Flöggum Grænfánanum sem víðast Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 30. maí 2008 00:01 Snælandsskóli í Kópavogi fær afhentan Grænfánann í dag og bætist þar með í fríðan hóp skóla sem dregið hefur fánann að húni hér á landi. Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða um heim sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Í lok liðins árs voru yfir 21.000 skólar þátttakendur í verkefninu, flestir í Evrópu. 30.000 þátttakendurLandvernd stýrir Grænfánaverkefninu hér á landi en það er styrkt af umhverfisráðuneytinu og menntamálaráðuneytinu. Það var árið 2001 sem Landvernd hóf að kynna verkefnið fyrir skólum hér á landi og vorið 2002 voru þrír fyrstu Grænfánarnir dregnir að húni hér á landi. Nú eru 117 skólar þátttakendur í verkefninu og í þeim starfa samanlagt 30.000 manns. Þátttökuskólarnir eru 66 grunnskólar, 45 leikskólar, fjórir framhaldsskólar, einn vinnuskóli og einn háskóli. Skrefin sjöTil þess að fá að flagga Grænfánanum verða skólar að stíga sjö skref. Fyrsta skrefið er að skipa umhverfisnefnd skólans sem í sitja fulltrúar nemenda, kennara og annars starfsfólks og foreldra. Næsta skref er að meta stöðu umhverfismála í skólanum. Þar er horft til fjölmargra þátta svo sem orkunotkunar, innkaupa og sorpflokkunar. Þriðja skrefið er að umhverfisnefndin setur skólanum markmið og gerir áætlun um aðgerðir til að ná settum markmiðum. Fjórða skrefið felst í að sinna eftirliti til þess að tryggja að aðgerðirnar miði að settum markmiðum. Fimmta skrefið er að nemendur fái markvissa umhverfismennt og að viðeigandi námsefni er bætt inn í skólanámskrá. Í sjötta skrefi eru skólar hvattir til að vekja áhuga annarra á umhverfismálum. Sjöunda skrefið að Grænfána er að skólinn setji sér umhverfissáttmála, móti framtíðarsýn og heildarstefnu fyrir skólann í umhverfismálum og umhverfismennt. Eflir umhverfisvitundÞað er ljóst í mínum huga að skóli sem er með virka umhverfisstefnu hefur áhrif út á við, á heimili, sveitarstjórnir, fyrirtæki og samfélagið allt. Þess vegna tel ég Grænfánaverkefnið mjög mikilvægt framlag við að efla vitund þjóðarinnar um umhverfismál. Ég óska Landvernd og nemendum og starfsfólki Snælandsskóla til hamingju með daginn og hvet um leið aðra skóla til að setja markið hátt og gerast þátttakendur í Grænfánaverkefninu. Höfundur er umhverfisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Snælandsskóli í Kópavogi fær afhentan Grænfánann í dag og bætist þar með í fríðan hóp skóla sem dregið hefur fánann að húni hér á landi. Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða um heim sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Í lok liðins árs voru yfir 21.000 skólar þátttakendur í verkefninu, flestir í Evrópu. 30.000 þátttakendurLandvernd stýrir Grænfánaverkefninu hér á landi en það er styrkt af umhverfisráðuneytinu og menntamálaráðuneytinu. Það var árið 2001 sem Landvernd hóf að kynna verkefnið fyrir skólum hér á landi og vorið 2002 voru þrír fyrstu Grænfánarnir dregnir að húni hér á landi. Nú eru 117 skólar þátttakendur í verkefninu og í þeim starfa samanlagt 30.000 manns. Þátttökuskólarnir eru 66 grunnskólar, 45 leikskólar, fjórir framhaldsskólar, einn vinnuskóli og einn háskóli. Skrefin sjöTil þess að fá að flagga Grænfánanum verða skólar að stíga sjö skref. Fyrsta skrefið er að skipa umhverfisnefnd skólans sem í sitja fulltrúar nemenda, kennara og annars starfsfólks og foreldra. Næsta skref er að meta stöðu umhverfismála í skólanum. Þar er horft til fjölmargra þátta svo sem orkunotkunar, innkaupa og sorpflokkunar. Þriðja skrefið er að umhverfisnefndin setur skólanum markmið og gerir áætlun um aðgerðir til að ná settum markmiðum. Fjórða skrefið felst í að sinna eftirliti til þess að tryggja að aðgerðirnar miði að settum markmiðum. Fimmta skrefið er að nemendur fái markvissa umhverfismennt og að viðeigandi námsefni er bætt inn í skólanámskrá. Í sjötta skrefi eru skólar hvattir til að vekja áhuga annarra á umhverfismálum. Sjöunda skrefið að Grænfána er að skólinn setji sér umhverfissáttmála, móti framtíðarsýn og heildarstefnu fyrir skólann í umhverfismálum og umhverfismennt. Eflir umhverfisvitundÞað er ljóst í mínum huga að skóli sem er með virka umhverfisstefnu hefur áhrif út á við, á heimili, sveitarstjórnir, fyrirtæki og samfélagið allt. Þess vegna tel ég Grænfánaverkefnið mjög mikilvægt framlag við að efla vitund þjóðarinnar um umhverfismál. Ég óska Landvernd og nemendum og starfsfólki Snælandsskóla til hamingju með daginn og hvet um leið aðra skóla til að setja markið hátt og gerast þátttakendur í Grænfánaverkefninu. Höfundur er umhverfisráðherra
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar