Fleiri fréttir

Skrifaðu flugvöll

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Margir þekkja söguna af þingmanninum ónefnda sem fyrir einar kosningarnar fór heim í hérað að ræða við kjósendur sína.

Börn og dagheimili

Jónína Michaelsdóttir skrifar

Ef börn undir þriggja ára aldri eru látin vera á dagheimilum alla virka daga getur það haft áhrif á geðheilsu þeirra þegar fram líða stundir. Þau gætu orðið árásargjörn, þunglynd og átt erfitt með að mynda tilfinningatengsl.

Lukkunnar pamfílar

Jón Kaldal skrifar

Hvernig skyldi standa á því að matvöruverð er töluvert lægra í Færeyjum en á Íslandi? Umfang færeyska matvörumarkaðarins er aðeins lítið brot af þeim íslenska og samkeppni milli matvöruverslana umtalsvert minni.

Sátt um evruna

Björgvin Guðmundsson skrifar

Útvegsmenn segjast hafa tapað milljörðum á háu gengi krónunnar. Kaupþingsfólk ætlar að færa bókhald sitt og skrá hlutabréf í evrum. Starfsfólk Marel mun eiga kost á því fljótlega að fá hluta af launum greidd í evrum. Allar þessar fréttir vekja upp spurningar um stöðu íslensku krónunnar.

Heimild um okkur

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Um daginn las ég minningar Eufemiu Waage „Lifað og leikið“ sem Hersteinn Pálsson skráði. Eufemia var hluti af einni helstu leiklistarfjölskyldu Íslendinga og bókin er ómetanleg heimild um fyrstu ár leiklistar í landinu, bæjarbrag í gömlu Reykjavík og líf fólks af betra standi.

Heillaskref

Auðunn Arnórsson skrifar

Tveggja ára stormasamri valdatíð íhaldsflokksins Laga og réttar í Póllandi, sem tvíburabræðurnir Jaroslaw og Lech Kaczynski fara fyrir, lýkur þann 5. nóvember, en þá hefur forsætisráðherrann Jaroslaw Kaczynski boðað að ríkisstjórn hans muni biðjast lausnar.

Óháður útrásarpottur Illuga

Jón Kaldal skrifar

Illugi Gunnarsson hefur vakið athygli fyrir prúðmennsku og hófsaman málflutning eftir að hann steig út úr skugga Davíðs Oddssonar, sem hann var til aðstoðar um árabil. Prúðmennskan var hins vegar víðs fjarri í svargrein Illuga í gær við leiðara Fréttablaðsins frá því deginum þar á undan.

Þögnin rofin

Þorsteinn Pálsson skrifar

Þögn borgarstjórnarmeirihlutans um Orkuveitumálið er um sumt skiljanleg og rökrétt. Í máli sem þessu eru fjölmörg tæknileg álitaefni. Ekkert er athugavert við að slík atriði séu skoðuð nákvæmlega áður en opinber afstaða er tekin til þeirra í heild.

Konur á útivelli

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Baráttudagar fyrir jafnrétti kynjanna og kvenfrelsi verða aldrei of margir, að minnsta kosti ekki þar til fullu jafnrétti kynjanna er náð. Hér á landi eigum við, auk alþjóðlegs baráttudags kvenna 8. mars, tvo séríslenska baráttudaga, 19. júní, daginn sem íslenskar konur fagna kosningarétti sínum, og dag Sameinuðu þjóðanna, 24. október.

Sannfæring stundum?

Jón Kaldal skrifar

Fyrir okkur leikmennina er dálítið ruglingslegt að fylgjast með pólitískri umræðu þessa dagana. Stjórnmálamennirnir skamma hver annan ýmist fyrir að snúa baki við hugsjónum sínum eða að standa með þeim. Tökum til dæmis Guðlaug Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra.

Framhaldssagan

Einar Már Jónsson skrifar

Að undanförnu hefur dunið yfir Frakka framhaldssaga, sem ég hygg þó að enginn hafi óskað eftir; það er sagan um hjónabandsmál forsetans, sem nú virðist lokið að sinni með skilnaði, hvert sem áframhaldið kann að verða. Þetta er í rauninni nýjung.

Tímamót

Þorsteinn Pálsson skrifar

Upphaf kirkjuþings þjóðkirkjunnar varpar ágætu ljósi á tvenns konar tímamót í þróun hennar. Önnur lúta að stjórnskipulegri stöðu kirkjunnar. Hin varða aðlögun gagnvart almennum viðhorfum í nútímanum um stöðu samkynhneigðra.

Áfengið og aðgengið

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Voru Evróvisjónkosningar í laugardagsþætti Sjónvarpsins um daginn skilaboð úr þjóðardjúpinu vegna frumvarps Sigurðar Kára Kristjánssonar um afnám á einkasölu á áfengi? Það er aldrei að vita. Þetta er djúp þjóð.

Stjórnarkonur

Björgvin Guðmundsson skrifar

Í Fréttablaðinu í gær var frétt um kynjahlutföll í stjórnum og ráðum á vegum Alþýðusambands Íslands. Þar kom fram að samkvæmt nýrri samantekt ASÍ væru karlar rúm 73 prósent stjórnarmanna í lífeyrissjóðum en konur tæp 27 prósent. Af sextíu stjórnarmönnum lífeyrissjóða væru níu konur fulltrúar stéttarfélaga og sjö konur tilnefndar af Samtökum atvinnulífsins.

Dagur byrjar vel

Mér sýnist Dagur B. Eggertsson byrja vel í störfum sínum sem borgarstjóri.

Óblíður veruleiki ungs fólks

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Ljóst er að aðgerða er þörf. Úrbætur í húsnæðismálum eru í raun forsenda þess að Ísland geti talist velferðarríki. Sá veruleiki sem blasir við ungu fólki sem ekki á sér bakhjarl er ekki bjartur. Því reynist erfitt að koma sér upp eigin húsnæði vegna skorts á eigin fé en um leið á það litla möguleika á að koma sér upp sjóði meðan það er á leigumarkaði vegna þess hversu há húsaleiga er.

Láglaunabasl í skólum

Þorvaldur Gylfason skrifar

Fyrir nokkrum árum birti bandaríska vikuritið NewsWeek frásögn af tveim unglingsstelpum í Grindavík. Þær ætluðu að ganga menntaveginn og koma sér burt úr plássinu og báru því við, að þar væri ekki nógu mikið við að vera, allra sízt strákarnir, því að þeir gætu ekki fest hugann við neitt nema fisk.

Á vegasalti

Þorsteinn Pálsson skrifar

Sagt er að stjórnmál séu list hins mögulega. Hin hliðin á sama fyrirbrigði er sú að stjórnmál felist í því að haga seglum eftir vindi. Stóra spurningin er svo sú eftir hvaða lögmálum hugsjónir víkja fyrir öðrum hagsmunum.

Villi kvaddur

Íslensk pólitík er ekki fyrir viðkvæma. Þar geta aftökurnar verið með alla vega hætti.

Kompás á vígvellinum

Ég verð að hvetja fólk til að horfa á næsta Kompásþátt sem fer í loftið þriðjudagskvöldið 16. október.

Friður með formönnunum

Ég hef fengið afskaplega jákvæð viðbrögð á fyrsta þátt minn af Mannamáli sem hóf göngu sína á sunnudagskvöld.

Tafl þeirra hluta

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

En við sitjum uppi með þá. Og við þurfum að læra á þá – nota löngun þeirra til að skapa eitthvað með auði sínum og þrá þeirra eftir að fá að tilheyra á ný samfélagi okkar. Helsta hlutverk stjórnmálamannanna á okkar dögum er að læra á þessa auðmenn, læra að nota þá – læra að vinna með þeim að því að beina afli peninganna í farsælan farveg; tefla taflið til að efla aflið.

Fellur NATO á prófinu?

Auðunn Arnórsson skrifar

Atlantshafsbandalagið, langöflugasta hernaðar- og öryggisbandalag heims, glímir þessa dagana við prófraun sem æ fleira bendir til að það eigi í miklum erfiðleikum með að standast. Það er verkefni þess í Afganistan.

Frelsisskjöldurinn

Björgvin Guðmundsson skrifar

Aukin umfjöllun um útrás íslenskra fyrirtækja til Kína er ekki séríslenskt fyrirbæri. Í mörgum erlendum viðskiptablöðum má greina mikla fjölgun blaðagreina um Kína. Þær greinar eru ekki um hið kommúníska stjórnarfar og mannréttindabrot stjórnvalda. Sjónir manna beinast nú að mýmörgum viðskiptatækifærum, risasamningum og uppbyggingu þar í landi.

Áhrifin

Pólitísk áhrif byltingarinnar í borgarstjórn Reykjavíkur eru margvísleg. Í fyrsta lagi: Sexmenningarnir í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins sitja eftir með þá ímynd að hafa fórnað meirihlutanum fyrir tæknilegan ágreining við borgarstjóra og formann borgarráðs um það hvort selja eigi hlutabréf einu og hálfu ári fyrr eða síðar.

Fjórflokkastjórnin

Ég er varla einn um þá skoðun að finnast nýr meirihluti í borgarstjórn svolítið skrýtinn.

Allur pakkinn

Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur flutt tillögu til þingsályktunar um athugun á því sem kallað er markaðsvæðing samfélagsþjónustu. Þetta er allsendis óvitlaus hugmynd ef réttilega er að slíkri rannsókn staðið og til verksins fengnir sjálfstæðir fræðimenn eða rannsóknarstofnanir.

Samkeppni minnkar vaxtamun

Þjónusta er mikilvægasti atvinnuvegur heims. Hefjum söguna 1971. Þá stóð þjónusta á bak við tæpan helming landsframleiðslunnar hér heima á móti röskum 60 prósentum í Bandaríkjunum.

Komuhlið græðginnar

Ég var að koma frá útlöndum um daginn og gekk niður stigann í Leifsstöð til að vitja farangurs míns.

Fótkuldi og friður

Ég var illa skóaður í Viðey í austankuldanum í gærkvöld en klökknaði samt.

Mannamál hefur göngu sína

Ég er að byrja með nýjan samtalsþátt á sunnudagskvöldum á Stöð 2 í vetur. Ég hef valið honum nafnið Mannamál.

Ó sei sei rei

Friðarsúlan í Viðey hefur öðlast nýja merkingu eftir atburði síðustu daga.

Ó Yoko!

Jón Kaldal skrifar

Fírað verður upp í Friðarsúlu Yoko Ono við hátíðlega athöfn í Viðey í kvöld. Í fáein augnablik mun jákvæð athygli fjömiðla heimsins næra þjóðarstoltið og hlýja okkur dálítið um hjartaræturnar.

Margt að ugga

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Í sumar heyrðist stundum merkilegt lag í útvarpinu með hljómsveitinni Hjaltalín. Maður tók strax eftir því út af sérkennilegum hljómi, grípandi laglínu og knýjandi takti. Það heitir Goodbye July/Margt að ugga og ég veit ekkert um hvað það er. En þegar ég heyrði það fannst mér það vera vitnisburður um stöðu íslenskunnar.

Nauðsynlegt að spyrna við fæti

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Hvað er það sem fær ungan mann til að veitast að öðrum og beita hann alvarlegu ofbeldi, af litlu eða engu tilefni? Gerir þetta unga fólk sér ekki grein fyrir afleiðingum ofbeldisins eða ber það ekki virðingu fyrir náunga sínum?

Klók viðskipti

Jón Kaldal skrifar

Klaufagangur, baktjaldamakk og græðgi í aðdraganda að samruna Reykjavik Energy Invest (REI) og Geysis Green Energy (GGE), hefur orðið til að skyggja á mikilvægasta grundvallarmálið að baki hinu sameinaða félagi. Að minnsta kosti þá hlið sem snýr að eigendum Orkuveitu Reykjavíkur, íbúum höfuðborgarinnar og nágrannasveitarfélögunum.

Olía og vatn

Þorsteinn Pálsson skrifar

Olía og vatn blandast illa. Sama lögmál gildir þegar reynt er að hræra saman opinberum rekstri og einkarekstri eða einokunarrekstri og samkeppnisrekstri.

Hvar skal nú mjöllin?

Ja, hvar skal nú mjöllin frá liðnum vetri? orti franska skáldið François Villon: Mais où sont neiges d'antan? Snjórinn kemur og fer, hann er í senn árviss og hverfull. Hið sama er að segja um fullyrðingarnar, sem Stefán Ólafsson prófessor skellir fram fyrir hverjar kosningar.

Leikskólavandamálið enn og aftur

Páll Baldvin Baldvinsson skrifar

Barnafólk í Grafarvogi er brjálað. Það kaus Sjálfstæðisflokkinn í hrönnum í síðustu kosningum, bæði til þings og borgarstjórnar, er trútt sínu liði, en er ekki til í að sleppa degi og degi úr vinnu lengur þótt leikskólar séu illa mannaðir þessi dægrin.

Munkar og skunkar

Ríkisstjórnir Norður-Kóreu og Kúbu eiga sitthvað sameiginlegt, þar á meðal þetta: önnur hefur hangið við völd með ofbeldi um margra áratuga skeið og ríghaldið fólkinu í ólýsanlegri fátækt fyrir velvild Kínverja, hin fyrir óvild Bandaríkjastjórnar.

Markmiðin?

Þorsteinn Pálsson skrifar

Framlag talsmanna stjórnarandstöðunnar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra bar vott um ágæta snerpu. Hins vegar má ekki líta á þá sem eina heild. Staða hvers þeirra um sig er í eðli sínu ólík.

Framtíð og fortíð

Einar Már Jónsson skrifar

Um þessar mundir eru kvikmyndahús í París að sýna Sicko eftir Michael Moore. Eins og þeir kannast við sem hafa séð þessa umtöluðu kvikmynd er hún breiðsíða gegn heilbrigðiskerfinu í Bandaríkjunum, ef kerfi skyldi kallast; hefst hún á atriði þar sem maður með nál og tvinna er að sauma saman sár á eigin skrokki, því hann hefur ekki efni á að leita til slysavarðstofu, og er þetta athyglisvert dæmi um það hvernig menn geta losnað úr fjárhagskröggum með því að stunda hannyrðir.

Sjá næstu 50 greinar