prósentum. Toshihiko Fukui, seðlabankastjóri, sagðist reikna með hóflegum hagvexti á árinu en gaf ekki í skyn hvort vextirnir verði hækkaðir frekar á árinu.

Ebay slítur viðskiptum við Google

Stjórnendur bandaríska uppboðsvefjarins Ebay hafa ákveðið að hætta að auglýsa þjónustu sína á leitarvél Google. Ástæðan er óánægja með ákvörðun Google að fagna nýju netgreiðslukerfi fyrirtækisins á sama tíma og Ebay hélt árlega viðskiptaráðstefnu sína þar sem Google.

Tekjuafgangur ríkissjóðs jókst um 4,6 milljarða

Heildartekjur ríkissjóðs námu 109,3 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins samanborið við 16,6 milljarða í fyrra. Heildarútgjöld námu 92,5 milljörðum króna og er tekjujöfnuður því 16,8 milljarðar króna. Þetta er 4,6 milljörðum betri afkoma en á sama tíma í fyrra, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands.

Arabar komnir með fjórðung í Sainsbury

Konungsfjölskyldan í arabaríkinu Katar hefur hefur aukið við hlut sinn í bresku stórmarkaðakeðjunni og fer nú með rétt rúman fjórðung hlutabréfa í þessari þriðju stærstu verslankeðju Bretlands.

Sátt næst í máli Decode og CHP

Allir málsaðilar hafa náð sátt og dregið kröfur sínar til baka í dómsmáli, sem Íslensk erfðagreining höfðaði gegn bandaríska sjúkrahúsinu Childrens Hospital of Philadelphia og nokkrum fyrrverandi starfsmönnum Íslenskrar erfðagreiningar, sem hófu störf þar.

Ágæt viðskipti með Century

Viðskipti með bréf Century Aluminum á fyrsta viðskiptadegi félagsins á First North markaðnum í gær námu fjörutíu milljónum. Century er fyrsta bandaríska félagið sem er skráð á íslenskan hlutabréfamarkað.

Grátkórinn

Vaxtaumræðan tekur oft á sig furðulegustu myndir. DV lét Kristján Gunnarsson, formann Starfsgreinasambandins, mala um okurvexti bankanna og lágt viðskiptasiðferði þar sem viðskiptabankarnir nauðbeygi fólk til að taka yfirdráttarlán. Staðreyndin er hins vegar sú að það eru allir sem þurfa að greiða háa vexti í þessu landi hvort sem það eru einstaklingar eða fyrirtækin stór og smá.

Eik blæs í herlúðra

Eik Banki, stærsti banki Færeyja, ætlar að selja nýtt hlutafé í aðdraganda skráningar í Kauphöll Íslands og Kauphöllina í Kaupmannahöfn. Upphæðin, sem Eik hyggst safna, er á bilinu 5,1-6,6 milljarðar króna og hafa núverandi hluthafar kauprétt að öllum bréfunum. Útboðið er aö fullu sölutryggt miðað við lægri mörk þess.

Vísitala neysluverðs ekki lægri í rúmt ár

Samræmd vísitala neysluverðs hækkaði um 0,3 prósent innan EES-ríkjanna á milli mánaða í maí. Hækkunin hér á landi nemur á sama tíma 1,0 prósenti. Tólf mánaða breyting vísitölunnar mælist 2,1 prósent í EES-ríkjunum en 4,0 prósent hér á landi. Vísitalan hefur ekki verið lægri síðan í apríl í fyrra.

JP Morgan tryggir nýjar höfuðstöðvar

Bandaríski fjárfestingabankinn JP Morgan Chase hefur ákveðið að flytja höfuðstöðvar sínar í nýtt háhýsi sem mun rísa þar sem Tvíburaturnarnir stóðu áður á Manhattan. Bankinn hefur gert leigusamning til næstu 92 ára.

Gæti útrýmt flassinu

Talsmenn Kodak, sem er stærsti filmuframleiðandi í heimi, segja að félagið sé búið að hanna nýja tækni fyrir stafrænar myndavélar sem geri flass nánast óþarft.

Iceland Foods fær rúmlega 43 milljarða lán

Breska lágvörukeðjan Iceland Foods hefur tekið 370 milljóna punda endurfjármögnunarlán í samstarfi við Landsbanka Íslands og Deutsche Bank. Þetta jafngildir 43,6 milljörðum íslenskra króna. Lánið verður meðal annars notað til að standa undir arðgreiðslum til hluthafa matvörukeðjunnar.

PFS fylgist með verðlagsþróun reikigjalda

Samstarfsvettvangur fjarskiptaeftirlitsstofnana í Evrópu (ERG), sem Póst- og fjarskiptastofnun er aðili að, hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna nýrra reglna um alþjóðleg reikisímtöl í farsíma landa á milli sem senn verða innleiddar innan Evrópusambandsins.

