Viðskipti innlent

Jarðboranir festa kaup á nýjum borum fyrir sex milljarða

Frá undirritun samningsins í dag.
Frá undirritun samningsins í dag. MYND/Jarðborun

Jarðboranir hf. undirrituðu í dag samning við þýska fyrirtækið Herrenknecht Vertical um kaup á stórborum sem sérstaklega eru hannaðir til að afla jarðhita á miklu dýpi. Heildarvirði samningsins er um 6 milljarðar króna en kaupin eru liður í útrás fyrirtækisins á erlendan markað.

Fram kemur tilkynningu frá fyrirtækinu að fyrirhugað er að fyrstu verkefni nýju boranna verði í Suður-Þýskalandi fyrir lok þessa árs. Þar verður boraði niður á allt að 5 þúsund metra dýpi til að ná í nægjanlegan hita. Til samanburðar hefur lengst verið borað hér á landi niður á 2.500 til 3.000 metra dýpi.

Haft er efir Bent S. Einarssyni, forstjóra Jarðboranna, í tilkynningunni að þýsku borarnir gefi fyrirtækinu nýja vídd í markaðssókn. Fyrirtækið búi nú þegar yfir sérstakri aðferðarfræði og reynslu af öflun jarðhita við afar krefjandi aðstæður á Íslandi og að hluta til á Azoreyjum. Sterkur heimamarkaður og mikil þekking á jarðhitaborunum gefur fyrirtækinu einnig forskot til útrásar á þessu sviði sem öðrum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×