WikiLeaks gegn misbeitingu VISA Kristinn Hrafnsson skrifar 21. júní 2012 06:00 Það er nánast útilokað á tímum nútímaviðskipta að komast af án greiðslukorta. Það er metið að þriðjungur allra viðskipta í heiminum sé nú gerður upp rafrænt, hlutfallið vex dag frá degi en bandaríska fyrirtækið VISA hefur ráðandi markaðsstöðu. Lengst af hafa kortafyrirtækin látið að því liggja að þau séu hlutlaus milliliður viðskipta en í desember 2010 felldu þau grímuna og settu WikiLeaks í viðskiptabann. Þetta voru samstilltar aðgerðir VISA, MasterCard, Bank of America, Western Union og PayPal. Með þessari aðgerð þurrkaðist nánast upp tekjulind WikiLeaks sem hafði alfarið verið rekið með frjálsum framlögum hundruð þúsunda einstaklinga um allan heim. Þetta var í fyrsta sinn sem kortafyrirtækin reiddu til höggs með þessum hætti og gerðust dómarar og böðlar gegn samtökum sem hafa hvergi í heiminum verið lögsótt, þrátt fyrir digurbarkaleg ummæli. Þetta er í fyrsta sinn sem samtök sem berjast fyrir gagnsæi og heilbrigðu lýðræði með birtingu upplýsinga á grundvelli grunngilda blaðamennskunnar verða fyrir barðinu á ægivaldi þessara fjármálastofnana. Engum getur dulist að pólitískur þrýstingur býr að baki og með þessum aðgerðum sjáum við tilraun til einkavæðingar ritskoðunar. Málið hefur víðtæka tilvísun og hefur gerræðið enda sætt gagnrýni Amnesty International, það sama hefur talsmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum gert sem og utanríkisráðherrar aðildarríkja Evrópuráðsins. Ef þessu er ekki hrundið hefur skapast fordæmi og þá er endirinn ekki ljós. Munu kortafyrirtækin straffa Amnesty eða Greenpeace? Munu þau ákveða að loka á einstaka fjölmiðla sem selja innihald sitt á netinu? Undirliggjandi er einnig sú alvarlega spurning hvort kortafyrirtækin geti tekið sér það vald að hindra hvern og einn einstakling í að styðja málstað með fjárframlagi. Í heimi alvalds plastkortanna er þetta aðför að tjáningarfrelsinu. VISA telur í lagi að þú styðjir Ku Klux Klan eða hægri öfgasamtök sem Andreas Breivik var í nánu samstarfi við. Þú getur notað kortið þitt til að kaupa riffil sömu gerðar og hann notaði í sínu viðurstyggilega ódæðisverki í Útey. VISA er heldur ekki að amast við því að kortin þeirra séu notuð til klámkaupa á netinu. VISA hefur hins vegar ákveðið að þú megir ekki nota kortið þitt til að styðja við bakið á WikiLeaks. Samtökin hafa undirbúið málssóknir gegn þessari aðför víða um heim auk þess sem á næstu vikum er að vænta niðurstöðu í kvörtun til Samkeppnisstofnunar Evrópusambandsins en VISA og MasterCard hafa sameiginlega yfir 95% markaðshlutdeild í Evrópu. Fyrsta dómsmálið sem fer í málflutning verður flutt í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þar er samstarfsaðili WikiLeaks á Íslandi, fyrirtækið DataCell að stefna Valitor. DataCell er gagnahýsingar- og þjónustufyrirtæki sem sá um að taka á móti stuðningsframlögum fyrir WikiLeaks. Félagið gerði samning við Valitor í fyrra og í kjölfarið var greiðslugáttin opnuð í nokkrar klukkustundir áður en henni var skellt aftur án nokkurra fullnægjandi skýringa. Í dómssal er lögð fram sú einfalda krafa að Valitor standi við gerða samninga. Undirliggjandi er þó grundvallarspurning um mannréttindi og tjáningarfrelsi. Niðurstaðan verður bautasteinn í baráttunni fyrir þá sem telja ótækt að örfá fjármálafyrirtæki, með VISA í broddi fylkingar, taki sér það ofurvald að ráða örlögum fyrirtækja eða félagasamtaka sem reiða sig á styrktarframlög. Ég ber þá von í brjósti að geta vísað til dómsniðurstöðu í minni heimabyggð þar sem réttlætið nái fram að ganga. Það yrði við hæfi að slík skilaboð kæmu frá landi sem hefur séð framan í skefjalausa misbeitingu valds af hálfu fjármálastofnana. Víða um heim verður horft til Hérðasdóms Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Það er nánast útilokað á tímum nútímaviðskipta að komast af án greiðslukorta. Það er metið að þriðjungur allra viðskipta í heiminum sé nú gerður upp rafrænt, hlutfallið vex dag frá degi en bandaríska fyrirtækið VISA hefur ráðandi markaðsstöðu. Lengst af hafa kortafyrirtækin látið að því liggja að þau séu hlutlaus milliliður viðskipta en í desember 2010 felldu þau grímuna og settu WikiLeaks í viðskiptabann. Þetta voru samstilltar aðgerðir VISA, MasterCard, Bank of America, Western Union og PayPal. Með þessari aðgerð þurrkaðist nánast upp tekjulind WikiLeaks sem hafði alfarið verið rekið með frjálsum framlögum hundruð þúsunda einstaklinga um allan heim. Þetta var í fyrsta sinn sem kortafyrirtækin reiddu til höggs með þessum hætti og gerðust dómarar og böðlar gegn samtökum sem hafa hvergi í heiminum verið lögsótt, þrátt fyrir digurbarkaleg ummæli. Þetta er í fyrsta sinn sem samtök sem berjast fyrir gagnsæi og heilbrigðu lýðræði með birtingu upplýsinga á grundvelli grunngilda blaðamennskunnar verða fyrir barðinu á ægivaldi þessara fjármálastofnana. Engum getur dulist að pólitískur þrýstingur býr að baki og með þessum aðgerðum sjáum við tilraun til einkavæðingar ritskoðunar. Málið hefur víðtæka tilvísun og hefur gerræðið enda sætt gagnrýni Amnesty International, það sama hefur talsmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum gert sem og utanríkisráðherrar aðildarríkja Evrópuráðsins. Ef þessu er ekki hrundið hefur skapast fordæmi og þá er endirinn ekki ljós. Munu kortafyrirtækin straffa Amnesty eða Greenpeace? Munu þau ákveða að loka á einstaka fjölmiðla sem selja innihald sitt á netinu? Undirliggjandi er einnig sú alvarlega spurning hvort kortafyrirtækin geti tekið sér það vald að hindra hvern og einn einstakling í að styðja málstað með fjárframlagi. Í heimi alvalds plastkortanna er þetta aðför að tjáningarfrelsinu. VISA telur í lagi að þú styðjir Ku Klux Klan eða hægri öfgasamtök sem Andreas Breivik var í nánu samstarfi við. Þú getur notað kortið þitt til að kaupa riffil sömu gerðar og hann notaði í sínu viðurstyggilega ódæðisverki í Útey. VISA er heldur ekki að amast við því að kortin þeirra séu notuð til klámkaupa á netinu. VISA hefur hins vegar ákveðið að þú megir ekki nota kortið þitt til að styðja við bakið á WikiLeaks. Samtökin hafa undirbúið málssóknir gegn þessari aðför víða um heim auk þess sem á næstu vikum er að vænta niðurstöðu í kvörtun til Samkeppnisstofnunar Evrópusambandsins en VISA og MasterCard hafa sameiginlega yfir 95% markaðshlutdeild í Evrópu. Fyrsta dómsmálið sem fer í málflutning verður flutt í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þar er samstarfsaðili WikiLeaks á Íslandi, fyrirtækið DataCell að stefna Valitor. DataCell er gagnahýsingar- og þjónustufyrirtæki sem sá um að taka á móti stuðningsframlögum fyrir WikiLeaks. Félagið gerði samning við Valitor í fyrra og í kjölfarið var greiðslugáttin opnuð í nokkrar klukkustundir áður en henni var skellt aftur án nokkurra fullnægjandi skýringa. Í dómssal er lögð fram sú einfalda krafa að Valitor standi við gerða samninga. Undirliggjandi er þó grundvallarspurning um mannréttindi og tjáningarfrelsi. Niðurstaðan verður bautasteinn í baráttunni fyrir þá sem telja ótækt að örfá fjármálafyrirtæki, með VISA í broddi fylkingar, taki sér það ofurvald að ráða örlögum fyrirtækja eða félagasamtaka sem reiða sig á styrktarframlög. Ég ber þá von í brjósti að geta vísað til dómsniðurstöðu í minni heimabyggð þar sem réttlætið nái fram að ganga. Það yrði við hæfi að slík skilaboð kæmu frá landi sem hefur séð framan í skefjalausa misbeitingu valds af hálfu fjármálastofnana. Víða um heim verður horft til Hérðasdóms Reykjavíkur.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar