Ekki vanmeta velferðina María Rut Kristinsdóttir skrifar 14. september 2021 10:30 Ég hef oft furðað mig á því hvernig hin pólitíska orðræða virðist oft verða. Það þykir voða fínt að vita allt um hagvöxt, verga landsframleiðslu og vísitölu neysluverðs. En þegar það kemur að fólki, manneskjum og líðan þá hefur mér fundist tónninn dofna. Ekki misskilja mig, auðvitað eru öll hagfræðihugtökin mikilvæg og sterkt efnahagslíf sömuleiðis. Vissulega er þetta undirstaða margs í samfélaginu, en það má ekki vanmeta velferðina. Í mínum huga er gott og sterkt velferðarnet, sem grípur fólk sem á þarf að halda forsenda öflugs samfélags. Samfélag jöfnuðar og frjálslyndis, þar sem við treystum fólki fyrir því að taka ákvarðanir um eigið líf, en tryggjum um leið öflugt stuðningskerfi fyrir þau sem þurfa á því að halda. Það er hlutverk ríkisins að tryggja jöfn tækifæri. Jöfn tækifæri skapa síðan velferð og velsæld í samfélaginu. Það ætti því að vera eitt helsta keppikefli okkar allra að tryggja sem flestum tækifæri til að rækta hæfileika sína, koma í veg fyrir jaðarsetningu og tryggja að einstaklingar sem lenda í áföllum fái tækifæri til að græða sárin sem fyrst. Ekki fleiri plástra Alltof lengi hefur tíðkast að plástra vandamál í stað þess að ráðast að rótum þeirra. Íslenska ríkið virðist fyrst og fremst bjóða almenningi upp á alls kyns biðlista eftir nauðsynlegum úrræðum. Til að bíta höfuðið af skömminni þá býður íslenska ríkið einnig börnunum okkar upp á langa biðlista í flest úrræði sem snúa að velferð þeirra. Börn bíða á biðlistum í allt að tvö ár eftir nauðsynlegum greiningum og jafnvel þegar að niðurstaða fæst, hefst ný bið eftir fleiri úrræðum. Það eru óboðlegir biðlistar hjá sálfræðingum og talmeinafræðingum. Það getur verið gríðarlega dýrkeypt að láta börn bíða eftir nauðsynlegri þjónustu. Það hefur skort á langtímamarkmið um að grípa einstaklinga skjótar – til þess að fyrirbyggja langtímaafleiðingar í formi alvarlegra sjúkdóma sem skerða lífsgæði og möguleika fólks til að nýta tækifærin sín. Þetta eru engin geimvísindi. Því fyrr sem þjónusta er tryggð og hún samþætt á milli kerfa - þeim mun minni líkur eru á langtíma afleiðingum. Þeim mun minni líkur eru til að mynda á að áföll í æsku fylgi fólki út ævina. Gott dæmi um skammsýni í þessum efni er aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Stærstur hluti örorkulífeyris er greiddur vegna geðrænna veikinda fólks. Notkun Íslendinga á þunglyndislyfjum er tvöföld á við meðaltal OECD og Íslendingar nota 37% meira af svefnlyfjum en næsta Norðurlandaþjóð, Svíar. Algengi sjálfsvíga og geðrænna veikinda er grafalvarlegt vandamál sem verður að setja í forgrunn. Það eru alltof mörg sem neita sér um þessa þjónustu vegna kostnaðar eða langra biðlista. Forvarnir skipta öllu máli, á það jafnt við um líkamlega sjúkdóma sem og andlega. Þar á allur okkar fókus að vera. En til þess þarf að setja í forgang að greiða fyrir aðgengi fólks að fyrirbyggjandi úrræðum og leggja allt í sölurnar til að tryggja að öryggisnetin okkar virki. Tryggjum aðgengi að nauðsynlegri þjónustu Komist Viðreisn í ríkisstjórn verður rík áhersla lögð á að vinda ofan af þessu flókna kerfi okkar. Kerfi sem Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn bera höfuðábyrgð á. Frá 1995 hefur Framsóknarflokkurinn nefnilega stýrt félagsmálaráðuneytinu í 20 ár af 26, eða rúmlega 77% tímans. Sjálfstæðisflokkurinn hefur stýrt fjármálaráðuneytinu í 22 ár af 26 frá 1995 eða rúmlega 85% tímans. Þessir flokkar bera hér mikla ábyrgð. Viðreisn leggur áherslu á að fólkið okkar eigi gott líf og þau kerfi sem eiga að halda utan um það verði einfaldari og sveigjanlegri. Niðurgreiðsla á sálfræðimeðferð- eða annarri klínískri meðferð er þar lykilatriði. Öflugt og sveigjanlegt almannatryggingakerfi er forsenda lífsgæða og velferðar. Sömuleiðis ætlar Viðreisn að draga úr bráðavanda og biðlistum í heilbrigðis- og velferðarkerfinu. Þetta snýst um pólitíska ákvörðun um að setja fólk og velferð í forgang. Viðreisn er tilbúin að taka þann slag. Höfundur er í 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Félagsmál Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef oft furðað mig á því hvernig hin pólitíska orðræða virðist oft verða. Það þykir voða fínt að vita allt um hagvöxt, verga landsframleiðslu og vísitölu neysluverðs. En þegar það kemur að fólki, manneskjum og líðan þá hefur mér fundist tónninn dofna. Ekki misskilja mig, auðvitað eru öll hagfræðihugtökin mikilvæg og sterkt efnahagslíf sömuleiðis. Vissulega er þetta undirstaða margs í samfélaginu, en það má ekki vanmeta velferðina. Í mínum huga er gott og sterkt velferðarnet, sem grípur fólk sem á þarf að halda forsenda öflugs samfélags. Samfélag jöfnuðar og frjálslyndis, þar sem við treystum fólki fyrir því að taka ákvarðanir um eigið líf, en tryggjum um leið öflugt stuðningskerfi fyrir þau sem þurfa á því að halda. Það er hlutverk ríkisins að tryggja jöfn tækifæri. Jöfn tækifæri skapa síðan velferð og velsæld í samfélaginu. Það ætti því að vera eitt helsta keppikefli okkar allra að tryggja sem flestum tækifæri til að rækta hæfileika sína, koma í veg fyrir jaðarsetningu og tryggja að einstaklingar sem lenda í áföllum fái tækifæri til að græða sárin sem fyrst. Ekki fleiri plástra Alltof lengi hefur tíðkast að plástra vandamál í stað þess að ráðast að rótum þeirra. Íslenska ríkið virðist fyrst og fremst bjóða almenningi upp á alls kyns biðlista eftir nauðsynlegum úrræðum. Til að bíta höfuðið af skömminni þá býður íslenska ríkið einnig börnunum okkar upp á langa biðlista í flest úrræði sem snúa að velferð þeirra. Börn bíða á biðlistum í allt að tvö ár eftir nauðsynlegum greiningum og jafnvel þegar að niðurstaða fæst, hefst ný bið eftir fleiri úrræðum. Það eru óboðlegir biðlistar hjá sálfræðingum og talmeinafræðingum. Það getur verið gríðarlega dýrkeypt að láta börn bíða eftir nauðsynlegri þjónustu. Það hefur skort á langtímamarkmið um að grípa einstaklinga skjótar – til þess að fyrirbyggja langtímaafleiðingar í formi alvarlegra sjúkdóma sem skerða lífsgæði og möguleika fólks til að nýta tækifærin sín. Þetta eru engin geimvísindi. Því fyrr sem þjónusta er tryggð og hún samþætt á milli kerfa - þeim mun minni líkur eru á langtíma afleiðingum. Þeim mun minni líkur eru til að mynda á að áföll í æsku fylgi fólki út ævina. Gott dæmi um skammsýni í þessum efni er aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Stærstur hluti örorkulífeyris er greiddur vegna geðrænna veikinda fólks. Notkun Íslendinga á þunglyndislyfjum er tvöföld á við meðaltal OECD og Íslendingar nota 37% meira af svefnlyfjum en næsta Norðurlandaþjóð, Svíar. Algengi sjálfsvíga og geðrænna veikinda er grafalvarlegt vandamál sem verður að setja í forgrunn. Það eru alltof mörg sem neita sér um þessa þjónustu vegna kostnaðar eða langra biðlista. Forvarnir skipta öllu máli, á það jafnt við um líkamlega sjúkdóma sem og andlega. Þar á allur okkar fókus að vera. En til þess þarf að setja í forgang að greiða fyrir aðgengi fólks að fyrirbyggjandi úrræðum og leggja allt í sölurnar til að tryggja að öryggisnetin okkar virki. Tryggjum aðgengi að nauðsynlegri þjónustu Komist Viðreisn í ríkisstjórn verður rík áhersla lögð á að vinda ofan af þessu flókna kerfi okkar. Kerfi sem Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn bera höfuðábyrgð á. Frá 1995 hefur Framsóknarflokkurinn nefnilega stýrt félagsmálaráðuneytinu í 20 ár af 26, eða rúmlega 77% tímans. Sjálfstæðisflokkurinn hefur stýrt fjármálaráðuneytinu í 22 ár af 26 frá 1995 eða rúmlega 85% tímans. Þessir flokkar bera hér mikla ábyrgð. Viðreisn leggur áherslu á að fólkið okkar eigi gott líf og þau kerfi sem eiga að halda utan um það verði einfaldari og sveigjanlegri. Niðurgreiðsla á sálfræðimeðferð- eða annarri klínískri meðferð er þar lykilatriði. Öflugt og sveigjanlegt almannatryggingakerfi er forsenda lífsgæða og velferðar. Sömuleiðis ætlar Viðreisn að draga úr bráðavanda og biðlistum í heilbrigðis- og velferðarkerfinu. Þetta snýst um pólitíska ákvörðun um að setja fólk og velferð í forgang. Viðreisn er tilbúin að taka þann slag. Höfundur er í 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun