Steingrímur og Valgerður á mannamáli 19. október 2007 10:55 Ég er að ljúka undirbúningi næsta þáttar míns af Mannamáli. Aðalgestir mínir verða Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna og Valgerður Sverrisdóttir varaformaður Framsóknarflokksins. Það verður spennandi að sjá hvort sami pólitíski hjónasvipurinn verður með þeim og formönnum stjórnarflokkanna sem voru aðalgestir mínir í síðasta þætti. Það er annars svo fjörlegt um að litast í pólitíkinni þessa dagana að maður verður að halda aftur af sér að skrifa niður spurningar. Steingrímur hefur ekki verið áberandi í þjóðmálaumræðunni síðustu vikur; hefur verið erlendis - og ég bíð spenntur eftir að heyra sýn hans á stjórnmálaástandið. Valgerður hefur verið spræk í sinni pólitík síðustu daga - og fræg eru ummæli hennar um lausatök Geirs H. Haarde á Sjálfstæðisflokknum. En hvernig mun þessum tveimur flokkum ganga að slíðra sverð sín eftir yfirlýsingagleðina hvor í annars garð á síðustu misserum. Eru Framsókn og VG kannski höfuðandstæðingarnir í íslenskum stjórnmálum í dag? Þetta kemur allt í ljós á sunnudagskvöld. Þar verða einnig fréttamennirnir Jóhann Hauksson og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir sem velta fyrir sér launum útvarpsstjóra og fleiri pólitískum kínverjum síðustu dægra. Ég fjalla líka um vandræði Þjóðkirkjunnar sem fer sér hægt í málefnum homma og lesbía. Siðfræðingur og guðfræðingur ræða þau mál - og rúsínan í pylsuendanum er svo Katrín Jakobsdóttir sem dæmir meðal annars nýjustu bók Árna Þórarinssonar - en sjálfum sýnist mér Einar blaðamaður úr bókum Árna vera á meðal eftirtektarverðustu karaktera sem prýða íslenskar bækur nú um stundir. Og talandi um Einar. Kárason verður auðvitað með pistil sinn á sínum stað. Sagnameistarinn klikkar ekki. Spennandi - og allt óruglað strax að loknum fréttum á sunnudagskvöld. Við sjáumst þar. -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson Skoðun
Ég er að ljúka undirbúningi næsta þáttar míns af Mannamáli. Aðalgestir mínir verða Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna og Valgerður Sverrisdóttir varaformaður Framsóknarflokksins. Það verður spennandi að sjá hvort sami pólitíski hjónasvipurinn verður með þeim og formönnum stjórnarflokkanna sem voru aðalgestir mínir í síðasta þætti. Það er annars svo fjörlegt um að litast í pólitíkinni þessa dagana að maður verður að halda aftur af sér að skrifa niður spurningar. Steingrímur hefur ekki verið áberandi í þjóðmálaumræðunni síðustu vikur; hefur verið erlendis - og ég bíð spenntur eftir að heyra sýn hans á stjórnmálaástandið. Valgerður hefur verið spræk í sinni pólitík síðustu daga - og fræg eru ummæli hennar um lausatök Geirs H. Haarde á Sjálfstæðisflokknum. En hvernig mun þessum tveimur flokkum ganga að slíðra sverð sín eftir yfirlýsingagleðina hvor í annars garð á síðustu misserum. Eru Framsókn og VG kannski höfuðandstæðingarnir í íslenskum stjórnmálum í dag? Þetta kemur allt í ljós á sunnudagskvöld. Þar verða einnig fréttamennirnir Jóhann Hauksson og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir sem velta fyrir sér launum útvarpsstjóra og fleiri pólitískum kínverjum síðustu dægra. Ég fjalla líka um vandræði Þjóðkirkjunnar sem fer sér hægt í málefnum homma og lesbía. Siðfræðingur og guðfræðingur ræða þau mál - og rúsínan í pylsuendanum er svo Katrín Jakobsdóttir sem dæmir meðal annars nýjustu bók Árna Þórarinssonar - en sjálfum sýnist mér Einar blaðamaður úr bókum Árna vera á meðal eftirtektarverðustu karaktera sem prýða íslenskar bækur nú um stundir. Og talandi um Einar. Kárason verður auðvitað með pistil sinn á sínum stað. Sagnameistarinn klikkar ekki. Spennandi - og allt óruglað strax að loknum fréttum á sunnudagskvöld. Við sjáumst þar. -SER.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun