Fleiri fréttir

Þagði í átta ár yfir krabbameini

Leikkonan Kathy Bates hefur í fyrsta sinn greint frá því opinberlega hvers vegna hún þagði í átta ár yfir baráttu sinni við krabbamein, sem lauk með sigri hennar.

Seldi eftirlíkingar

Hasarmyndaleikarinn Jason Statham græddi stórfé á því að selja alls kyns eftirlíkingar af skartgripum á götum London áður en hann varð frægur. Hann græddi allt að 250 þúsund krónum á einum degi á viðskiptunum og seldi meðal annars úr, keðjur, armbönd og fleira.

Til liðs við Hrollvekjuna

Ekki er ólíklegt að söngvari hljómsveitarinnar Maroon 5, Adam Levine, bætist við leikarahóp sjónvarpsþáttanna American Horror Story.

Nýr knattspyrnuvefur lifnar við

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar knattspyrnuvefurinn 433.is var opnaður við hátíðlega athöfn á Úrillu Górillunni á föstudaginn...

Aftengdi sprengju

Jonathan Davis, söngvari rokksveitarinnar Korn, fékk stutta leiðsögn í því hvernig á að aftengja sprengju þegar hann hitti bandaríska hermenn í Þýskalandi.

Þolir ekki þegar karlmenn tala í kringum hlutina

Leikkonan Kirsten Dunst, 29 ára, fékk sér hádegisverð í gær í Kaliforníu ásamt ónefndum karlfélaga. Eins og sjá má var leikkonan afslöppuð með sólgleraugu í góðum fíling. Karlmenn hræða mig. Ég hata óbein skilaboð sem þeir gefa mér og þegar þeir tala í kringum hlutina. Ég hata að leika einhvern leik. Ég vil frekar vita hvort viðkomandi hafi áhuga á mér eða ekki! sagði Kirsten.

Níu hönnuðir keppa um eina milljón

Hannað fyrir Ísland er nýr íslenskur hæfileikaþáttur sem Stöð 2 og 66°NORÐUR standa fyrir. Þar verður leitað að hönnuði framtíðarinnar en níu hönnuðir taka þátt og leggja allt undir til að sýna hvað í þeim býr. Fyrsti þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld og hefst kl. 20.35...

Andri á slóðir Vestur-Íslendinga

Sjónvarpið hefur ákveðið að taka upp þriðju þáttaröðina með Andra Frey Viðarssyni á slóðum Vestur-Íslendinga í Kanada. Tökur eru fyrirhugaðar í júlí.

Fyrirsætur snúa heim

Reykjavík Fashion Festival fer fram í þriðja sinn nú í lok mánaðarins. Ellefu íslenskir hönnuðir taka þátt í ár og má þar á meðal nefna ELLA, Kron by KronKron, Mundi, REY og Kalda.

DiCaprio sötrar kokteila

Leikarinn Leonardo DiCaprio, 37 ára, lét fara vel um sig við sundlaugarbakka á Miami ásamt móður sinni á mánudaginn var...

Hera Björk ekki nýr Páll Óskar

"Ég mun sjá um að kasta boltanum á milli en ég er ekki að fara að verða nýr Páll Óskar, enda reynir það held ég ekki nokkur lifandi maður,“ segir Hera Björk um nýjan Eurovision-þátt sem er væntanlegur á RÚV 21. apríl.

Ólöglegt Eurovision-lag

Textinn við lagið Facebook Uh, Oh, Oh, framlag San Marínó til Eurovision-söngvakeppninnar í ár, stenst ekki reglur keppninnar.

Ánægja með myndband við Eurovision-lagið

Myndbandið við framlag Íslands í Eurovision var frumsýnt í gær. Enskur texti hefur verið saminn við lagið og myndbandið leggst vel í aðdáendur keppninnar.

Stórstjarna í stjörnukjól

Jennifer Lopez gerir allt brjálað hvar sem hún stígur niður fæti enda eru vinsældir hennar í hámarki um þessar mundir.

Flýr ágenga ljósmyndara

Leikkonan Gwyneth Paltrow, 39 ára, var klædd í svarta stórglæsilega Louis Vuitton dragt í teiti á vegum hönnuðarins Marc Jacobs á tískuvikunni í París á dögunum. Þá var Gwyneth mynduð í gær fyrir utan veitingahús í Lundúnum. Eins og sjá má í myndasafni reyndi hún allt hvað hún gat til að koma í veg fyrir að vera mynduð.

Áberandi smart í klæðaburði

Leikkonan Diane Kruger, 35 ára, var mynduð á rauða dreglinum þar sem hún kynnti nýju kvikmyndina „Farewell, My Queen“....

Góðir dómar í Noregi

Íslenska myndin Eldfjall fær góða dóma í Noregi en Dagbladet gefur myndinni fjóra af sex mögulegum. Sömuleiðis er gagnrýnandi útvarpsstöðvarinnar P3 hrifinn af Rúnari Rúnarssyni leikstjóra myndarinnar og segir hann hafa einstakan hæfileika.

Brad Pitt vinnur að góðgerðarmálum

Leikarinn Brad Pitt átti góða stund með sjónvarpsþáttastjörnunni Ellen DeGeneres og eiginkonu hennar, leikkonunni Portia de Rossi í New Orleans á dögunum er þau fóru út að borða saman.

Blóðugur Bieber

Meðfylgjandi má sjá poppstjörnuna Justin Bieber, 18 ára, útataða í blóði...

Í fyrsta sinn á fjalirnar

Kate Winslet ætlar að stíga á fjalirnar í fyrsta sinn í leikritinu Skylight á móti Bill Nighy. Samningaviðræður hafa staðið yfir undanfarna þrjá mánuði um að Winslet taki að sér hlutverkið og búist er við að hún skrifi undir á næstunni. "Hún elskar þetta leikrit og hefur mikinn áhuga á að leika í því," sagði heimildarmaður. Verkið er eftir David Hare og var sýnt í Borgarleikhúsinu 1998 undir heitinu Ofanljós.

Tínir ekki upp óhreina sokka forsetans

Forsetafrúin Michelle Obama, 48 ára, mætti í sjónvarpsþátt David Letterman á mánudaginn var. Þá mætti hún einnig í þátt Ellenar DeGeners þar sem Ellen spurði hana hvort hún tíndi upp skítuga sokka af eiginmanninum. "Nei, nei. Hann tínir þá sjálfur upp. Hann heldur því fram að hann sé duglegur að taka til en ég minni hann á að það er fólk sem aðstoðar hann við þetta. Það er hreinlega fólkið,“ sagði Michelle. Þá má sjá hana taka nokkrar armbeygjur með Ellen.

Stebbi og Eyfi á stjá

Félagarnir Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson eru lagðir stað í tónleikaferð um landið til að fylgja eftir plötunni Fleiri notalegar ábreiður sem kom út í fyrra.

Þekkist ekki lengur úti á götu

"Það er mjög þungu fargi af mér létt. Ég var að spá í að setja sílíkon í hökuna til að jafna út þungann," segir Smári Tarfur Jósepsson.

Hrím opnar í Reykjavík

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar hönnunarhúsið Hrím opnaði verslun á Laugaveginum í Reykjavík en verslunin, sem leggur áherslu á innlenda og erlenda hönnun, hefur hingað til verið starfrækt í Hofi á Akureyri...

Kim Kardashian djammar með mömmu

Mæðgurnar Kris Jenner og Kim Kardashian mættu prúðbúnar til afmælishátíðar næturklúbbsins 1 Oak í Las Vegas um helgina.

Prinsessan sem heillar alla

Kate Middleton tók þátt í hátíðarhöldum tileinkuðum Dags heilags Patreks þann 17. mars síðastliðinn en hann er líka þjóðhátíðardagur Íra.

Ólétt Jessica Simpson

Söngkonan Jessica Simpson, 31 árs, og unnusti hennar, Eric Johnson, voru mynduð í Kaliforníu í gær...

Mikið álag á vef Vodafone þegar myndbandið var frumsýnt

„Nei, hann hrundi nú ekki en það þurfti að loka honum í smá stund til að setja efnið inn á hann,“ segir Hrannar Pétursson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs hjá Vodafone. Frumsýna átti Eurovision-myndbandið við lagið Never Forget á vefsíðu félagsins klukkan tólf í dag en það gekk ekki nógu vel þar sem ekki var hægt að komast inn á vefinn vegna álags.

Ömmusýning í Bretlandi

Heimildarmyndin Grandma Lo-Fi var sýnd í fyrsta sinn í Bretlandi í gær. Sýningin var á kvikmyndahátíðinni Flatpack Festival í borginni Birmingham.

Missir ekki stjórn á skapi sínu

Leikkonan Julia Roberts, 44 ára, mætti í svartri dragt á heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Mirror Mirror í Hollywood um helgina. "Ég missi ekki oft stjórn á skapi mínu. Það gerist nánast aldrei. Ég lít alltaf jákvæðum augum á allt sem verður á vegi mínum,“ lét Julia hafa eftir sér. Skoða má myndir af Julíu í myndasafni.

Mundu eftir mér frumsýnt í dag

Myndbandið við Eurovision-lagið Mundu eftir mér verður frumsýnt á vefsíðu Vodafone í dag klukkan 12. Heimildir herma að spilað verði á allan tilfinningaskalann í myndbandinu og verður gaman að fylgjast með samvinnu söngvaranna tveggja, Gretu Salóme og Jónsa. Mikil spenna ríkir einnig yfir því hvort lagið verði sungið á íslensku eða ensku og hvernig lagið verður útsett.

Fögnuðu nýrri fótboltasíðu

Nýrri fótboltavefsíðu, 433.is, var fagnað á sportbarnum Úrillu górillunni á föstudagskvöld. Margir kunnir fótboltakappar létu sjá sig og Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, opnaði vefsíðuna formlega.

Grænt er ekki vænt

Erin Heatherton, kærasta leikarans Leonardos DiCarprio, hefur fengið sig fullsadda af óþrifnaði hjartaknúsarans.

Íslendingar eru nammisjúkir

„Ég vildi opna búð sem fær viðskiptavininn til að segja vá þegar hann labbar inn. Hingað til hafa flestir sagt vá þegar þeir ganga inn um dyrnar,“ segir Alfreð Chiarolanzio eigandi nýju nammibúðarinnar Nammibarinn á Laugavegi.

Góðir vinir bæta heilsu

Góðir vinir geta bætt heilsu fólks ef marka má niðurstöðu nýrrar rannsóknar sem gerð var við Háskólann í Kaliforníu.

Drukkið til heiðurs Heilögum Patreki

Dagur heilags Patreks verður haldinn hátíðlegur víða um heim á morgun. Dagurinn er þjóðhátíðardagur Íra og fagnar kristnitöku þjóðarinnar sem þeir tengja að miklu leyti við heilagan Patrek, en honum er einnig gefið að hafa fælt burtu alla snáka úr landinu.

Grýtti síma inn um rúðu

Handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur gamanleikaranum Russell Brand eftir að hann henti síma í gegnum glugga á lögfræðiskrifstofu í New Orleans.

Kemur á einkaþotu og bakar pitsu á Selfossi

Nýr Dominos veitingastaður opnar á Selfossi í dag og í tilefni þess mun Patrick Doyle, forstjóri Dominos í heiminum, mæta á staðinn og baka eina flatböku. Doyle flýgur með einkaþotu til landsins til þess eins að vera viðstaddur opnunina.

Aniston í húsgagnaleit

Leikkonan Jennifer Aniston, 43 ára, yfirgaf húsgagnaverslun í Hollywood í fyrradag. Með leikkonunni var unnusti hennar, leikarinn Justin Theroux sem settist í farþegasætið og keyrði af vettvangi á meðan hún mátaði sófana.

Sjá næstu 50 fréttir