25 milljarðar eru ekki mjólkurlaus speni Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 13. september 2021 14:00 Og það eru margir sem sjúga fast. Grein um 25 milljarða árlegan kostnað við rekstur lífefyrissjóða. Halldór Benjamín framkvæmdastjóri SA fer mikinn í grein sem hann kallar, hljóð og mynd fara saman. Þar opinberar Halldór yfirlætið og hrokan sem sjóðfélagar lífeyrissjóða mega þola og hafa mátt þola frá varðhundum kerfisins áratugum saman. Allt sé byggt á misskilningi og íslenska lífeyrisundrið sé það besta og best rekna á byggðu bóli. Allur samanburður staðfesti það. En standast fullyrðingar Halldórs skoðun? Halldór segir að fjárfestingarkostnaður (gjöld) lífeyrissjóða séu á bilinu 0,04 - 0,05% sem hlutfall af eignum, sem þýðir að þau hafi verið í kringum 2,3 til 2,8 milljarðar á síðasta ári. Ef ársreikningar lífeyrissjóðanna eru skoðaðir kemur allt önnur niðurstaða í ljós eða yfir 16 milljarðar þar sem “áætlaður” kostnaður við fjárfestingar er vel falinn í skýringum ársreikninga sjóðanna og kemur ekki fram í tölum Halldórs. Af hverju ætli það sé því varlega áætlaður kostnaður er sannanlega kostnaður? Sjóðirnir bóka þar af leiðandi einungis beinan fjárfestingarkostnað sem er aðeins brot af heildarkostnaði og taka svo skrifstofu og stjórnunarkostnað og setja fram sem hlutfall af heildareignum. Sem verður auðvitað mjög lágt. Engin tilraun er gerð til að setja aldur og stærð lífeyrissjóðakerfa innan OECD í samhengi við hlutfall af kostnaði eða hvernig þeir færa kostnað vegna fjárfestingargjalda. Hvað er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra með í laun sem hlutfall af landsframleiðslu? Ætli það sé sambærilegt og Joe Biden er með sem hlutfall af landsframleiðslu Bandaríkjanna? Hver ætli skrifstofu og stjórnunarkostnaður íslenskra lífeyrissjóða sé á hvern ríkisborgara samanborið við löndin innan OECD? Hver ætli raunverulegur rekstrarkostnaður lífeyrissjóða sé á hvern sjóðfélaga? Og hvað ætli séu margir lífeyrissjóðir að meðaltali fyrir hverja 360.000 íbúa í löndunum sem við berum okkur saman við? Þeir eru 21 á Íslandi! Allur alþjóðlegur samanburður er marklaus eða í besta falli villandi því kerfin eru misþroskuð, gömul og stór. Staðreyndin situr eftir að þessi ríflega 25 milljarða árlegi kostnaður er viðurkenndur af sjóðunum sjálfum og alveg ljóst að hann er varlega áætlaður og að öllum líkindum miklu miklu hærri. Eiga stjórnir lífeyrissjóðanna betra skilið eins Halldór vill meina? Hvað fóru lífeyrissjóðirnir í mörg dómsmál til að sækja bætur fyrir hönd sjóðfélaga í eftirmálum bankahrunsins? Hvað hafa lífeyrissjóðirnir eða stjórnir þeirra farið í mörg dómsmál frá hruni eða hversu mörg mál hafa verið skoðuð eða kærð vegna vafasamra viðskipta, umboðssvika, tengsla, kynferðislegrar áreitni eða gruns um sviksamlega háttsemi gagnvart hagsmunum okkar sem eigum þessa sjóði? Hversu mörg?? Hvað gerðu stjórnir lífeyrissjóðanna þegar stóru alþjóðlegu endurskoðunarfyrirtækin greiddu skilanefndum föllnu bankanna himinháar skaðabætur fyrir að þegja yfir því að hafa falsað ársreikninga bankanna í aðdraganda hrunsins? Uppgjör sem komu nýlega í ljós. Hvað gerðu stjórnir lífeyrissjóðanna þegar stjórnendur Icelandair (sem var í meirihlutaeigu lífeyrissjóðanna) keyptu verðlausan hlut í Lindarvatni á tæpa tvo milljarða sem flokksgæðingar og aðrir dekurkálfar skiptu bróðurlega á milli sín í gegnum nokkur eignarhaldsfélög? Hvað gerðu stjórnir lífeyrissjóðanna þegar sjálftakan í kringum rekstur tölvukerfis lífeyrissjóðanna ( Init hneykslið ) komst upp? Hvað gerðu stjórnir lífeyrissjóðanna þegar ein grófustu og alvarlegustu umhverfisbrot íslandssögunnar voru framin af stjórnendum Eimskips við förgun skipa? Hvað gerðu lífeyrissjóðirnir þegar upplýsingar komu fram um mögulega misbresti við sölu Bakkavarar árið 2016 og kostuðu lífeyrissjóðina 40 til 60 milljarða við skráningu félagsins á breskan markað? Hvað hafa stjórnir lífeyrissjóðanna sópað mörgum óþægilegum málum undir teppið? Halldóri Benjamín og Viðskiptablaðið geta þakkað stjórnum lífeyrissjóðanna fyrir vel unnin störf en þær hafa reynst fjármálkerfinu og atvinnulífinu mjög mjög vel. Bæði í formi fjármagns þegar vel gengur og aðgerðarleysis þegar illa fer. Og láta sig ekki vanta þegar svara þarf frekum lýðnum, og gera það með sama hroka og yfirlæti og af þeim er ætlast. Gæti ekki verið betra fyrirkomulag. 25 milljarðar í árlegan rekstrarkostnað, sem er varlega áætlað, er ekki mjólkurlaus speni. Og það eru margir sem sjúga fast. Jú það ber vissulega að þakka stjórnum sjóðanna fyrir meðvirknina, þöggunina og aðgerðarleysið þegar kemur að siðleysi, spillingarmálum og sjálftöku í íslensku fjármála og atvinnulífi. Það kemur því ekki á óvart að varðhundar kerfisins glefsi ef einhver opnar á sér munninn og spyr gagnrýnna spurninga. En hvers eiga sjóðfélagar að gjalda? Af hverju hafa sjóðfélagar ekkert um þetta að segja og af hverju er Halldór Benjamín ekki tilbúinn að þiggja boð mitt um að báðir aðilar setji það í hendur sjóðfélaga að kjósa stjórnir sjóðanna? Flestir vita svarið við því. Í því felast engin völd. Sjóðfélagar lífeyrissjóða eiga bera skilið. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Lífeyrissjóðir Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Og það eru margir sem sjúga fast. Grein um 25 milljarða árlegan kostnað við rekstur lífefyrissjóða. Halldór Benjamín framkvæmdastjóri SA fer mikinn í grein sem hann kallar, hljóð og mynd fara saman. Þar opinberar Halldór yfirlætið og hrokan sem sjóðfélagar lífeyrissjóða mega þola og hafa mátt þola frá varðhundum kerfisins áratugum saman. Allt sé byggt á misskilningi og íslenska lífeyrisundrið sé það besta og best rekna á byggðu bóli. Allur samanburður staðfesti það. En standast fullyrðingar Halldórs skoðun? Halldór segir að fjárfestingarkostnaður (gjöld) lífeyrissjóða séu á bilinu 0,04 - 0,05% sem hlutfall af eignum, sem þýðir að þau hafi verið í kringum 2,3 til 2,8 milljarðar á síðasta ári. Ef ársreikningar lífeyrissjóðanna eru skoðaðir kemur allt önnur niðurstaða í ljós eða yfir 16 milljarðar þar sem “áætlaður” kostnaður við fjárfestingar er vel falinn í skýringum ársreikninga sjóðanna og kemur ekki fram í tölum Halldórs. Af hverju ætli það sé því varlega áætlaður kostnaður er sannanlega kostnaður? Sjóðirnir bóka þar af leiðandi einungis beinan fjárfestingarkostnað sem er aðeins brot af heildarkostnaði og taka svo skrifstofu og stjórnunarkostnað og setja fram sem hlutfall af heildareignum. Sem verður auðvitað mjög lágt. Engin tilraun er gerð til að setja aldur og stærð lífeyrissjóðakerfa innan OECD í samhengi við hlutfall af kostnaði eða hvernig þeir færa kostnað vegna fjárfestingargjalda. Hvað er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra með í laun sem hlutfall af landsframleiðslu? Ætli það sé sambærilegt og Joe Biden er með sem hlutfall af landsframleiðslu Bandaríkjanna? Hver ætli skrifstofu og stjórnunarkostnaður íslenskra lífeyrissjóða sé á hvern ríkisborgara samanborið við löndin innan OECD? Hver ætli raunverulegur rekstrarkostnaður lífeyrissjóða sé á hvern sjóðfélaga? Og hvað ætli séu margir lífeyrissjóðir að meðaltali fyrir hverja 360.000 íbúa í löndunum sem við berum okkur saman við? Þeir eru 21 á Íslandi! Allur alþjóðlegur samanburður er marklaus eða í besta falli villandi því kerfin eru misþroskuð, gömul og stór. Staðreyndin situr eftir að þessi ríflega 25 milljarða árlegi kostnaður er viðurkenndur af sjóðunum sjálfum og alveg ljóst að hann er varlega áætlaður og að öllum líkindum miklu miklu hærri. Eiga stjórnir lífeyrissjóðanna betra skilið eins Halldór vill meina? Hvað fóru lífeyrissjóðirnir í mörg dómsmál til að sækja bætur fyrir hönd sjóðfélaga í eftirmálum bankahrunsins? Hvað hafa lífeyrissjóðirnir eða stjórnir þeirra farið í mörg dómsmál frá hruni eða hversu mörg mál hafa verið skoðuð eða kærð vegna vafasamra viðskipta, umboðssvika, tengsla, kynferðislegrar áreitni eða gruns um sviksamlega háttsemi gagnvart hagsmunum okkar sem eigum þessa sjóði? Hversu mörg?? Hvað gerðu stjórnir lífeyrissjóðanna þegar stóru alþjóðlegu endurskoðunarfyrirtækin greiddu skilanefndum föllnu bankanna himinháar skaðabætur fyrir að þegja yfir því að hafa falsað ársreikninga bankanna í aðdraganda hrunsins? Uppgjör sem komu nýlega í ljós. Hvað gerðu stjórnir lífeyrissjóðanna þegar stjórnendur Icelandair (sem var í meirihlutaeigu lífeyrissjóðanna) keyptu verðlausan hlut í Lindarvatni á tæpa tvo milljarða sem flokksgæðingar og aðrir dekurkálfar skiptu bróðurlega á milli sín í gegnum nokkur eignarhaldsfélög? Hvað gerðu stjórnir lífeyrissjóðanna þegar sjálftakan í kringum rekstur tölvukerfis lífeyrissjóðanna ( Init hneykslið ) komst upp? Hvað gerðu stjórnir lífeyrissjóðanna þegar ein grófustu og alvarlegustu umhverfisbrot íslandssögunnar voru framin af stjórnendum Eimskips við förgun skipa? Hvað gerðu lífeyrissjóðirnir þegar upplýsingar komu fram um mögulega misbresti við sölu Bakkavarar árið 2016 og kostuðu lífeyrissjóðina 40 til 60 milljarða við skráningu félagsins á breskan markað? Hvað hafa stjórnir lífeyrissjóðanna sópað mörgum óþægilegum málum undir teppið? Halldóri Benjamín og Viðskiptablaðið geta þakkað stjórnum lífeyrissjóðanna fyrir vel unnin störf en þær hafa reynst fjármálkerfinu og atvinnulífinu mjög mjög vel. Bæði í formi fjármagns þegar vel gengur og aðgerðarleysis þegar illa fer. Og láta sig ekki vanta þegar svara þarf frekum lýðnum, og gera það með sama hroka og yfirlæti og af þeim er ætlast. Gæti ekki verið betra fyrirkomulag. 25 milljarðar í árlegan rekstrarkostnað, sem er varlega áætlað, er ekki mjólkurlaus speni. Og það eru margir sem sjúga fast. Jú það ber vissulega að þakka stjórnum sjóðanna fyrir meðvirknina, þöggunina og aðgerðarleysið þegar kemur að siðleysi, spillingarmálum og sjálftöku í íslensku fjármála og atvinnulífi. Það kemur því ekki á óvart að varðhundar kerfisins glefsi ef einhver opnar á sér munninn og spyr gagnrýnna spurninga. En hvers eiga sjóðfélagar að gjalda? Af hverju hafa sjóðfélagar ekkert um þetta að segja og af hverju er Halldór Benjamín ekki tilbúinn að þiggja boð mitt um að báðir aðilar setji það í hendur sjóðfélaga að kjósa stjórnir sjóðanna? Flestir vita svarið við því. Í því felast engin völd. Sjóðfélagar lífeyrissjóða eiga bera skilið. Höfundur er formaður VR.
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun