Fleiri fréttir Líkur á nýju tilboði í vikunni Líklegt er að hluthöfum í Actavis muni berast nýtt yfirtökutilboð frá Novator fyrir vikulok. Formlegt tilboð Novators tók gildi 5. júní og stendur opið til 3. júlí. Í skilmálum þess kemur fram að ef breyta eigi tilboðinu innan tilboðsfrestsins verði að gera það á fyrstu tveimur vikum hans. Ella bætist tvær vikur við heildarfrestinn. 13.6.2007 03:00 Hádegismaturinn við skrifborðið? Margir hafa lent í þeim aðstæðum að svo mikið er að gera við vinnu að ekki gefst tími til þess að borða hádegismat. Þá er e.t.v. gripið í samloku eða skyrdós við skrifborðið og hádegishléð jafnvel stytt í tíu mínútna hlé með litlum samræðum við samstarfsmenn. 13.6.2007 03:00 Fimm sjóðir í eina sæng Sjóðsfélagar í fimm lífeyrissjóðum sem eru í vörslu Landsbankans samþykktu að sameina sjóðina í einn. Þessir sjóðir eru Lífeyrissjóður Eimskipafélags Íslands hf., Lífeyrissjóður Flugvirkjafélags Íslands, Lífeyrissjóður Mjólkursamsölunnar, Eftirlaunasjóður starfsmanna Olíuverzlunar Íslands hf. og Lífeyrissjóður starfsmanna Áburðarverksmiðju ríkisins. 13.6.2007 03:00 Vörustjórnun Blóðrás fyrirtækja Ýmist má kalla vörustjórnun hjarta eða lífæð fyrirtækja. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson leit inn á norræna ársþingið Nofoma 2007 í vörustjórnun og drakk í sig þekkingu á því sem skilur á milli feigs og ófeigs í rekstri fyrirtækja. Þar fræddist hann sömuleiðis. 13.6.2007 03:00 Lítið vitað um íslenska markaðinn Þeir Árni Halldórsson og Gunnar Stefánsson segja lítið vitað um stöðu íslenskra fyrirtækja á sviði vörustjórnunar. Mun meira liggi fyrir um norræna markaðinn, sem hafi verið grannskoðaður. „Við vitum í rauninni ekki neitt um íslenska markaðinn,“ segir Árni. „Það eru samt til skoðanir einstakra stjórnenda, en þær segja lítið til um hvernig ástandið er þegar á heildina er litið.“ 13.6.2007 03:00 Rekjanleikinn skiptir stöðugt meira máli Síauknar kröfur eru um að seljendur sjávarafurða byggi veiðar á sjálfbærni. Óli Kristján Ármannsson hitti að máli Svein Margeirsson, deildarstjóra hjá Matís, sem segir sjálfbærni kunna að vera aðgöngumiða að dýrari 13.6.2007 02:45 Enn af Kína... Nýr samningur milli Fjármála-eftirlitsins íslenska og bankaeftirlitsins kínverska tekur bæði til starfsemi íslenskra fjármálafyrirtækja í Kína og kínverskra fjármálafyrirtækja á Íslandi. Miðað við útrásargleðina sem ríkir hér er ólíklegt að opnun Glitnis á skrifstofu í Kína verði eina skref íslensku bankanna inn á þennan risamarkað. 13.6.2007 02:00 Dauðir peningar bíða eftir Baugi Gunnar Sigurðsson, nýráðinn forstjóri Baugs Group, reiknar með að lending náist í viðræðum Baugs og stjórnar Mosaic Fashions á næstu vikum. „Auðvitað viljum við vinna þetta eins og hratt eins og mögulegt er og okkur miðar vel.“ 13.6.2007 02:00 Ánægja með stýrivaxtalækkun Seðlabanki Brasilíu ákvað í síðustu viku að lækka stýrivexti um 50 punkta í 12 prósent. Bankinn hefur lækkað stýrivexti hratt síðastliðin tvö ár með það fyrir augum að blása lífi í einkaneyslu. 13.6.2007 02:00 Vaxtarspenna Margur hagfræðinördinn hefur að öllum líkindum átt bágt með svefn í nótt fyrir spenningi. Hagstofa Íslands birtir nefnilega bráðabirgðatölur sínar fyrir landsframleiðslu á fyrsta fjórðungi þessa árs í dag. 13.6.2007 02:00 Lífseigar bábiljur um Íbúðalánasjóð Álit Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem sett var fram í kjölfar Íslandsheimsóknar kemur ekki mikið á óvart. Þar er að finna helstu gagnrýnispunkta sem færðir hafa verið fram í rökræðu um hagkerfið undanfarin misseri. 13.6.2007 02:00 Forstjórinn fékk væna launahækkun Stuart Rose, forstjóri bresku verslanakeðjunnar Marks & Spencer, ætti að hafa tilefni til að brosa þessa dagana. Rose fékk 7,8 milljónir punda í laun og bónusgreiðslur í fyrra. Þetta jafngildir rúmum 990 milljónum íslenskra króna, sem er 68 prósenta launahækkun á milli ára. 13.6.2007 01:00 Wal-Mart: Leiðandi í dreifingu og tækni Að öðrum fyrirtækjum ólöstuðum hefur bandaríski verslanarisinn Wal-Mart markað braut á sviði vörustjórnunar í rúm fjörutíu ár. Fyrirtækið hefur staðið sig vel við innleiðingu á upplýsingatækni til að fylgjast með birgðaflæði í vöruhúsum auk þess sem miðlægt dreifikerfi fyrirtækisins þykir til fyrirmyndar. Hafa mörg stórfyrirtæki fetað í fótspor bandaríska risans jafnt hérlendis sem í Evrópu. 13.6.2007 01:00 Tesco býður í Dobbies Breski stórmarkaðurinn Tesco ætlar sér stóra hluti með kaupum á garðvörukeðju. Kaupin vekja reiði í Bretlandi. 13.6.2007 00:30 Jöklabréf gefin út fyrir 10 milljarða Inter-American Development Bank gaf í dag út jöklabréf fyrir 10 milljarða króna til eins árs. Verðmæti útistandandi jöklabréfa nemur því nú 397 milljörðum króna. 12.6.2007 16:16 SPRON tekur 200 milljóna evra sambankalán SPRON hefur gengið frá samningi um 200 milljóna evra sambankalán til þriggja ára. Þetta jafngildir tæpum 17,3 milljörðum íslenskra króna, og er stærsta sambankalán í sögu bankans. 12.6.2007 15:50 Krefjast ritstjórnarlegs sjálfstæðis Ráðandi hluthafar í bandaríska útgáfufélaginu Dow Jones hafa farið fram á að fjölmiðlajöfurinn Rupert Murdoch og fjölmiðlasamsteypa hans, News Corporation, veiti ábyrgð fyrir því að ritstjórnarlegu sjálfstæði bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal. Murdoch gerði fimm milljarða dala yfirtökutilboð í útgáfufélagið í byrjun maí. 12.6.2007 15:31 Bjarnamælir á markað Dýraverndunarsinnar hafa komið höndum yfir nýja tækni í baráttu sinni gegn illri meðferð á björnum. Um er að ræða tæki sem nemur lífræn efni úr bjarnarlíkama. Þekkt er að vörur unnar úr björnum eru notaðar í lyf og aðrar vörur, svo sem sjampó og vín. Viðskipti með birni og efni úr þeim eru ólögleg samkvæmt reglugerð CITES. 12.6.2007 15:17 Fyrirtæki Marel Food Systems fær dönsk útflutningsverðlaun Scanvaegt International, dótturfyrirtæki Marel Food Systems, hlaut í gær heiðursverðlaun Friðriks níunda Danakonungs fyrir framúrskarandi árangur í útflutningsstarfi. Það var Hinrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem afhenti forstjórum Scanvaegt, Lárusi Ásgeirssyni og Erik Steffensen, heiðursverðlaunin við konunglega athöfn í Fredensborgarhöll. 12.6.2007 09:34 Verðbólga mælist 4,0 prósent Vísitala neysluverð hækkaði um 0,52 prósent frá maí og jafngildir því að verðbólga lækkar úr 4,7 prósentum í 4,0 prósent á ársgrundvelli, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Hækkunin er í lægri kantinum en spár greiningadeilda viðskiptabankanna spáðu allt frá 0,4 til 0,8 prósenta hækkun á vísitölu neysluverðs á milli mánaða. 12.6.2007 09:00 Baugur Group eykur hlut sinn í Debenhams Hlutabréf í Debenhams hækkuðu um rúmlega fjögur prósent í dag eftir að Baugur Group jók hlut sinn í fyrirtækinu í 4,87 prósent. Baugur keypti bréfin í gegnum félagið Unity Investments. Talsmenn Debenhams neituðu að tala við fréttamenn um kaup Baugs á bréfum í fyrirtækinu. Ekki hefur enn náðst í talsmenn Baugs. 12.6.2007 07:37 Spá hækkun vísitölu neysluverðs Greiningardeild Kaupþings spáir að vísitala neysluverðs hækki um 0,6 prósent á milli mánaða, en Hagstofan birtir nýja vísitölu í dag. Gangi þetta eftir mælist verðbólga á 12 mánaða tímabili 4,1 prósent, samanborið við 4,7 prósent í síðasta mánuði. 12.6.2007 07:08 Safari vafrinn fyrir Windows Apple fyrirtækið kynnti Windows útgáfuna af Safari vafranum í dag. Steve Jobs, framkvæmdastjóri Apple fyrirtækisins, sagði við það tækifæri að Safari væri framúrstefnulegasti og kröftugasti vafrinn í heiminum. 11.6.2007 19:36 Kaupþing spáir 10 prósenta hagvexti Greiningardeild Kaupþings spáir því að hagvöxtur verði við 10 prósent á fyrsta fjórðungi ársins miðað við sama tíma í fyrra. Má vöxtinn einkum rekja til um 25 prósenta vaxtar í útflutningi á vöru og þjónustu á fjórðungnum. 11.6.2007 16:50 Föt sem mæla heilsu fólks Hópur evrópskra vísindamanna hannar þessa dagana fatnað sem getur mælt heilsu þess sem klæðist þeim. Þessi föt eru þó ekki væntanleg á almennan markað heldur eru þau ætluð nýútskrifuðum sjúklingum, fólki með króníska sjúkdóma og slösuðum íþróttamönnum. 11.6.2007 16:09 Öfundsverð staða en skortur á aðhaldi Sendinefnd á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins telur að efnahagshorfur á Íslandi séu enn öfundsverðar. Stjórnvöld þurfa hins vegar að beita meira aðhaldi í fjármálum ríkisins og endurskoða þarf Íbúðalánasjóð. 11.6.2007 15:30 Þvagfæralyf frá Actavis á markað í Evrópu Actavis hefur markaðssett þvagfæralyfið Finasteride í 14 Evrópulöndum og er sala lyfsins nú þegar hafin. Actavis setti lyfið á markað í Þýskalandi, Bretlandi, Hollandi og Danmörku um leið og einkaleyfið rann út. 11.6.2007 15:20 Vilja að Barclays dragi tilboðið til baka Gengi hlutabréfa í breska bankanum Barclays hækkaði um 4,5 prósent í bresku kauphöllinni í Lundúnum í dag eftir að fjárfestingasjóður þrýsti á hluthafa bankans að falla frá yfirtökutilboði sínu í hollenska bankann ABN Amro. 11.6.2007 13:00 Bréf Actavis í 90 krónum á hlut Gengi hlutabréfa í Actavis hækkaði um 6,26 prósent í fyrstu viðskiptunum í Kauphöll Íslands í dag þegar kauptilboð í bréfin upp á 90 krónur á hlut. Þetta er um sex krónum hærra en yfirtökutilboð Novators, félags Björgólfs Thors Björgólfssonar, hljóðar upp á. Gengið lækkaði skömmu síðar og stendur nú í 86,5 krónum á hlut. 11.6.2007 10:03 Exista kaupir í breskri íþróttavörukeðju Sameiginlegt félag í eigu Exista hf. og Chris Ronnie hefur keypt 29 prósenta hlut í bresku íþróttavörukeðjunni JJB Sports. Kaupverð nemur samtals 190 milljónum punda, jafnvirði 24 milljarða króna. 11.6.2007 09:29 Verðlaun úr hendi Pútíns Forseti Rússlands veitti Þorsteini Inga Sigfússyni Alheimsorkuverðlaunin við hátíðlega athöfn í gær. Verðlaunin voru veitt fyrir rannsóknir Þorsteins á sviði orkumála. Ein æðsta viðurkenning Rússa. 10.6.2007 00:01 Kaupþing styður Háskólann á Bifröst Menntasjóður Kaupþings banka hyggst styrkja Háskólann á Bifröst um 30 milljónir króna. Frá þessu greindi Ágúst Einarsson, rektor skólans, í ræðu á háskólahátíð í dag. 9.6.2007 15:14 Flugfélög innan ESB verða að draga úr losun koltvísýrings Samgönguráðherrar Evrópusambandsins hafa ákveðið að taka flugvélar innan sambandsins inn í áætlanir um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Flugfélög þurfa því að draga úr losun koltvísýrings frá vélum sínum. 9.6.2007 11:01 Markaðurinn í Bandaríkjunum hækkaði í dag Hlutabréfamarkaðurinn í Bandaríkjunum endaði í hærri tölum en hefur gert undanfarna daga. Lækkandi olíuverð og góða fréttir frá fyrirtækjum leiddu til hækkunarinnar en markaðurinn hafði lækkað undanfarna þrjá daga á undan. McDonalds var á meðal þeirra fyrirtækja sem tilkynntu um gott gengi. 8.6.2007 20:49 Tilboði Novator í Actavis hafnað Stjórn Actavis hefur lagt formlegt mat á tilboð Novator, félags í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, stjórnarformanns Actavis, sem birt var hluthöfum þann 1. júní síðastliðinn. Stjórnin telur að tilboðið endurspegli ekki raunverulegt virði félagsins. 8.6.2007 15:45 Viðskiptahallinn minnkaði í Bandaríkjunum Viðskiptahallinn í Bandaríkjunum dróst óvænt saman á milli mánaða í apríl. Veiking bandaríkjadals á stóran þátt í samdrættinum. Niðurstaðan kom greinendum á óvart. 8.6.2007 14:09 Jón Ásgeir hættur sem forstjóri Baugs Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, tilkynnti á aðalfundi Baugs Group í dag að hann hafi látið af störfum sem forstjóri fyrirtækisins. Við starfi hans tekur Gunnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri fjárfestinga Baugs í Bretlandi. Jón mun í kjölfarið taka við sem starfandi stjórnarformaður Baugs Group. Umtalsverðar skipulagsbreytingar á stjórn Baugs voru kynntar á aðalfundi félagsins í dag. 8.6.2007 13:19 Exorka fær 3 ný virkjanaleyfi í Þýskalandi Exorka, dótturfélag Geysis Green Energy, hefur gengið frá kaupum á þremur leyfum fyrir jarðvarmavirkjanir í Bæjaralandi í Þýskalandi. Fyrir átti Exorka þar eitt virkjanaleyfi. Í kjölfarið getur Exorka byggt orkuver í Bæjaralandi sem framleitt getur 15-25 megawatta raforku á ári. Heildarvirði fjárfestingarinnar nemur 20 milljörðum króna. 8.6.2007 13:06 Úrvalsvísitalan undir 8.000 stigum Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,07 prósent í Kauphöllinni í dag og stendur hún nú í 7.953 stigum. Vísitalan hefur ekki verið lægri síðan 15. maí síðastliðinn en þá rauf hún 8.000 stiga múrinn í fyrsta sinn. 8.6.2007 12:45 Sensa hlýtur viðurkenningu frá Cisco Systems Á árlegri ráðstefnu sem haldin er fyrir samstarfsaðila Cisco Systems var Sensa veitt viðurkenning sem besti Cisco Silver Partner ársins á Norðurlöndum. Sensa er í eigu Símans. 8.6.2007 12:31 Líkur á nýju tilboði í Dow Jones Philadelphia Media Holding, útgáfufélag dagblaðsins Philadelphia Inquirer, er sagt hafa hug á að bjóða í bandaríska útgáfufélagið Dow Jones á móti fjölmiðlajöfrinum Rupert Murdoch. 8.6.2007 10:00 Velta í dagvöruverslun eykst um 8,8 prósent Velta í dagvöruverslun jókst um 8,8 prósent í maí á föstu verðlagi samanborið við sama tíma í fyrra. Á breytilegu verðlagi nam hækkunin hins vegar 13,2 prósentum, samkvæmt smásöluvísitölu Rannsóknaseturs verslunarinnar á Bifröst, sem bætir við að fátt bendi til að einkaneysla sé að dragast saman. Megi búast við að sölutölur eigi eftir að hækka á næstunni. 8.6.2007 09:58 Lækkanir á helstu fjármálamörkuðum Gengi hlutabréfa lækkaði í fyrstu viðskiptum dagsins á 14 af 17 fjármálamörkuðum í Evrópu í dag. Lækkanirnar koma í kjölfar lækkana í Bandaríkjunum í gær og í Japan. Þetta er fimmti lækkanadagurinn í röð í Evrópu. 8.6.2007 09:04 Úrvalsvísitalan tekur breytingum Eftir lokun markaða í dag mun Kauphöll Íslands tilkynna hvaða félög verða hluti af nýrri úrvalsvísitölu sem tekur gildi hinn 2. júlí. Greiningardeild Landsbankans telur líklegast að Alfesca og Atlantic Petroleum þurfi að víkja fyrir Existu og Icelandair. 8.6.2007 00:01 Hlutabréf í Apple hækka enn Apple hefur ekki enn selt einn einasta iPhone en engu að síður eru fjárfestar að veðja á að hann eigi eftir að slá í gegn. Verð á bréfum í Apple hefur því risið ógurlega hratt undanfarna daga. Hlutabréf í Apple hafa hækkað um 30% síðan iPhone var kynntur í janúar og gefur það í skyn hversu miklar væntingar fjárfestar binda við tækið. 7.6.2007 22:36 Sjá næstu 50 fréttir
Líkur á nýju tilboði í vikunni Líklegt er að hluthöfum í Actavis muni berast nýtt yfirtökutilboð frá Novator fyrir vikulok. Formlegt tilboð Novators tók gildi 5. júní og stendur opið til 3. júlí. Í skilmálum þess kemur fram að ef breyta eigi tilboðinu innan tilboðsfrestsins verði að gera það á fyrstu tveimur vikum hans. Ella bætist tvær vikur við heildarfrestinn. 13.6.2007 03:00
Hádegismaturinn við skrifborðið? Margir hafa lent í þeim aðstæðum að svo mikið er að gera við vinnu að ekki gefst tími til þess að borða hádegismat. Þá er e.t.v. gripið í samloku eða skyrdós við skrifborðið og hádegishléð jafnvel stytt í tíu mínútna hlé með litlum samræðum við samstarfsmenn. 13.6.2007 03:00
Fimm sjóðir í eina sæng Sjóðsfélagar í fimm lífeyrissjóðum sem eru í vörslu Landsbankans samþykktu að sameina sjóðina í einn. Þessir sjóðir eru Lífeyrissjóður Eimskipafélags Íslands hf., Lífeyrissjóður Flugvirkjafélags Íslands, Lífeyrissjóður Mjólkursamsölunnar, Eftirlaunasjóður starfsmanna Olíuverzlunar Íslands hf. og Lífeyrissjóður starfsmanna Áburðarverksmiðju ríkisins. 13.6.2007 03:00
Vörustjórnun Blóðrás fyrirtækja Ýmist má kalla vörustjórnun hjarta eða lífæð fyrirtækja. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson leit inn á norræna ársþingið Nofoma 2007 í vörustjórnun og drakk í sig þekkingu á því sem skilur á milli feigs og ófeigs í rekstri fyrirtækja. Þar fræddist hann sömuleiðis. 13.6.2007 03:00
Lítið vitað um íslenska markaðinn Þeir Árni Halldórsson og Gunnar Stefánsson segja lítið vitað um stöðu íslenskra fyrirtækja á sviði vörustjórnunar. Mun meira liggi fyrir um norræna markaðinn, sem hafi verið grannskoðaður. „Við vitum í rauninni ekki neitt um íslenska markaðinn,“ segir Árni. „Það eru samt til skoðanir einstakra stjórnenda, en þær segja lítið til um hvernig ástandið er þegar á heildina er litið.“ 13.6.2007 03:00
Rekjanleikinn skiptir stöðugt meira máli Síauknar kröfur eru um að seljendur sjávarafurða byggi veiðar á sjálfbærni. Óli Kristján Ármannsson hitti að máli Svein Margeirsson, deildarstjóra hjá Matís, sem segir sjálfbærni kunna að vera aðgöngumiða að dýrari 13.6.2007 02:45
Enn af Kína... Nýr samningur milli Fjármála-eftirlitsins íslenska og bankaeftirlitsins kínverska tekur bæði til starfsemi íslenskra fjármálafyrirtækja í Kína og kínverskra fjármálafyrirtækja á Íslandi. Miðað við útrásargleðina sem ríkir hér er ólíklegt að opnun Glitnis á skrifstofu í Kína verði eina skref íslensku bankanna inn á þennan risamarkað. 13.6.2007 02:00
Dauðir peningar bíða eftir Baugi Gunnar Sigurðsson, nýráðinn forstjóri Baugs Group, reiknar með að lending náist í viðræðum Baugs og stjórnar Mosaic Fashions á næstu vikum. „Auðvitað viljum við vinna þetta eins og hratt eins og mögulegt er og okkur miðar vel.“ 13.6.2007 02:00
Ánægja með stýrivaxtalækkun Seðlabanki Brasilíu ákvað í síðustu viku að lækka stýrivexti um 50 punkta í 12 prósent. Bankinn hefur lækkað stýrivexti hratt síðastliðin tvö ár með það fyrir augum að blása lífi í einkaneyslu. 13.6.2007 02:00
Vaxtarspenna Margur hagfræðinördinn hefur að öllum líkindum átt bágt með svefn í nótt fyrir spenningi. Hagstofa Íslands birtir nefnilega bráðabirgðatölur sínar fyrir landsframleiðslu á fyrsta fjórðungi þessa árs í dag. 13.6.2007 02:00
Lífseigar bábiljur um Íbúðalánasjóð Álit Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem sett var fram í kjölfar Íslandsheimsóknar kemur ekki mikið á óvart. Þar er að finna helstu gagnrýnispunkta sem færðir hafa verið fram í rökræðu um hagkerfið undanfarin misseri. 13.6.2007 02:00
Forstjórinn fékk væna launahækkun Stuart Rose, forstjóri bresku verslanakeðjunnar Marks & Spencer, ætti að hafa tilefni til að brosa þessa dagana. Rose fékk 7,8 milljónir punda í laun og bónusgreiðslur í fyrra. Þetta jafngildir rúmum 990 milljónum íslenskra króna, sem er 68 prósenta launahækkun á milli ára. 13.6.2007 01:00
Wal-Mart: Leiðandi í dreifingu og tækni Að öðrum fyrirtækjum ólöstuðum hefur bandaríski verslanarisinn Wal-Mart markað braut á sviði vörustjórnunar í rúm fjörutíu ár. Fyrirtækið hefur staðið sig vel við innleiðingu á upplýsingatækni til að fylgjast með birgðaflæði í vöruhúsum auk þess sem miðlægt dreifikerfi fyrirtækisins þykir til fyrirmyndar. Hafa mörg stórfyrirtæki fetað í fótspor bandaríska risans jafnt hérlendis sem í Evrópu. 13.6.2007 01:00
Tesco býður í Dobbies Breski stórmarkaðurinn Tesco ætlar sér stóra hluti með kaupum á garðvörukeðju. Kaupin vekja reiði í Bretlandi. 13.6.2007 00:30
Jöklabréf gefin út fyrir 10 milljarða Inter-American Development Bank gaf í dag út jöklabréf fyrir 10 milljarða króna til eins árs. Verðmæti útistandandi jöklabréfa nemur því nú 397 milljörðum króna. 12.6.2007 16:16
SPRON tekur 200 milljóna evra sambankalán SPRON hefur gengið frá samningi um 200 milljóna evra sambankalán til þriggja ára. Þetta jafngildir tæpum 17,3 milljörðum íslenskra króna, og er stærsta sambankalán í sögu bankans. 12.6.2007 15:50
Krefjast ritstjórnarlegs sjálfstæðis Ráðandi hluthafar í bandaríska útgáfufélaginu Dow Jones hafa farið fram á að fjölmiðlajöfurinn Rupert Murdoch og fjölmiðlasamsteypa hans, News Corporation, veiti ábyrgð fyrir því að ritstjórnarlegu sjálfstæði bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal. Murdoch gerði fimm milljarða dala yfirtökutilboð í útgáfufélagið í byrjun maí. 12.6.2007 15:31
Bjarnamælir á markað Dýraverndunarsinnar hafa komið höndum yfir nýja tækni í baráttu sinni gegn illri meðferð á björnum. Um er að ræða tæki sem nemur lífræn efni úr bjarnarlíkama. Þekkt er að vörur unnar úr björnum eru notaðar í lyf og aðrar vörur, svo sem sjampó og vín. Viðskipti með birni og efni úr þeim eru ólögleg samkvæmt reglugerð CITES. 12.6.2007 15:17
Fyrirtæki Marel Food Systems fær dönsk útflutningsverðlaun Scanvaegt International, dótturfyrirtæki Marel Food Systems, hlaut í gær heiðursverðlaun Friðriks níunda Danakonungs fyrir framúrskarandi árangur í útflutningsstarfi. Það var Hinrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem afhenti forstjórum Scanvaegt, Lárusi Ásgeirssyni og Erik Steffensen, heiðursverðlaunin við konunglega athöfn í Fredensborgarhöll. 12.6.2007 09:34
Verðbólga mælist 4,0 prósent Vísitala neysluverð hækkaði um 0,52 prósent frá maí og jafngildir því að verðbólga lækkar úr 4,7 prósentum í 4,0 prósent á ársgrundvelli, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Hækkunin er í lægri kantinum en spár greiningadeilda viðskiptabankanna spáðu allt frá 0,4 til 0,8 prósenta hækkun á vísitölu neysluverðs á milli mánaða. 12.6.2007 09:00
Baugur Group eykur hlut sinn í Debenhams Hlutabréf í Debenhams hækkuðu um rúmlega fjögur prósent í dag eftir að Baugur Group jók hlut sinn í fyrirtækinu í 4,87 prósent. Baugur keypti bréfin í gegnum félagið Unity Investments. Talsmenn Debenhams neituðu að tala við fréttamenn um kaup Baugs á bréfum í fyrirtækinu. Ekki hefur enn náðst í talsmenn Baugs. 12.6.2007 07:37
Spá hækkun vísitölu neysluverðs Greiningardeild Kaupþings spáir að vísitala neysluverðs hækki um 0,6 prósent á milli mánaða, en Hagstofan birtir nýja vísitölu í dag. Gangi þetta eftir mælist verðbólga á 12 mánaða tímabili 4,1 prósent, samanborið við 4,7 prósent í síðasta mánuði. 12.6.2007 07:08
Safari vafrinn fyrir Windows Apple fyrirtækið kynnti Windows útgáfuna af Safari vafranum í dag. Steve Jobs, framkvæmdastjóri Apple fyrirtækisins, sagði við það tækifæri að Safari væri framúrstefnulegasti og kröftugasti vafrinn í heiminum. 11.6.2007 19:36
Kaupþing spáir 10 prósenta hagvexti Greiningardeild Kaupþings spáir því að hagvöxtur verði við 10 prósent á fyrsta fjórðungi ársins miðað við sama tíma í fyrra. Má vöxtinn einkum rekja til um 25 prósenta vaxtar í útflutningi á vöru og þjónustu á fjórðungnum. 11.6.2007 16:50
Föt sem mæla heilsu fólks Hópur evrópskra vísindamanna hannar þessa dagana fatnað sem getur mælt heilsu þess sem klæðist þeim. Þessi föt eru þó ekki væntanleg á almennan markað heldur eru þau ætluð nýútskrifuðum sjúklingum, fólki með króníska sjúkdóma og slösuðum íþróttamönnum. 11.6.2007 16:09
Öfundsverð staða en skortur á aðhaldi Sendinefnd á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins telur að efnahagshorfur á Íslandi séu enn öfundsverðar. Stjórnvöld þurfa hins vegar að beita meira aðhaldi í fjármálum ríkisins og endurskoða þarf Íbúðalánasjóð. 11.6.2007 15:30
Þvagfæralyf frá Actavis á markað í Evrópu Actavis hefur markaðssett þvagfæralyfið Finasteride í 14 Evrópulöndum og er sala lyfsins nú þegar hafin. Actavis setti lyfið á markað í Þýskalandi, Bretlandi, Hollandi og Danmörku um leið og einkaleyfið rann út. 11.6.2007 15:20
Vilja að Barclays dragi tilboðið til baka Gengi hlutabréfa í breska bankanum Barclays hækkaði um 4,5 prósent í bresku kauphöllinni í Lundúnum í dag eftir að fjárfestingasjóður þrýsti á hluthafa bankans að falla frá yfirtökutilboði sínu í hollenska bankann ABN Amro. 11.6.2007 13:00
Bréf Actavis í 90 krónum á hlut Gengi hlutabréfa í Actavis hækkaði um 6,26 prósent í fyrstu viðskiptunum í Kauphöll Íslands í dag þegar kauptilboð í bréfin upp á 90 krónur á hlut. Þetta er um sex krónum hærra en yfirtökutilboð Novators, félags Björgólfs Thors Björgólfssonar, hljóðar upp á. Gengið lækkaði skömmu síðar og stendur nú í 86,5 krónum á hlut. 11.6.2007 10:03
Exista kaupir í breskri íþróttavörukeðju Sameiginlegt félag í eigu Exista hf. og Chris Ronnie hefur keypt 29 prósenta hlut í bresku íþróttavörukeðjunni JJB Sports. Kaupverð nemur samtals 190 milljónum punda, jafnvirði 24 milljarða króna. 11.6.2007 09:29
Verðlaun úr hendi Pútíns Forseti Rússlands veitti Þorsteini Inga Sigfússyni Alheimsorkuverðlaunin við hátíðlega athöfn í gær. Verðlaunin voru veitt fyrir rannsóknir Þorsteins á sviði orkumála. Ein æðsta viðurkenning Rússa. 10.6.2007 00:01
Kaupþing styður Háskólann á Bifröst Menntasjóður Kaupþings banka hyggst styrkja Háskólann á Bifröst um 30 milljónir króna. Frá þessu greindi Ágúst Einarsson, rektor skólans, í ræðu á háskólahátíð í dag. 9.6.2007 15:14
Flugfélög innan ESB verða að draga úr losun koltvísýrings Samgönguráðherrar Evrópusambandsins hafa ákveðið að taka flugvélar innan sambandsins inn í áætlanir um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Flugfélög þurfa því að draga úr losun koltvísýrings frá vélum sínum. 9.6.2007 11:01
Markaðurinn í Bandaríkjunum hækkaði í dag Hlutabréfamarkaðurinn í Bandaríkjunum endaði í hærri tölum en hefur gert undanfarna daga. Lækkandi olíuverð og góða fréttir frá fyrirtækjum leiddu til hækkunarinnar en markaðurinn hafði lækkað undanfarna þrjá daga á undan. McDonalds var á meðal þeirra fyrirtækja sem tilkynntu um gott gengi. 8.6.2007 20:49
Tilboði Novator í Actavis hafnað Stjórn Actavis hefur lagt formlegt mat á tilboð Novator, félags í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, stjórnarformanns Actavis, sem birt var hluthöfum þann 1. júní síðastliðinn. Stjórnin telur að tilboðið endurspegli ekki raunverulegt virði félagsins. 8.6.2007 15:45
Viðskiptahallinn minnkaði í Bandaríkjunum Viðskiptahallinn í Bandaríkjunum dróst óvænt saman á milli mánaða í apríl. Veiking bandaríkjadals á stóran þátt í samdrættinum. Niðurstaðan kom greinendum á óvart. 8.6.2007 14:09
Jón Ásgeir hættur sem forstjóri Baugs Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, tilkynnti á aðalfundi Baugs Group í dag að hann hafi látið af störfum sem forstjóri fyrirtækisins. Við starfi hans tekur Gunnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri fjárfestinga Baugs í Bretlandi. Jón mun í kjölfarið taka við sem starfandi stjórnarformaður Baugs Group. Umtalsverðar skipulagsbreytingar á stjórn Baugs voru kynntar á aðalfundi félagsins í dag. 8.6.2007 13:19
Exorka fær 3 ný virkjanaleyfi í Þýskalandi Exorka, dótturfélag Geysis Green Energy, hefur gengið frá kaupum á þremur leyfum fyrir jarðvarmavirkjanir í Bæjaralandi í Þýskalandi. Fyrir átti Exorka þar eitt virkjanaleyfi. Í kjölfarið getur Exorka byggt orkuver í Bæjaralandi sem framleitt getur 15-25 megawatta raforku á ári. Heildarvirði fjárfestingarinnar nemur 20 milljörðum króna. 8.6.2007 13:06
Úrvalsvísitalan undir 8.000 stigum Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,07 prósent í Kauphöllinni í dag og stendur hún nú í 7.953 stigum. Vísitalan hefur ekki verið lægri síðan 15. maí síðastliðinn en þá rauf hún 8.000 stiga múrinn í fyrsta sinn. 8.6.2007 12:45
Sensa hlýtur viðurkenningu frá Cisco Systems Á árlegri ráðstefnu sem haldin er fyrir samstarfsaðila Cisco Systems var Sensa veitt viðurkenning sem besti Cisco Silver Partner ársins á Norðurlöndum. Sensa er í eigu Símans. 8.6.2007 12:31
Líkur á nýju tilboði í Dow Jones Philadelphia Media Holding, útgáfufélag dagblaðsins Philadelphia Inquirer, er sagt hafa hug á að bjóða í bandaríska útgáfufélagið Dow Jones á móti fjölmiðlajöfrinum Rupert Murdoch. 8.6.2007 10:00
Velta í dagvöruverslun eykst um 8,8 prósent Velta í dagvöruverslun jókst um 8,8 prósent í maí á föstu verðlagi samanborið við sama tíma í fyrra. Á breytilegu verðlagi nam hækkunin hins vegar 13,2 prósentum, samkvæmt smásöluvísitölu Rannsóknaseturs verslunarinnar á Bifröst, sem bætir við að fátt bendi til að einkaneysla sé að dragast saman. Megi búast við að sölutölur eigi eftir að hækka á næstunni. 8.6.2007 09:58
Lækkanir á helstu fjármálamörkuðum Gengi hlutabréfa lækkaði í fyrstu viðskiptum dagsins á 14 af 17 fjármálamörkuðum í Evrópu í dag. Lækkanirnar koma í kjölfar lækkana í Bandaríkjunum í gær og í Japan. Þetta er fimmti lækkanadagurinn í röð í Evrópu. 8.6.2007 09:04
Úrvalsvísitalan tekur breytingum Eftir lokun markaða í dag mun Kauphöll Íslands tilkynna hvaða félög verða hluti af nýrri úrvalsvísitölu sem tekur gildi hinn 2. júlí. Greiningardeild Landsbankans telur líklegast að Alfesca og Atlantic Petroleum þurfi að víkja fyrir Existu og Icelandair. 8.6.2007 00:01
Hlutabréf í Apple hækka enn Apple hefur ekki enn selt einn einasta iPhone en engu að síður eru fjárfestar að veðja á að hann eigi eftir að slá í gegn. Verð á bréfum í Apple hefur því risið ógurlega hratt undanfarna daga. Hlutabréf í Apple hafa hækkað um 30% síðan iPhone var kynntur í janúar og gefur það í skyn hversu miklar væntingar fjárfestar binda við tækið. 7.6.2007 22:36