Stuðningsgrein: Atkvæði mitt fær Andrea Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 26. júní 2012 14:00 Þegar forsetaframboðin ber á góma koma iðullega upp sömu tuggurnar. Við þurfum forseta með reynslu og allt að því barnalegt sé að kjósa framboð sem ekki eru líkleg til árangurs, því sé best að velja á milli þeirra sem líklegir eru til að vinna. Ég hef velt þessu svolítið fyrir mér og heimfært þetta á ríkjandi pólitísk öfl í landinu. Ef við værum að ganga til Alþingiskosninga og ég færi með þann þankagang í kjörklefann væru valkostirnir ekki margir né ýkja áhugaverðir þ.e. valið stæði á milli Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar. Vinstri grænir eða Framsókn væru svo villta kortið í stöðunni og ný framboð eða viðlíka ferskleiki kæmust ekki á blað vegna reynsluleysis því fyrirfram útilokað væri að þau næðu meirihluta. Stór partur af vanda þjóðarinnar er sú hugsun að kjósa á milli kvalara sinna eins og skoðanakannanir gefa sterklega til kynna. Þó þær séu oftast settar fram með eins villandi hætti og hugsast getur þá hafa þær alltaf áhrif á þá sem eru óákveðnir. Ég ætla ekki að gera lítið úr öðrum frambjóðendum því allir hafa málstað að verja eða bakland að þjóna. Ég get samt ekki annað sagt en að mér finnst óþægilegt að sjá fólk breytast í fasi, málfari, klæðarburði og hárgreiðslu við það eitt að vilja þjóna þjóðinni, eins og að keppnin standi um flottustu grímuna. Þessi pistill er í sjálfu sér ekki sérstakar hugleiðingar mínar um hvað ég ætla eða ætti að kjósa heldur stutt greinargerð með atkvæði mínu sem ég er löngu búin að úthluta. Atkvæði mitt fær Andrea. Hún fær ekki atkvæði mitt af því hún er kona eða fór í forsetaframbjóðendabúðina og keypti sér lágstemmdu draktina í lágstemmdu alþýðulitunum. Hún fær atkvæði mitt af þeirri einföldu átæðu að hún hefur haldið uppi málsvörn fyrir heimilin í landinu á óeigingjarnan og málefnalegan hátt án þess að láta lýðskrum þeirra sem verja kerfisvilluna og misskiptingu lífsgæða trufla sig. Hún á svo sannarlega ekki mikla möguleika miðað við skoðanakannanir en mér er nákvæmlega sama. Einhverjir gætu talið mig alveg eins geta skilað auðu en svo er alls ekki. Þetta er einfaldlega spurning um hugarfar. Ef við viljum breyta einhverju í fársjúku samfélagi þá byrja breytingarnar hjá okkur sjálfum og þær byrja á því að taka afstöðu gegn hræðslunni við breytingar og taka afstöðu með fólki sem þorir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Ragnar Þór Ingólfsson Mest lesið Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Eru 4.300 íbúar Kópavogs hunsaðir? Eva Sjöfn Helgadóttir Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Ísland eftir 100 ár Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Sjá meira
Þegar forsetaframboðin ber á góma koma iðullega upp sömu tuggurnar. Við þurfum forseta með reynslu og allt að því barnalegt sé að kjósa framboð sem ekki eru líkleg til árangurs, því sé best að velja á milli þeirra sem líklegir eru til að vinna. Ég hef velt þessu svolítið fyrir mér og heimfært þetta á ríkjandi pólitísk öfl í landinu. Ef við værum að ganga til Alþingiskosninga og ég færi með þann þankagang í kjörklefann væru valkostirnir ekki margir né ýkja áhugaverðir þ.e. valið stæði á milli Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar. Vinstri grænir eða Framsókn væru svo villta kortið í stöðunni og ný framboð eða viðlíka ferskleiki kæmust ekki á blað vegna reynsluleysis því fyrirfram útilokað væri að þau næðu meirihluta. Stór partur af vanda þjóðarinnar er sú hugsun að kjósa á milli kvalara sinna eins og skoðanakannanir gefa sterklega til kynna. Þó þær séu oftast settar fram með eins villandi hætti og hugsast getur þá hafa þær alltaf áhrif á þá sem eru óákveðnir. Ég ætla ekki að gera lítið úr öðrum frambjóðendum því allir hafa málstað að verja eða bakland að þjóna. Ég get samt ekki annað sagt en að mér finnst óþægilegt að sjá fólk breytast í fasi, málfari, klæðarburði og hárgreiðslu við það eitt að vilja þjóna þjóðinni, eins og að keppnin standi um flottustu grímuna. Þessi pistill er í sjálfu sér ekki sérstakar hugleiðingar mínar um hvað ég ætla eða ætti að kjósa heldur stutt greinargerð með atkvæði mínu sem ég er löngu búin að úthluta. Atkvæði mitt fær Andrea. Hún fær ekki atkvæði mitt af því hún er kona eða fór í forsetaframbjóðendabúðina og keypti sér lágstemmdu draktina í lágstemmdu alþýðulitunum. Hún fær atkvæði mitt af þeirri einföldu átæðu að hún hefur haldið uppi málsvörn fyrir heimilin í landinu á óeigingjarnan og málefnalegan hátt án þess að láta lýðskrum þeirra sem verja kerfisvilluna og misskiptingu lífsgæða trufla sig. Hún á svo sannarlega ekki mikla möguleika miðað við skoðanakannanir en mér er nákvæmlega sama. Einhverjir gætu talið mig alveg eins geta skilað auðu en svo er alls ekki. Þetta er einfaldlega spurning um hugarfar. Ef við viljum breyta einhverju í fársjúku samfélagi þá byrja breytingarnar hjá okkur sjálfum og þær byrja á því að taka afstöðu gegn hræðslunni við breytingar og taka afstöðu með fólki sem þorir.
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun