Stuðningsgrein: Vegmóð þjóð á tímamótum Björg Björnsdóttir skrifar 25. júní 2012 18:00 Mér finnst ég vegmóð. Nú þegar nær fjögur ár eru liðin frá hruni, er ég beinlínis farin að þrá að sjá fyrir endann á þessari kreppu. En það merkilega er að það er ekki hin fjárhagslega kreppa sem þjakar mig hvað mest; ég get hreinlega ekki kvartað þó harðnað hafi á dalnum, í ljósi aðstæðna. Nei, það er miklu frekar þessi andlega kreppa , sem mér þykir hrjá okkur öll. Hún þreytir mig mest. Það er eins og þetta hrun hafi að einhverju leyti leitt í ljós andlega örbirgð okkar. Við virðumst ekki geta talað saman á rökrænan hátt, af yfirvegun og skynsemi. Bloggheimar loga af athugasemdum sem mér dettur ekki í hug að ætla að við myndum láta út úr okkur í raunheimum, fréttatímarnir eru fullir af argaþrasi og illindum, ábyrgðarleysi er yfirgnæfandi og fremstir í flokki í þessu öllu saman fara pólítískir pótintátar, gamlir og nýir, sem virðast ekki í nokkru sambandi við þreytta þjóð. Vegmóða þjóð. Það væri jafnvel hægt að tala um vígamóða þjóð. Ég er svo heppin að hafa átt afa sem alla sína ævi, á meðan hann gat, hélt dagbók. Vorið 2009 sökkti ég mér niður í nokkrar bóka hans, einkum frá þeim árum þegar þau amma voru nýgift að koma undir sig fótunum. Þetta er mögnuð lesning; það er svo undarlega stutt síðan aðstæður voru hér allar aðrar. Móðir mín ólst til að mynda upp í torfbæ, hún var 12 ára þegar afi dreif upp vatnssalernið, það fyrsta í sveitinni. Það sem situr eftir hjá mér, við lestur dagbóka afa, er hugrekkið og heiðarleikinn, framsýnin og þráin eftir góðu lífi undir norðurljósa bjarmabandi. Því einhvern veginn, mitt í öllu góðærinu, virðumst við hafa misst sjónar á öllum þeim óendanlegu gæðum sem við höfum, á því hversu ótrúlega langt við höfum náð sem þjóð á stuttum tíma, og þá er mér ekki efst í huga nýliðin útrás, á því sem skapar okkur gott og innihaldsríkt líf, á því sem sameinar okkur. Mig langar að rétta úr mér, draga strik í sandinn og horfa fram á veginn, reynslunni ríkari. Ég vil ekki láta telja mér trú að ég þurfi að óttast framtíðina, að ég þurfi að vera hrædd við samborgara mína. Við eigum þvert á móti að ganga saman, djörf og sterk, til móts við komandi tíma, laus úr viðjum misgáfulegra ákvarðana fortíðarinnar. Já og glöð. Það er allt í lagi að vera glaður. Fyrsta skrefið á þeirri leið er að nýta kosningaréttinn laugardaginn 30. júní og hafa hugrekki til að velja nýja og bjarta forystu á Bessastaði. Ég mun gefa Þóru Arnórsdóttur atkvæði mitt. Hún, og við, erum framtíðin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Mér finnst ég vegmóð. Nú þegar nær fjögur ár eru liðin frá hruni, er ég beinlínis farin að þrá að sjá fyrir endann á þessari kreppu. En það merkilega er að það er ekki hin fjárhagslega kreppa sem þjakar mig hvað mest; ég get hreinlega ekki kvartað þó harðnað hafi á dalnum, í ljósi aðstæðna. Nei, það er miklu frekar þessi andlega kreppa , sem mér þykir hrjá okkur öll. Hún þreytir mig mest. Það er eins og þetta hrun hafi að einhverju leyti leitt í ljós andlega örbirgð okkar. Við virðumst ekki geta talað saman á rökrænan hátt, af yfirvegun og skynsemi. Bloggheimar loga af athugasemdum sem mér dettur ekki í hug að ætla að við myndum láta út úr okkur í raunheimum, fréttatímarnir eru fullir af argaþrasi og illindum, ábyrgðarleysi er yfirgnæfandi og fremstir í flokki í þessu öllu saman fara pólítískir pótintátar, gamlir og nýir, sem virðast ekki í nokkru sambandi við þreytta þjóð. Vegmóða þjóð. Það væri jafnvel hægt að tala um vígamóða þjóð. Ég er svo heppin að hafa átt afa sem alla sína ævi, á meðan hann gat, hélt dagbók. Vorið 2009 sökkti ég mér niður í nokkrar bóka hans, einkum frá þeim árum þegar þau amma voru nýgift að koma undir sig fótunum. Þetta er mögnuð lesning; það er svo undarlega stutt síðan aðstæður voru hér allar aðrar. Móðir mín ólst til að mynda upp í torfbæ, hún var 12 ára þegar afi dreif upp vatnssalernið, það fyrsta í sveitinni. Það sem situr eftir hjá mér, við lestur dagbóka afa, er hugrekkið og heiðarleikinn, framsýnin og þráin eftir góðu lífi undir norðurljósa bjarmabandi. Því einhvern veginn, mitt í öllu góðærinu, virðumst við hafa misst sjónar á öllum þeim óendanlegu gæðum sem við höfum, á því hversu ótrúlega langt við höfum náð sem þjóð á stuttum tíma, og þá er mér ekki efst í huga nýliðin útrás, á því sem skapar okkur gott og innihaldsríkt líf, á því sem sameinar okkur. Mig langar að rétta úr mér, draga strik í sandinn og horfa fram á veginn, reynslunni ríkari. Ég vil ekki láta telja mér trú að ég þurfi að óttast framtíðina, að ég þurfi að vera hrædd við samborgara mína. Við eigum þvert á móti að ganga saman, djörf og sterk, til móts við komandi tíma, laus úr viðjum misgáfulegra ákvarðana fortíðarinnar. Já og glöð. Það er allt í lagi að vera glaður. Fyrsta skrefið á þeirri leið er að nýta kosningaréttinn laugardaginn 30. júní og hafa hugrekki til að velja nýja og bjarta forystu á Bessastaði. Ég mun gefa Þóru Arnórsdóttur atkvæði mitt. Hún, og við, erum framtíðin.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun