Óli Björn boðar óbreytt ástand Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 10. mars 2023 10:01 Aukinn ójöfnuður og neyðarástand á húsnæðismarkaði fer ekki framhjá neinum. Með þetta í huga er áhugavert að lesa hvaða lausnir Óli Björn Kárason hefur á vandanum í nýlegri grein. Lausnir Óla virðast ekki vera aðrar en óbreytt ástand. Staða leigjenda er óásættanleg Meira en fjórðungur leigjenda er með íþyngjandi húsnæðiskostnað og vaxandi fjöldi á erfitt með að ná endum saman eða er í vanskilum með leigu. Framboð leiguhúsnæðis er lítið og eftirspurn er mikil. Ólíkt því sem Óli Björn og aðrir markaðssinnar halda fram hefur framboðið ekki aukist nægilega til að mæta mikilli eftirspurn undanfarin áratug. Óbreytt húsnæðisstefna er því ekki í boði lengur, hún er einfaldlega gjaldþrota. Til lengri tíma er lausnin að byggja meira. Fjölga þarf íbúðum í almenna íbúðakerfinu ásamt því að lífeyrissjóðir þurfa að koma að uppbyggingu leiguhúsnæðis. Til skamms tíma er þörf á neyðaraðgerðum. Við núverandi aðstæður eru skammtímaleigusamningar ráðandi. Gjarnan eru gerðir verðtryggðir samningar til eins árs og svo tekur leiguverð mikilli hækkun við endurnýjun, oft með skömmum fyrirvara. Við þessu þarf að bregðast. Það leiguþak sem Óli Björn lýsir í grein sinni er leið til að slá ryki í augu fólks. Það hefur ekki verið almennt ákall um leiguþak. Hins vegar hefur verið kallað eftir því að gerðar verði breytingar þannig að leigjendur njóti aukins húsnæðisöryggis og meiri fyrirsjáanleika. Þessu markmiði má ná með því að gera ótímabundna samninga ráðandi. Þar sé leigufjárhæð frjáls í upphafi samnings en leigusala séu takmörk sett um hækkun innan samningstíma eða að hækkanir þurfi að rökstyðja með kostnaðarhækkunum. Slíkar leigubremsur eru til staðar í fjölda OECD ríkja án neikvæðra áhrifa á framboðshlið. Slíkar leigubremsur eru ekki róttækt inngrip í leigumarkað. Til viðbótar er ástæða til að leiðrétta Óla Björn um að bótakerfið hafi verið þanið út í aðgerðum stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga. Þetta er einfaldlega rangt. Húsnæðisbætur voru vissulega hækkaðar, en fjárhæðum hafði verið haldið óbreyttum á árunum 2017-2021 og því rýrnað verulega að raungildi. Sama gildir um vaxtabótakerfið þar sem fjárhæðir hafa að mestu verið óbreyttar í meira en áratug, þrátt fyrir að gríðarlegar vaxtahækkanir hafi dunið á heimilunum. Aðgerðir stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga voru skref í rétta átt, en gera þarf betur ef ætlunin er að ná markmiðum um að draga úr íþyngjandi húsnæðiskostnaði. Betra, einfaldara og réttlátara skattkerfi. Því ber að fagna að Óli Björn vilji einfaldara og réttlátara tekjuskattskerfi. Þó er full ástæða að minna Óla á að stóru áskoranirnar í skattkerfinu liggja ekki í tekjuskattskerfinu, þar voru gerðar töluverðar umbætur í tengslum við Lífskjarasamningana 2019. Vandamálin í skattkerfinu liggja í því hversu ólíkt atvinnutekjur og fjármagnstekjur eru meðhöndlaðar sem gerir að verkum að skattbyrði fer lækkandi með auknum tekjum hjá þeim allra tekjuhæstu vegna aukins vægis fjármagnstekna2. Lykillinn að réttlátara skattkerfi liggur því í að jafna skattbyrði milli ólíkra tekna, koma á raunverulegum auðlindagjöldum og fylla upp í glufur í skattkerfinu sem gera hinum best settu kleift að telja fram atvinnutekjur sem fjármagnstekjur. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ASÍ Kristján Þórður Snæbjarnarson Húsnæðismál Leigumarkaður Skattar og tollar Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Aukinn ójöfnuður og neyðarástand á húsnæðismarkaði fer ekki framhjá neinum. Með þetta í huga er áhugavert að lesa hvaða lausnir Óli Björn Kárason hefur á vandanum í nýlegri grein. Lausnir Óla virðast ekki vera aðrar en óbreytt ástand. Staða leigjenda er óásættanleg Meira en fjórðungur leigjenda er með íþyngjandi húsnæðiskostnað og vaxandi fjöldi á erfitt með að ná endum saman eða er í vanskilum með leigu. Framboð leiguhúsnæðis er lítið og eftirspurn er mikil. Ólíkt því sem Óli Björn og aðrir markaðssinnar halda fram hefur framboðið ekki aukist nægilega til að mæta mikilli eftirspurn undanfarin áratug. Óbreytt húsnæðisstefna er því ekki í boði lengur, hún er einfaldlega gjaldþrota. Til lengri tíma er lausnin að byggja meira. Fjölga þarf íbúðum í almenna íbúðakerfinu ásamt því að lífeyrissjóðir þurfa að koma að uppbyggingu leiguhúsnæðis. Til skamms tíma er þörf á neyðaraðgerðum. Við núverandi aðstæður eru skammtímaleigusamningar ráðandi. Gjarnan eru gerðir verðtryggðir samningar til eins árs og svo tekur leiguverð mikilli hækkun við endurnýjun, oft með skömmum fyrirvara. Við þessu þarf að bregðast. Það leiguþak sem Óli Björn lýsir í grein sinni er leið til að slá ryki í augu fólks. Það hefur ekki verið almennt ákall um leiguþak. Hins vegar hefur verið kallað eftir því að gerðar verði breytingar þannig að leigjendur njóti aukins húsnæðisöryggis og meiri fyrirsjáanleika. Þessu markmiði má ná með því að gera ótímabundna samninga ráðandi. Þar sé leigufjárhæð frjáls í upphafi samnings en leigusala séu takmörk sett um hækkun innan samningstíma eða að hækkanir þurfi að rökstyðja með kostnaðarhækkunum. Slíkar leigubremsur eru til staðar í fjölda OECD ríkja án neikvæðra áhrifa á framboðshlið. Slíkar leigubremsur eru ekki róttækt inngrip í leigumarkað. Til viðbótar er ástæða til að leiðrétta Óla Björn um að bótakerfið hafi verið þanið út í aðgerðum stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga. Þetta er einfaldlega rangt. Húsnæðisbætur voru vissulega hækkaðar, en fjárhæðum hafði verið haldið óbreyttum á árunum 2017-2021 og því rýrnað verulega að raungildi. Sama gildir um vaxtabótakerfið þar sem fjárhæðir hafa að mestu verið óbreyttar í meira en áratug, þrátt fyrir að gríðarlegar vaxtahækkanir hafi dunið á heimilunum. Aðgerðir stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga voru skref í rétta átt, en gera þarf betur ef ætlunin er að ná markmiðum um að draga úr íþyngjandi húsnæðiskostnaði. Betra, einfaldara og réttlátara skattkerfi. Því ber að fagna að Óli Björn vilji einfaldara og réttlátara tekjuskattskerfi. Þó er full ástæða að minna Óla á að stóru áskoranirnar í skattkerfinu liggja ekki í tekjuskattskerfinu, þar voru gerðar töluverðar umbætur í tengslum við Lífskjarasamningana 2019. Vandamálin í skattkerfinu liggja í því hversu ólíkt atvinnutekjur og fjármagnstekjur eru meðhöndlaðar sem gerir að verkum að skattbyrði fer lækkandi með auknum tekjum hjá þeim allra tekjuhæstu vegna aukins vægis fjármagnstekna2. Lykillinn að réttlátara skattkerfi liggur því í að jafna skattbyrði milli ólíkra tekna, koma á raunverulegum auðlindagjöldum og fylla upp í glufur í skattkerfinu sem gera hinum best settu kleift að telja fram atvinnutekjur sem fjármagnstekjur. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun