Viðskipti innlent

Hátt olíuverð eykur verðbólgu í Bandaríkjunum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Líkur eru á að heimsmarkaðsverð á olíu hækki enn frekar í sumar.
Líkur eru á að heimsmarkaðsverð á olíu hækki enn frekar í sumar.
Brent crude, lykilvísir á olíumarkaðinum, hækkaði um 27 cent í dag. Greiningaraðilar óttast að framboð á olíu sé of lítið. Spenna á Gaza svæðinu hefur vakið ótta um meiri óstöðugleika í Mið-Austurlöndum, sem framleiðir allt að fjórðungi af olíu á heimsmarkaði. Þá hefur spennan á milli Vesturlanda og Íran vegna kjarnorkuáætlunar og takmarkað framboð á olíu í Nígeríu haft áhrif til hækkunar olíuverðs. Á sama tíma er hamarkseftirspurn eftir olíu í Ameríku um þessar mundir, vegna aukinnar bílanotkunar þar. Þvi má allt eins gera ráð fyrir að olíuverð hækki frekar í sumar.

Verðbólga jókst hraðar í Bandaríkjunum í maí en áætlað var. Aukningin var um 0,7% á milli mánaða og var um 0,4% í mánuðinum þar á undan. Greiningaraðilar telja að hækkunina megi rekja til hækkunar heimsmarkaðsverðs á olíu. Þeir segja þó að þessi aukning hafi ekki áhrif á vaxtahækkanir. Seðlabankinn í Bandaríkjunum hefur haldið stýrivöxtum í 5,25% í tólf mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×