Kröfur KSÍ og bolmagn sveitarfélaga Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar 10. mars 2023 07:31 Svo virðist sem sveitarstjórnarfólk sé að vakna upp af værum blundi gagnvart þeim ákvörðunum sem teknar eru af aðildarfélögum KSÍ á ársþingum. Þær ákvarðanir hafa bein áhrif á fjárhag sveitarfélaga, því uppbygging mannvirkjana er iðulega á hendi sveitarfélaga sem og rekstur. Þessar ákvarðanir eru teknar án nokkurrar aðkomu sveitarfélaga. Það er forvitnilegt að lesa reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga og þær kröfur sem eru gerðar um mannvirki svo lið megi spila í efstu deild. Í mörg ár hefur krafa verið um viðeigandi stúkumannvirki, þ.e. yfirbyggðar stúkur sem taka ákveðinn fjölda áhorfenda í sæti. Uppfylli lið ekki viðeigandi stúkumannvirki spila þau á undanþágu. Er eðlilegt að verja milljörðum í uppbyggingu áhorfendaaðstöðu sem er notuð nokkrar klukkustundir á ári? Á ársþingi KSÍ árið 2022 var breytt mótafyrirkomulag samþykkt sem lengdi keppnistímabilið, byrjað skuli að spila fyrr að vori og lengur inn í haustið. Það segir sig sjálft að grasvellir á Íslandi eru ekki tilbúnir um miðjan apríl og því orðin meiri krafa á uppbyggingu gervigrasvalla. Nýjustu fréttir af ársþingi KSÍ í ár er flóðlýsingarskylda á heimavöllum liða í Bestu deildum karla og kvenna. Lágmarkskrafa er gerð um 800 lux lýsingu. Í greinargerð með tillögunni sem var samþykkt kemur fram að með breytingu á mótafyrirkomulagi á síðasta ári, lengingu inn í skammdegið, sé mikilvægt að bregðast við svo hægt sé að spila leiki seinni part dags þegar líður á haustið. Í fréttum af þessari ákvörðun er ályktað að fjárfesta þurfi í gervigrasi á alla þá velli sem fyrir eru grasvellir, svo flóðlýsing nýtist í fleiri tilfellum en eingöngu á keppnisleikjum. Eru þessar kröfur sem aðildarfélög samþykkja á ársþingum KSÍ raunhæfar? Er raunhæft að íþróttafélögin kosti alla uppbyggingu og rekstur á þessum mannvirkjum sjálf? Er raunhæft að sveitarfélög kosti alla uppbyggingu og rekstur á þessum mannvirkjum? Eða eru kröfur ársþings KSÍ um heimavallaaðstöðu allra liða sem spila í efstu deild kannski óraunhæfar fyrir 380.000 manna þjóð? Höfundur er bæjarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KSÍ Sveitarstjórnarmál Akureyri Vinstri græn Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Sjá meira
Svo virðist sem sveitarstjórnarfólk sé að vakna upp af værum blundi gagnvart þeim ákvörðunum sem teknar eru af aðildarfélögum KSÍ á ársþingum. Þær ákvarðanir hafa bein áhrif á fjárhag sveitarfélaga, því uppbygging mannvirkjana er iðulega á hendi sveitarfélaga sem og rekstur. Þessar ákvarðanir eru teknar án nokkurrar aðkomu sveitarfélaga. Það er forvitnilegt að lesa reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga og þær kröfur sem eru gerðar um mannvirki svo lið megi spila í efstu deild. Í mörg ár hefur krafa verið um viðeigandi stúkumannvirki, þ.e. yfirbyggðar stúkur sem taka ákveðinn fjölda áhorfenda í sæti. Uppfylli lið ekki viðeigandi stúkumannvirki spila þau á undanþágu. Er eðlilegt að verja milljörðum í uppbyggingu áhorfendaaðstöðu sem er notuð nokkrar klukkustundir á ári? Á ársþingi KSÍ árið 2022 var breytt mótafyrirkomulag samþykkt sem lengdi keppnistímabilið, byrjað skuli að spila fyrr að vori og lengur inn í haustið. Það segir sig sjálft að grasvellir á Íslandi eru ekki tilbúnir um miðjan apríl og því orðin meiri krafa á uppbyggingu gervigrasvalla. Nýjustu fréttir af ársþingi KSÍ í ár er flóðlýsingarskylda á heimavöllum liða í Bestu deildum karla og kvenna. Lágmarkskrafa er gerð um 800 lux lýsingu. Í greinargerð með tillögunni sem var samþykkt kemur fram að með breytingu á mótafyrirkomulagi á síðasta ári, lengingu inn í skammdegið, sé mikilvægt að bregðast við svo hægt sé að spila leiki seinni part dags þegar líður á haustið. Í fréttum af þessari ákvörðun er ályktað að fjárfesta þurfi í gervigrasi á alla þá velli sem fyrir eru grasvellir, svo flóðlýsing nýtist í fleiri tilfellum en eingöngu á keppnisleikjum. Eru þessar kröfur sem aðildarfélög samþykkja á ársþingum KSÍ raunhæfar? Er raunhæft að íþróttafélögin kosti alla uppbyggingu og rekstur á þessum mannvirkjum sjálf? Er raunhæft að sveitarfélög kosti alla uppbyggingu og rekstur á þessum mannvirkjum? Eða eru kröfur ársþings KSÍ um heimavallaaðstöðu allra liða sem spila í efstu deild kannski óraunhæfar fyrir 380.000 manna þjóð? Höfundur er bæjarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Akureyri.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun