Fleiri fréttir

Skjálftinn

Guðmundur Steingrímsson skrifar

Þegar skjálftinn reið yfir á fimmtudaginn lá ég á nuddbekk. Nuddarinn hafði rétt þá nýverið lagst til atlögu við ógurlegan stirðleika í vöðvum á milli herðarblaðanna, með slíkum tilheyrandi sársauka að mér fannst það hreint og beint eðlilegt að allt skyldi fara af stað inni í herberginu, húsið skjálfa og gólfið ganga í bylgjum.

Enn segir Guðni ósatt

Hrannar Björn Arnarsson skrifar

Í eldhúsdagsumræðunum fór Guðni Ágústsson mikinn að vanda. Ýmislegt í ræðunni var greinilega aðeins hugsað til skemmtunar en í ljósi raðfullyrðinga formannsins um að ríkisstjórnin hafi svikið aldraða í lífeyrismálum er óhjákvæmilegt að líta svo á að þar hafi Guðni verið að tala í fullri alvöru.

Krafin svars

Davíð Þór Jónsson skrifar

Í vetur spjallaði ég við leikskólakennara sem tjáði mér að hún ætti stundum í stökustu vandræðum með að svara spurningum barnanna þegar eilífðarmálin bæri á góma.

Flöggum Grænfánanum sem víðast

Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar

Snælandsskóli í Kópavogi fær afhentan Grænfánann í dag og bætist þar með í fríðan hóp skóla sem dregið hefur fánann að húni hér á landi. Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða um heim sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Í lok liðins árs voru yfir 21.000 skólar þátttakendur í verkefninu, flestir í Evrópu.

Að stimpla sig út

Dr. Gunni skrifar

Í viku átti ég þess kost að lifa lífinu án þess að þurfa svo mikið sem einu sinni að leiða hugann að ruglinu í borgarstjórn, Ingibjörgu og Geir, sem eru ægilega sár að Stöð 2 skuli minna þau á gömul loforð, og öllu íslenska rausinu, tuðinu og vælinu sem hér flýtur hvarvetna um eins og notaðir smokkar í skítalæk.

Réttur neytenda til að vera upplýstir

Svanborg Sigmarsdóttir skrifar

Ólíkt því sem skyldað er í öðrum Evrópuríkjum þarf ekki að merkja hér á landi sérstaklega erfðabreytt matvæli. Um hættur þess að neyta erfðabreyttra matvæla er deilt. Framleiðendur segja að sjálfsögðu að erfðabreytt matvæli, eins og korn, maís og soja, séu í engu hættulegri en matvæli sem eru ekki erfðabreytt. Andstæðingar segja hins vegar að við erfðabreytinguna komi í ljós óvænt neikvæð áhrif, eins og ofnæmisviðbrögð, auk annarra hættna.

Eftirlegukindur

Þorvaldur Gylfason skrifar

Margir virðast líta svo á, að innganga Íslands í ESB þurfi að bíða þess, að Sjálfstæðisflokkurinn sjái sig um hönd. Þessi skoðun hvílir á þeirri hugsun, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi haft stjórnarforustu fyrir þjóðinni nær allan lýðveldistímann og hann einn geti leitt Ísland inn í ESB líkt og hann leiddi Ísland inn í Nató á sínum tíma.

Sjálfsagður hlutur

Jónína Michaelsdóttir skrifar

Sá tími er liðinn að fólk ráði sig hjá traustu fyrirtæki, vinni sig upp og starfi þar í áratugi, jafnvel þar til það fer á eftirlaun. Fólk vill gjarnan tilbreytingu, gerir kröfu um að vera ánægt í vinnunni og vill kannski mennta sig meira á miðjum aldri eða víkka sjóndeildarhringinn með því að vinna erlendis um tíma.

Átján ára verðbólgumet

Svanborg Sigmarsdóttir skrifar

Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir stærðu sig af því nú um helgina að um áttatíu prósent stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar væri nú í höfn eða í góðum farvegi í viðkomandi ráðuneyti. Tilefnið var að meta samstarf ríkisstjórnarinnar eftir eitt ár.

Verðlagskönnun

Þráinn Bertelsson skrifar

Þeir sem segja að ekki sé hægt að kaupa allt fyrir peninga eru að vanmeta mátt peninganna gróflega. Það er lafhægt að kaupa dauða yfir bæði einstaklinga og þjóðir.

Ljós í myrkri

Þorsteinn Pálsson skrifar

Frá síðustu haustdögum hefur fátt spurst úr ráðhúsi Reykvíkinga sem ástæða er til að fagna eða binda sérstakar vonir við um betri tíð með blóm í haga. Satt best að segja hefur hvílt skuggi yfir stjórnmálalífi höfuðborgarinnar.

Arfur Melkorku

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Flóttamannavandamálið á Akranesi snýst ekki um það hver þau eru - heldur hver við erum. Hitt er svo aftur annað mál að það hvernig við erum mun hafa áhrif á hvernig þau verða. Sem aftur breytir okkur. Sem aftur breytir þeim...

Gefum þeim dópið

Jón Kaldal skrifar

Í mörg ár hafa meginþættir baráttunnar við fíkniefnavandann hvílt á þremur stoðum: forvörnum, meðhöndlun og löggæslu. Nú er kominn tími til að bæta við þeirri fjórðu: að lágmarka skaðann.

Skömm Skagans

Davíð Þór Jónsson skrifar

Ég er alinn upp við að þar sem sé hjartarúm sé húsrúm. Að okkur beri að hjálpa hvert öðru. Að enginn sé svo aumur að hann geti ekki hjálpað þeim sem eru enn aumari og að öllum beri að leggja sitt af mörkum til að gera heiminn að aðeins betri stað fyrir alla menn.

Kraftmikil umbótastjórn

Nú er eitt ár liðið frá því að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar var mynduð á Þingvöllum með undirritun stjórnarsáttmálans. Myndun þessarar ríkisstjórnar sætti nokkrum tíðindum enda er um að ræða samstarf tveggja stærstu stjórnmálaflokka landsins og andstæðra póla í íslenskum stjórnmálum.

Höfum við efni á að virkja ekki?

Björn Ingi Hrafnsson skrifar

Nýlegt álit Skipulagsstofnunar um tvær fyrirhugaðar jarðvarmavirkjanir á vegum Orkuveitu Reykjavíkur á Hellisheiði hefur eðlilega vakið mikla athygli.

Liðskönnun landans

Hallgrímur Helgason skrifar

Úrslitaleikur meistaradeildarinnar í knattspyrnu var stór skemmtun. Manchester United fáninn blakti á þaki frystihússins í Hrísey fram að leik og starfsmenn þess höfðu fyllt neðri hæðina á veitingahúsinu Brekku þegar Hörður Magnússon, yfirlýsari Íslands, hrópaði alla leið frá Moskvu að leikurinn væri hafinn.

Þjóð á vergangi

Gerður Kristný skrifar

Um leið og blásið er til Listahátíðar lifnar borgin við eins og í ljóði eftir Tómas. Óteljandi barnsandlit horfa glaðleg, undirleit eða varfærin til vegfarenda í Lækjargötunni og úti í Tjörninni marar hús í hálfu kafi.

Fyrsta árið

Þorsteinn Pálsson skrifar

Helsti ágalli gildandi kosningaskipunar og flokkakerfis er sá að kjósendur geta ekki sjálfir við kjörborðið valið á milli borgaralegra ríkisstjórna og vinstri stjórna.

Vonbrigði

Þórgunnur Oddsdóttir skrifar

Hafi eitthvað valdið mér vonbrigðum undanfarið þá er það kreppan sem allir eru að tala um. Eftir kreppuspár undanfarinna mánaða var ég orðin svolítið spennt og sá fram á að loks ætti það fyrir mér að liggja að lifa spennandi tíma.

Verið hrædd!

Ólafur Sindri Ólafsson skrifar

Á sunnudaginn sat ungur lyfjafræðinemi og steytti hnefana framan í sjónvarpskerm. Það sauð á honum gremjan. Hvernig dirfðust þau? Hann var að horfa á grillveislu. Grillkjötið var átrúnaðargoð unga mannsins, sjálfur Luftstürmmeister Magnús Þór Hafsteinsson.

Stórt lán? Til hvers?

Þorvaldur Gylfason skrifar

Efnahagsástandið er í ólestri eina ferðina enn. Verðbólgan æðir áfram, þótt ríkisstjórnin hafi sett sér það höfuðmarkmið að halda henni í skefjum. Bankar og ýmis fyrirtæki segja upp fólki í stórum stíl. Skuldir þjóðarinnar hanga á bláþræði yfir höfði hennar, erlendar skuldir jafnt sem innlendar.

Skerpir vitund um hagsmuni Íslands

Auðunn Arnórsson skrifar

Líf færðist á ný í yfirgefinn stekkinn á svonefndu varnarsvæði Keflavíkurflugvallar fyrr í mánuðinum, þegar þangað komu á annað hundrað franskir hermenn í þeim erindagjörðum að sinna um sex vikna skeið fyrir hönd Íslands og Atlantshafsbandalagsins eftirliti með hinu hátt í milljón ferkílómetra stóra loftvarnasvæði Íslands.

Massa hress, megabeib

Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar

Sígild skemmtun er að gramsa upp úrelt viðhorf og njóta þess hagstæða samanburðar sem okkur finnst tíminn hafa fært. Þannig komst ég eitt sinn yfir gamla bók sem kenndi kvenleika.

Til hvers einkaframkvæmd?

Sverrir Jakobsson skrifar

Um árabil hafa einkaaðilar veitt sjúklingum þjónustu af ýmsum toga, en almannatryggingar greiða kostnaðinn að sínum hluta. Heilsugæslustöðvar á vegum hins opinbera og læknamiðstöðvar á vegum lækna virðast hafa rekist ágætlega saman en lítið hefur verið um rannsóknir á kostnaði þessara tveggja rekstrarforma.

Tröppugangur til himnaríkis

Karen D. Kjartansdóttir skrifar

Þó að allar kynslóðir þekki lagið Stairway to Heaven hef ég nýlega komist að því að kynslóðin sem tilheyrði hópi unglinga þegar það var efst á vinsældalistum lumar á leyndarmáli. Lagið er nefnilega ekki aðeins undurfögur klassík heldur ku það víst einnig geyma afar leynilega uppskrift af því sem flestir menn leita eftir en fæstir ná fullum tökum á.

Kenna, ekki banna

Jón Kaldal skrifar

Faraldur er orðið sem Sigurður Örn Hektorsson geðlæknir á Landspítala notar um hraða fjölgun sprautufíkla á Íslandi. Í Fréttablaðinu um helgina var sagt frá því að hér væru nú um 700 virkir sprautufíklar og að í þann hóp bættust 70 til 110 manns á ári. Flestra þessara manna og kvenna bíður algjört niðurbrot á líkama og sál. Sjaldgæfar, illvígar blóðsýkingar, lifrarbólga og geðsjúkdómar eru örlög margra sem svala fíkninni með því að sprauta sig í æð.

Uppsagnir ekki alltaf af hinu illa

Björgvin Guðmundsson skrifar

Glitnir tilkynnti í nýliðinni viku að 255 starfsmönnum hefði verið sagt upp störfum hér heima og erlendis frá áramótum. Þar af var 88 sagt upp á Íslandi í apríl og maí. Er þetta liður í því að draga saman seglin vegna minni umsvifa.

Góði Geir, gerðu það, vertu memm!

Þráinn Bertelsson skrifar

Fyrir helgi kvað Geir H. Haarde formaður Flokksins og forsætisráðherra Íslands upp úr með skoðanir sínar á aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Neyðin á Skaganum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Í fréttum vikunnar voru tvær fréttir þannig að margir vissu ekki hvort þeir ættu að hlæja eða gráta vegna yfirgengilegs skilningsleysis sem þar birtist.

Myndlist er helvíti

Hallgrímur Helgason skrifar

Listahátíð er hafin með myndlist í öndvegi. En listin er ekki bara hátíð. Hún er helvíti líka. Myndlistarmaðurinn er einn í heiminum. Að morgni gengur hann inn í myrkur og dvelur þar daglangt, þar til „veruleikinn" dregur hann út að kvöldi: Úr myrkri í myrkur.

Íslenska sólin

Guðmundur Steingrímsson skrifar

Í vikunni skein sólin loksins á höfuðborgarsvæðinu. Eins og margir aðrir fór ég niður á Austurvöll og sat þar og borðaði hádegismat, skeggræddi við félagana og leið dálítið eins og ég væri heimsborgari.

Að rækta garðinn

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Heimurinn er ekki stór og alltaf er hann að minnka. Fréttir berast yfir lönd og höf eins og hendi sé veifað og hægt er að fylgjast með viðburðum á skjám sjónvarps og tölvu um leið og þeir eiga sér stað. Þessi þróun færir þjóðir að mörgu leyti nær hver annarri.

Taugaveiklun í utanríkisráðuneytinu

Steingrímur J. Sigfússon skrifar

Spjall mitt við Heimi Má Pétursson í Hádegisviðtali á Stöð 2 mánudaginn 5. maí hefur greinilega valdið umtalsverðum taugatitringi í utanríkisráðuneytinu. Í Fréttablaðinu 10. maí ryðst aðstoðarmaður utanríkisráðherra fram á ritvöllinn og beitir harla óvenjulegum aðferðum í pólitískri rökræðu, ef hægt er þá að gefa skrifum hennar slíkt nafn.

Skattalækkun skynsamleg

Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar

Fréttir berast nú af fjöldauppsögnum í bönkum og byggingarfyrirtækjum. Fátt er sárara en að missa starfið fyrirvaralaust. Við höfum öll samúð með því fólki, sem hefur orðið fyrir slíku áfalli, og vonum, að það finni fljótlega önnur störf.

Loddaralist

Þorsteinn Pálsson skrifar

Hugsanleg aðild Íslands að Evrópusambandinu er bæði viðamikið og margslungið viðfangsefni. Brýnt er að menn glöggvi sig sem best á í hvaða farveg rétt er að fella umræðuna. Enn fremur þarf tímarammi hennar að vera sæmilega ljós. Miklu skiptir síðan að þær leikreglur sem gilda eiga um ákvörðunarferilinn liggi fyrir áður en endanleg efnisafstaða er tekin.

Grillir í sumar

Bergsteinn Sigurðsson skrifar

Hamingjan þarf ekki að fara með himinskautum, segir í ágætri bók. Það eru orð að sönnu og sést sjaldan jafn greinilega á Íslandi og um kvöldmatarleytið á sólríkum sumardögum, þegar svalir, bakgarðar, verandir og pallar iða af lífi.

Skýr skilaboð Karenar

Jón Kaldal skrifar

Karen Jónsdóttir, bæjarfulltrúi á Akranesi, sló tvær flugur í einu höggi þegar hún kvaddi F-lista Frjálslynda flokksins og óháðra í gær og gekk í raðir Sjálfstæðisflokksins.

Við vinnum Eurovision

Dr. Gunni skrifar

Það lyftist brúnin á mörgum þegar Eurobandið komst upp úr undankeppninni. Nei sko, hugsaði fólk. Eurovision-partíiin voru fjölmenn út um allan bæ á laugardeginum, enda í fyrsta sinn síðan 2004 sem við vorum með í aðalkeppninni.

Hverjir þurfa Mannréttindaskrifstofu?

Toshiki Toma skrifar

Mannréttindastefna Reykjavíkurborgar var samþykkt af öllum flokkum í borgarstjórn árið 2006. Í framhaldi af því var mannréttindastjóri ráðinn og Mannréttindaskrifstofa borgarinnar stofnuð til þess að sinna framkvæmd samþykktrar stefnu í mannréttindamálum. Mannréttindastefna borgarinnar snertir fjölmörg málefni þ.á m. jafnréttismál, innflytjendamál, málefni fatlaðra, réttindi samkynhneigðra o.fl. Því má segja að verkefnin sem falla undir umrædda stefnu varði mjög hagsmuni minnihlutahópa borgarbúa.

Ný tegund sósíalisma?

Stefán Jón Hafstein skrifar

Ef hægt væri að bræða saman allt það besta í kapítalismanum og það besta í sósíalismanum, hver væri útkoman? Nei, ekki norræna velferðarkerfið, heldur fyrirtækin sem Muhammad Yunus Nóbelsverðlaunahafi vill stuðla að í þróunarlöndunum.

Vandræðaleg þögn

Þorsteinn Pálsson skrifar

Aðalhagfræðingur Seðlabankans átti í síðustu viku í krafti stöðu sinnar samtal við þekkt þýskt dagblað. Þar kom fram sú afdráttarlausa skoðun að með evru mætti ná betri stöðugleika í þjóðarbúskap Íslendinga.

Sjá næstu 50 greinar