Hráolíuverð hækkaði á fjármálamörkuðum

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag. Þetta er önnur hækkunin á tveimur viðskiptadögum en verðið hækkað um einn bandaríkjadal á tunnu í gær. Ástæðan fyrir hækkuninni nú er sú að lítil breyting varð á olíubirgðum í Bandaríkjunum á milli vikna.

Century Aluminum skráð í Kauphöllina

Century Aluminum, móðurfélag Norðuráls, var skráð á First North Iceland-hlutabréfalistann í Kauphöll Íslands klukkan 10 í morgun. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, og Logan W. Kruger, forstjóri Century Aluminum, héldu stutta tölu og lýstu yfir ánægju með samstarfið. Að því loknu opnaði Björgvin Sigurðsson, viðskiptaráðherra, fyrir viðskipti dagsins.

1,9 prósenta verðbólga á evrusvæðinu

Verðbólga á evrusvæðinu mældist 1,9 prósent í maí, sem er óbreytt frá fyrri mánuði, samkvæmt upplýsingum frá Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Þetta er þriðji mánuðurinn í röð sem verðbólga helst óbreytt og í takt við væntingar greinenda.

Spá mikilli aukningu í sölu farþegaþota

Bandarísku flugvélasmiðjur Boeing spá því að sala á farþegaþotum eigi eftir að margfaldast á næstu 20 árum frá fyrri spá. Þeir gera hins vegar ráð fyrir minni eftirspurn eftir risaþotum, sem eru fyrir fleiri en 400 farþega. Gangi spáin eftir eru það ekki góðar fréttir fyrir Airbus en risaþota flugfélagsins tekur um 555 farþega og er á tveimur hæðum.

iPhone styður web 2.0

Talsmenn Apple hafa nú tilkynnt að iPhone, sem fer í sölu í Bandaríkjum í lok þessa mánaðar, muni styðja gagnvirkni á vefnum, eða svokallaða Web 2.0 þróun.

Marel og 365 detta út úr Úrvalsvísitölunni

Fyrirtækin Alfesta, Atlantic Petroleum P/F, Marel og 365 detta út úr Úrvalsvísitölunni en tilkynnt var um nýja samsetningu vísitölunnar í dag. Hinn nýja samsetning tekur gildi næstu mánaðamót og gildir til áramóta. Í staðinn koma fyrirtækin Exista hf., Teymi og Icelandair.

Sony krafið um afsökunarbeiðni

Enska kirkjan hefur krafið Sony um afsökunarbeiðni fyrir að nota dómkirkjuna í Manchester í skotleiknum „Resistance: Fall of man."

Öðrum hluta útboðsins lokið

Lokað hefur verið fyrir skráningar í hlutafjárútboði í Föroya Banka, þar sem hver og einn fjárfestir gat skráð sig fyrir tveimur milljónum danskra króna eða minna, vegna mikillar eftirspurnar fjárfesta.

Eins og að finna mús á stærð við hest

Fornleifafræðingar í Kína hafa fundið leifar af risaflugeðlu sem var um fimm metra há. Hún líkist frekar fugli en eðlu. Uppgötvunin varpar nýju ljósi á þróunarferli fugla sem virðist vera flóknara en áður var talið.

Líkur á betra boði frá Barclays í ABN Amro

Breski bankinn Barclays er sagður ætla að leggja inn nýtt og bætt yfirtökutilboð í hollenska bankann ABN Amro. Til stóð að greiða fyrir yfirtökuna með hlutabréfum í Barclays en nú lítur út fyrir að hluti kaupverðsins verði greiddur með reiðufé.

Smásala jókst umfram væntingar

Velta í smásöluverslun jókst um 1,4 prósent í Bandaríkjunum á milli mánaða í maí, samkvæmt tölum viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna, sem birtar voru í dag. Vöxturinn hefur ekki verið jafn mikil síðan í janúar í fyrra.

SAS selur í flugfélögum

Skandinavíska flugfélagið SAS greindi frá því í dag að það ætli að selja eignahluti sína í þremur flugfélögum í hagræðingarskyni. Hlutirnir eru í Spanair, bmi og Air Greenland. Jafnframt kynnti félagið aðrar hagræðingartillögur sem eiga að spara flugfélaginu 2,8 milljónir sænskra króna, jafnvirði rúmra 25 milljarða íslenskra króna.

Afkoma Zöru umfram væntingar

Spænska félagið Inditex, móðurfélag fatakeðjunnar Zara skilaði hagnaði upp á rúmar 200 milljónir evra, jafnvirði 17 milljarða íslenskra króna, á síðasta rekstrarfjórðungi, sem náði frá febrúar til apríl. Þetta er meiri hagnaður en markaðsaðilar gerðu ráð fyrir.

Eimskip gerir formlegt yfirtökutilboð í Versacold

Hf. Eimskipafélag Íslands sendi í dag út formlegt yfirtökutilboð til allra hluthafa í kæli- og frystigeymslufélaginu Versacold Income Fund. Eins og áður hefur verið tilkynnt hyggst félagið bjóða í allt útistandandi hlutafé Versacold fyrir 12,25 Kanadadollara á hlut í reiðufé.

Lækkanir á helstu fjármálamörkuðum

Lækkanir voru á helstu hlutabréfamörkuðum í dag eftir að ávöxtunarkrafa bandarískra skuldabréfa til 10 ára hækkaði um 5,27 prósent í gær. Það merkir að verðmæti skuldabréfa lækkar og hefur það ekki verið með lægra móti í fimm ár. Fjárfestar ytra eru sagðir uggandi vegna hækkandi lánskostnaðar.

Fimm ára samfelldu vaxtarskeiði lokið

Landsframleiðsla var nánast óbreytt á fyrsta fjórðungi þess árs miðað við sama tíma í fyrra, að því er fram kemur í Hagtíðindum Hagstofu Íslands. Þar kemur fram að einkaneysla hafi dregist saman um 1,2 prósent á milli ára og sé þar með lokið samfelldu vaxtarskeiði einkaneyslunnar sem staðið hefur frá því á fjórða ársfjórðungi árið 2002.

Fagfjárfestar sitja að hlutafjárútboði í Føroya Banka

Fagfjárfestum og öðrum stórum fjárfestum býðst að kaupa um 80 prósent þess hlutafjár sem færeyska landsstjórnin ætlar að selja í hlutafjárútboði Føroya Banka sem hófst í þremur löndum á mánudaginn. Almenningur og aðrir smærri fjárfestar fá því um fimmtungsskerf í sinn hlut en íslenskum fjárfestum stendur til boða að kaupa hlutabréf í útboðinu í gegnum Landsbankann.

Frændgarður í Færeyjum

Ég hef setið sveittur við það þessa vikuna að skrá hvert einasta andskotans snitti í allri ættinni fyrir hlut í Færeyjabankanum. Meira segja þeir sem eru óstaðsettir í hús samkvæmt þjóðskrá ætla að kaupa. Þetta verður fínt, en þeir í Lansanum hafa ekki verið að auðvelda manni lífið við þetta.

Til bjargar reykingafólki

Breski bjórframleiðandinn Fuller, Smith & Turner, sem rekur um 200 bari og sex hótel í Bretlandi, ætlar að verja sem nemur hálfum milljarði íslenskra króna til að bæta aðstöðu fyrir reykingafólk fyrir utan krár sínar og knæpur. Reykingabann tekur gildi 1. júlí næstkomandi í Bretlandi og verður þá öllum reykingamönnum úthýst af börum landsins.

Ísland í Kínabönkum

Á næstu vikum og mánuðum munu munu viðskiptavinir kínverskra banka geta horft á íslenskt myndefni meðan þeir bíða eftir afgreiðslu í bankanum. Þetta felst í nýjum samningi sendiráðs Íslands í Kína við fyrirtækið Focus Media Development Co., sem sérhæfir sig í uppsetningu á sjónvarpsskjám og á sýningu myndefnis í opinberum stofnunum og fyrirtækjum.

Vilja ekki kaupa ABN Amro

Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Atticus þrýsti á stjórnendur breska bankans Barclays að draga yfirtökutilboð sitt í hollenska bankann ABN Amro til baka.

Ólík sýn á hagvöxt

Verðbólga lækkaði í takt við spár greiningardeilda bankanna. Þær segja spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins veglega.

Kaupa franskt plastfyrirtæki

Polimoon, dótturfélag Promens hf., hefur yfirtekið fyrirtækið Dekoplast í Frakklandi. Deko­plast, sem framleiðir umbúðir fyrir snyrtivöru- og lyfjaframleiðendur, er með árlega sölu yfir sautján milljónum evra. Kaupverð félagsins er ekki gefið upp.

Sjálfstætt viðskiptaráðuneyti

Hornsteinn sjálfstæðis þjóðar eru auðlindir hennar, áþreifanlegar og óáþreifanlegar. Íslendingar endurheimtu sjálfstæði sitt 1944 og kraftmiklar frumframleiðslugreinar, eins og sjávarútvegur og iðnaður á fyrstu áratugum sjálfstæðrar þjóðar tryggðu henni fjárhagslegt öryggi. Ísland var frumvinnsluþjóðfélag allt fram undir síðustu áratugi 20. aldar. Skipting ráðuneyta endurspeglaði þann veruleika.

Lítil fyrirtæki vaxa undir sjónlínu hinna stóru

Lítil fyrirtæki geta farið úr sjónlínu stóru fyrirtækjanna. Þar geta þau vaxið hljóðlega og skotist upp á yfirborðið þegar minnst varir. Með þessu móti geta þau orðið stærri en stóru keppinautarnir, að sögn Richards Lamming, deildarforseta og prófessors í innkaupum og aðfangastjórnun við Southampton-háskóla í Bretlandi.

Margir möguleikar með nýrri kynslóð

Þeir sem beðið hafa óþreyjufullir eftir þriðju kynslóðinni í farsímatækni geta andað léttar: Síminn byrjar að veita þjónustuna á höfuðborgarsvæðinu á haustdögum. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson brá sér á kynningu hjá Símanum.

Sjá næstu 50 fréttir