Fleiri fréttir

Tap Flögu minnkar

Flaga Group hf. tapaði 877 þúsund Bandaríkjadölum, jafnvirði 63 milljóna íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er 228 þúsund dölum eða tæpum 16,4 milljónum krónum minna tap en á sama tímabili fyrir ári. Þá nam tap fyrirtækisins fyrir skatta rúmri 1,1 milljón dala, jafnvirði 79 milljóna króna, sem er 350 þúsund dölum eða 25,1 milljón króna minna tap en fyrir ári.

Starfsemi Samskipa undir einu nafni með haustinu

Samskip veitti í gær tveim nýjum kaupskipum móttöku og lagði hornstein að nýjum höfuð­stöðvum í Rotterdam. Öll flutningastarfsemi Samskipa verður sameinuð undir nafni Samskipa í haust. Hingað til hefur starfsemi flutningafyrirtækjanna Van Dieren Maritime, Seawheel og Geest, sem öll eru í eigu Samskipa, verið rekin undir nafni Geest.

Tíu ára áætlun VÍS lauk á tæpum tveimur árum

Þegar Finnur Ingólfsson kom til starfa hjá VÍS seint árið 2002 var félagið metið á tólf milljarða króna. Virði VÍS eignarhaldsfélags í dag er tæpir 66 milljarðar króna eftir að greint var frá því að Exista hefði eignast félagið að fullu.

Heinz segir upp starfsfólki

Stjórn bandaríska matvælaframleiðandans Heinz, sem þekktastur er fyrir samnefndar tómatsósur, greindi frá því að fyrirtækið ætli að segja upp 2.700 starfsmönnum á næstu tveimur árum. Þetta jafngildir 8 prósentum af starfsliði fyrirtækisins en vonast er til að uppsagnirnar muni spara fyrirtækinu 355 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 25,7 milljarða íslenskra króna.

Góð smásöluverslun í Bandaríkjunum

Smásöluverslun var með besta móti í Bandaríkjunum í maí og fór hún langt fram úr væntingum. Óvíst er með áframhaldandi vöxt smásöluverslunar vegna stöðu efnahagsmála og eru neytendur svartsýnir um hvað næsta hálfa árið beri í skauti sér.

Hlutabréf lækkuðu í Evrópu

Gengi hlutabréfa lækkaði talsvert á mörkuðum í Evrópu í dag í kjölfar ótta fjárfesta við að evrópski seðlabankinn muni hækka stýrivexti á næstunni til að koma í veg fyrir aukna verðbólgu í aðildarríkjum Evrópusambandsins (ESB). Hagvöxtur mældist 0,6 prósent á fyrsta ársfjórðungi innan aðildarríkja ESB og er búist við prósenta aukningu út árið. Samfelldur hagvöxtur sem þessi hefur ekki mælst innan ESB síðan um mitt ár 2000.

Olíuverð lækkaði á helstu mörkuðum

Heimsmarkaðsverð á olíu hélt áfram að lækka á helstu mörkuðum í dag í kjöfar þess að Bandaríkjastjórn lýsti yfir vilja í gær til að hefja beinar samningaviðræður við Íransstjórn vegna kjarnorkuáætlunar Írana.

Skýrr og Teymi sameinast

Ákveðið hefur verið að Skýrr hf. og Teymi ehf. verði sameinuð undir nafni Skýrr hf. Formlegur sameiningardagur hefur ekki enn verið ákveðinn. Skýrr og Teymi eru dótturfélög Kögunar hf. sem er í meirihlutaeigu Dagsbrúnar hf., en Dagsbrún er skráð í Kauphöll Íslands.

Bjartsýni á evrusvæðinu

Væntingarvísitala neytenda og fyrirtækja á evrusvæðinu mældist 106,7 stig í maí og hefur ekki verið hærri frá því í apríl fyrir fimm árum. Í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans segir að vöxtur á evrusvæðinu hafi aukist á síðustu mánuðum og styðji væntingarnar enn frekar þá þróun.

Stýrivextir hækka í Noregi

Seðlabanki Noregs hækkaði stýrivexti um 25 punkta í dag og standa þeir nú í 2,75 prósentum. Í hálf fimm fréttum greiningardeildar KB banka segir að þetta sé í fjórða sinn á innan við ári sem bankinn hækkar stýrivextina.

Víetnamar semja við Bandaríkjastjórn

Fulltrúar stjórnvalda frá Víetnam og Bandaríkjunum skrifuðu undir samkomulag þess efnis í Ho Chi Minh í Víetnam í dag að gjöld á innfluttar vörur frá Bandaríkjunum til Víetnam verði lækkuð. Þetta eykur líkurnar á því að Víetnamar fái aðild að Heimsviðskiptastofnuninni (WTO).

Breytingar hjá Kaupþing banka

Heikki Niemela, forstjóri Kaupþings banka í Finnlandi, hefur verið ráðinn í nýtt starf innan bankans og mun flytjast til Lundúna í Bretlandi. Tommi Salunen hefur verið ráðinn forstjóri Kaupthing Bank Oyj, dótturfélags Kaupþings banka hf. í Finnaldi og tekur við starfinu 1. júlí næstkomandi.

Exista eignast VÍS

Kaupþing banki seldi í morgun Exista ehf. 24 prósenta hlut bankans í VÍS eignarhaldsfélaginu hf. Við kaupin verður Exista eigandi alls hlutafjár í VÍS, sem á 100 prósent hlutafjár í Vátryggingafélagi Íslands hf.

Stela fyrir milljarða

Fyrirtæki hér eru eins og í ríkjum Asíu og Austur-Evrópu hvað hugbúnaðarstuld varðar. Kallað er eftir hugarfarsbreytingu svo við komumst í flokk með Norðurlöndunum.

Ekki friðvænlegt í Straumi

Yfirtökunefnd mun skoða hvort yfirtökuskylda kunni að hafa myndast í Straumi-Burðarási eftir að félag Björgólfsfeðga og tengdir aðilar eignuðust meirihluta í Gretti, sem er einn stærsti hluthafinn í Straumi. Samson Global Holding, annað félag Björgólfsfeðga, heldur þessu til viðbótar utan um fimmtungshlut í Straumi.

Ráðherraskipti í Bandaríkjunum

Henry Paulson, stjórnarformaður og forstjóri bandaríska fjárfestingabankans Goldman Sachs, hefur verið tilnefndur sem næsti fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Hann tekur við embætti af John Snow, sem gegnt hefur embætti fjármálaráðherra vestra síðastliðin þrjú ár.

Ekki búist við breytingum á olíuframleiðslu

Ekki er búist við breytingum á olíuframleiðslu á fundi Opec-ríkjanna, samtökum olíuframleiðsluríkja, sem haldinn verður í Caracas í Venesúela á fimmtudag. Þetta er þvert á óskir olíumálaráðherra Venesúela, sem hefur óskað eftir því að olíuframleiðsla verði minnkuð.

Stofna dreifingarfyrirtæki í Danmörku

Post Danmark og 365 Media Scandinavia, dótturfélag Dagsbrúnar, hafa komist að samkomulagi um stofnun sameiginlegs dreifingarfyrirtækis í Danmörku.

Laun forstjóra Tesco hækka um 25 prósent

Laun Terry Leahys, forstjóra bresku verslunarkeðjunnar Tesco, hafa hækkað um 25 prósent á milli ára. Árslaun forstjórans nema nú fjórum milljónum punda, jafnvirði rúmlega 524 milljóna íslenskra króna. Innifalin í launum hans eru hlunnindagreiðslur upp á 2,8 milljón pund, jafnvirði tæpra 380 milljóna íslenskra króna.

Hagnaður Fiskmarkaðar Íslands 39,6 milljónir

Fiskmarkaður Íslands hf. hagnaðist um 39,6 milljónir króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Velta félagsins, sem rekur uppboðsmarkað fyrir fisk m.a. í Ólafsvík, Grundarfirði, Stykkishólmi, Rifi, Arnarstapa, Akranesi, Reykjavík, Þorlákshöfn, nam 207,3 milljónum króna á tímabilinu.

Samið um dreifingu Nyhedsavisen

Post Danmark og 365 Media Scandinavia, dótturfélag Dagsbrúnar munu koma á fót sameiginlegu dreifingarfyrirtæki í Danmörku. Fyrsta verkefni fyrirtækisins verður að annast dreifingu Nyhedsavisen á landsvísu, með sér-stakri áherslu á Kaupmannahafnarsvæðið, Óðinsvé og Árósa.

Barr býður hærra í Pliva

Breska viðskiptablaðið Financial Times segir bandaríska lyfjafyrirtækið Barr hafa boðið 2,1 milljarð Bandaríkjadal, jafnvirði 152 milljarða íslenskra króna, í króatíska samheitalyfjafyrirtækið Pliva. Tilboðið er 250 milljónum dölum hærra en tilboðið sem Actavis gerði í Pliva í apríl.

Arcelor rennur saman við Severstal

Alþjóðlega stálfyrirtækið Arcelor greindi frá því í dag að það ætli að renna saman við rússneska stálfyrirtækið Severstal. Ákvörðunin er sögð viðbrögð fyrirtækisins við óvinveittu yfirtökutilboði breska stálframleiðandans Mittal í Arcelor.

Ópera fjárfestingar kaupa í Gretti

Ópera fjárfestingar ehf, gerði í dag kaupsamning við Sund ehf. um kaup á 15,55 prósentum hlutafjár í Fjárfestingafélaginu Gretti hf, sem er hluthafi í Straumi Burðarási Fjárfestingabanka hf. Ópera fjárfestingar ehf. er í jafnri eigu feðganna Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar.

Olíuverð lækkaði í dag

Verð á olíu lækkaði á helstu mörkuðum í dag í kjölfar þess að orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna birti gögn þess efnis að olíubirgðir landsins hefðu aukist. Þetta er þvert á það sem áður var talið.

Glitnir kaupir sænskt verðbréfafyrirtæki

Glitnir banki hf. hefur skrifað undir samning við Invik & Co. AB, sem er skráð í sænsku kauphöllinni, um kaup á öllum hlutum í sænska verðbréfafyrirtækinu Fischer Partners Fondkommission AB („Fischer Partners“). Kaupverð er 3,7 milljarðar íslenskra króna. Fischer Partners er með 4,4 prósenta markaðshlutdeild á norræna verðbréfamarkaðnum og styrkir það stöðu Glitnis á norrænum verðbréfamarkaði.

Hugsanleg verðlækkun á íbúðarhúsnæði

Innlánsstofnanir lánuðu tæpa 8 milljarða króna til íbúðakaupa í síðasta mánuði. Sé leiðrétt fyrir fjölda viðskiptadaga í mars og apríl vegna páskahátíðar dragast lánin saman um 7 prósent á milli mánaða. Greiningardeild Glitnis banka segir að af þessu megi ráð að farið sé að hægja á þessari tegund útlána. Þá telur deildin að á seinni hluta ársins megi jafnvel sjá verðlækkun á íbúðarhúsnæði.

Tap Vestmannaeyjabæjar 424 milljónir króna

Vestmannaeyjabær skilaði 424,4 milljóna króna tapi á síðasta ári. Þetta er 113,5 milljónum krónum meira tap en árið á undan þegar það nam rúmum 310, 8 milljónum króna. Fjárhagsáætlun bæjarins gerði hins vegar fyrir 199 milljóna króna tapi.

Vilja stíga stærri skref

Bankarnir skila tillögum um framtíð Íbúðalánasjóðs á næstu dögum. Mikið ber í milli þeirra og stýrihóps félagsmálaráðherra. Bankarnir vilja ganga lengra í breytingum á sjóðnum.

Meirihlutinn kýs NYSE

Hluthafar í samevrópska hlutabréfamarkaðnum Euronext felldu á árlegum hluthafafundi markaðarins í dag tillögu þess efnis að ganga að tilboði þýsku kauphallarinnar, Deutsche Börsen, í markaðinn, sem lagt var fram í dag. Tilboð kauphallarinnar í New York (NYSE) í Bandaríkjunum, sem gert var í Euronext í gær, hljóðar upp á 10,3 milljarða Bandaríkjadali, jafnvirði tæpra 750 milljarða íslenskra króna. Virðist engu skipta þótt tilboð þýsku kauphallarinnar sé 8 prósentum hærra.

Veðurspá hækkar olíuverð

Olíuverð hækkaði um tæpan Bandaríkjadal á tunnu í framvirkum samningum á helstu mörkuðum í dag í kjölfar þess að veðurfræðingar spáðu því að fellibyljir á Atlantshafi geti truflað olíuframleiðslu við Mexíkóflóa í sumar og haust.

Deutsche Börse býður í Euronext

Þýska kauphöllin, Deutsche Börse, gerði í dag tilboð í samevrópa hlutabréfamarkaðinn Euronext. Tilboðið hljóðar upp á 11 milljarða Bandaríkjadali, sem er 700 milljónum dölum meira en kauphöllin í New York (NYSE) í Bandaríkjunum bauð í hlutabréfamarkaðinn.

Alfesca hagnaðist um 524.000 evrur

Hagnaður Alfesca nam 524.000 evrum, rétt rúmlega 48,1 milljón íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Tekjur námu 126,6 milljón evrum en það er 11,4 prósent aukning frá sama tíma fyrir ári. Þá nam hagnaður á fyrstu níu mánuðum fjárhagsársins 2005-2006 samtals 12,6 milljón evrum en sala á sama tímabili nam 475,7 milljón evrum, sem er 7,6 prósenta aukningu frá sama tíma í fyrra.

NYSE sameinast Euronext

Kauphöllin í New York í Bandaríkjunum (NYSE) og samevrópski hlutabréfamarkaðurinn Euronext munu að öllum líkindum sameinasta á næstunni. Við sameininguna mun verða til hlutabréfamarkaður beggja vegna Atlantsála sem metinn er á 16 milljarða evrur. Þýska kauphöllin Deutsche Boerse hafði áður haft áætlanir uppi um sameiningu við Euronext.

Apple-verslun opnar í Finnlandi

Öflun ehf., sem rekur Apple-verslanir á Norðurlöndum, opnaði 13. Apple-verslunina í Helsinki í Finnlandi í dag. Þetta er önnur verslun fyrirtækisins í landinu. Mikil spenna var vegna opnunarinnar og biðu um 300 manns fyrir utan verslunina eftir því að hún opnaði. Með því var fyrra met slegið hvað varðar aðsókn og veltu á opnunardegi.

Nasdaq eykur hlut sinn í LSE

Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn Nasdaq hefur aukið hlut sinn í kauphöll Lundúna í Bretlandi (LSE) í 25,1 prósent. Markaðurinn hefur aukið við hlut sinn jafnt og þétt og eykur það líkurnar til muna á því að hann geri yfirtökutilboð í LSE á nýjan leik.

Tap Spalar 81 milljón

Spölur ehf., sem rekur Hvalfjarðargöng, tapaði 81 milljón króna á sex mánaða tímabili frá 1. október í fyrra til 31. mars á þessu ári. Tapið á sama tíma í fyrra og hitteðfyrra nam 188 milljónum króna. Í sex mánaða uppgjör fyrirtækisins kemur fram að tap á öðrum ársfjórðungi fyrirtækisins, frá 1. janúar á þessu ári til 31. mars síðastliðins, nam 63 milljónum króna. Á sama tíma í fyrra nam það 326 milljónum króna. 730 þúsund ökutæki fóru í gegnum Hvalfjarðargöng á tímabilinu.

Húsnæðisverð hækkar enn

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,1 prósent á milli mars og apríl. Verð á fjölbýli hækkaði um 0,7 prósent en verð á sérbýli hækkaði um 2,5 prósent á milli mánaða.

Hlutabréf féllu á Indlandi

Hlutabréf féllu á Indlandi í dag, annan daginn í röð. Bréf í kauphöll Indlands lækkuðu um 4,2 prósent en Sensex hlutabréfavísitalan fór niður um 4 prósent. Vísitalan féll um 6,8 prósent í gær en það mesta lækkun hlutabréfa í sögu landsins.

Mittal Steel hækkar tilboð í Arcelor

Mittal Steel, sem er í eigu indverska auðkýfingsins Lakshmi Mittal, eins ríkasta manns Bretlands, hefur hækkað yfirtökutilboð sitt í franska stálframleiðslufyrirtækinu Arcelor í 25,8 milljarða evrur en það er 34 prósenta hækkun frá fyrra tilboði. Stjórn Arcelor hefur lýst sig mótfallna tilboðinu.

Hagnaður FL Group 5,8 milljarðar króna

Hagnaður FL Group nam rúmum 5,8 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins samanborið við 25 milljónir króna árið á undan. Fyrir skatta nam hagnaður samstæðunnar rúmum 6,6 milljörðum króna. Árið á undan nam hagnaðurinn 25 milljónum króna.

Mittal Steel gerir yfirtökutilboð í Arcelor

Stálfyrirtækið Mittal Steel, sem er í eigu indverska aukýfingsins Lakshmi Mittals, sem samkvæmt breska blaðinu Sunday Times er ríkasti maður Bretlands, hefur gert yfirtökutilboð í franska stálfyrirtækið Arcelor. Tilboðið hljóðar upp 19,7 milljarða evrur. Stjórn Mittal í Lúxemborg hefur lýst sig andsnúna tilboðinu.

Hagnaður Barnes & Noble tæpar 10 milljónir dala

Bandaríska bókaverslunarkeðjan Barnes & Noble hagnaðist um 9,99 milljón Bandaríkjadali, eða 14 sent á hlut, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Ein af helstu ástæðum hagnaðarins var metsala á bókum eftir hryllingshöfundinn Stephen King og Jim Cramer, fréttaþul sjónvarpsstöðvarinnar CNBC.

Töluverðar lækkanir í Japan

Gengi hlutabréfa lækkaði í kauphöllinni í Tókýó í Japan í dag í kjölfar lækkana á mörkuðum á Wall Street í Bandaríkjunum í gær. Þetta er sjöunda skiptið í röð sem gengi bréfanna lækkar í Japan og nemur heildarlækkunin 7 prósentum. Nikkei-225 hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,35 prósent en lokagengi vísitölunnar stendur í 15.087,18 stigum.

Sjá næstu 50 fréttir