Viðskipti erlent

Góð afkoma Finnair

Hagnaður Finnair eftir skatta var um þrír milljarðar á fyrri árshelmingi. Hlutabréf í flugfélaginu hækkuðu yfir átta prósent í finnsku kauphöllinni í gær. Burðarás er annar stærsti hluthafinn með 8,3 prósenta hlut og nemur markaðsvirði hans um fimm milljörðum króna. Finnska ríkið er stærsti hluthafinn með 59 prósent. Annars var afkoma félagsins á öðrum ársfjórðungi mun betri en spáð hafði verið. Hagnaður af reglulegri starfsemi jókst úr 376 milljónum króna í 2.800 milljónir og tekjur félagsins jukust um sextán prósent á öðrum fjórðungi ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Stjórnendur Finnair sjá fyrir sér áframhaldandi farþegafjölgun, betri sætanýtingu og hækkandi fargjöld. Einnig telja þeir að hátt olíuverð setji mark sitt á reksturinn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×