Fleiri fréttir

Fjölskyldumaður

Söngvarinn síungi Mick Jagger fagnaði því að hafa lokið tónleikaröð í tilefni af 50 ára afmæli sveitarinnar Rolling Stones með því að taka allsherjar fjölskyldudag í New York.

Romeo Beckham heillar í Burberry-auglýsingu

Í nýjustu auglýsingaherferð breska tískuhússins Burberry stelur ungur herramaður senunni en hann á ekki langt að sækja hæfileikana. Um er að ræða miðson Victoriu og Davids Beckham, Romeo Beckham. Hann er nýjasta andlit Burberry og þykir fara á kostum í herferðinni sem var frumsýnd í vikunni.

Síðustu tónleikar Einars

Tónleikarnir Hátt í Höllinni sem verða haldnir í Laugardalshöll í kvöld með mörgum af vinsælustu flytjendum Íslands verða þeir síðustu sem Einar Bárðarson skipuleggur áður en hann tekur við starfi forstöðumanns Höfuðborgarstofu.

Hollywood bregst við harmleiknum

Hin hörmulega skotárás á Sandy Hook-grunnskólann í Newport, Connecticut í síðustu viku hefur valdið ómældri reiði og sorg um allan heim. Alls liggja 27 manns í valnum eftir hinn tvítuga árásarmann, þar af tuttugu börn, ýmist sex eða sjö ára gömul.

jólalög í vestri

Okkur þótti tímabært að bjóða til jólatónleika og vitum ekki til þess að vísitölufjölskylda að vestan hafi áður haldið tónleika saman,“ segir Theodóra Þorsteinsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Theodóra ætlar að syngja jólalög með eiginmanni sínum Olgeiri Helga Ragnarssyni og dætrunum Sigríði Ástu og Hönnu Ágústu í Borgarneskirkju í kvöld.

Skildi glamúrinn eftir heima

Leikkonan Gwyneth Paltrow mætti á Heathrow-flugvöll í London á sunnudaginn með börnin sín tvö, Moses og Apple. Gwyneth sleppti því alveg að mála sig og var afskaplega venjulega klædd.

Hryllilega horuð

Árið hefur ekki leikið leikkonuna Selmu Blair vel en stutt er síðan hún skildi við barnsföður sinn Jason Bleick. Selma lítur ekkert sérstaklega vel út þessa dagana eins og sést á meðfylgjandi myndum.

Þetta kallar maður flottan rass

Söngkonan Kelly Rowland hefur talað mikið um hve stolt hún er af sínum línum og vinnur ötullega að því að halda sér í góðu formi. Hún kom fram á dívutónleikum VH1 og sögusagnir fóru strax í gang um að hún væri búin að laga afturendann eitthvað til.

Þvílík kroppasýning

Hin íturvaxna Coco Austin sýndi kroppinn svo um munaði á sýningunni, Peepshow í Las Vegas í vikunni en stjarnan verður seint sögð feimin.

Fimm flottustu dívurnar

Hér má sjá fimm stórglæsilegar söngkonur sem þóttu bera af á 2012 VH1 Divas hátíðinni sem haldin var í vikunni.

Skrautleg svipbrigði stórstjörnu

Britney Spears er komin í jólafrí frá sjónvarpsþættinum geysivinsæla X - factor en hún hefur fengið nokkuð góða dóma fyrir þátttöku sína sem dómari.

Pósar í hitanum

Breska fyrirsætan Kate Moss, 38 ára, er stödd í karabíska hafinu þessa dagana. þar sem hún situr fyrir á milli þess sem hún skemmtir sér stórvel eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Madonna og unglambið

Madonna 54 ára, og Brahim Zaibat voru brosmild þegar þau yfirgáfu Tango veitingahúsið í Buenos Aires í Argentínu í vikunni. Madonna er á tónleikaferðalagi en uppselt er á alla 72 tónleikana hennar um víða veröld.

Tók út sykur og hveiti - léttist um 25 kg

"Ég áhvað í fyrsta lagi að ég væri búin að fá nóg að vera of feit og hringdi í manninn minn sagði honum ég hafði stigið á vigtina og var orðin 100 kíló," segir Ágústa Kolbrún Jónsdóttir eigandi Jógastúdíó sem hefur lést um 25 kg síðan hún tók mataræðið í gegn 15. febrúar á þessu ári. "Eftir að ég tók út sykur og hveiti hjá mér er ég farin að hafa meiri orku, ég er glaðari og ég er fókusaðari," segir Ágústa jafnframt.

Gefa rafmagnsljósunum frí

„Við stofnuðum þennan kammerhóp þegar við komum heim frá námi og á hverju einasta ári höfum við haldið svona kertaljósatónleika. Létum sérútbúa kertastjaka og flytjum þá á milli og gefum rafmagnsljósunum alveg frí. Svo er bara rökkrið kringum áheyrendur og það ríkir mikil stemmning,“ segir Hallfríður Ólafsdóttir, flautuleikari í Camerarctica.

Hér til að slaka á

„Ég er hér til þess að heimsækja vini,“ segir norski leikarinn Terje Skonseng Naudeer, en hann ákvað að skella sér í vetrarfrí til Íslands.

Fyndið að vera í fýlu

„Það er eitthvað svo fyndið að vera í fýlu í skrýtnum aðstæðum,“ segir leikstjórinn Magnús Leifsson sem á heiðurinn af nýju myndbandi hljómsveitarinnar Hjaltalín við lagið Myself. Lagið er af plötunni Enter 4 og verður frumsýnt á morgun.

Býr til myndir úr hljóðum og texta

Verkið var leiklesið hér heima hjá mér á Listahátíð í vor, í leikstjórn Kristínar Eysteinsdóttur, og svo vann ég það áfram fyrir þessa uppfærslu í útvarpinu,“ segir Hrafnhildur Hagalín um leikrit sitt, Opið hús, sem Útvarpsleikhúsið sendir út á jóladag. „Það breyttist töluvert í vinnslunni og við áttum í ákveðnum díalóg um þróunina, ég og Kristín leikstjóri.“

21 með Adele vinsælust á iTunes

Plata ensku söngkonunnar Adele, 21, selst enn eins og heitar lummur tæpum tveimur árum eftir að hún kom út. Hún var sú mest selda hjá iTunes í Bandaríkjunum árið 2012 og sló þar við nýjum útgáfum frá hinum vinsælu Taylor Swift og Mumford & Sons.

Martröð fræga fólksins

Fregnir bárust í síðustu viku af hryllilegu ráðabruggi, þar sem þrír menn höfðu í hyggju að myrða kanadíska ungstirnið Justin Bieber og skera undan honum.

Óvenjulegt afmælisdress

Leikkonan Krysten Ritter hélt upp á 31 árs afmæli sitt í Las Vegas um helgina. Krysten mætti í afmælið í mjög óvenjulegu dressi sem minnti helst á eitthvað sem bardagaþræll gæti verið í.

Kynlífið er öðruvísi

Stjörnuparið Hilary Duff og Mike Comrie hafa ekki fengið mikinn tíma ein saman síðan sonur þeirra Luca Cruz kom í heiminn fyrir níu mánuðum síðan.

Ég er trúlofuð!

Idol-stjarnan Kelly Clarkson er trúlofuð sínum heittelskaða Brandon Blackstock. Þetta tilkynnti Kelly á Twitter-síðu sinni en Brandon bað hennar á föstudaginn var.

Húðflúrar augabrúnirnar

Breska glamúrmódelið Katie Price, 34 ára, er ekki feimin þegar kemur að fegrunaraðgerðum. Hún heimsótti snyrtistofu í vikunni þar sem hún lét húðflúra augabrúnirnar svartar og sett myndir af fegrunaraðgerðinni beint á Twitter síðuna sína síðar sama dag. Eins og sjá má á myndunum var setið um hana fyrir utan snyrtistofuna eins og sjá má.

Rosalegur munur

Meðfylgjandi má sjá þýsku leikkonuna Diane Kruger í ljósum Prabal kjól á rauða dreglinum. Þá má einnig sjá leikkonuna á götum Los Angeles í gær, sunnudag, næla sér í kjúkling klædd í leðurjakka. Hún er glæsileg hvort sem það er uppábúin eða óförðuð á hlaupum.

Það var dekrað við Nigellu um helgina

Það var sko dekrað við sjónvarpskokkinn og matgæðinginn Nigellu Lawson, 52 ára, í gær, sunnudag. Það var eiginmaður hennar , Charles Saatchi, sem bauð henni á uppáhaldsveitingastaðinn hennar á Mayfair svæðinu í Lundúnum. NIgella var klædd í svart hvítan topp og svarta kápu með slegið hárið - stórglæsileg eins og ávallt. Á meðan Nigella dundaði sér í iPhone-símanum sínum reykti Charles eins og sjá má á myndunum.

Ilmur verður Ástríður á ný

Samlestur á annarri seríu af Ástríði er hafinn en þessi tíu þátta sjónvarpssería fer í loftið á Stöð 2 í vor. Samlestrar hafa verið haldnir í Sagafilm, sem framleiðir seríuna fyrir Stöð 2, síðustu daga og hafa hlátrasköllin ómað um fyrirtækið. Þessi sería lofar því afskaplega góðu.

Fékk rúmar 12 millur

Leikkonan Lindsay Lohan, 26 ára, var brosandi sæl í New York um helgina. Það er ekki furða að hún sé glöð því leikarinn Charlie Sheen gaf henni 100,000 Bandaríkjadali eða 12 milljónir og sexhundruð þúsund krónur til að borga skuldirnar hennar.

Afhjúpar megrunarleyndarmálin

Kynbomban Megan Fox er komin í dúndurform aðeins nokkrum vikum eftir að hún eignaðist soninn Noah. Noah kom í heiminn í september á þessu ári en Megan segist nánast ekkert hafa farið í ræktina síðan.

Hefur ekki verið léttari í fjórtán ár

Þúsundþjalasmiðurinn Patsy Kensit hefur verið að berjast við aukakílóin síðustu fjórtán árin. Nú er hún loksins búin að koma sér í gott jafnvægi eftir að hafa prófað Weight Watchers-prógrammið.

Brjóstaþokan er alveg að fara með hana

Leikkonan Reese Witherspoon eignaðist soninn Tennesse í lok september með eiginmanni sínum Jim Toth. Hún segist vera illa haldin af brjóstaþoku um þessar mundir.

Ofurkroppur og hundavinur

Ofurfyrirsætan Irina Shayk var eldhress er hún heimsótti ASPCA-ættleiðingarmiðstöðina í New York um helgina.

Svona heldur hún sér unglegri

Tveggja barna móðirin Kate Hudson er ákaflega falleg kona og ávallt mjög fersk og ungleg. Hún segist ekki leggja mikið upp úr húðhreinsun þó hún reyni að hugsa betur um húðina eftir að hún komst á fertugsaldurinn.

Þessi er ekki feiminn

Myndir náðust af setti myndarinnar Foxcatcher í vikunni. Leikararnir Channing Tatum og Mark Ruffalo leika í myndinni og er Mark greinilega ekki feiminn við að gera sig að fífli.

Hjartaknúsari með fullkomna handsnyrtingu

Leikarinn Jared Leto gleymdi greinilega að taka naglalakkið af nöglunum áður en hann tékkaði sig inn á flugvellinum í Los Angeles. Jared var á leiðinni til New Orleans til að leika í kvikmyndinni Dallas Buyers Club þar sem hann leikur klæðskipting.

Þetta stingandi augnaráð

Björn Thors er maður ekki einhamur. Hann er þjóðinni í fersku minni sem Viktor í Pressu 3 og æfir nú stíft eitt stærsta hlutverk leiklistarsögunnar, sjálfan Makbeð. Illmennin virðast vera að verða hans sérsvið, en hann hefur þó leikið elskhuga á borð við

Fer í Útsvarið í janúar með Simma

Þóra Arnórsdóttir varð ekki forseti Íslands en hún stjórnar stóru heimili og vinnur að verðugum verkefnum bæði innan þess og utan, meðal annars heimildarmynd.

Hvaða stúlka er þetta, Seal?

Stutt er síðan fyrirsætan Heidi Klum og tónlistarmaðurinn Seal skildu eftir tæplega sjö ára hjónaband. Heidi er byrjuð með lífverðinum sínum Martin Kirsten og nú virðist Seal vera búinn að finna ástina.

Er þetta ekki aðeins of þröngt?

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian er dugleg að prófa sig áfram í tískunni og stígur stundum feilspor eins og við hin. Hún tók eitt af þessum sporum í Miami í vikunni þar sem hún klæddist pilsi sem var aðeins of þröngt.

Síminn dó í heita pottinum

Kornunga leikkonan Chloe Moretz er á hraðri uppleið í stjörnuheiminum en lífið er ekki bara dans á rósum í henni Hollywood.

Ég var rosalega mikið nakinn

Matt Damon leikur elskhuga skemmtikraftsins Liberace í myndinni Behind the Candelabra og lagði ýmislegt á sig fyrir hlutverkið.

Lífið gefur Clinique

Lífið ætlar að gefa Clinique 3-þrepa húðhirðukerfið næsta mánudag. 3-þrepa Kerfið er þróað af húðlæknum og samanstendur af hreinsun, endurnýjun og raka.

Þessi er gegnsær

Leikkonan Kristen Stewart, 22 ára, vakti athygli á frumsýningu kvikmyndarinnar On the Road í gærkvöldi fyrir gegnsæjan Beckley kjól sem hún klæddist. Kristen skyggði á alla sem mættu á frumsýninguna og þar var móttleikkona hennar Kirsten Dunst meðtalin.

Sjá næstu 50 fréttir