Viðskipti erlent

Markaðir í Tyrklandi hríðfalla í kjölfar mótmæla

Mikill spenna hefur ríkt í Tyrklandi. Um mótmælendur söfnuðust saman á götum Istanbúl í gær.
Mikill spenna hefur ríkt í Tyrklandi. Um mótmælendur söfnuðust saman á götum Istanbúl í gær. MYND/AFP

Vísitala tyrknesku kauphallarinnar hélt áfram að falla í dag eftir að ljóst varð að dómstólar þar í landi ætluðu ekki að staðfesta umdeilda forsetakosningu. Tyrkneska líran hélt einnig áfram að veikjast.

Alls féll vísitala tyrkensku kauphallarinnar um 2,5 prósent í dag og hefur því fallið um 6,5 prósent frá því markaðir opnuðu í gær. Þá veiktist tyrkneska líran um 3,1 prósent í dag.

Mikil spenna hefur ríkt í Tyrklandi undanfarna daga vegna deilna um fyrirkomulag forsetakosninga. Um milljón mótmælendur söfnuðust saman á götum Istanbúl í gær og kröfðust þess að ríkisstjórnin segði af sér og forsetakosningarnar yrðu afturkallaðar.

Málið kom fyrir stjórnskipulegs dómstóls í Tyrklandi sem ákvað í dag að staðfesta ekki kosningarnar.

Óróleikinn í Tyrklandi hefur valdið ugg meðal alþjóðlegra fjárfesta sem nú halda að sér höndum af ótta við ástandið eigi aðeins eftir að versna.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×