Börn án tækifæra Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir skrifar 14. september 2021 16:31 Það þarf engan hagfræðing til þess að reka heimili þegar laun duga fyrir öllum útgjöldum heimilisins og gott betur. Það þarf hins vegar fjármálasnilling til þess að reka heimili þegar fólk er háð mannfjandsamlega lágum örorkulífeyrisgreiðslum sem duga ekki einu sinni fyrir lífsnauðsynjum. Ég þekki það sjálf að vera á örorkubótum — og þann ósegjanlega létti þegar ég komst á almennan vinnumarkað fyrir tveimur árum. Varða, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, kynnti í vikunni rannsókn um stöðu öryrkja sem unnin var að beiðni Öryrkjabandalags Íslands. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að nærri 8 af hverjum 10 eiga erfitt eða mjög erfitt með að láta enda ná saman um hver mánaðamót. 40% svarenda segjast ekki geta séð börnum sínum fyrir nauðsynlegum fatnaði og 34% ekki fyrir eins næringarríkum mat og þau telja börnin þurfa. Þá hefur talsverður hluti hópsins átt erfitt með að greiða fyrir tómstundir, leikskólagjöld og skólamáltíðir fyrir börnin sín. Við sem samfélag dæmum börn öryrkja til fátæktar. Þessi börn alast upp við skort á efnislegum gæðum og tækifærum sem önnur börn njóta, vegna þess hvernig stjórnvöld ákveða að skipta kökunni. Afleiðingarnar, sem eru meðal annars hætta á geðheilbrigðis- og fíknivanda, munu jafnvel marka þessi börn alla ævi og hafa auk þess neikvæð áhrif á samfélagið í heild. Dóminn hlutu foreldrar þeirra fyrir þann glæp einan að vera veik eða fötluð. Á meðan samfélagsmiðlar loga yfir framtíðarsýn um ímyndaða ekkju sem gæti sligast af tillögum Samfylkingarinnar um stóreignaskatt, fer lítið fyrir umræðu um fólkið sem þessar aðgerðir munu hjálpa. Til þess að bæta stöðu þeirra sem þurfa að láta lífeyrisgreiðslur duga til að ná endum saman, þarf að stækka sameiginlega sjóði. Samfylkingin leggur til að efstu lög samfélagsins leggi meira til, með því að hrein eign yfir 200 milljónum hjá efsta prósenti samfélagins sé skattlögð. Skatturinn verður 15.000 kr. af hverri milljón umfram 200 milljónir — eitthvað sem ætti ekki að sliga stóreignafólk, en gæti gert gæfumuninn fyrir okkur sem eigum okkur engar gyllivonir um inngöngu í þetta eina prósent. Öryrkjum eru allar bjargir bannaðar, eins og ég skrifaði um á dögunum. Hvað sem fólk reynir að gera til að bæta stöðu sína og barna sinna, mætir því refsivöndur Tryggingastofnunnar. Lítið er um störf fyrir fatlað fólk, en ef þú nærð að finna þér vinnu mæta þér skerðingar. Ef þú hættir þér út á vinnumarkaðinn en það gengur ekki upp, til dæmis vegna heilsuleysis, þá færðu skerðingar af fullum þunga það sem eftir lifir árs og hefur engar launatekjur á móti. Það þarf ekki starfsgetumat og það þarf ekki að auka fjármálalæsi öryrkja. Það þarf að hækka lífeyrinn, taka af ósanngjarnar skerðingar, fjölga störfum fyrir fólk með skerta starfsgetu og auka sveigjanleika svo fólk geti prófað sig áfram á vinnumarkaði. Það eina sem þarf er vilji og virðing fyrir mannlegri reisn. Höfundur er í 3. sæti á lista Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands í Suðvesturkjördæmi og baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Félagsmál Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Það þarf engan hagfræðing til þess að reka heimili þegar laun duga fyrir öllum útgjöldum heimilisins og gott betur. Það þarf hins vegar fjármálasnilling til þess að reka heimili þegar fólk er háð mannfjandsamlega lágum örorkulífeyrisgreiðslum sem duga ekki einu sinni fyrir lífsnauðsynjum. Ég þekki það sjálf að vera á örorkubótum — og þann ósegjanlega létti þegar ég komst á almennan vinnumarkað fyrir tveimur árum. Varða, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, kynnti í vikunni rannsókn um stöðu öryrkja sem unnin var að beiðni Öryrkjabandalags Íslands. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að nærri 8 af hverjum 10 eiga erfitt eða mjög erfitt með að láta enda ná saman um hver mánaðamót. 40% svarenda segjast ekki geta séð börnum sínum fyrir nauðsynlegum fatnaði og 34% ekki fyrir eins næringarríkum mat og þau telja börnin þurfa. Þá hefur talsverður hluti hópsins átt erfitt með að greiða fyrir tómstundir, leikskólagjöld og skólamáltíðir fyrir börnin sín. Við sem samfélag dæmum börn öryrkja til fátæktar. Þessi börn alast upp við skort á efnislegum gæðum og tækifærum sem önnur börn njóta, vegna þess hvernig stjórnvöld ákveða að skipta kökunni. Afleiðingarnar, sem eru meðal annars hætta á geðheilbrigðis- og fíknivanda, munu jafnvel marka þessi börn alla ævi og hafa auk þess neikvæð áhrif á samfélagið í heild. Dóminn hlutu foreldrar þeirra fyrir þann glæp einan að vera veik eða fötluð. Á meðan samfélagsmiðlar loga yfir framtíðarsýn um ímyndaða ekkju sem gæti sligast af tillögum Samfylkingarinnar um stóreignaskatt, fer lítið fyrir umræðu um fólkið sem þessar aðgerðir munu hjálpa. Til þess að bæta stöðu þeirra sem þurfa að láta lífeyrisgreiðslur duga til að ná endum saman, þarf að stækka sameiginlega sjóði. Samfylkingin leggur til að efstu lög samfélagsins leggi meira til, með því að hrein eign yfir 200 milljónum hjá efsta prósenti samfélagins sé skattlögð. Skatturinn verður 15.000 kr. af hverri milljón umfram 200 milljónir — eitthvað sem ætti ekki að sliga stóreignafólk, en gæti gert gæfumuninn fyrir okkur sem eigum okkur engar gyllivonir um inngöngu í þetta eina prósent. Öryrkjum eru allar bjargir bannaðar, eins og ég skrifaði um á dögunum. Hvað sem fólk reynir að gera til að bæta stöðu sína og barna sinna, mætir því refsivöndur Tryggingastofnunnar. Lítið er um störf fyrir fatlað fólk, en ef þú nærð að finna þér vinnu mæta þér skerðingar. Ef þú hættir þér út á vinnumarkaðinn en það gengur ekki upp, til dæmis vegna heilsuleysis, þá færðu skerðingar af fullum þunga það sem eftir lifir árs og hefur engar launatekjur á móti. Það þarf ekki starfsgetumat og það þarf ekki að auka fjármálalæsi öryrkja. Það þarf að hækka lífeyrinn, taka af ósanngjarnar skerðingar, fjölga störfum fyrir fólk með skerta starfsgetu og auka sveigjanleika svo fólk geti prófað sig áfram á vinnumarkaði. Það eina sem þarf er vilji og virðing fyrir mannlegri reisn. Höfundur er í 3. sæti á lista Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands í Suðvesturkjördæmi og baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun