Fleiri fréttir

Minni bílasala vestra

Sala á nýjum bílum dróst saman í Bandaríkjunum í síðasta mánuði en salan hefur ekki verið með minna móti í tæp tvö ár. Samdrátturinn var mestur hjá bandaríska bílaframleiðandanum Ford en sala dróst saman um 12,9 prósent á milli ára.

Högnuðust yfir 47 milljarða

Samanlagður hagnaður viðskiptabankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Landsbankans, og Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka nam samanlagt 47,1 milljarði króna á fyrsta ársfjórðungi. Þetta er nokkuð lægri heildartala en á sama ársfjórðungi í fyrra en þá var hagnaður bankanna fjögurra alls um 60,5 milljarðar króna.

Fæðumst við með hitaeinangrun sem við missum síðan með aldrinum?

Tvær gerðir fituvefs er að finna í spendýrum. Önnur er betur þekkt enda mun fyrirferðarmeiri, hún nefnist ljós fita. Ljósa fitan kemur við sögu í orkuefnaskiptum líkamans og er bæði notuð sem orkuefni og geymd sem orkuforði líkamans. Enn fremur veitir hún hitaeinangrun og er höggdeyfir.

Högnuðust samanlagt um 47 milljarða

Samanlagður hagnaður viðskiptabankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Landsbankans, og Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka nam samanlagt 47,1 milljarði króna á fyrsta ársfjórðungi.

Banna sölu á LaSalle frá ABN Amro

Hollenskur dómsstóll hefur meinað hollenska bankanum ABN Amro að selja LaSalle-bankann, útibú ABN Amro í Bandaríkjunum. Til stóð að selja bankann til Bank of America fyrir 21 milljarð dala, jafnvirði 1.342 milljóna íslenskra króna, til að greiða fyrir yfirtöku breska bankans Barclays á ABN Amro.

Saga Capital fær fjárfestingarbankaleyfi

Saga Capital Fjárfestingarbanki hlaut í liðinni viku fullt fjárfestingarbankaleyfi Fjármálaeftirlitsins. Lokuðu hlutafjárútboði, sem félagið efndi til í ársbyrjun, er nú lokið og er eigið fé Saga Capital nú 10 milljarðar króna. Bankinn hefur formlega starfsemi á morgun.

General Motors hagnast um fjóra milljarða

Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors, annar umsvifamesti bílaframleiðandi í heimi á eftir Toyota, skilaði hagnaði upp á 62 milljónir dala, tæpa fjóra milljarða íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er samdráttur upp á 90 prósent samanborið við sama tíma í fyrra. Rick Wagoner, forstjóri bílarisans, segir afkomuna engu að síður á réttu róli.

Actavis kaupir ekki samheitalyfjasvið Merck

Actavis er hætt við að reyna að kaupa samheitalyfjasvið þýska lyfjarisans Merck. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Actavis kemur fram að Actavis hafi gert ítarlega áreiðanleikakönnun á Merck og skilgreint fjölmörg áhugaverð samlegðartækifæri með félögunum.

Þriðja mesta verðbólgan á Íslandi

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,6 prósent á milli mánaða innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í mars. Þetta jafngildir því að verðbólga mælist 2,4 prósent á ársgrundvelli í mánuðinum sem er 0,3 prósentustiga lækkun frá sama tíma í fyrra. Verðbólga var óbreytt á evrusvæðinu á sama tíma. Ísland situr í þriðja sæti yfir þau lönd þar sem mesta verðbólgan mælist.

Vísitala neysluverð hækkaði um 5,3 prósent milli ára

Vísitala neysluverðs hækkaði um 5,3 prósent frá apríl í fyrra til síðasta mánaðar, samkvæmt Hagstofu Íslands. Dregið hefur úr verðbólgu síðustu tvo mánuði, aðallega vegna lækkunar virðisaukaskatts og afnáms vörugjalda í byrjun marsmánaðar. Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs án húsnæðis um 3,2 prósent, að sögn Hagstofunnar.

Hagnaður Landsbankans 13,8 milljarðar

Hagnaður Landsbankans var 13,8 milljarðar króna eftir skatta á fyrsta fjórðungi ársins. Hann var 14,3 milljarðar á sama tímabili í fyrra. Bankastjórar segjast í fréttatilkynningu vera ánægðir með niðurstöðuna og segja hana endurspegla sterka stöðu Landsbankans.

BTC í Búlgaríu selt á 160 milljarða króna

Novator, félag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hagnast um 60 milljarða króna við söluna á BTC til bandarísks fjármálafyrirtækis. Hlutur annarra íslenskra fjárfesta er nálægt 6 milljörðum. Ávöxtun fjárfestanna er nálægt því fimmföld.

Álag eykst á Glitnisbréf

Fimm punkta hækkun á skuldatryggingarálag (CDS) á fimm ára skuldabréf Glitnis í kjölfar forstjóraskipta gekk til baka að hluta í gær. Í lok dags stóð hækkunin eftir breytingar í tveimur punktum.

Bjarni hagnaðist um 564 milljónir

Bjarni Ármannsson hagnaðist um 564 milljónir króna þegar Glitnir keypti eigin hlutabréf af félögunum Landsýn og Sjávarsýn, sem eru í eigu Bjarna, sama dag og hann lét af störfum sem forstjóri Glitnis. Kaupverðið nam um 6.813 milljónum króna sem var níu prósenta yfirverð þar sem gengið í viðskiptunum var 29 krónur á hlut á sama tíma og gengi Glitnis var 26,6 við lokun markaða á mánudaginn.

Gerðu með sér samstarf án heimildar frá FME

Með ákvörðun FME um takmörkun atkvæðisréttar FL Group og tengdra aðila í Glitni er verið að skora á þá að sækja um heimild fyrir auknum virkum eignarhlut. Um 45% hlutafjár eru í höndum FL og tengdra aðila.

VBS og FSP renna saman

Hluthafar í VBS fjárfestingarbanka og FSP samþykktu samruna félaganna á hluthafafundum í byrjun vikunnar. Samruninn er háður samþykki FME. Félögin sameinast undir merkjum VBS og verður eigið fé hins nýja banka um 6,1 milljarður króna. Bankinn er metinn á tíu milljarða króna miðað við viðskipti með bréf hans.

21. aldar uppreisn

Tilraunir til þess að eyða upplýsingum um það hvernig höfundarréttakóði HD-DVD diska er brotinn á bak aftur hafa skilað sér í uppreisn netverja.

Norrænir markaðir í sögulegu hámarki

Norrænar hlutabréfavísitölur eru nú um stundir í sögulegu hámarki eftir góð uppgjör fyrirtækja á Norðurlöndunum á fyrsta ársfjórðungi. Greiningardeild Landsbankans segir engin merki um að hægjast muni á heimsmarkaði og gerir ráð fyrir áframhaldandi góðum árangri.

TM fær styrkleikamatið BBB hjá S&P

Tryggingamiðstöðin hf. (TM) hefur fengið styrkleikamatið BBB hjá matsfyrirtækinu Standard & Poor’s (S&P). TM er fyrsta íslenska tryggingafélagið sem fær styrkleikamat hjá alþjóðlegu matsfyrirtæki. Í rökstuðningi segir að matið endurspegli fjárhagslegan styrk tryggingafélagsins og sterka samkeppnisstöðu.

Hráolíuverðið lækkar á heimsmarkaði

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði nokkuð og fór undir 64 dali á tunnu á markaði í New York í dag eftir að orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá því í vikulegri skýrslu sinni að olíuframleiðsla hefði aukist þar í landi í síðustu viku. Þrátt fyrir þetta minnkuðu eldsneytisbirgðir í Bandaríkjunum á milli vikna.

Metvelta í OMX-kauphöllinni

Metvelta var í hlutabréfaviðskiptum hjá OMX-kauphallarsamstæðunni á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum í síðasta mánuði en meðalveltan nam 507,1 milljarði króna á dag. Veltumet var slegið 26. apríl síðastliðinn þegar viðskiptin námu 795,5 milljörðum króna og sló það fyrra metið sem var sett í lok febrúar.

Samdráttur hjá bandarískum bílasölum

Sala á nýjum bílum dróst mikið saman í Bandaríkjunum í síðasta mánuði en salan hefur ekki verið minni í tæp tvö ár. Samdrátturin var mestur hjá bandaríska bílaframleiðandanum Ford en sala dróst saman um 12,9 prósent á milli ára. Hátt eldsneytisverð og verri skuldastaða almennings er helsta ástæða samdráttarins.

Samruni VBS og FSP samþykktur

Samþykkt var á aðalfundum VBS fjárfestingarbanka hf. og FSP hf. (Fjárfestingafélag Sparisjóðanna) á mánudag að sameina félögin undir nafni VBS fjárfestingarbanka hf. Samruninn er með fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlits. Eigið fé hins sameinaða félags nemur tæpum 6,1 milljarði króna.

Atvinnuleysi minnkar á evrusvæðinu

Atvinnuleysi mældist 7,2 prósent á evrusvæðinu í marsmánuði. Þetta er 0,1 prósentustiga samdráttur á milli ára, samkvæmt nýlegum upplýsingum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Mesta atvinnuleysið innan Evrópusambandsins mældist í Póllandi, eða 11,4 prósent.

Barnamyndir skiluðu vel í kassann

Bandaríska afþreyingafyrirtækið Dreamworks skilaði góðum hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins. Aukningin felst í góðri sölu á DVD-mynddiskum með barnamyndum á borð ðvið Over the Hedge og fleiri myndum. Steven Spielberg, Jeffrey Katzenberg og David Geffen stofnuðu fyrirtækið fyrir 13 árum.

Bjarni fékk 6,8 milljarða fyrir Glitnis-bréfin

Glitnir hefur keypt öll bréf Bjarna Ármannssonar, fráfarandi forstjóra bankans fyrir 29 krónur á hlut. Kaupvirði nemur rúmum 6,8 milljörðum króna. Á sama tíma fékk Lárus Welding, sem tekur við forstjórastólnum af Bjarna, kaupréttarsamning fyrir 150 milljón hlutum í bankanum á genginu 26,6 krónur á hlut, eða rétt tæpa 4 milljarða króna.

Tap Össurar 184 milljónir króna

Stoðtækjafyrirtækið Össur skilaði 2,7 milljóna dala tapi á fyrstu þremur mánuðum ársins. Það jafngildir 184 milljóna króna tapi á tímabilinu samanborið við tap upp á 571 þúsund dali, 36,6 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Tekjur voru í takt við væntingar greiningardeilda viðskiptabankanna.

Fjármálaþjónustan drífur efnahagslífið

Seðlabanki Íslands segir viðnámsþrótt bankanna hafa aukist frá því fyrir ári síðan um leið og þeir hafi tryggt fjármögnun sína. Óli Kristján Ármannsson fjallar um nýtt rit bankans um fjármálastöðugleika og væntingar Samtaka fjármálafyrirtækja um næstu skref til að tryggja geiranum sem vænlegast starfsumhverfi hér.

Spá 4,3% verðbólgu

Hagstofa Íslands birtir verðbólgutölur í fyrramálið. Greiningardeildir bankanna eru nokkuð samstíga um þróun mála og gera ráð fyrir því að vísitala neysluverðs hækki allt frá 0,5 til 0,6 prósentustig á milli mánaða. Gangi það eftir lækkar tólf mánaða verðbólgan úr 5,3 prósentum nú í 4,3 til 4,4 prósent.

Stærsta samfélagsverkefnið hingað til

Í tilefni af sextíu ára afmæli RARIK tekur félagið nú þátt í stærsta samfélagsverkefni sínu hingað til. Stjórn þess hefur ákveðið að lagðar verði tuttugu milljónir króna í fyrirtækið Orkuvörð. Munu þær nýtast til stofnunar orkuskóla á Akureyri.

Breskir millar aldrei fleiri

Forsætisráðherratíð Tonys Blair í Bretlandi hefur verið sannkölluð blómatíð fyrir moldríka þar í landi. Skoska dagblaðið Scotsman greinir frá könnun sem sýnir að í Bretlandi hafi fjöldi milljarðamæringa (í pundum talið) þrefaldast á síðustu fjórum árum.

Ætlum okkur góða hluti í Kanada

Landsbankinn opnaði fyrir helgi viðskiptaskrifstofu í Winnipeg í Manitoba. Stefnt er að stofnun útibús í borginni innan skamms. Bergsteinn Sigurðsson hitti Björgólf Guðmundsson að máli í Winnipeg.

OpenHand með herferð í Bretlandi

Hugbúnaðarfyrirtækið Open­Hand hyggur á mikla markaðsherferð í Bretlandi þar sem byggt verður á samstarfi og stuðningi við endursölunet fyrirtækisins þar. Fyrirtækið hefur að bjóða sérsniðnar samskiptalausnir fyrir farsíma.

Hörð barátta á netinu

Tæknigaukar í Bandaríkjunum eru sagðir hafa rekið upp stór augu þegar netfyrirtækið Yahoo keypti 80 prósenta hlut í litlu netfyrirtæki í New York, Right Media, sem sérhæfir sig í gerð netauglýsinga og markaðssetningu á netinu, fyrir litlar 680 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 43,8 milljarða íslenskra króna.

Karatekempa í sigurliðið

Eins og allir vita eru langhlaup talin til mestu dyggða hjá starfsmönnum Glitnis og bankinn verið meðal styrktaraðila Reykjavíkurmaraþons auk maraþonhlaupa í stórborgunum Osló í Noregi og Lundúnum í Bretlandi.

Bjarni til liðs við Kalla?

Nú velta menn því fyrir sér hver næsti áningarstaður Bjarna Ármannssonar kunni að vera, enda býst enginn við því að hann setjist í helgan stein, aðeins 39 ára gamall.

Brautryðjandi hverfur á braut

Brotthvarf Bjarna Ármannssonar kom ekki eins og þruma úr heiðskíru lofti en verður að teljast áfall fyrir Glitni. Nýir stjórnendur boða engar breytingar á starfsemi bankans þótt ætla megi að róðurinn verði hertur í Bretlandi. FME hefur takmarkað atkvæðisrétt stærstu eiganda í Glitni.

Penninn í útrás í Eystrasalti

Penninn hefur keypt allt hlutafé í rekstrarvörukeðjunni Daily Service sem starfar í Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Penninn hefur verið að sækja inn á markaði í kringum Eystrasalt.

Murdoch býður 335 milljarða króna í Wall Street Journal

Fjölmiðlakóngurinn Rupert Murdoch hefur gert 335 milljarða króna kauptilboð í fjölmiðlafyrirtækið Dow Jones & Co, sem á rekur bandaríska dagblaðið Wall Street Journal. Gangi kaupin eftir verður fjölmiðlafyrirtæki Murdochs komið með yfirburðarstöðu í viðskiptatengdum fréttaflutningi.

Jarðboranir festa kaup á nýjum borum fyrir sex milljarða

Jarðboranir hf. undirrituðu í dag samning við þýska fyrirtækið Herrenknecht Vertical um kaup á stórborum sem sérstaklega eru hannaðir til að afla jarðhita á miklu dýpi. Heildarvirði samningsins er um 6 milljarðar króna en kaupin eru liður í útrás fyrirtækisins á erlendan markað.

Markaðir í Tyrklandi hríðfalla í kjölfar mótmæla

Vísitala tyrknesku kauphallarinnar hélt áfram að falla í dag eftir að ljóst varð að dómstólar þar í landi ætluðu ekki að staðfesta umdeilda forsetakosningu. Tyrkneska líran hélt einnig áfram að veikjast.

Hagnaður Danske bank eykst

Danske bank skilaði hagnaði upp á tæpa 5,3 milljarða danskra króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta jafngildir 62,5 milljörðum íslenskra króna á tímabilinu sem er 21 prósenti meiri hagnaður en bankinn skilaði á sama tíma í fyrra. Þá er afkoman nokkuð yfir væntingum greinenda í Danmörku.

Gallaðar rafhlöður í MacBook

Bandaríski tækniframleiðandinn Apple tilkynnti á föstudaginn að rafhlöður í sumum MacBook og MacBook Pro fartölvum sínum væru gallaðar. Þeir segja þó að engin hætta stafi að því að nota rafhlöðurnar áfram. Einn af göllunum sem að um ræðir er að rafhlaðan hleðst ekki þegar að tölvunni er stungið í samband.

Actavis sagt meðal bjóðenda

Frestur til að skila inn bindandi tilboðum í samheitalyfjahluta þýska lyfjafyrirtækisins Merck rann út í gær. Erlendar fréttaveitur fullyrða að Actavis sé meðal fjögurra fyrirtækja sem skiluðu inn tilboðum. Forsvarsmenn Actavis kveðast ekki geta tjáð sig um viðræðurnar að svo stöddu. Þeir staðfesta hins vegar að enn sé áhugi fyrir hendi ef rétt verð gefst.

Sjá næstu 50 fréttir