Ísland og IMF Gunnar Tómasson skrifar 13. október 2008 06:30 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) var stofnaður 1945 til „að efla alþjóðlega samvinnu í peningamálum" og vera vettvangur fyrir „ráðaleitun og samstarf" við stjórn slíkra mála. Ísland hefur verið aðili að sjóðnum frá upphafi og átt gott samstarf við hann. Hagkerfi heims hefur gjörbreyst síðan 1946 og hið sama gildir um viðfangsefni IMF innan þess ramma sem var markaður í upphafi. En IMF hefur vitaskuld orðið á mistök. Til dæmis er aðsteðjandi kollsteypa í alþjóðafjármálum áfellisdómur yfir ýmsum hugmyndum nýfrjálshyggju sem hafa mótað starf og stefnu IMF og Alþjóðabankans um langt árabil en hljóta nú að verða endurskoðaðar. Fyrir helgi taldi Geir Haarde ólíklegt að Ísland myndi leita aðstoðar IMF en útilokaði það ekki. Ef til kæmi myndi aðstoðin felast í (a) gjaldeyrisláni til nokkurra ára og (b) ráðgjöf í peninga-, ríkisfjár- og gengismálum með endurheimt jafnvægis í hagkerfi Íslands innan 3-5 ára að markmiði. Sendinefnd IMF sem heimsótti Ísland 2006 tók djúpt í árinni varðandi stefnu stjórnvalda í peningamálum og sagði útlánaþenslu bankanna vera hrikalega (staggering). Í Morgunblaðsgrein 30. maí 2006 (Hvar liggur ábyrgðin?) vék höfundur að umsögn IMF sem hér segir: „Undirritaður starfaði sem hagfræðingur hjá IMF um nær aldarfjórðungsskeið en minnist þess ekki að hafa nokkurn tíma séð hagfræðinga IMF nota jafn sterkt orð og „staggering" til þess að lýsa útlánaþenslu viðskiptabanka í aðildarríki. Samkvæmt leikreglum þar á bæ er oft ritað og lesið milli lína það sem segja þarf. Það fer því ekki fram hjá neinum í IMF hvað sendinefndinni finnst um verðbólguhorfur á Íslandi - þær eru „staggering"." Ef stjórnvöld hefðu gefið aðvörun IMF gaum og gert viðeigandi breytingar á peninga-, ríkisfjár- og gengismálum væri staðan núna betri en hún er. Eins má telja fullvíst að ofangreind aðstoð IMF myndi reynast íslenskri þjóð happadrjúg á komandi tíð. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) var stofnaður 1945 til „að efla alþjóðlega samvinnu í peningamálum" og vera vettvangur fyrir „ráðaleitun og samstarf" við stjórn slíkra mála. Ísland hefur verið aðili að sjóðnum frá upphafi og átt gott samstarf við hann. Hagkerfi heims hefur gjörbreyst síðan 1946 og hið sama gildir um viðfangsefni IMF innan þess ramma sem var markaður í upphafi. En IMF hefur vitaskuld orðið á mistök. Til dæmis er aðsteðjandi kollsteypa í alþjóðafjármálum áfellisdómur yfir ýmsum hugmyndum nýfrjálshyggju sem hafa mótað starf og stefnu IMF og Alþjóðabankans um langt árabil en hljóta nú að verða endurskoðaðar. Fyrir helgi taldi Geir Haarde ólíklegt að Ísland myndi leita aðstoðar IMF en útilokaði það ekki. Ef til kæmi myndi aðstoðin felast í (a) gjaldeyrisláni til nokkurra ára og (b) ráðgjöf í peninga-, ríkisfjár- og gengismálum með endurheimt jafnvægis í hagkerfi Íslands innan 3-5 ára að markmiði. Sendinefnd IMF sem heimsótti Ísland 2006 tók djúpt í árinni varðandi stefnu stjórnvalda í peningamálum og sagði útlánaþenslu bankanna vera hrikalega (staggering). Í Morgunblaðsgrein 30. maí 2006 (Hvar liggur ábyrgðin?) vék höfundur að umsögn IMF sem hér segir: „Undirritaður starfaði sem hagfræðingur hjá IMF um nær aldarfjórðungsskeið en minnist þess ekki að hafa nokkurn tíma séð hagfræðinga IMF nota jafn sterkt orð og „staggering" til þess að lýsa útlánaþenslu viðskiptabanka í aðildarríki. Samkvæmt leikreglum þar á bæ er oft ritað og lesið milli lína það sem segja þarf. Það fer því ekki fram hjá neinum í IMF hvað sendinefndinni finnst um verðbólguhorfur á Íslandi - þær eru „staggering"." Ef stjórnvöld hefðu gefið aðvörun IMF gaum og gert viðeigandi breytingar á peninga-, ríkisfjár- og gengismálum væri staðan núna betri en hún er. Eins má telja fullvíst að ofangreind aðstoð IMF myndi reynast íslenskri þjóð happadrjúg á komandi tíð. Höfundur er hagfræðingur.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar