Viðskipti erlent

Vaxtaákvarðanir í Evrópu á morgun

Flestir búast við að stýrivextir verði hækkaðir í Bretlandi á morgun. Nokkurrar óvissu gætir með vaxtaákvörðun á evrusvæðinu.
Flestir búast við að stýrivextir verði hækkaðir í Bretlandi á morgun. Nokkurrar óvissu gætir með vaxtaákvörðun á evrusvæðinu.

Vaxtaákvörðunardagar eru hjá bæði Englandsbanka og evrópska seðlabankanum á morgun. Greinendur eru sammála um að Englandsbanki hækki vexti til að koma verðbólgu, sem hefur ekki verið hærri í áratug, niður að tveggja prósenta verðbólgumarkmiðum bankans. Reyndar búast flestir við hækkunum á evrusvæðinu á næstunni en hvort 3,75 prósenta stýrivextir fari upp á morgun eður ei er óvíst.

Evrópusambandið sendi frá sér uppfærða hagspá fyrir evrusvæðið á mánudag. Spáð er 2,6 prósenta hagvexti á evrusvæðinu á árinu, sem er 0,2 prósentustiga hækkun. Þar af var hagvaxtarspáin fyrir Þýskaland hækkuð um 0,7 prósentustig í 2,5 prósent. Fram kemur í spánni að aukinn hagvöxtur verði knúinn áfram að auknum fjárfestingum fyrirtækja, sem skilar sér í aukinni eftirspurn. Greiningardeild Kaupþings bendir á að einmitt þetta auki líkurnar á stýrivaxtahækkun á næstunni hvort sem það verði í sumar eða síðar

Talsverðar líkur eru á hækkun stýrivaxta í Bretlandi. Stýrivextir þar standa í 5,25 prósentum en í ljósi 3,1 prósents verðbólgu í mars sem var umfram væntingar var þrýst á Englandsbanka að hann hækkaði vextina hratt, jafnvel í stærri stökkum en hann kýs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×