Fleiri fréttir

Nintendo í sókn

Tölvuleikjaframleiðandinn Nintendo er kominn í hóp tíu verðmætustu fyrirtækja Japan. Þar er Nintendo á meðal risa eins og Toyoda, Honda, Canon og fleiri. Nintendo hefur vaxið mikið undanfarin ár og hefur nú náð góðu forskoti á aðalkeppinaut sinn, Sony.

Kemur á markað í september

„Við höfum fengið mikil og jákvæð viðbrögð,“ segir Guðrún Eiríksdóttir tölvunarfræðingur sem rætt var við í Fréttablaðinu á miðvikudag. Guðrún hannaði tölvuleik fyrir heyrnarskert börn ásamt vinkonu sinni en leiknum er ætlað að örva málþroska.

Segir Manhunt 2 vera listaverk

Tölvuleikurinn Manhunt 2 hefur fengið óblíðar móttökur hjá skoðunaraðilum bæði í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Í Bretlandi er leikurinn bannaður og í Bandaríkjunum fékk hann þyngsta mögulega dóm og verður eingöngu leyfður fyrir fullorðna. Það þýðir að ekki verður hægt að gefa leikinn út fyrir leikjavélar Sony.

Tölvuleikur bannaður í Bretlandi

Búið er að banna dreifingu á tölvuleiknum Manhunt 2 í Bretlandi. Þetta er í fyrsta sinn í heilan áratug sem leikur er bannaður þar. Manhunt 2 er framhald Manhunt sem var mjög umdeildur á sínum tíma.

Halo 3 æðið að byrja

Microsoft skráir nú í gríð og erg leyfi fyrir ýmiskonar varningi tengdum leiknum Halo 3 sem kemur út 25. september í Bandaríkjunum. Sem dæmi má nefna er sérstök þráðlaus farstýring og heyrnatól, að ógleymdri nýjustu ævintýrabókinni „Halo: Contact Harvest".

Þú gætir rekist á sjálfan þig

Raw Danger er nýr tölvuleikur fyrir Playstation 2 þar sem ákvarðanir persónanna í leiknum hafa áhrif hvor á aðra. Í Raw Danger þurfa leikmenn að bjarga sér eftir mikil flóð sem herjuðu á borgina þeirra.

Skotleikur veldur ólgu innan kirkjunnar

Enska þjóðkirkjan ætlar að rita bréf til tölvuleikjaframleiðandans Sony þar sem farið er fram á afsökunarbeiðni vegna tölvuleiks sem Sony framleiddi og settu á markað. Leikurinn, sem heitir Resistance: Fall of Man, er skotleikur og eitt sögusviða hans er innviði dómkirkjunnar í Manchester.

HD-DVD í Toshiba fartölvur

Tæknirisinn Toshiba ætlar að koma HD-DVD drifi i allar fartölvur sínar á næsta ári. Ætlunin er að ná forskoti á keppinautana í næstu kynslóðar DVD baráttunni.

PS3 fær uppfærslu

Nú er komin 1.8 upp færsla fyrir PS3. Hún opn ar ýmsa nýja möguleika. 1.8 uppfærslan sem nú er komin út fyrir PS3 gerir notendum kleyft að nota tölvuna sem millilið og horfa á kvikmyndir og ljósmyndir sem geymdar eru í PC heimilistölvunni. Þetta er hægt gegnum gagnamiðlun Windows Vista.

Sjá næstu 50 fréttir