Fleiri fréttir

Kjara­samningar sjó­manna – verk­efnið bíður

Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Í liðinni viku slitu stéttarfélög sjómanna kjaraviðræðum við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Það voru vonbrigði. Þrjú stéttarfélaganna, Sjómannafélag Íslands, Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur og VM – félag vélstjóra og málmtæknimanna, birtu í kjölfarið auglýsingu og formenn þessara félaga skrifuðu grein hér á Vísi.

Um­hverfis­mál eru STÓRA málið

Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Það að sporna við loftslagsbreytingum er eitt brýnasta verkefni stjórnmálanna og það kallar auðvitað á alþjóðlegt samstarf, enda er loftslagsváin áskorun án landamæra. En það er ekki nóg að sporna við loftslagsbreytingum því við þurfum líka að búa okkur undir þær breytingar sem hafa orðið og munu verða.

Við­reisn fyrir okkur öll!

Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar

Úrslit þingkosninga 25. september eru svo ótrúlega mikilvæg fyrir margra hluta sakir. Það skiptir sköpum fyrir samfélag okkar hverjir sitja við völd, hvaða viðhorf eru ríkjandi og hver forgangsröðun verkefna er.

Stöðug­leiki fyrir heimilin

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Það kæmi mér ekki á óvart að stöðugleiki sé það orð sem mest er notað í þessari kosningabaráttu. En það eru ekki allir að tala um það sama þótt þeir noti sama orðið.

Brauðbakstur ríkisins

Indriði Stefánsson skrifar

Þegar Laffer-kúrfan svokallaða var kynnt stimplaði hún sig vel inn meðal æðstupresta nýfrjálshyggjunnar. Hún réttlætti enda skattalækkanir fyrir tekjuháa; með skattalækkunum hefðu þeir ríku meira fé á milli handanna, þeir yrðu duglegri og kenningin var sú að auðurinn myndi að lokum leka niður allt þjóðfélagið og þannig skila sér til allra. Kenning sem við kennum við brauðmola í dag.

Virkar Haf­rann­sóknar­stofnun?

Gunnar Ingiberg skrifar

Nú er liðnar tæpar tvær vikur síðan strandveiðum átti að ljúka formlega. Raunveruleikinn er nú samt sá að þeim lauk fyrir fjórum eða þremur vikum. Þrátt fyrir viðbót ráðherra dugði þessi magra ráðstöfun ekki út tímabilið. Það hefðu þurft um þúsund tonn í viðbót til þess að halda 650 bátum í notkun út ágústmánuð.

Verðmæti eða þræll?

Héðinn Sveinbjörnsson skrifar

Hvort sérðu starfsmenn sem verðmæti eða þræla? Hvernig upplifa starfsmenn sig í vinnunni, sem verðmæti eða sem þræla?

Stundum partur af Evrópu

Heiða Ingimarsdóttir skrifar

Eins og fjölmargir Íslendingar hef ég aflað mér framhaldsmenntunar erlendis. Fyrir valinu varð England, fyrir Brexit vitanlega, og ég útskrifaðist að lokum með MA gráðu.

Á kostnað hvers?

Kristófer Orri Guðmundsson skrifar

Mikil umræða hefur verið um fiskeldi í opnum sjókvíum að undanförnu, en sjókvíaeldi á Íslandi felst í ræktun laxa þar sem þeir eru geymdir og fóðraðir í netapokum út í sjó þar til sláturstærð er náð.

Brúar­gerð yfir Horna­fjarðar­fljót

Þórbergur Torfason skrifar

Mikið vatn hefur runnið undir gömlu brúna yfir Hornafjarðarfljót frá því fyrst var farið að tala um að það þyrfti að færa þjóðveginn og endurnýja brúarkostinn svo hann uppfyllti kröfur tímans.

Heil­brigðis­kerfi í þágu þjóðar

Magnús D. Norðdahl skrifar

Píratar vilja tryggja jafnt aðgengi landsmanna að allri almennri heilbrigðisþjónustu óháð búsetu og að sú þjónusta sé alfarið gjaldfrjáls. Auka þarf réttindi sjúklinga og starfsfólks og efla forvarnir, ekki hvað síst þegar kemur að geðheilbrigðismálum.

Börn án tæki­færa

Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir skrifar

Það þarf engan hagfræðing til þess að reka heimili þegar laun duga fyrir öllum útgjöldum heimilisins og gott betur. Það þarf hins vegar fjármálasnilling til þess að reka heimili þegar fólk er háð mannfjandsamlega lágum örorkulífeyrisgreiðslum sem duga ekki einu sinni fyrir lífsnauðsynjum.

Færum valdið nær fólkinu

Starri Reynisson skrifar

Val er grundvallarforenda frelsis. Því fleiri raunhæfum valkostum sem einstaklingurinn stendur frammi fyrir, því meira er frelsi hans. Þessi hugsun á við alla þætti mannlífs, ekki síst búsetu.

Opið bréf til Katrínar Jakobs­dóttur: (Ó)rétt­læti og fá­tækt

Atli Þór Þorvaldsson skrifar

Fátækt fólk á ekki að þurfa að bíða eftir réttlætinu. Þú sagðir þetta og þér var mikið niðri fyrir. Síðan breyttist allt. Þú komst í stöðu til þess að leiðrétta óréttlætið. Að minnsta kosti draga út því. En það hefur ekki mikið gerst.

Vaxta­laust lán til ríkisins frá lands­byggðinni

Þórir Guðmundsson og Sif Huld Albertsdóttir skrifa

Greinarhöfundar þessarar greinar bera mikinn metnað til þess að koma málum fjölskyldna í betri farveg þannig að börnin okkar fái sömu þjónustu og önnur börn sem búa nálægt sérfræðiþjónustu heilbrigðiskerfisins.

Spilling og kjaft­æði er ekki náttúru­lög­mál

Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Ég man eftir ládeyðunni sem sveif yfir vötnum eins og reykur eftir kerti sem búið er að blása út í kosningapartíi í heimahúsi í Osló árið 2013 þegar ljóst var að blái vængurinn, íhaldið, væri að taka þetta. Heimili mitt, samfélagið mitt til margra ára var að breytast.

Sam­tal við múkkann um lýð­ræðið

Sigurður Páll Jónsson skrifar

Þegar ég fer út á sjó til að hreinsa hugann og anda að mér fersku lofti finnst mér oft gott að spjalla aðeins við múkkann. Þar sem hann flýgur um loftin blá finnst honum stundum erfitt að skilja hvernig maðurinn hleður í kringum sig skrifræði og endalausu bákni.

Líf­seigar mýtur um fá­tækt

Vilborg Oddsdóttir skrifar

Síðustu 18 ár hef ég unnið með og fyrir einstaklinga sem búa við fátækt. Á þeim tíma hef ég heyrt aragrúa af mýtum um fátækt, frá vinum og fjölskyldu og frá stjórnmálamönnum. Eins er þessum mýtum gjarnan haldið á lofti í fjölmiðlum. Hverjar eru svo þessar mýtur og er eitthvað til í þeim?

Gleymd börn á gráu svæði

Valgarður Lyngdal Jónsson skrifar

Þegar málaflokkur þjónustu við fatlað fólk fluttist frá ríki til sveitarfélaga árið 2011 „gleymdist“ að gera ráð fyrir þjónustu við börn með alvarlegar geð- og þroskaraskanir, börn sem gjarnan eru sögð glíma við svokallaðan fjölþættan vanda.

Er Við­reisn bænda­flokkur?

Sigurjón Vídalín Guðmundsson skrifar

Því hefur lengi verið haldið fram af íhaldsflokkunum að Viðreisn sé á móti bændum og landbúnaði á Íslandi. Slíkt gæti ekki verið fjarri sannleikanum. Þvert á móti vill Viðreisn sjá veg bænda sem mestan og sveitir landsins lifna við og blómstra á ný.

Texas er víða

Gunnar Sigvaldason og Silja Bára Ómarsdóttir skrifa

Margt hefur áunnist í baráttunni fyrir sjálfsákvörðunarrétti kvenna yfir eigin líkama og því ekki skrýtið að okkur reki í rogastans þegar við heyrum af nýjum ómanneskjulegum þungunarrofslögum í Texas. En stjórnvöld í Texas eru ekkert einsdæmi, því miður.

Að veikjast utan opnunar­tíma – ís­lenskur veru­leiki af lands­byggðunum

Bjarki Eiríksson skrifar

Margir foreldrar kannast við að þurfa að bruna um miðja nótt niður á Landspítala með barn með svæsna eyrnabólgu sem verður að meðhöndla strax. Aðrir ættu líka að þekkja það að keyra akút niður á bráðamóttöku með unglinginn sinn með heilahristing sem hann hlaut á íþróttaæfingu.

Ekki van­meta vel­ferðina

María Rut Kristinsdóttir skrifar

Ég hef oft furðað mig á því hvernig hin pólitíska orðræða virðist oft verða. Það þykir voða fínt að vita allt um hagvöxt, verga landsframleiðslu og vísitölu neysluverðs. En þegar það kemur að fólki, manneskjum og líðan þá hefur mér fundist tónninn dofna.

Þú þarft víst barna­bætur!

Dagbjört Hákonardóttir skrifar

Þegar ég var að borða sand á rólóvöllum 9. áratugs seinustu aldar var ég eitt af heppnu börnunum sem fengu að fara á leikskóla. Mamma starfaði sem hjúkrunarfræðingur á Borgarspítalanum í Fossvogi sem rak þar yndislega leikskóla í því skyni að starfsfólk spítalans gæti unnið eðlilegan vinnudag.

Réttindum frestað er réttindum neitað!

Rúnar Björn Herrera Þorkelsson og Katrín Oddsdóttir skrifa

Senn verða komin 3 ár frá því að notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) var innleidd með lögum sem réttur fatlaðs fólks á Íslandi. Lögin staðfesta að fatlað fólk skuli njóta sjálfstæðs lífs á eigin forsendum og fá nauðsynlegan stuðning til að geta notið fullra mannréttinda til jafns við aðra.

Sáttmáli okkar við þjóðina

Oddný G. Harðardóttir skrifar

Engin þjóðarsátt er um óbreytt fiskveiðistjórnunarkerfi hér á landi. Þetta er ranglátt fyrirkomulag sem hefur gert nokkra útgerðarrisa ofurríka.

Frelsi frá krónunni

Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson skrifar

Þegar þjónusta er valin er stundum talað um að þú getir fengið tvennt af þrennu: Lágt verð, góða þjónustu eða hraða þjónustu. Þú færð það sem þú borgar fyrir og þetta þrennt virðist aldrei fara allt saman.

Það er kosið um jafnréttismál

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Ísland trónir efst á lista Alþjóðaefnahagsráðsins, World Economic Forum, um kynjajafnrétti. Það höfum við gert í rúman áratug. Af þessu getum við verið stolt. Þessi staða getur verið okkur hvatning um um að halda áfram sem og að berjast gegn bakslagi. Þessi staða getur líka leitt til að einhverjir trúi því að við séum komin í höfn.

Hugrekki til að vera græn!

Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar

Ef þjóðin heldur rétt á spilunum eru mikil tækifæri á Íslandi falin í öflun á grænni orku, umhverfisvænum samgöngum og grænu atvinnulífi. Traustir innviðir um land allt eru lykillinn að slíkri umbreytingu og þeim árangri í loftlagsmálum sem við viljum ná.

Karl­maður með endó­metríósu???

Guðjón R. Sveinsson skrifar

Hvernig ætli okkur strákunum myndi líða ef það væri stanslaust verið að sparka í klofið á okkur??? Stundum svo fast að við ælum eða erum við það að æla? Þetta væri ekkert sérlega glæsilegt ástand á okkur enda hefur maður oftar en ekki séð ástandið á mönnum eftir slík högg.

Hver er þessi Olaf Scholz?

Ívar Már Arthúrsson skrifar

Í lok mánaðarins fara fram kosningar til þýska þingsins, Bundestag, og það er ansi margt sem bendir til þess að jafnaðarmannaflokkurinn, SPD, muni vinna þær og að Olaf Scholz, kanslaraefni flokksins, muni taka við af Angelu Merkel, í síðasta lagi á næsta ári.

Hugsum sjálfstætt – Nýtum kosningaréttinn

Arnar Þór Jónsson og Vigfús Bjarni Albertsson skrifa

Hefurðu ekki áhuga á að tala um stjórnmál? Nennirðu því ekki? Finnst þér að ekki megi ræða um stjórnmál við vini, ættingja eða á vinnustað? Við setjum þessar línur á blað til að vara við því að við vanrækjum stjórnmálin. 

Loftslagið og dreifbýlið

Ólafur Halldórsson og Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifa

Það er enginn vafi á því að loftslagsmál og loftslagsbreytingar eru eitt stærsta mál samtímans. Núna í ágúst síðastliðnum var ný loftslagsskýrsla Sameinuðu þjóðanna kynnt og þar kom skýrt fram að það þarf að grípa til frekari aðgerða til að stemma stigu við loftslagsvánni og þeirra er þörf strax.

Sjávar­út­vegur í nýju um­hverfi

Kári Jónsson skrifar

Hvernig sér kvótasetti-strandveiði-sjómaðurinn og kvóta-litli/lausi útgerðarmaðurinn líf sitt og fjölskyldu sinnar eftir 5-ár viðmiðið er óbreytt kvótakerfi og að vera HÁÐUR ríkistyrktu-einokunar-útgerðinni um nýtingarrétt sem kostar formúgu og hinsvegar DAGA-kerfi (óframseljanlegir) með allann fisk seldan á fiskmarkaði, ásamt frjálsum-handfæraveiðum.

Þú ert sósíal­isti

Kristbjörg Eva Andersen Ramos skrifar

Sósíalismi hefur verið á allra vörum síðastliðna mánuði og er það ekki seinna vænna. Á meðan ég skrifa þennan pistil breiðist fátæktin og óréttlandið víða um samfélagið. Háværum köllum alþýðunnar um betra samfélag hafa verið þögguð niður af auðvaldinu sem vill telja þér trú um að þú hafir það gott og annað sé bara frekja.

Sál­fræðinga í alla fram­halds­skóla landsins!

Tómas A. Tómasson og Kolbrún Baldursdóttir skrifa

Flokkur fólksins telur mikilvægt að sálfræðingar verði í öllum framhaldsskólum landsins. Sálfræðingar eru í einhverjum framhaldsskólum en Flokkur fólksins vill, komist hann til áhrifa á Alþingi, berjast fyrir að fá sálfræðinga í alla framhaldsskóla landsins.

Hvers vegna ekki Við­reisn?

Þór Saari skrifar

Það þarf kannski ekki að viðhafa sérstaklega mörg orð um Viðreisn sem stjórnmálaflokk, enda frekar sérkennilegt dæmi og alls ekki á hreinu fyrir hvað hann stendur.

Það sem ekki er rætt

Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar

Frambjóðendur voru mættir í Silfri Egils í gær, sunnudag, til að heilla okkur kjósendur. Ég horfði á Ásmund Einar, ráðherra fatlaðs fólks sem að mestu gleymdi kjaramálum okkar á síðasta kjörtímabili, og aðra frambjóðendur, sleppa því algerlega að ræða málefni og stöðu fatlaðs fólks.

25 milljarðar eru ekki mjólkur­laus speni

Ragnar Þór Ingólfsson skrifar

Og það eru margir sem sjúga fast. Grein um 25 milljarða árlegan kostnað við rekstur lífefyrissjóða. Halldór Benjamín framkvæmdastjóri SA fer mikinn í grein sem hann kallar, hljóð og mynd fara saman. Þar opinberar Halldór yfirlætið og hrokan sem sjóðfélagar lífeyrissjóða mega þola og hafa mátt þola frá varðhundum kerfisins áratugum saman.

Sósíal­ista­flokkurinn þorir og getur

Haraldur Ingi Haraldsson skrifar

Frá því að við Íslendingar urðum sjálfstæð þjóð hefur baráttan um yfirráð yfir hinum gjöfulu fiskimiðum við landi verið í okkar höndum . Við höfum háð 3 þorskastríð við stórveldi- við ofurefli – en sameinuð höfum við þjóðin sigrað – við unnum í raun og sanneika stórkostlegan sigur .

Ráð­herra eldri borgara skilar auðu!

Viðar Eggertsson skrifar

Félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, fer nú mikinn og þykist loks ætla að gera eitthvað í málefnum eldri borgara. En þegar kosningastefna Framsóknarflokksins hans er skoðuð þá er þar nánast ekkert bitastætt að finna í málefnum eldra fólks.

Að byrgja brunn ...

Jóna Kristín Gunnarsdóttir og Vilhjálmur Hjálmarsson skrifa

Fyrir einstakling með ógreint og/eða vanmeðhöndlað ADHD [eða aðrar raskanir] skiptir snemmbært inngrip sköpum. Óbreytt staða getur hæglega leitt til kvíða og þunglyndis, rýrir þannig lífsgæði og afleiddur kostnaður einstaklings sem og hins opinbera óheyrilegur, hvort heldur í félagslegu eða hagrænu tilliti.

Ný­sköpunar­bærinn Hafnar­fjörður?

Stefán Atli Rúnarsson skrifar

Hafnarfjörður hefur uppá fjölmargt að bjóða fyrir ungt fólk. Ég kynntist Hafnarfirði fyrst í gegnum nám mitt á fjölmiðlabraut við Flensborgarskólann.

Sjá næstu 50 greinar

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.