Formenn stjórnarflokkanna á mannmáli 13. október 2007 17:56 Ég ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í fyrsta þætti mínum af Mannmáli á Stöð 2. Þar setjast gegnt mér formenn stjórnarflokkanna, Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra. Þetta verður ítarlegt viðtal enda margs að spyrja eftir pólitískar sviptingar síðustu dægra. Vafalítið er þeim misskemmt yfir atburðum vikunnar en þau hafa þó lofað sjálfum sér og öðrum að valdaskiptin í borginni muni ekki hafa áhrif á samstarf flokkanna í landsstjórninni. Geir og Ingibjörg hafa ekki verið saman í sjónvarpsviðtali frá því þau settu saman stjórnina sína eftir kosningarnar í vor. Það er tími til kominn að heyra í þeim hljóðið og kanna þann meinta pólitíska hjónasvip sem margir telja að sé með þessum fyrrum höfuðandstæðingum í íslenskum stjórnmálum. Þátturinn byrjar strax að loknum fréttum kl. 19.05 á sunnudagskvöld og er í opinni dagskrá. Við sjáumst þar ... - SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun
Ég ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í fyrsta þætti mínum af Mannmáli á Stöð 2. Þar setjast gegnt mér formenn stjórnarflokkanna, Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra. Þetta verður ítarlegt viðtal enda margs að spyrja eftir pólitískar sviptingar síðustu dægra. Vafalítið er þeim misskemmt yfir atburðum vikunnar en þau hafa þó lofað sjálfum sér og öðrum að valdaskiptin í borginni muni ekki hafa áhrif á samstarf flokkanna í landsstjórninni. Geir og Ingibjörg hafa ekki verið saman í sjónvarpsviðtali frá því þau settu saman stjórnina sína eftir kosningarnar í vor. Það er tími til kominn að heyra í þeim hljóðið og kanna þann meinta pólitíska hjónasvip sem margir telja að sé með þessum fyrrum höfuðandstæðingum í íslenskum stjórnmálum. Þátturinn byrjar strax að loknum fréttum kl. 19.05 á sunnudagskvöld og er í opinni dagskrá. Við sjáumst þar ... - SER.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun