Opið bréf til forseta Íslands 15. október 2008 06:00 Hæstvirtur forseti, Við lestur fréttatilkynningar frá forsetaembættinu í dag, slær mér óhug að aðgerðir forseta Íslands í yfirstandandi hörmungum landsmanna takmarkist við kaffispjall hér innanlands. Nú er þörf á tafarlausum og skilvirkum aðgerðum forseta og hann í krafti embættis síns hindri enn frekari mistök í efnahagsstjórninni. Í bók minni Virkjum Bessastaði 1996 var spáð fyrir um algert hrun fjármálamarkaða og efnahagskerfis. Við tilkynningu um forsetaframboð mitt í Valhöll á Þingvöllum sagði ég Stjórnarráðið undir áhrifum huldumanna sem væru að arðræna og mergsjúga þjóðina. Ég vildi umboð þjóðarinnar að taka á þessu áður en hér væri sviðin jörð. Síðastliðna tvo áratugi hefur hver spillingin ellt aðra. Tilfærsla á gífurlegum verðmætum til kvótakónga og svo sala þeirra úr sjávarútvegi var upphafið á núverandi hruni. Þessi darraðadans mun endurtaka sig ef ekki er nú strax gripið í taumana og byggt upp varanlegt hagkerfi. Nauðsynlegt er að leita nú til helstu hugsuða samtímans í fjármálum eins og George Soros, Warren Buffet og annarra slíkra sérfræðinga um aðkomu þeirra að endurskipulagningu hagkerfis þjóðarinnar. Einnig þarf nú strax á meðan úr einhverjum verðmætum er að spila að laða hingað stórar erlendar bankastofnanir. Þetta er kaffispjallið sem nú ríður á. Væri ekki ráð að forsetaembættið kæmi á fót vinnuhóp sem gengi í þessi mál? Ég er eins og ávallt tilbúinn að leggja mitt af mörkum til aðstoðar að koma á samböndum. Ég er þess fullviss að margir aðrir Íslendingar með alþjóðleg sambönd myndu einnig slást í slíkan hóp sé þess óskað. Forseti gæti þurft að nota heimildir í lögum að koma á tímabundinni utanþingsstjórn skipaða sérfræðingum til að tryggja að fagleg sjónarmið ráði ferðinni við uppbyggingu í stað flokkadrátta. Enda hlyti að vera léttir fyrir forsætisráðherra og seðlabankastjóra að geta tekið tímabundin frí frá völdum á meðan leyst er úr mestu óreiðunni sem því miður skapaðist í þeirra ráðherratíð. Þeir yrðu meiri menn fyrir vikið. Að lokum bendi ég á gagnvirka netfundatækni sem ágætt tæki fyrir reglubundna fundi sem leyfir fjölmenna þátttöku almennings að heiman, frá fyrirtækjum eða kaffihúsum. Slíkt gæti verið skilvirkara til umræðna á breiðum grundvelli en einstök kaffiboð valin af handahófi. Höfundur er athafnamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Hæstvirtur forseti, Við lestur fréttatilkynningar frá forsetaembættinu í dag, slær mér óhug að aðgerðir forseta Íslands í yfirstandandi hörmungum landsmanna takmarkist við kaffispjall hér innanlands. Nú er þörf á tafarlausum og skilvirkum aðgerðum forseta og hann í krafti embættis síns hindri enn frekari mistök í efnahagsstjórninni. Í bók minni Virkjum Bessastaði 1996 var spáð fyrir um algert hrun fjármálamarkaða og efnahagskerfis. Við tilkynningu um forsetaframboð mitt í Valhöll á Þingvöllum sagði ég Stjórnarráðið undir áhrifum huldumanna sem væru að arðræna og mergsjúga þjóðina. Ég vildi umboð þjóðarinnar að taka á þessu áður en hér væri sviðin jörð. Síðastliðna tvo áratugi hefur hver spillingin ellt aðra. Tilfærsla á gífurlegum verðmætum til kvótakónga og svo sala þeirra úr sjávarútvegi var upphafið á núverandi hruni. Þessi darraðadans mun endurtaka sig ef ekki er nú strax gripið í taumana og byggt upp varanlegt hagkerfi. Nauðsynlegt er að leita nú til helstu hugsuða samtímans í fjármálum eins og George Soros, Warren Buffet og annarra slíkra sérfræðinga um aðkomu þeirra að endurskipulagningu hagkerfis þjóðarinnar. Einnig þarf nú strax á meðan úr einhverjum verðmætum er að spila að laða hingað stórar erlendar bankastofnanir. Þetta er kaffispjallið sem nú ríður á. Væri ekki ráð að forsetaembættið kæmi á fót vinnuhóp sem gengi í þessi mál? Ég er eins og ávallt tilbúinn að leggja mitt af mörkum til aðstoðar að koma á samböndum. Ég er þess fullviss að margir aðrir Íslendingar með alþjóðleg sambönd myndu einnig slást í slíkan hóp sé þess óskað. Forseti gæti þurft að nota heimildir í lögum að koma á tímabundinni utanþingsstjórn skipaða sérfræðingum til að tryggja að fagleg sjónarmið ráði ferðinni við uppbyggingu í stað flokkadrátta. Enda hlyti að vera léttir fyrir forsætisráðherra og seðlabankastjóra að geta tekið tímabundin frí frá völdum á meðan leyst er úr mestu óreiðunni sem því miður skapaðist í þeirra ráðherratíð. Þeir yrðu meiri menn fyrir vikið. Að lokum bendi ég á gagnvirka netfundatækni sem ágætt tæki fyrir reglubundna fundi sem leyfir fjölmenna þátttöku almennings að heiman, frá fyrirtækjum eða kaffihúsum. Slíkt gæti verið skilvirkara til umræðna á breiðum grundvelli en einstök kaffiboð valin af handahófi. Höfundur er athafnamaður.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar