Viðskipti innlent

Penninn í útrás í Eystrasalti

Frá Bókabúðinni Eymundsson
Penninn, sem meðal annars rekur Bókabúð Máls og menningar og Eymundsson, hefur keypt lettnesku rekstrarvörukeðjuna Daily Service.
Frá Bókabúðinni Eymundsson Penninn, sem meðal annars rekur Bókabúð Máls og menningar og Eymundsson, hefur keypt lettnesku rekstrarvörukeðjuna Daily Service.
Penninn hefur keypt allt hlutafé í rekstrarvörukeðjunni Daily Service sem starfar í Eistlandi, Lettlandi og Litháen.

Penninn hefur verið að sækja inn á markaði í kringum Eystrasalt. Stjórnendur Pennans hafa lýst því yfir að þar muni félagið vaxa áfram enda tækifærin mikil.

Í síðustu viku tilkynnti Penninn einnig um kaup á lettneska kaffiframleiðandanum Melna Kafija í samstarfi við Te&kaffi. Penninn hefur fylgt þeirri hugmyndafræði að samlegðaráhrif séu í þjónustu við skrifstofuna annars vegar og kaffistofuna hins vegar. Fyrirtækið á meðal annars þrjátíu prósenta hlut í Te&kaffi.

Þá var í mars tilkynnt um kaup á finnska fyrirtækinu Tamore sem er sérhæft í sölu og dreifingu á skrifstofuvörum. Ársvelta Daily Service nemur tveimur milljörðum króna og fyrirtækið hefur 320 starfsmenn á sínum snærum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×