Fleiri fréttir Sushi-framleiðslu hætt Sindraberg, sem hefur framleitt frosna sushi-rétti á Ísafirði, er gjaldþrota. Skuldir fyrirtækisins eru ríflega hundrað milljónir króna, að sögn Elíasar Jónatanssonar framkvæmdastjóra. Á móti skuldunum komi svo eignir í formi birgða og fleira. 24.8.2005 00:01 Viðskiptahallinn í hámarki Allt stefnir í að viðskiptahallinn í ár verði sá mesti í sögu lýðveldisins Ísland. Sérfræðingar segja ástæðu til að fylgjast með þróun mála en ekki tilefni til að örvænta. 24.8.2005 00:01 Af hverju fæðingarorlof karla? "Reglur um rétt foreldra til töku fæðingarorlofs geta verið með ýmsum hætti. Síðustu daga og vikur hefur mikið verið rætt og ritað um þessi réttindi. Lítið hefur hins vegar heyrst um það hvert er markmið laga um fæðingar- og foreldraorlof," segir Helga Melkorka Ólafsdóttir hdl. og meðeigandi á LOGOS lögmannsþjónustu. 24.8.2005 00:01 Fríverslunarsamningur við Færeyjar Sala á landbúnaðarafurðum gefin frjáls en hömlur á eignarhaldi erlendra aðila í sjávarútvegi. 24.8.2005 00:01 Færeyjar færast nær Fyrir dyrum stendur að einkavæða nokkur helstu fyrirtæki Færeyja og má gera ráð fyrir því að íslenskir fjárfestar kanni hvað verður í boði. Efnahagslíf Færeyja hefur ekki verið upp á marga fiska síðustu ár en líklega verða breytingar á í kjölfar einkavæðingar. 24.8.2005 00:01 Framleiddi karamellur í kjallaranum Helgi Vilhjálmsson er eigandi sælgætisgerðarinnar Góu auk þess að fara með umboð fyrir Kentucky Fried Chicken á Íslandi. Helgi hefur rekið Góu frá árinu 1968 og farið frá því að framleiða karamellur í kjallaranum heima hjá sér í að reka sex þúsund fermetra sælgætisverksmiðju. 24.8.2005 00:01 Spá launaskriði og verðbólgu Atvinnuleysi mældist aðeins tvö prósent í júlímánuði og hefur ekki mælst minna frá því í desember árið 2001. Bankarnir spá launaskriði og verðbólgu. 24.8.2005 00:01 Niður með Noreg, upp með markaðinn Um áramótin spáði Aurasálin því að úrvalsvísitalan myndi halda áfram að falla og fara niður fyrir þrjú þúsund stig fyrir haustið. Aurasálin losaði sig því við þau fáu hlutabréf sem hún átti, sérstaklega í Landsbankanum, Bakkavör og FL Group, og setti allt sitt beint inn á bankabók. 24.8.2005 00:01 Færeyskur banki Ég er að hugsa um að stofna eignarhaldsfélag í Færeyjum. Allir stóru fjárfestarnir hér á landi horfa til Bretlands og Norðurlandanna og nenna ekkert að hugsa um möguleikana í Færeyjum. 24.8.2005 00:01 Næstu skref bankanna Á markaðnum bíða menn spenntir eftir næstu útrásarhreyfingum bankanna. Breska fjármálafyrirtækið Collins Stewart var í umræðu breskra blaða vegna hugsanlegrar yfirtöku. 24.8.2005 00:01 On the road KB bankamenn hafa staðið sig vel í bankakaupum, en áherslan á næstunni verður að selja banka. Ekki banka í heilu lagi, heldur mun forstjóri Kaupþingsbanka verða á fleygiferð í september að kynna bankann erlendum fjárfestum á svokölluðu "roadshowi". 24.8.2005 00:01 SPRON skilar methagnaði Hagnaður SPRON fyrstu sex mánuði ársins er orðinn meiri en allt árið í fyrra. Arðsemi eigin fjár var 54 prósent á ári. Gengishagnaður af fjármálastarfsemi nam einum og hálfum milljarði króna. 24.8.2005 00:01 Hagnaður SPRON 1,5 milljarðar Hagnaður SPRON nam 1572 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins sem er þrettán prósenta aukning frá sama tímabili í fyrra. Hagnaðurinn fyrir skatta var 1912 milljónir króna samanborið við 1.694 milljónir króna árið áður. Arðsemi eigin fjár var 54 prósent og hreinar rekstrartekjur SPRON jukust um 5 prósent á milli ára og námu um 3 milljörðum króna. 24.8.2005 00:01 Segir framkvæmdaávinning mikinn Álversframkvæmdir við Reyðarfjörð skapa tvöfalt fleiri störf en KB banki heldur fram, fullyrðir stjórnarformaður Landsvirkjunar. Hann segir þjóðhagslegan ávinning af framkvæmdunum mikinn. 24.8.2005 00:01 Atvinnuleysi ekki minna í 4 ár Atvinnuleysi hefur ekki verið minna í fjögur ár og mælist nú tvö prósent. Bankarnir segja þenslu og verðbólgu á næsta leiti. 24.8.2005 00:01 Þingið vék fyrir alþjóðavæðingunni Ásgeir Friðgeirsson hefur undanfarin misseri unnið sem ráðgjafi í almannatengslum fyrir ýmis fyrirtæki. Mest áberandi hafa verið fyrirtæki Björgólfsfeðga og Magnúsar Þorsteinssonar sem saman áttu Samson, sem keypti kjölfestuhlut ríkisins í Landsbankanum. Ásgeir átti þess kost við brotthvarf Guðmundar Árna Stefánssonar að setjast á þing. Eftir nokkra umhugsun ákvað hann að halda áfram að vinna að ráðgjöf á sístækkandi leikvelli viðskiptavina sinna 24.8.2005 00:01 Samskip opna skrifstofu í Víetnam Mikill vöxtur er í starfsemi Samskipa í Asíu og hefur fjórða skrifstofa félagsins þar nú verið opnuð í Ho Chi Minh borg í Víetnam. Fyrir eru Samskip með skrifstofu í Pusan í Suður-Kóreu og Qingdao og Dalian í Kína. 23.8.2005 00:01 Netverslun sækir í sig veðrið Í fréttabréfi KB banka kemur fram að vinsældir netverslunar hafa aukist jafnt og þétt í Bandaríkjunum á síðastliðnum árum, m.a. vegna þess að bandarískir neytendur eru nú viljugri en áður til þess að gefa upp ýmsar upplýsingar er lúta að fjármálum á netinu, eins og t.d. kreditkortanúmer. Til netverslunar flokkast kaup og sala sem eiga sér stað um netið, að flugmiðum og fjármálaþjónustu undanskilinni. 22.8.2005 00:01 Auglýst eftir framkvæmdastjóra KEA Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga hefur auglýst starf framkvæmdastjóra laust til umsóknar og rennur umsóknarfresturinn út 27. ágúst. Andri Teitsson lét af störfum í byrjun ágúst og var sagt að stjórn KEA hefði lagst gegn því að hann tæki sér fæðingarorlof. Síðar kom á daginn að í rauninni var um uppsögn að ræða vegna óánægju með störf Andra. 21.8.2005 00:01 Konur betri á hlutabréfamarkaði Konur eru betri fjárfestar en karlar og standa sig betur á hlutabréfamarkaði. Þetta sýnir ný, umfangsmikil rannsókn norska hlutabréfasambandsins, AksjeNorge, sem nær yfir síðustu tíu ár. Á árunum 1995-2000 var hlutabréfasamsetningin hjá körlunum betri en svo sprakk netbólan og þá tóku konurnar forystuna og hafa haldið henni síðan. 20.8.2005 00:01 Fundu gas á botni Norðursjávar Orkufyrirtækið Norsk Hydro hefur fundið gas á botni Norðursjávar sem gæti verið þrjú hundruð milljarða króna virði, ef hægt er að nýta það. 20.8.2005 00:01 Fasteignafélag byggt á starfslokum Þegar Ole Vagner stóð uppi sem bankastjóri án atvinnu ákvað hann að nýta þekkingu sína á fasteignafjárfestingum og stofna eigið fyrirtæki. Keops er í dag fjölþætt og öflugt fyrirtæki á sviði fasteignafjárfestinga, fjármálaafurða og eignastýringar. Hafliði Helgason hitti Ole Vagner og ræddi við hann um fyrirtækið. 19.8.2005 00:01 Flugið fangar fjárfesta Fjárfestingar Íslendinga í lággjaldaflugfélögum nema um fjórtán milljörðum á einu ári. Geirinn vex hratt og ferðalöngum fjölgar. Allir eru sammála um enn frekari vöxt. 19.8.2005 00:01 Methagnaður hjá FL Group FL group hagnaðist um 2,3 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins og er það mesti hagnaður í sögu félagsins. Velta FL group og fjórtán dótturfyrirtækja var 20,1 milljarður króna og jókst um 6,4 prósent frá sama tíma á síðasta ári. 18.8.2005 00:01 Hugsanleg innherjaviðskipti skoðuð Kauphöll Íslands skoðar hvort innherjaviðskipti hafi farið fram í FL Group síðustu daga, en veruleg viðskipti voru með bréf í félaginu í gær og hækkaði gengi þeirra um fjögur prósent. Hagnaður félagsins á fyrstu sex mánuðum ársins nam 2,3 milljörðum króna og er þetta mesti hagnaður þess frá upphafi. 18.8.2005 00:01 Oddaflug ekki yfirtökuskylt Eignarhaldsfélag Hannesar Smárasonar, Oddaflug er ekki yfirtökuskylt vegna eignarhluta síns í FL Group. Yfirtökunefnd hefur síðustu vikur skoðað hvort Oddaflug hefði haft samráð við Baug eða Kötlu Investment um að ná yfirráðum í félaginu. Nefndin telur ekki að um samráð hafi verið að ræða. 18.8.2005 00:01 Frekari fjárfestingar á döfinni Stjórnendur FL Group hafa áætlanir um að styrka eiginfjárstöðu félagsins til þess að sækja enn frekar fram á við. Talið er líklegt að félagið gefi út nýtt hlutafé áður en langt um líður en fjölmörg verkefni eru til skoðunar. 18.8.2005 00:01 Samþykktu kaup Samskipa á Seawheel Evrópsk Samkeppnisyfirvöld hafa samþykkt kaup Samskipa á breska skipafélaginu Seawheel, sem tilkynnt voru fyrr í sumar, sem og fyrirhugaða sameiningu Samskipa við starfsemi hollenska flutningafyrirtækisins Geest North Sea Line sem Samskip keyptu fyrr á árinu. 17.8.2005 00:01 Hagnaður SAS þrefaldast Hagnaður SAS, stærsta flugfélags á Norðurlöndunum, rúmlega þrefaldaðist á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Hagnaður fjórðungsins nam rétt undir 500 milljónum sænskra króna, en á sama tíma síðasta árs nam hann 145 milljónum. Þetta kemur fram í Vegvísi Landsbankans í dag. 17.8.2005 00:01 Lítll þjóðhagslegur ávinningur KB-banki segir þjóðhagslegan ávinning vegna álvera smáan og skýrir það með þeirri stefnu að raforkan sé seld nærri kostnaðarverði og með lágri ávöxtunarkröfu til virkjana. Efnahagsleg áhrif áliðnaðar hafa verið ofmetin í umræðu hérlendis, miðað við niðurstöðu sérfræðinga KB-banka. 17.8.2005 00:01 Lítil áhrif álframleiðslu Efnahagsleg áhrif aukinnar álframleiðslu á Íslandi eru mun minni en reiknað var með í upphafi samkvæmt því sem kemur fram í efnahagsfregnum KB banka. 16.8.2005 00:01 Minni ábati Hætt er við að þjóðhaglsegur ábati af virkjunum og álverum verði mun minni þar sem raforkan er seld mjög nærri kostnaðarverði. 16.8.2005 00:01 Verðbólga ekki meiri í átta ár Verðbólga hefur aukist í Bretlandi og er nú 2,3 prósent, en það er meiri verðbólga en mælst hefur þar í landi á síðustu átta árum. Hækkandi olíuverð er helsta orsök aukins verðbólguþrýstings í hagkerfinu. Íbúðaverð í London hefur lækkað síðustu mánuðina og hafa nýbyggingar í borginni lækkað mest. Þetta kemur fram í morgunkorni Íslandsbanka í dag. 16.8.2005 00:01 Beita viðeigandi úrræðum "Við erum stöðugt að skoða myndun virks eignarhluta í Sparisjóði Hafnarfjarðar," segir Jónas Fr. Jónsson forstjóri Fjármálaeftirlitsins. 16.8.2005 00:01 Áfram lágir vextir "Það er áframhaldandi útlit fyrir lága vexti á evrusvæðinu og breski seðlabankinn var að lækka stýrivexti fyrr í mánuðinum," segir Lúðvík Elíasson, hjá greiningardeild Landsbankans, spurður um þróun vaxta á næstu misserum. 16.8.2005 00:01 Hluthafar bíða boðunar Ekki er búið að boða til hluthafafundur í Burðarási, Landsbankanum né Straumi Fjárfestingarbanka vegna fyrirhugaðrar sameiningar félaganna. Beðið er eftir að skiptingaráætlun félaganna, sem send er Ríkisskattstjóra, sé birt í Lögbirtingarblaðinu. Þegar það hefur verið gert verður minnst einn mánuður að líða þangað til halda má hluthafafund. 16.8.2005 00:01 Góð afkoma Finnair Hagnaður Finnair eftir skatta var um þrír milljarðar á fyrri árshelmingi. Hlutabréf í flugfélaginu hækkuðu yfir átta prósent í finnsku kauphöllinni í gær. Burðarás er annar stærsti hluthafinn með 8,3 prósenta hlut og nemur markaðsvirði hans um fimm milljörðum króna. Finnska ríkið er stærsti hluthafinn með 59 prósent. 16.8.2005 00:01 Undir sama þak í London Starfsemi Kaupþings í London og breska bankans Singer & Friedlander verður sameinuð samkvæmt heimildum Markaðarins. Unnið er að því að finna hentugt húsnæði og eru viðræður í gangi um að öll starfsemin flytjist undir sama þak við Hanover Square í Mayfair í London. 16.8.2005 00:01 Júlí metmánuður hjá Icelandair Farþegar Icelandair í júlí 2005 voru rúmlega 214 þúsund og hafa aldrei verið fleiri í einum mánuði í sögu félagsins, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Farþegum fjölgaði um 16,2 prósent frá því í júlí í fyrra en þá voru farþegarnir 184 þúsund. Farþegafjöldinn í júlí í ár samsvarar því að félagið hafi flutt um 70 prósent íslensku þjóðarinnar í mánuðinum, en sú er ekki raunin, því mikill meirihluti farþeganna er erlendur. 16.8.2005 00:01 Rannsókn hætt "Miðað við þær upplýsingar sem við höfum þá teljum við ekki tilefni til að rannsaka málið frekar," segir Jónas Fr. Jónsson forstjóri Fjármálaeftirlitsins aðspurður um athugun eftirlitsins á meintum upplýsingaleka frá Actavis í maí síðastliðnum. 16.8.2005 00:01 Ábatasamur þorskur Ábati íslenska hagkerfisins af hverju tonni af áli er rúmlega 28 þúsund krónur samkvæmt greiningardeild KB banka. 16.8.2005 00:01 Fimmtán mínútur til Eyja "Ég þori að segja að þetta er Rollsinn í flugflotanum," segir Sigurbjörn Daði Dagbjartsson um nýja 32ja manna Dornier flugvél sem Landsflug hefur keypt. 16.8.2005 00:01 Lítil áhrif Fjarðaráls á hagvöxt Árlegur ábati Austurlands af Fjarðaráli eftir að það tekur til starfa mun vera um átta milljarðar króna samkvæmt útreikningum greiningardeildar KB banka. 16.8.2005 00:01 Enginn gróði af lágu verði <strong>Aurasálin hefur</strong> velt mikið því fyrir sér hvernig Bónusfeðgar urðu jafn ríkir og raun ber vitni. Þar sem Aurasálin er svo rík að eiga stóran hóp barna sem öll hafa erft dugnað og útsjónarsemi foreldra sinna, ber hún nokkurn hlýhug til þeirra feðga. Þeir lækkuðu matarreikning fjölskyldunnar svo um munaði og vandséð að Aurasálin hefði nokkurn tímann tekið sér sumarfrí ef Bónus hefði ekki verið stofnað. 16.8.2005 00:01 Easy does it Ég verð sannfærðari um það með hverjum deginum að Hannes Smárason hefur bara eitt lokatakmark með eignarhlutnum í easyJet. Það er að eignast félagið að fullu. Hann má hins vegar ekkert tala um það, en hann verður alltaf skrítinn á svipinn þegar maður spyr hann út í þetta. 16.8.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Sushi-framleiðslu hætt Sindraberg, sem hefur framleitt frosna sushi-rétti á Ísafirði, er gjaldþrota. Skuldir fyrirtækisins eru ríflega hundrað milljónir króna, að sögn Elíasar Jónatanssonar framkvæmdastjóra. Á móti skuldunum komi svo eignir í formi birgða og fleira. 24.8.2005 00:01
Viðskiptahallinn í hámarki Allt stefnir í að viðskiptahallinn í ár verði sá mesti í sögu lýðveldisins Ísland. Sérfræðingar segja ástæðu til að fylgjast með þróun mála en ekki tilefni til að örvænta. 24.8.2005 00:01
Af hverju fæðingarorlof karla? "Reglur um rétt foreldra til töku fæðingarorlofs geta verið með ýmsum hætti. Síðustu daga og vikur hefur mikið verið rætt og ritað um þessi réttindi. Lítið hefur hins vegar heyrst um það hvert er markmið laga um fæðingar- og foreldraorlof," segir Helga Melkorka Ólafsdóttir hdl. og meðeigandi á LOGOS lögmannsþjónustu. 24.8.2005 00:01
Fríverslunarsamningur við Færeyjar Sala á landbúnaðarafurðum gefin frjáls en hömlur á eignarhaldi erlendra aðila í sjávarútvegi. 24.8.2005 00:01
Færeyjar færast nær Fyrir dyrum stendur að einkavæða nokkur helstu fyrirtæki Færeyja og má gera ráð fyrir því að íslenskir fjárfestar kanni hvað verður í boði. Efnahagslíf Færeyja hefur ekki verið upp á marga fiska síðustu ár en líklega verða breytingar á í kjölfar einkavæðingar. 24.8.2005 00:01
Framleiddi karamellur í kjallaranum Helgi Vilhjálmsson er eigandi sælgætisgerðarinnar Góu auk þess að fara með umboð fyrir Kentucky Fried Chicken á Íslandi. Helgi hefur rekið Góu frá árinu 1968 og farið frá því að framleiða karamellur í kjallaranum heima hjá sér í að reka sex þúsund fermetra sælgætisverksmiðju. 24.8.2005 00:01
Spá launaskriði og verðbólgu Atvinnuleysi mældist aðeins tvö prósent í júlímánuði og hefur ekki mælst minna frá því í desember árið 2001. Bankarnir spá launaskriði og verðbólgu. 24.8.2005 00:01
Niður með Noreg, upp með markaðinn Um áramótin spáði Aurasálin því að úrvalsvísitalan myndi halda áfram að falla og fara niður fyrir þrjú þúsund stig fyrir haustið. Aurasálin losaði sig því við þau fáu hlutabréf sem hún átti, sérstaklega í Landsbankanum, Bakkavör og FL Group, og setti allt sitt beint inn á bankabók. 24.8.2005 00:01
Færeyskur banki Ég er að hugsa um að stofna eignarhaldsfélag í Færeyjum. Allir stóru fjárfestarnir hér á landi horfa til Bretlands og Norðurlandanna og nenna ekkert að hugsa um möguleikana í Færeyjum. 24.8.2005 00:01
Næstu skref bankanna Á markaðnum bíða menn spenntir eftir næstu útrásarhreyfingum bankanna. Breska fjármálafyrirtækið Collins Stewart var í umræðu breskra blaða vegna hugsanlegrar yfirtöku. 24.8.2005 00:01
On the road KB bankamenn hafa staðið sig vel í bankakaupum, en áherslan á næstunni verður að selja banka. Ekki banka í heilu lagi, heldur mun forstjóri Kaupþingsbanka verða á fleygiferð í september að kynna bankann erlendum fjárfestum á svokölluðu "roadshowi". 24.8.2005 00:01
SPRON skilar methagnaði Hagnaður SPRON fyrstu sex mánuði ársins er orðinn meiri en allt árið í fyrra. Arðsemi eigin fjár var 54 prósent á ári. Gengishagnaður af fjármálastarfsemi nam einum og hálfum milljarði króna. 24.8.2005 00:01
Hagnaður SPRON 1,5 milljarðar Hagnaður SPRON nam 1572 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins sem er þrettán prósenta aukning frá sama tímabili í fyrra. Hagnaðurinn fyrir skatta var 1912 milljónir króna samanborið við 1.694 milljónir króna árið áður. Arðsemi eigin fjár var 54 prósent og hreinar rekstrartekjur SPRON jukust um 5 prósent á milli ára og námu um 3 milljörðum króna. 24.8.2005 00:01
Segir framkvæmdaávinning mikinn Álversframkvæmdir við Reyðarfjörð skapa tvöfalt fleiri störf en KB banki heldur fram, fullyrðir stjórnarformaður Landsvirkjunar. Hann segir þjóðhagslegan ávinning af framkvæmdunum mikinn. 24.8.2005 00:01
Atvinnuleysi ekki minna í 4 ár Atvinnuleysi hefur ekki verið minna í fjögur ár og mælist nú tvö prósent. Bankarnir segja þenslu og verðbólgu á næsta leiti. 24.8.2005 00:01
Þingið vék fyrir alþjóðavæðingunni Ásgeir Friðgeirsson hefur undanfarin misseri unnið sem ráðgjafi í almannatengslum fyrir ýmis fyrirtæki. Mest áberandi hafa verið fyrirtæki Björgólfsfeðga og Magnúsar Þorsteinssonar sem saman áttu Samson, sem keypti kjölfestuhlut ríkisins í Landsbankanum. Ásgeir átti þess kost við brotthvarf Guðmundar Árna Stefánssonar að setjast á þing. Eftir nokkra umhugsun ákvað hann að halda áfram að vinna að ráðgjöf á sístækkandi leikvelli viðskiptavina sinna 24.8.2005 00:01
Samskip opna skrifstofu í Víetnam Mikill vöxtur er í starfsemi Samskipa í Asíu og hefur fjórða skrifstofa félagsins þar nú verið opnuð í Ho Chi Minh borg í Víetnam. Fyrir eru Samskip með skrifstofu í Pusan í Suður-Kóreu og Qingdao og Dalian í Kína. 23.8.2005 00:01
Netverslun sækir í sig veðrið Í fréttabréfi KB banka kemur fram að vinsældir netverslunar hafa aukist jafnt og þétt í Bandaríkjunum á síðastliðnum árum, m.a. vegna þess að bandarískir neytendur eru nú viljugri en áður til þess að gefa upp ýmsar upplýsingar er lúta að fjármálum á netinu, eins og t.d. kreditkortanúmer. Til netverslunar flokkast kaup og sala sem eiga sér stað um netið, að flugmiðum og fjármálaþjónustu undanskilinni. 22.8.2005 00:01
Auglýst eftir framkvæmdastjóra KEA Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga hefur auglýst starf framkvæmdastjóra laust til umsóknar og rennur umsóknarfresturinn út 27. ágúst. Andri Teitsson lét af störfum í byrjun ágúst og var sagt að stjórn KEA hefði lagst gegn því að hann tæki sér fæðingarorlof. Síðar kom á daginn að í rauninni var um uppsögn að ræða vegna óánægju með störf Andra. 21.8.2005 00:01
Konur betri á hlutabréfamarkaði Konur eru betri fjárfestar en karlar og standa sig betur á hlutabréfamarkaði. Þetta sýnir ný, umfangsmikil rannsókn norska hlutabréfasambandsins, AksjeNorge, sem nær yfir síðustu tíu ár. Á árunum 1995-2000 var hlutabréfasamsetningin hjá körlunum betri en svo sprakk netbólan og þá tóku konurnar forystuna og hafa haldið henni síðan. 20.8.2005 00:01
Fundu gas á botni Norðursjávar Orkufyrirtækið Norsk Hydro hefur fundið gas á botni Norðursjávar sem gæti verið þrjú hundruð milljarða króna virði, ef hægt er að nýta það. 20.8.2005 00:01
Fasteignafélag byggt á starfslokum Þegar Ole Vagner stóð uppi sem bankastjóri án atvinnu ákvað hann að nýta þekkingu sína á fasteignafjárfestingum og stofna eigið fyrirtæki. Keops er í dag fjölþætt og öflugt fyrirtæki á sviði fasteignafjárfestinga, fjármálaafurða og eignastýringar. Hafliði Helgason hitti Ole Vagner og ræddi við hann um fyrirtækið. 19.8.2005 00:01
Flugið fangar fjárfesta Fjárfestingar Íslendinga í lággjaldaflugfélögum nema um fjórtán milljörðum á einu ári. Geirinn vex hratt og ferðalöngum fjölgar. Allir eru sammála um enn frekari vöxt. 19.8.2005 00:01
Methagnaður hjá FL Group FL group hagnaðist um 2,3 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins og er það mesti hagnaður í sögu félagsins. Velta FL group og fjórtán dótturfyrirtækja var 20,1 milljarður króna og jókst um 6,4 prósent frá sama tíma á síðasta ári. 18.8.2005 00:01
Hugsanleg innherjaviðskipti skoðuð Kauphöll Íslands skoðar hvort innherjaviðskipti hafi farið fram í FL Group síðustu daga, en veruleg viðskipti voru með bréf í félaginu í gær og hækkaði gengi þeirra um fjögur prósent. Hagnaður félagsins á fyrstu sex mánuðum ársins nam 2,3 milljörðum króna og er þetta mesti hagnaður þess frá upphafi. 18.8.2005 00:01
Oddaflug ekki yfirtökuskylt Eignarhaldsfélag Hannesar Smárasonar, Oddaflug er ekki yfirtökuskylt vegna eignarhluta síns í FL Group. Yfirtökunefnd hefur síðustu vikur skoðað hvort Oddaflug hefði haft samráð við Baug eða Kötlu Investment um að ná yfirráðum í félaginu. Nefndin telur ekki að um samráð hafi verið að ræða. 18.8.2005 00:01
Frekari fjárfestingar á döfinni Stjórnendur FL Group hafa áætlanir um að styrka eiginfjárstöðu félagsins til þess að sækja enn frekar fram á við. Talið er líklegt að félagið gefi út nýtt hlutafé áður en langt um líður en fjölmörg verkefni eru til skoðunar. 18.8.2005 00:01
Samþykktu kaup Samskipa á Seawheel Evrópsk Samkeppnisyfirvöld hafa samþykkt kaup Samskipa á breska skipafélaginu Seawheel, sem tilkynnt voru fyrr í sumar, sem og fyrirhugaða sameiningu Samskipa við starfsemi hollenska flutningafyrirtækisins Geest North Sea Line sem Samskip keyptu fyrr á árinu. 17.8.2005 00:01
Hagnaður SAS þrefaldast Hagnaður SAS, stærsta flugfélags á Norðurlöndunum, rúmlega þrefaldaðist á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Hagnaður fjórðungsins nam rétt undir 500 milljónum sænskra króna, en á sama tíma síðasta árs nam hann 145 milljónum. Þetta kemur fram í Vegvísi Landsbankans í dag. 17.8.2005 00:01
Lítll þjóðhagslegur ávinningur KB-banki segir þjóðhagslegan ávinning vegna álvera smáan og skýrir það með þeirri stefnu að raforkan sé seld nærri kostnaðarverði og með lágri ávöxtunarkröfu til virkjana. Efnahagsleg áhrif áliðnaðar hafa verið ofmetin í umræðu hérlendis, miðað við niðurstöðu sérfræðinga KB-banka. 17.8.2005 00:01
Lítil áhrif álframleiðslu Efnahagsleg áhrif aukinnar álframleiðslu á Íslandi eru mun minni en reiknað var með í upphafi samkvæmt því sem kemur fram í efnahagsfregnum KB banka. 16.8.2005 00:01
Minni ábati Hætt er við að þjóðhaglsegur ábati af virkjunum og álverum verði mun minni þar sem raforkan er seld mjög nærri kostnaðarverði. 16.8.2005 00:01
Verðbólga ekki meiri í átta ár Verðbólga hefur aukist í Bretlandi og er nú 2,3 prósent, en það er meiri verðbólga en mælst hefur þar í landi á síðustu átta árum. Hækkandi olíuverð er helsta orsök aukins verðbólguþrýstings í hagkerfinu. Íbúðaverð í London hefur lækkað síðustu mánuðina og hafa nýbyggingar í borginni lækkað mest. Þetta kemur fram í morgunkorni Íslandsbanka í dag. 16.8.2005 00:01
Beita viðeigandi úrræðum "Við erum stöðugt að skoða myndun virks eignarhluta í Sparisjóði Hafnarfjarðar," segir Jónas Fr. Jónsson forstjóri Fjármálaeftirlitsins. 16.8.2005 00:01
Áfram lágir vextir "Það er áframhaldandi útlit fyrir lága vexti á evrusvæðinu og breski seðlabankinn var að lækka stýrivexti fyrr í mánuðinum," segir Lúðvík Elíasson, hjá greiningardeild Landsbankans, spurður um þróun vaxta á næstu misserum. 16.8.2005 00:01
Hluthafar bíða boðunar Ekki er búið að boða til hluthafafundur í Burðarási, Landsbankanum né Straumi Fjárfestingarbanka vegna fyrirhugaðrar sameiningar félaganna. Beðið er eftir að skiptingaráætlun félaganna, sem send er Ríkisskattstjóra, sé birt í Lögbirtingarblaðinu. Þegar það hefur verið gert verður minnst einn mánuður að líða þangað til halda má hluthafafund. 16.8.2005 00:01
Góð afkoma Finnair Hagnaður Finnair eftir skatta var um þrír milljarðar á fyrri árshelmingi. Hlutabréf í flugfélaginu hækkuðu yfir átta prósent í finnsku kauphöllinni í gær. Burðarás er annar stærsti hluthafinn með 8,3 prósenta hlut og nemur markaðsvirði hans um fimm milljörðum króna. Finnska ríkið er stærsti hluthafinn með 59 prósent. 16.8.2005 00:01
Undir sama þak í London Starfsemi Kaupþings í London og breska bankans Singer & Friedlander verður sameinuð samkvæmt heimildum Markaðarins. Unnið er að því að finna hentugt húsnæði og eru viðræður í gangi um að öll starfsemin flytjist undir sama þak við Hanover Square í Mayfair í London. 16.8.2005 00:01
Júlí metmánuður hjá Icelandair Farþegar Icelandair í júlí 2005 voru rúmlega 214 þúsund og hafa aldrei verið fleiri í einum mánuði í sögu félagsins, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Farþegum fjölgaði um 16,2 prósent frá því í júlí í fyrra en þá voru farþegarnir 184 þúsund. Farþegafjöldinn í júlí í ár samsvarar því að félagið hafi flutt um 70 prósent íslensku þjóðarinnar í mánuðinum, en sú er ekki raunin, því mikill meirihluti farþeganna er erlendur. 16.8.2005 00:01
Rannsókn hætt "Miðað við þær upplýsingar sem við höfum þá teljum við ekki tilefni til að rannsaka málið frekar," segir Jónas Fr. Jónsson forstjóri Fjármálaeftirlitsins aðspurður um athugun eftirlitsins á meintum upplýsingaleka frá Actavis í maí síðastliðnum. 16.8.2005 00:01
Ábatasamur þorskur Ábati íslenska hagkerfisins af hverju tonni af áli er rúmlega 28 þúsund krónur samkvæmt greiningardeild KB banka. 16.8.2005 00:01
Fimmtán mínútur til Eyja "Ég þori að segja að þetta er Rollsinn í flugflotanum," segir Sigurbjörn Daði Dagbjartsson um nýja 32ja manna Dornier flugvél sem Landsflug hefur keypt. 16.8.2005 00:01
Lítil áhrif Fjarðaráls á hagvöxt Árlegur ábati Austurlands af Fjarðaráli eftir að það tekur til starfa mun vera um átta milljarðar króna samkvæmt útreikningum greiningardeildar KB banka. 16.8.2005 00:01
Enginn gróði af lágu verði <strong>Aurasálin hefur</strong> velt mikið því fyrir sér hvernig Bónusfeðgar urðu jafn ríkir og raun ber vitni. Þar sem Aurasálin er svo rík að eiga stóran hóp barna sem öll hafa erft dugnað og útsjónarsemi foreldra sinna, ber hún nokkurn hlýhug til þeirra feðga. Þeir lækkuðu matarreikning fjölskyldunnar svo um munaði og vandséð að Aurasálin hefði nokkurn tímann tekið sér sumarfrí ef Bónus hefði ekki verið stofnað. 16.8.2005 00:01
Easy does it Ég verð sannfærðari um það með hverjum deginum að Hannes Smárason hefur bara eitt lokatakmark með eignarhlutnum í easyJet. Það er að eignast félagið að fullu. Hann má hins vegar ekkert tala um það, en hann verður alltaf skrítinn á svipinn þegar maður spyr hann út í þetta. 16.8.2005 00:01