Viðskipti innlent

Marel og 365 detta út úr Úrvalsvísitölunni

Kauphöllin.
Kauphöllin. MYND/GVA

Fyrirtækin Alfesta, Atlantic Petroleum P/F, Marel og 365 detta út úr Úrvalsvísitölunni en tilkynnt var um nýja samsetningu vísitölunnar í dag. Hinn nýja samsetning tekur gildi næstu mánaðamót og gildir til áramóta. Í staðinn koma fyrirtækin Exista hf., Teymi og Icelandair.

Fram kemur í Vegvísi greiningar Landsbankans að nú eru 14 félög í Úrvalsvísitölunni í stað 15 eins og verið hefur. Af hinum nýju félögum er vægi Exista hæsta eða 6,95 prósent. Fjármálafyrirtæki vega þungt í vísitölunni eða um 83 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×