Framtíð íslensks fjármálamarkaðar Guðjón Rúnarsson skrifar 19. október 2008 05:00 Fjármálageirinn hefur vaxið mikið á Íslandi á undanförnum árum. Nú er almenn skoðun að hann hafi vaxið okkur yfir höfuð og því hafi hrun hans verið óhjákvæmilegt. Hvort svo sé raunin eða ekki læt ég sagnfræðingum framtíðarinnar eftir að svara. Hins vegar skal haft í huga að stöndugur fjármálageiri var og er jákvæður fyrir hvert þjóðfélag. Ísland er lítið land með opið hagkerfi þar sem flæði vöru og þjónustu er frjálst. Íslensk atvinnufyrirtæki í greinum þar sem stærðarhagkvæmni nýtur við standa því höllum fæti ef þau geta einungis reitt sig á lítinn heimamarkað. Bættar leikreglur Fjármálaþjónusta hefur á undanförnum árum orðið æ flóknari og að því er virðist alltof flókin, þar sem margir þátttakendur skildu ekki þá áhættu sem fólgin var í fjármálaafurðum sem þeir keyptu. Nútíma fjármálafyrirtæki þurfa að eyða miklum fjármunum í upplýsingatækni, áhættustýringu og ýmis önnur kerfi til að uppfylla alþjóðlega staðla og reglur. Auk þess eru ýmsar fjármálaafurðir þess eðlis að það er dýrt að búa þær til en lítill viðbótarkostnaður að selja hverjum nýjum viðskiptamanni. Af þessu leiðir að því stærri markaði sem fjármálafyrirtæki starfa á, þeim mun hagkvæmari getur rekstur þeirra orðið með því að dreifa föstum kostnaði af starfseminni á fleiri viðskipti. Ég held að það sé nauðsynlegt að muna að þessi staðreynd knúði íslenska banka til að sækja inn á nýja markaði og sú sókn var bæði eðlileg og heilbrigð, þótt menn geti síðan deilt um einstaka þætti útrásarinnar eða hvort að eðlileg sókn margra fyrirtækja hafi leitt til þess að heildar niðurstaðan hafi verið skynsamleg. Í því ljósi er líka rétt að huga að, í því uppgjöri sem framundan er, hvort leikreglurnar hafi verið skynsamlegar og þá hvernig megi bæta þær í framtíðinni. Stjórnvöld jafnt hér á Íslandi sem annars staðar í Evrópu hafa þegar boðað uppstokkun á regluumgjörð fjármálalífsins. Það skiptir miklu að þær breytingar sem gerðar eru séu hugsaðar til framtíðar. Þar eiga leiðarljósin að vera að annars vegar tryggja virka samkeppni á fjármálamarkaði bæði milli fyrirtækja og rekstrarforma. Hins vegar þarf að varðveita sveigjanleika fjármálakerfisins á sama tíma og öryggi og samkeppni eru efld. Í þeim efnum skal haft í huga að bankakrísur geta líka komið upp vegna þess að undirliggjandi kerfi er of ósveigjanlegt.Glötum ekki þekkingunni Því má aldrei gleyma að hornsteinn framfara í hagkerfi hvers ríkis er að hafa öflugt og sveigjanlegt bankakerfi sem getur stutt við atvinnufyrirtækin í landinu. Fjármálaþjónusta hefur verið eftirsóknarverð atvinnugrein um allan heim, enda sérfræðiþjónusta sem byggir á góðri menntun og þekkingu. Hér á Íslandi hefur á síðustu áratugum verið byggð upp mikil þekking og reynsla hjá starfsfólki fjármálafyrirtækjanna. Fjármálakerfið á Íslandi og starfsfólkið sem þar vinnur hefur orðið fyrir þungu höggi síðustu daga. Flestir starfsmenn hafa þannig orðið fyrir miklu fjárhagslegu áfalli, auk þess sem fjöldi þeirra stendur frammi fyrir því að missa vinnuna. Stærstu fjármálafyrirtæki landsins munu eiga á brattann að sækja næstu misseri að endurvinna traust gagnvart umheiminum. Jafnframt liggur fyrir að lítið mun fara fyrir erlendri starfsemi íslenskra fjármálafyrirtækja í nánustu framtíð. Í þeirri uppstokkun sem nú á sér stað er mikilvægt að mínu mati að hyggja að tvennu; Í fyrsta lagi að öll sú verðmæta þekking sem orðið hefur til í fjármálafyrirtækjum glutrist ekki niður. Það getur gerst með tvennum hætti. Annars vegar að fólk flytjist úr landi og hins vegar að fólk sem býr yfir verðmætri kunnáttu finni ekki starf við sitt hæfi og þurfi að hverfa af vinnumarkaði eða til annara starfa þar sem þekking þess nýtist ekki eins vel í þágu íslensks samfélags. Hitt atriðið sem hyggja þarf að er að hér verði áfram öflug fjármálafyrirtæki sem geta sinnt íslenskum heimilum og fyrirtækjum, sem mörg hver starfa á alþjóðlegum vettvangi. Hættan er sú að ef hér verður kotbúskapur í fjármálaþjónustu, að allri verðmætustu þjónustunni verði sinnt af erlendum fjármálafyrirtækjum sem njóta meira kostnaðarhagræðis en þau íslensku. Það er mikilvægt fyrir íslenskt þjóðfélag að öll skref sem stigin verða næstu daga, vikur og mánuði miði að því að byggja fjármálakerfi landsins upp aftur þannig að íslenskt þjóðfélag njóti öruggrar þjónustu og verði ekki af þekkingunni í fjármálageiranum og missi heldur ekki þann virðisauka sem fjármálageirinn hefur byggt upp til erlendra keppinauta. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Það er mikilvægt fyrir íslenskt þjóðfélag að öll skref sem stigin verða næstu daga, vikur og mánuði miði að því að byggja fjármálakerfi landsins upp aftur þannig að íslenskt þjóðfélag njóti öruggrar þjónustu... Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Fjármálageirinn hefur vaxið mikið á Íslandi á undanförnum árum. Nú er almenn skoðun að hann hafi vaxið okkur yfir höfuð og því hafi hrun hans verið óhjákvæmilegt. Hvort svo sé raunin eða ekki læt ég sagnfræðingum framtíðarinnar eftir að svara. Hins vegar skal haft í huga að stöndugur fjármálageiri var og er jákvæður fyrir hvert þjóðfélag. Ísland er lítið land með opið hagkerfi þar sem flæði vöru og þjónustu er frjálst. Íslensk atvinnufyrirtæki í greinum þar sem stærðarhagkvæmni nýtur við standa því höllum fæti ef þau geta einungis reitt sig á lítinn heimamarkað. Bættar leikreglur Fjármálaþjónusta hefur á undanförnum árum orðið æ flóknari og að því er virðist alltof flókin, þar sem margir þátttakendur skildu ekki þá áhættu sem fólgin var í fjármálaafurðum sem þeir keyptu. Nútíma fjármálafyrirtæki þurfa að eyða miklum fjármunum í upplýsingatækni, áhættustýringu og ýmis önnur kerfi til að uppfylla alþjóðlega staðla og reglur. Auk þess eru ýmsar fjármálaafurðir þess eðlis að það er dýrt að búa þær til en lítill viðbótarkostnaður að selja hverjum nýjum viðskiptamanni. Af þessu leiðir að því stærri markaði sem fjármálafyrirtæki starfa á, þeim mun hagkvæmari getur rekstur þeirra orðið með því að dreifa föstum kostnaði af starfseminni á fleiri viðskipti. Ég held að það sé nauðsynlegt að muna að þessi staðreynd knúði íslenska banka til að sækja inn á nýja markaði og sú sókn var bæði eðlileg og heilbrigð, þótt menn geti síðan deilt um einstaka þætti útrásarinnar eða hvort að eðlileg sókn margra fyrirtækja hafi leitt til þess að heildar niðurstaðan hafi verið skynsamleg. Í því ljósi er líka rétt að huga að, í því uppgjöri sem framundan er, hvort leikreglurnar hafi verið skynsamlegar og þá hvernig megi bæta þær í framtíðinni. Stjórnvöld jafnt hér á Íslandi sem annars staðar í Evrópu hafa þegar boðað uppstokkun á regluumgjörð fjármálalífsins. Það skiptir miklu að þær breytingar sem gerðar eru séu hugsaðar til framtíðar. Þar eiga leiðarljósin að vera að annars vegar tryggja virka samkeppni á fjármálamarkaði bæði milli fyrirtækja og rekstrarforma. Hins vegar þarf að varðveita sveigjanleika fjármálakerfisins á sama tíma og öryggi og samkeppni eru efld. Í þeim efnum skal haft í huga að bankakrísur geta líka komið upp vegna þess að undirliggjandi kerfi er of ósveigjanlegt.Glötum ekki þekkingunni Því má aldrei gleyma að hornsteinn framfara í hagkerfi hvers ríkis er að hafa öflugt og sveigjanlegt bankakerfi sem getur stutt við atvinnufyrirtækin í landinu. Fjármálaþjónusta hefur verið eftirsóknarverð atvinnugrein um allan heim, enda sérfræðiþjónusta sem byggir á góðri menntun og þekkingu. Hér á Íslandi hefur á síðustu áratugum verið byggð upp mikil þekking og reynsla hjá starfsfólki fjármálafyrirtækjanna. Fjármálakerfið á Íslandi og starfsfólkið sem þar vinnur hefur orðið fyrir þungu höggi síðustu daga. Flestir starfsmenn hafa þannig orðið fyrir miklu fjárhagslegu áfalli, auk þess sem fjöldi þeirra stendur frammi fyrir því að missa vinnuna. Stærstu fjármálafyrirtæki landsins munu eiga á brattann að sækja næstu misseri að endurvinna traust gagnvart umheiminum. Jafnframt liggur fyrir að lítið mun fara fyrir erlendri starfsemi íslenskra fjármálafyrirtækja í nánustu framtíð. Í þeirri uppstokkun sem nú á sér stað er mikilvægt að mínu mati að hyggja að tvennu; Í fyrsta lagi að öll sú verðmæta þekking sem orðið hefur til í fjármálafyrirtækjum glutrist ekki niður. Það getur gerst með tvennum hætti. Annars vegar að fólk flytjist úr landi og hins vegar að fólk sem býr yfir verðmætri kunnáttu finni ekki starf við sitt hæfi og þurfi að hverfa af vinnumarkaði eða til annara starfa þar sem þekking þess nýtist ekki eins vel í þágu íslensks samfélags. Hitt atriðið sem hyggja þarf að er að hér verði áfram öflug fjármálafyrirtæki sem geta sinnt íslenskum heimilum og fyrirtækjum, sem mörg hver starfa á alþjóðlegum vettvangi. Hættan er sú að ef hér verður kotbúskapur í fjármálaþjónustu, að allri verðmætustu þjónustunni verði sinnt af erlendum fjármálafyrirtækjum sem njóta meira kostnaðarhagræðis en þau íslensku. Það er mikilvægt fyrir íslenskt þjóðfélag að öll skref sem stigin verða næstu daga, vikur og mánuði miði að því að byggja fjármálakerfi landsins upp aftur þannig að íslenskt þjóðfélag njóti öruggrar þjónustu og verði ekki af þekkingunni í fjármálageiranum og missi heldur ekki þann virðisauka sem fjármálageirinn hefur byggt upp til erlendra keppinauta. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Það er mikilvægt fyrir íslenskt þjóðfélag að öll skref sem stigin verða næstu daga, vikur og mánuði miði að því að byggja fjármálakerfi landsins upp aftur þannig að íslenskt þjóðfélag njóti öruggrar þjónustu...
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar