Komuhlið græðginnar 10. október 2007 11:51 Ég var að koma frá útlöndum um daginn og gekk niður stigann í Leifsstöð til að vitja farangurs míns. Þar er manni þröngvað í gegnum brennivíns- og ilmvatnsverslun ríkisins. Sælgætið vellur upp úr hillugrindunum allt í kring. Ég held að Ísland sé eina landið í heiminum sem tekur svona á móti flugfarþegum; stýrir þeim inn í verslun á leiðinni að töskubrettinu. Það er eitthvað verulega kjánalegt við þetta. Auðvitað halda vel flestir útlendingar sem lenda í þessari gildru á leið sinni til landsins að þeir séu orðnir gapandi áttavilltir í flugstöðinni. Skárra með Íslendingana. Þeir eru aldir upp við þann viðauka trúarjátningarinnar að kaupa skuli fyrir minnst tíu þúsund á sérhverri leið gegn fríhöfnina. Þeir eru vanir að láta ríkið segja sér fyrir verkum; hvenær og hvað þeir skuli kaupa, á hvaða verði og hvaða styrkleika. En fyrir útlendinga? Þessi þröngvun - að svo gott sem verða að versla sér leið inn í landið. Hún er náttúrlega ekkert annað en efnisleg nauðgun. -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun
Ég var að koma frá útlöndum um daginn og gekk niður stigann í Leifsstöð til að vitja farangurs míns. Þar er manni þröngvað í gegnum brennivíns- og ilmvatnsverslun ríkisins. Sælgætið vellur upp úr hillugrindunum allt í kring. Ég held að Ísland sé eina landið í heiminum sem tekur svona á móti flugfarþegum; stýrir þeim inn í verslun á leiðinni að töskubrettinu. Það er eitthvað verulega kjánalegt við þetta. Auðvitað halda vel flestir útlendingar sem lenda í þessari gildru á leið sinni til landsins að þeir séu orðnir gapandi áttavilltir í flugstöðinni. Skárra með Íslendingana. Þeir eru aldir upp við þann viðauka trúarjátningarinnar að kaupa skuli fyrir minnst tíu þúsund á sérhverri leið gegn fríhöfnina. Þeir eru vanir að láta ríkið segja sér fyrir verkum; hvenær og hvað þeir skuli kaupa, á hvaða verði og hvaða styrkleika. En fyrir útlendinga? Þessi þröngvun - að svo gott sem verða að versla sér leið inn í landið. Hún er náttúrlega ekkert annað en efnisleg nauðgun. -SER.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun