Fleiri fréttir

Skráar­gatið – ein­falt að velja hollara

Hólmfríður Þorgeirsdóttir og óhanna Eyrún Torfadóttir skrifa

Samnorræna matvælamerkið Skráargatið var tekið upp hér á landi í lok árs 2013 sem liður í því að stuðla að bættu mataræði þjóðarinnar og þar með minnka líkur á langvinnum sjúkdómum síðar meir.

Fréttir af ó­tíma­bærum dauða lausa­göngu bú­fjár stór­lega ýktar!

Trausti Hjálmarsson skrifar

Í áliti umboðsmanns Alþingis frá 11. október 2022 (mál nr. 11167/2021) var fjallað um leiðbeiningar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins frá 2. júní 2021 í máli nr. SRN20070003 í tilefni af kvörtun A yfir stjórnsýslu sveitarfélags í tengslum við beiðni hans um smölun ágangsfjár á jörð hans. Í leiðbeiningunum kom fram sú afstaða að ákvæði í lögum um búfjárhald gengju framar eldri ákvæðum laga um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. Athugun umboðsmanns var einungis afmörkuð við hvort framangreind afstaða samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis samrýmdist lögum. Það var niðurstaða umboðsmanns að túlkun samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins stæðist ekki.

Ég býð mig fram til áframhaldandi forystu í VR

Ragnar Þór Ingólfsson skrifar

Sú kjaralota sem við stöndum í nú verður sú mikilvægasta í áratugi. Vanda þarf til verka og mun reynsla og staðfesta skipta öllu máli ef ekki á illa að fara. Í eftirmálum hrunsins var verkalýðshreyfingin samofin valdablokk stjórnmálanna.

10 ár frá lögfestingu Barnasáttmálans

Þóra Jónsdóttir skrifar

13. mars 2023 eru liðin 10 ár frá því að Barnasáttmálinn varð að lögum á Íslandi. Til hamingju kæru börn og við öll, með 10 ára afmæli lögfestingarinnar!

Er reið­hjólið klárt?

Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar

Daginn er tekinn að lengja og fleiri birtustundir færa okkur yl í hjartað. Birtan bræðir ísinn og færðin verður betri, þó enn megi gera ráð fyrir stöku svikavori.

Rykið dustað af gömlum ESB greinum

Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Ég hef lúmskt gaman af því þegar ESB-sinnar koma aðild að sambandinu í umræðuna við og við. Ég get enda iðulega dustað rykið af gömlum greinum og ræðum til að svara endurteknum málflutningi þeirra. Ef til vill ætti ég þó ekki að gefa það upp í fyrirsögninni.

Sveitarfélög í samkeppnisrekstri og árið er 2023

Theodóra S. Þorsteinsdóttir og Sara Dögg Svanhildardóttir skrifa

Síðustu ár hafa ítrekað komið upp tilvik þar sem málefni byggðasamlaga höfuðborgarsvæðisins hafa verið til umræðu. Vissulega hafa verkefni þeirra oft verið krefjandi en alvarlegir ágallar er varða umgjörð þeirra og verkefni hafa verið umræðuefni í a.m.k. rúman áratug.

Nauðsyn en ekki forréttindi

Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar

Að búa við fátækt er eitthvað sem við óskum engum. Öll höfum við ólíka sýn á hvað við teljum vera forréttindi í okkar daglega lífi.

Gamli bærinn minn í nýju sveitar­fé­lagi

Magnús Guðmundsson,Sigfinnur Mikaelsson og Benedikta Svavarsdóttir skrifa

Nú hefur Sigurður Ingi Jóhannsson staðfest Strandsvæðaskipulag Austfjarða með bros á vör.Athugasemdum þurfti að skila inn fyrir 15. sept. 2022. Níutíu og átta athugasemdir bárust, flestar varðandi Seyðisfjörð.

Öldunga­ráð VR fyrir eldri borgara sem við verðum öll

Sigurður Sigfússon. skrifar

Ég hef átt því láni að fagna að vera fulltrúi í stjórn VR frá árinu 2000. Á þeim tíma hafa 6 formenn verið starfandi og ég hef unnið með þeim öllum af bestu getu.Áherslur mínar í gegnum árin hafa ávallt verið að launakjör séu í samræmi við þá framleiðniaukningu sem starfsmenn leggja til með vinnuframlagi sínu.

Af hverju býð ég mig fram til formanns VR

Elva Hrönn Hjartardóttir skrifar

Öflug og samstillt verkalýðshreyfing getur stuðlað að miklum kjarabótum og öðrum samfélagslegum breytingum sem hafa jákvæðar afleiðingar fyrir launafólk. Við höfum séð mátt hennar í gegnum tíðina og oftar en ekki hefur VR verið þar í fararbroddi. Þannig á það að vera, en til þess þarf að tryggja að félagið beiti sér fyrir hagsmunum félagsfólks á breiðum grundvelli, með þann fjölbreytileika sem ríkir innan félagsins að leiðarljósi.

Hvar eru útverðir mannréttindanna?

Arnar Þór Jónsson skrifar

,,Ópið var í veðurkortunum" segir aftan á sunnudagsblaði Moggans. En er Ópið ekki líka í laugardagsblaðinu? Ef raðað er saman púslum úr því blaði birtist hrollvekjandi heildarmynd.

Hækkun leigu og íbúðaverðs í boði ríkisvaldsins

Ólafur Ísleifsson skrifar

Húsnæði fyrir flóttafólk er nánast uppurið eins og rakið hefur verið í fréttum. Í frétt Ríkisútvarpsins 4. mars sl. er haft eftir Gylfa Þór Þorsteinssyni, aðgerðastjóra móttöku flóttafólks, að gistiúrræði fyrir flóttafólk hér á landi verði fullt í þessari viku ef fram heldur sem horfir. Hann segir þörf á húsnæði sem geti rúmað tuttugu manns og upp úr.

Hvað þýðir Þjóðarsátt?

Ragnar Þór Ingólfsson skrifar

Í liðnum Alþingiskosningum og þeim þarsíðustu, og öllum þar á undan, kepptust stjórnmálaflokkarnir um hylli kjósenda með gylliboðum um sátt og aðgerðir í flestum málaflokkum, sem brenna á þjóðinni hverju sinni.

Hvenær hefur maður samræði við barn?

Gísli Rafn Ólafsson skrifar

„Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann?“ spurði Jón Hreggviðsson eftirminnilega í skáldsögunni Íslandsklukkan. Svarið við þessari spurningu má reyndar finna kyrfilega skilgreint í 23. kafla hegningarlaga.

Sam­eigin­leg veg­ferð Evrópu

Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar

Þjóðir heims hafa sett sér markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Íslendingar hafa í samfloti með öðrum þjóðum í Evrópu sett sér metnaðarfull markmið um samdrátt í losun. Markmið þjóða heims eru fjölþætt en stór hluti þeirra snýr að orkuskiptum, að hætta notkun jarðefnaeldsneytis og notast á endanum aðeins við orku úr endurnýjanlegum auðlindum.

Refsum at­vinnu­rek­endum sem brjóta sannan­lega á starfs­fólki sínu

Gabríel Benjamin skrifar

Á Íslandi er staðan sú að atvinnurekendur sem brjóta á starfsfólki sínu þurfa ekki greiða neina sekt fyrir það. Jafnvel ef stéttarfélag starfsfólksins blandar sér í málið, og hægt er að sanna að um miskunnarlausan launaþjófnað sé að ræða, þarf atvinnurekandinn ekki að greiða neitt umfram vangoldnu launin og það án dráttarvaxta.

Það er svo sannar­lega kominn tími til að tengja

Nils Gústavsson skrifar

Við hjá Landsneti erum sett í einkennilega stöðu þessa dagana. Við sækjum um framkvæmdaleyfi hjá stjórnvaldi, sem er Sveitarfélagið Vogar og í stað þess að fá efnislega og hlutlæga meðferð á leyfisumsókninni, þá er umræðan farin að snúast um allt aðra hluti en eru í umsókninni.

Skordýraeitur með nammibragði

Lára G. Sigurðardóttir skrifar

„Hvergi ódýrara en hjá okkur!“ „Virkilega gott mangó, lime og chilli bragð.“ „Ótrúlega gott piparmyntu bragð sem þú verður að prófa.“ „Afsláttur af öllum vörum og frí sending.“ „S… er ekki nútímamaður - hann er framtíðarmaður. Tækniframfarir hafa gert honum kleift að auka þægindi þín enn frekar. Ekki festast í fortíðinni.“

Bönnum loðdýrahald

Björn M. Sigurjónsson skrifar

Á Íslandi eru 9 minkabú með um 16.000 læðum, og hefur fækkað úr rúmum 300 þegar mest var. Um 30 manns starfa á þessum minkabúum skv. upplýsingum Hagstofunnar 2022. Ástæða þessarrar fækkunar minkabúa eru verðsveiflur á skinnaverðum á erlendum mörkuðum og því hefur afkoma minkaeldis rokkað milli hagnaðar og taps.

Í hvaða höndum endar VR

Arnþór Sigurðsson skrifar

Eftir kynni mín af Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR hefur hann vaxið í mínum augum sem einstaklingur. Hann er ekki bara mikill baráttumaður fyrir réttlæti í samfélaginu okkar heldur er hann mjög viðkunnanlegur einstaklingur. Hann er laus við allan hroka og yfirgang og maður sátta.

Fjöl­breyti­leiki regn­bogans

Birna Guðný Björnsdóttir skrifar

Ég hef verið kölluð ýmsum ljótum nöfnum síðan ég tók upp á því að skrifa greinar og birta þær í skoðunarhorni Vísis. Allt af fólki sem þekkir mig ekki neitt en hefur samt leyft sér að mynda sér skoðanir á mér í tvívídd.

„Hvað svo?“ – Nám í þjóð­fræði

Þórunn Valdís Þórsdóttir skrifar

Nú þegar Háskóladagurinn er nýbúinn eru líklega mörg að velta fyrir sér að fara í nám og skoða hvað er í boði. Þegar ég lauk framhaldsskóla fékk ég oft spurninguna hvað ég ætlaði svo að gera næst. Oft fannst mér ætlast til þess að næsta skref væri háskólanám, þar sem ég þyrfti að velja námið út frá því hvað ég ætlaði svo að verða.

Það má hlæja að pöbbum en..

Lúðvík Júlíusson skrifar

Ég las frábæran brandara um pabba sem var í stökustu vandræðum með barnið sitt og átti meira að segja í vandræðum með að muna nafnið á því. Mér fannst þetta góður brandari, ég hló og ég sagði öðrum frá þessum brandara. Það sem gerði brandarann enn betri var að á leiðinni í vinnuna þennan dag þá ók ég fram hjá pabba með barnavagn á íðnaðarsvæði sem virtist mjög áttavilltur, vægast sagt.

Þess vegna þarf nýja forystu í VR

Arnar Guðmundsson skrifar

Samstaða samtaka launafólks í komandi kjarasamningagerð, í stað innbyrðis átaka, skiptir okkur öll máli af þremur megin ástæðum. Í fyrsta lagi af því einungis þannig næst raunverulegur árangur í að bæta kjör og réttindi þeirra sem veikast standa á vinnumarkaði.

Rottu­eldi og fjár­mála­af­urðir

Árni Már Jensson skrifar

Þegar frönsku nýlenduherrarnir réðu yfir Hanoi í Vietnam á nítjándu öld, var rottuplága allsráðandi. Í viðleitninni til að stemma stigu við plágunni voru samþykkt lög um að yfirvöld greiddu þóknun fyrir hverja dauða rottu sem almenningur skilaði inn. Lögin höfðu mikil áhrif á rottuveiðara sem skiluðu inn heilu vagnhlössunum.

Hvernig kennara þurfum við?

Birgir U. Ásgeirsson skrifar

Börnin okkar alast upp í öðru samfélagi en við gerðum. Á uppvaxtarárunum skipa skólar veigamikinn sess. Markmið leik-, grunn- og framhaldsskóla er að veita börnum og nemendum menntun og umönnun, búa þeim hollt og hvetjandi námsumhverfi, stuðla að alhliða þroska þeirra og virkri þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun.

Óli Björn boðar óbreytt ástand

Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar

Aukinn ójöfnuður og neyðarástand á húsnæðismarkaði fer ekki framhjá neinum. Með þetta í huga er áhugavert að lesa hvaða lausnir Óli Björn Kárason hefur á vandanum í nýlegri grein1. Lausnir Óla virðast ekki vera aðrar en óbreytt ástand.

Er glasið hálf tómt eða hálf fullt?

Arnar Sigurðsson skrifar

Líklega er starf dómsdagsspámanna það vanþakklátasta sem til er. Ekki nóg með að slíkir hafi rangt fyrir sér á hverjum degi heldur verður engin til staðar til að þakka fyrir bölsýnina þegar dómsdagur loks rennur upp.

Ragnar Þór Ingólfsson er baráttumaður og hann er okkar maður

Helga Ingólfsdóttir skrifar

Frá árinu 2017 hefur Ragnar Þór Ingólfsson verið formaður VR. Öll árin hefur gustað hressilega um Ragnar Þór í jákvæðri merkingu þess orðs en maðurinn er einfaldlega margra manna maki þegar kemur að því að vinna að baráttumálum félagsfólks og samfélagsins okkar. VR undir hans forystu hefur beitt sér fyrir fjölbreyttri fræðslu til félagsmanna, stutt við ýmis hagsmunasamtök og staðið reglulega fyrir ýmsum átaksverkefnum um fjölbreytt hagsmunamál á liðnum árum.

Kröfur KSÍ og bol­magn sveitar­fé­laga

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar

Svo virðist sem sveitarstjórnarfólk sé að vakna upp af værum blundi gagnvart þeim ákvörðunum sem teknar eru af aðildarfélögum KSÍ á ársþingum. Þær ákvarðanir hafa bein áhrif á fjárhag sveitarfélaga, því uppbygging mannvirkjana er iðulega á hendi sveitarfélaga sem og rekstur. Þessar ákvarðanir eru teknar án nokkurrar aðkomu sveitarfélaga.

Að anda í bréf­poka

Sigmar Guðmundsson skrifar

Krónuhelsið er ekki lögmál. Íslenskur almenningur á ekki að þurfa að fara með æðruleysisbænina á hverjum vaxtaákvörðunardegi Seðlabankans. Enn síður eigum við það skilið að þurfa að anda í bréfpoka í hvert sinn sem við borgum fyrir matarkörfuna í Krónunni. Og síðast af öllu þurfum við stjórnmálamenn sem eru svo vanmáttugir gagnvart þessu að þeir kjósa meðvitað að viðurkenna ekki vandann.

Kennarinn er ekki lengur upp­fræðarinn með bókina!

Kristín Cardew skrifar

Í nútíma þjóðfélagi hnattvæðingar og tækniþróunar, þar sem nálgast má allar upplýsingar, þekkingu og afþreyingu með einum smelli, hafa kröfur á kennara breyst. Þetta verða þeir varir við daglega og margir hverjir troða marvaða til að haldast á floti, en starfslýsingar kennara hafa lítið breyst og aðlögun að nýjum áherslum og starfsháttum ekki verið kynntar.

Heilbrigðismál í Suðurnesjabæ

Anton Guðmundsson skrifar

Í Suðurnesjabæ eru byggðakjarnarnir Sandgerði og Garður. Á árum áður voru heilsugæslustöðvar á báðum stöðum en þeim var lokað. Bæjaryfirvöld hafa unnið að málinu í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og einnig hafa átt sér stað samtöl við heilbrigðisráðherra og þingmenn kjördæmisins.

Hús­næðis­markaðurinn, Fram­sókn og Hafnar­fjörður

Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar

Þegar hægri höndin veit ekki hvað sú vinstri gerir er það til marks um ráða- og stefnuleysi. Þessi orð leituðu á mig þegar ég las grein Ágústs Bjarna Garðarssonar, þingsmanns Framsóknarflokksins og fyrrum bæjarfulltrúa í Hafnarfirði, á Vísi fyrr í vikunni. 

Milljón íbúða verkefnið

Ragnar Þór Ingólfsson skrifar

Besta vopnið gegn verðbólgu og háum vöxtum er langtíma stöðugleiki á húsnæðismarkaði.

VR-ingar þurfa ábyrgan formann

Ingibjörg Ósk Birgisdóttir skrifar

Nú er formannskjör hafið í VR eins og kunnugt er. Sitjandi formaður sækist enn og aftur eftir endurkjöri þó að erindi hans í formannsstólinn sé satt að segja ekki mjög ljóst. Áhugasvið formannsins er þröngt og beinist nær eingöngu að húsnæðismálum og lífeyrissjóðsmálum. Enda þótt bráðar úrlausnir á húsnæðismarkaði séu sannarlega mjög brýnt verkefni þá þarf formaður í svo stóru stéttarfélagi eins og VR líka að gefa gaum að mörgu fleira.

Blómstrandi barnamenning

Katrín Jakobsdóttir og Lilja Alfreðsdóttir skrifa

Barnamenning hefur verið með miklum blóma hér á landi á undanförnum árum. Til stendur að gera enn betur á því sviði með þingsályktunartillögu um eflingu barnamenningar sem nú liggur fyrir Alþingi.

Logið um trans fólk

Daníel E. Arnarsson skrifar

Hinsegin fólk á Íslandi finnur fyrir aukinni andúð í sinn garð. Tilveruréttur einstakra hópa innan okkar raða er sífellt dreginn í efa á opinberum og óopinberum vettvangi, gelt er á hinsegin fólk á götum úti, hinsegin fólk fær hatursskilaboð í gegnum samfélagsmiðla og nýnasistar skilja eftir skilaboð á veggjum um allt land.

K64 – ný fram­tíðar­sýn fyrir Suður­nesin

Pálmi Freyr Randversson skrifar

Suðurnesin eru einstakur staður með einstök tækifæri til uppbyggingar íbúum svæðisins og Íslendingum öllum til heilla. Nálægðin við langstærsta farþega- og fraktflugvöll landsins, fyrsta flokks hafnaraðstaða, aðgengi að grænni orku og fjölbreytt og fjölmennt samfélag dugmikils fólks skapar möguleika sem ekki eru til annars staðar.

Racial Stereotypes in the Icelandic Opera

Daniel Roh skrifar

The state-funded Icelandic Opera has staged a production of “Madama Butterfly” from March 4- March 26. Written and composed by Puccini in 1904, this work centers around the relationship between a white US Naval officer and a 15-year old Japanese girl that he impregnates.

Ekki humma fram af þér heilsuna

Valgerður Sigurðardóttir skrifar

Flestir þekkja frestunaráráttuna, tilfinninguna að vilja ýta á undan sér einhverju verkefni sem manni hugnast ekki að sinna. Skila einhverju af sér á síðustu stundu og kannski ekki í þeim gæðaflokki sem maður hefði viljað. Að fresta einhverju og fresta því svo aftur, og finna kvíðann magnast þangað til að það er orðið óumflýjanlegt að ljúka verkinu.

Þjóðarsátt um okurvexti?

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Flestar þjóðir glíma nú við verðbólgu. Seðlabankar þeirra allra hækka vexti. Það er allt eftir bókinni.

Alþjóðadagur kvenna

Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar

Í dag á alþjóðadegi kvenna er yfirskrift dagsins „Embrace Equity“ en hvað þýðir það?

Sjá næstu 50 greinar

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.