Fleiri fréttir

Airwaves í útvarpinu

Dagskrá útvarpsþáttarins Straumur á Xinu 977 verður næstu vikurnar tileinkuð Iceland Airwaves-tónlistarhátinni sem fer fram 13. til 17. október. Þátturinn verður alla þriðjudaga klukkan 20 til 22 fram að hátíð og þar verða kynntar flestar af þeim erlendu hljómsveitum sem koma fram á hátíðinni. Viðtöl verða tekin við íslenskar og erlendar hljómsveitir auk þess sem miðar á hátíðina verða gefnir. Á meðal flytjenda á Airwaves í ár eru Robyn, Hurts, Everything Everything, Bombay Bicycle Club, Mugison og Dikta.

Fékk styrk til Feneyjafarar

„Þetta var frábært,,“ segir framleiðandinn Katrín Ólafsdóttir nýkomin heim frá kvikmyndahátíðinni í Feneyjum þar sem stuttmynd hennar, Líf og dauði Henry Darger, var frumsýnd. Um tíma leit út fyrir að Katrín kæmist ekki út til að kynna myndina eins og Fréttablaðið greindi frá.

Dagbókin var sáluhjálparatriði

Meðal bóka sem væntanlegar eru í jólabókaflóðinu í ár er ævisaga Gunnars Thoroddsen forsætisráðherra eftir Guðna Th. Jóhannesson sagnfræðing. Við ritun bókarinnar fékk Guðni óheftan aðgang að afar persónulegum dagbókum Gunnars.

Sveppi rakar inn seðlum

Sverrir Þór Sverrisson er vinsælasta barnastjarna landsins. Það sannaðist rækilega um helgina þegar ellefu þúsund manns borguðu sig inn til að sjá Algjöran Sveppa og dularfulla hótelherbergið í bíó.

300. útsending KR-útvarpsins

Útvarp KR, FM 98,3, fagnar þeim merka áfanga að senda út sína 300. útsendingu á fimmtudag þegar KR tekur á móti Breiðabliki í Frostaskjóli.

Eiga von á barni

Talsmaður leikkonunnar Penélope Cruz hefur staðfest að leikkonan og eiginmaður hennar, spænski leikarinn Javier Bardem, eigi von á sínu fyrsta barni í byrjun næsta árs.

Ómar sýnir í Eldingu

Föstudagskvöldið 1. október mun Ómar Ragnarson sýna þrjár myndir á RIFF, Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, um borð í hvalaskoðunarskipinu Eldingu. Fyrst sýnir Ómar myndina One of the Wonders of the World. Hún er um 25 mínútna löng og fjallar um virkjanir og stóriðju á Íslandi. Tónlist Bjarkar Guðmundsdóttur hljómar í myndinni.

Ásgrímsmyndir voru fyrir American Express

„Það hefur fullt af fólki sett sig í samband við okkur og ég held að sagan á bak við myndirnar sé orðin ljós,“ segir Kristrún Heiða Hauksdóttir, kynningarstýra Forlagsins.

Safnbox með Hendrix

Safnbox með sjaldheyrðum og óútgefnum lögum með Jimi Hendrix verður gefið út 15. nóvember í tilefni þess að fjörutíu ár eru liðin frá dauða hans.

Bíó Paradís opnuð í kvöld

Þær hafa verið svefnlausar næturnar hjá aðstandendum Bíó Paradísar: Heimili kvikmyndanna. Í dag rennur svo stóri dagurinn upp þegar hin langþráða kvikmyndamiðstöð verður opnuð.

Horn á höfði aftur á svið

Barnaleikritið Horn á höfði verður sýnt í Borgarleikhúsinu frá og með 18. september næstkomandi. Sýningin var upphaflega frumsýnd í Grindavík í fyrra en hún var valin Barnasýning ársins 2010 á Grímunni í vor.

Sjónvarpslaust og kósí á hverju fimmtudagskvöldi

Viðburðurinn Sjónvarpslaus fimmtudagskvöld verður haldinn í fyrsta sinn í Slippsalnum á fimmtudaginn. Fólk er hvatt til að hvíla sig á sjónvarpinu og njóta íslenskrar menningar í kósí stemningu.

Ljóð mega vera eins og Andrésblöð

Út er komin bókin Með mínu grænu augum, með frumortum ljóðum og þýðingum eftir Sverri Norland. Þetta er önnur ljóðabók Sverris og lokaverkefni hans til BA-prófs í ritlistarnámi við Háskóla Íslands.

Fágætar eftirprentanir finnast á lager

„Væntanlega kemur þessi mappa með Ásgríms-myndunum frá gamla Helgafells-lagernum þegar Ragnar í Smára var upp á sitt besta,“ segir Jóhann Páll Valdimarsson bókaútgefandi. Vel á þriðja tug mappa með eftirprentunum af vatnslitamyndum eftir Ásgrím Jónsson fundust nýlega á lager Forlagsins úti á Fiskislóð.

Fallegur dagur í uppáhaldi hjá Bubba

„Það eru um tíu þúsund manns búnir að velja," svarar Bubbi Morthens spurður hvernig gengur að velja lögin á á nýju ferliplötuna hans sem kemur út í haust.

Pamela passar í bresk undirföt

Pamela Anderson, 43 ára, kaupir uppáhalds undirfötin sín í Englandi því þau eru fallegri og þægilegri en undirföt sem fást í öðrum löndum. Fyrrum Baywatch stjarnan segir að undirfötin sem passa vel á hana fást eingöngu í Bretlandi. Hún eyddi nokkrum vikum í London á síðasta ári þar sem hún fór með eitt af aðalhlutverkunum í söngleik um Aladdin en sýningin verður endurtekin í ár sökum vinsælda. Pamelu hlakkar til að heimsækja England á ný því þá ætlar hún að endurnýja öll undirfötin sín. Það verður yndislegt að koma aftur til Englands og kaupa ný undirföt. Ég elska líka að ganga um götur Lundúna, skoða söfn og hitta vini og kunningja," sagði Pamela. Þrátt fyrir ást hennar á breskum undirfatnaði segist hún ekki ætla að sitja fyrir í Playboy tímaritinu aftur því hún sé orðin of gömul fyrir það. Það er kominn tími fyrir aðrar stúlkur að fá athyglina núna, sagði Pamela sem á tvo syni með Tommy Lee, Brandon, 14 ára, og Dylan, 12 ára.

Penelope staðfestir óléttuna

Leikkonan Penelope Cruz er gengin fjóra mánuði á leið með sitt fyrsta barn. Penelope giftist leikaranum Javier Bardem í júlí á þessu ári en síðan þá hafa sögusagnir um að þau eigi von á borni verið háværar. Leikkonan hefur verið upptekin við að leika í kvikmyndinni Pirates of the Caribbean: On Stranger Tides þar sem sístækkandi magi hennar hefur vakið athygli nærstaddra. Í dag sendi fjölmiðlafulltrúi Penelope frá sér eftirfarandi tilkynningu: Penelope Cruz is er gengin fjóran og hálfan mánuði með sitt fyrsta barn. Í þessum töluðu orðum er hún á leið til Lundúna þar sem hún vinnur við að leika í Pirates of the Caribbean #4 en tökum á henni líkur innan skamms. Penelope og Javier kynntust árið 2007 en hafa lagt sig fram að halda sambandinu algjörlega út af fyrir sig.

Mamma reynir ekki að græða á mér

Leikkonan Blake Lively, 23 ára, segir að mamma hennar komi henni stöðugt á óvart því hún reyni ekki að hafa peninga af sér eftir að hún skaust hratt upp á stjörnuhimininn í Hollywood. Blake leikur Serenu Van Der Woodsen í sjónvarpsþáttaröðinni Gossip Girl sem sýnd er á Stöð 2. Umboðsmaður Blake er móðir hennar en hún hefur aldrei misnotað aðstoðu sína gagnvart henni að sögn Blake. „Mamma er mögnuð kona því hún sinnir móðurhlutverkinu vel. Hún vill ekki prósentur af laununum mínum þrátt fyrir að sjá um mín mál."

Hollywoodkynslóðin hittist

Meðfylgjandi myndir voru teknar á skemmtistaðnum Broadway um helgina þegar Hollywoodkynslóðin svokallaða rifjaði upp skemmtilega tíma. Ljósmyndarinn Thorgeir.com náði að fanga gleðina sem ríkti á meðal gesta staðarins.

Gaga með átta MTV-verðlaun

MTV-myndbandaverðlaunin voru afhent um helgina í Los Angeles. Lady Gaga hirti flest verðlaun allra.

Öskraði eftir erfiðar kynlífssenur

Leikkonan Michelle Williams leikur í átakanlegum kynlífssenum á móti leikaranum Ryan Gosling í nýrri kvikmynd sem ber heitið Blue Valentine. Michelle fannst erfitt að leika í kynlífssenunum. Hún hataði hverja einustu sekúndu á meðan á tökunum stóð. Eftir tökurnar, sem tóku nokkra daga, öskraði hún út um bílgluggann á leiðinni heim úr vinnunni til að losa um streituna sem hún upplifði. „Við æfðum senurnar í marga daga í röð og það voru erifðir dagar," sagði Michelle. „Í byrjun gengu tökurnar á létta þægilegar ástarsenur en þegar við lékum kynlífsatriðin var tilfinningin ömurleg. Tökurnar stóðu yfir heila eilífð. Ég keyrði langa vegalengd heim úr vinnunni á hverjum degi og setti höfuðið út um gluggann og öskraði af öllum lífsins sálar kröftum. Þannig tókst ég á við óþægilegheitin," sagði hún.

Ljúka tónleikaferð á Íslandi

Gítarleikarinn Sigurður Rögnvaldsson, sem er búsettur í Svíþjóð, heldur tvenna tónleika hér á landi annað kvöld og fimmtudagskvöld með hljómsveitinni Defekt. Tónleikarnir verða þeir síðustu í tónleikaferð sveitarinnar um Norðurlönd til að fylgja eftir plötunni Pete’s Game Machine. Tónlistinni má lýsa sem djassi með áhrifum frá rokki, poppi og brimbrettatónlist.

Tvö ný andlit í Gettu betur

Spyrillinn Edda Hermannsdóttir og stigavörðurinn Marteinn Sindri Jónsson eru ný andlit spurningakeppninnar Gettu betur sem hefur göngu sína í Sjónvarpinu 19. febrúar. Höfundur spurninga verður sá sami og áður, Örn Úlfar Sævarsson.

Uppvakningur gleymdist

„Við réðumst í miklar endurbætur fyrir hálfu ári og þá kom sér vel að það varð eitthvert smáræði eftir sem við gátum nýtt okkur,“ segir Benedikt Guðmundsson hjá Draugasetrinu á Stokkseyri.

Kolsvartur pakki frá XIII

Rokksveitin XIII sendir frá sér tvöföldu plötuna Black Box í dag. Þar verða öll bestu lög sveitarinnar ásamt sjö nýjum lögum sem voru tekin upp í sumar. „Við erum búnir að spila mikið undanfarið ár og höfum fundið fyrir miklum áhuga,“ segir forsprakkinn Hallur Ingólfsson.

Bannað að lyfta lóðum

Leikkonan Christina Hendricks hefur verið bannað að lyfta lóðum í líkamsræktinni vegna vinnunnar en hún fer með hlutverk Joan Harris í sjónarpsþáttunum Mad Men, sem sýndur er á Stöð 2, þar sem mikið er lagt upp úr trúverðugleika karakterana. Christina heldur sér í formi með því að hreyfa sig þrisvar í viku en nú hefur henni verið bannað að lyfta lóðum í ræktinni. Handritshöfundur þáttanna, Matthew Weiner, hefur sannfært Christinu um að hætta að lyfta þungum lóðum því hann vill ekki að hún verði stæltari. „Matt myndi klikkast ef hann sæi massaðan handlegg því hann vill ekki að neitt sé í anda ársins 2010," sagði Christina. Christina er stolt af líkama sínum og hefur engan áhuga á að grenna sig, hvað þá létta sig. Foreldrar Christinu kenndu henni að vera stolta af því hvernig hún er vaxin.

Sagði börnunum ekki frá krabbameininu

Leikkonan Marcia Cross, 48 ára, sagði börnum sínum ekki frá því þegar pabbi þeirra greindist með krabbamein. Desperate Housewives leikkonan á þriggja ára gamlar tvíburadætur, Eden og Savönnuh, með eiginmanni sínum Tom Mahoney. Tom fékk krabbamein á síðasta ári. Í dag lítur allt út fyrir að Tom hafi náð að sigrast á krabbameininu eftir að hafa farið í gegnum lyfjameðferð. Marcia var óttaslegin þegar Tom fékk fréttirnar en upplýsti ekki ungar stúlkurnar sínar því hún vildi ekki hræða þær. Við ákváðum að segja þeim ekki frá því þó við vissum ekki hvernig heilsa Tom yrði," sagði Marcia. Þær njóta tilverunnar áhyggjulausr og pabbi þeirra er hraustur í dag. Veikindin tilheyra fortíðinni og hann vill ekki segja þeim frá því strax," sagið hún.

Æfir 5 sinnum í viku

Danska leikkonan Brigitte Nielsen, 47 ára, er ánægð með líkama sinn sem er í það góðu formi að hún gæti auðveldlega tekið að sér að leika í spennumynd þar sem útlit og úthald þarf að vera framurskarandi að hennar sögn. Brigitte sem skildi við leikarann Sylvester Stallone árið 1987,hefur æft eins og enginn væri morgundagurinn undanfarin ár. Ég hef lést gríðarlega mikið síðan ég byrjaði að æfa og taka mataræðið íg egn og mér líður frábærlega vel með líkama minn á ný, sagði Brigitte. Hún segir að líkamsræktin taki töluverðan tíma frá annasamri dagskrá en það sé svo sannarlega þess virði því útkoman er frábær. Ég neyðist til að æfa fimm sinnum í viku í klukkutíma sí senn svo ég sjái árangur sem ég er ánægð m eð," sagið hún.

Brjóstagjöf lykill að kjörþyngd

Mamma brasilísku ofurfyrirsætunnar Gisele Bündchen er hetjan hennar. Gisele, sem á soninn Benjamin fyrir níu mánuðum, með eiginmanni sínum Tom Brady elskar móðurhlutverkið. Mamma hennar, Vânia, er fyrirmyndin í lílfi hennar. Mamma er hetjan mín. Ég kann virkilega að meta allt sem hún hefur gert. Hún ól upp sex börn samhliða vinnunni og nágrannarnir hjálpuðu okkur. Hverfið var eins og ein stór fjölskylda," sagði Gisele. Gisele var mætt aftur í vinnuna aðeins sex vikum eftir að hún eignaðist drenginn en hún þurfti ekki að hafa mikið fyrir því að grennast aftur. Hún borðaði holla fæðu yfir meðgönguna og heldur því fram að brjóstagjöfin hafi hjálpað til að ná kjörþyngd á ný. Hún tekur drenginn með sér hvert sem hún fer. Ég er svo heppin að geta tekið hann með mér hvert sem ég fer. Ég geri ekkert án hans. Við höfum verið aðskilin í þrjá klukkutíma," sagði Gisele.

Troðfullt á súlukeppni

Meðfylgjandi myndir voru teknar á Íslandmeistaramótinu í Súluformi sem fram fór Re-Play Sportbar um helgina. „Keppnin gekk afskaplega vel. Stelpurnar sýndu atriðin sín sem voru ekkert smá flott. Húsið var troðið og mögnuð stemming," svaraði Inga Dungal framkvæmdastjóri keppninnar spurð hvernig til tókst. Sólveig Steinunn Pálsdóttir sigraði en hana sjá hér (youtube) og Eva Rut Hjaltadóttir landaði öðru sætinu eins og sjá má hér (youtube). Myndirnar tók Sveinbi ljósmyndari hjá Súperman.is.

Tískuvikurnar byrjaðar

Nú eru tískuvikur haustsins að fara af stað og er það New York sem reið á vaðið um helgina. Verið er að sýna tískustrauma og stefnur næsta vors og sumars. Stjörnurnar flykkjast til borgarinnar til að sýna sig og sjá aðra sem og að drekka í sig tískuna.

Victoria nakin í lyftu

Hjónin David og Victoria Beckham leika saman í sjónvarpsauglýsingu fyrir nýtt ilmvatn sem ber nafnið

Óútgefin bók Jónínu seld til Þýskalands

Þýska forlagið Kiepenheuer und Witsch hefur fest kaup á óútgefinni bók Jónínu Leósdóttur. Bókin kemur út í nóvember hér á landi en Þjóðverjarnir hrifust svo af handritinu að þeir ákváðu að eigna sér það strax.

Ófáanlegar gersemar

„Okkur finnst þetta vera ófáanlegar gersemar sem eru að koma út. Við teljum þetta vera poppsögulegt innlegg,“ segir Karl Roth úr hljómsveitinni Melchior sem gaf fyrir skömmu út tvöföldu plötuna Um er að ræða

Noel frestar plötuútgáfu

Noel Gallagher, gáfaða bróðurnum úr Oasis, liggur ekkert á að taka upp nýtt efni fyrir sólóplötu sína. Hann ætlar að einbeita sér að komandi erfingja. Noel yfirgaf Oasis í ágúst á síðasta ári eftir að hafa lent í slag við yngri

Jay-Z vill eiga Arsenal

Rapparinn Jay-Z hefur mjög mikinn áhuga á að fjárfesta í enska úrvalsdeildarliðinu Arsenal. Jay-Z, sem er kvæntur söngkonunni Beyoncé Knowles, hefur verið aðdáandi liðsins síðan Frakkinn Thierry Henry lék með því fyrir nokkrum árum.

Skólahreysti vettvangur nýrrar bíómyndar

Unglingakeppnin Skólahreysti, þar sem grunnskólnemar landsins keppa í allskyns íþróttaþrautum, verður miðpunktur nýrrar íslenskra unglingamyndar sem framleiðslufyrirtækið Saga Film hyggst gera.

Hefur ekki sungið í fimmtán ár

Jónmundur Grétarsson gerði garðinn frægann fyrir fimmtán árum í leikritinu Bugsy Malone þar sem hann heillaði áhorfendur með sóp í hönd raulandi lagið „Á morgun“. Nú hefur hann ákveðið að dusta rykið af leikaraferlinum og fer með hlutverk Sams Cook í söngleiknum Buddy Holly. „Það hefur alltaf

Sér fyrir endann hjá Kylie

Söngkonan Kylie Minogue segist enn eiga í erfiðleikum vegna krabbameinsmeðferðar sinnar en hlakkar til þegar henni lýkur á næsta ári. Eins og kunnugt er greindist Kylie með brjóstakrabbamein árið 2005 og nú fimm árum síðar er hún enn í lyfjameðferð sem á að tryggja að sjúkdómurinn taki sig ekki upp að nýju.

Smith-barnið í tónlistina

Willow Smith, níu ára gömul dóttir leikarahjónanna Wills Smith og Jada Pinkett Smith, er að hasla sér völl innan tónlistargeirans. Fyrsta smáskífa stúlkunnar hefur lekið á Netið og fær afbragðs dóma, meðal annars frá gagnrýnanda LA Times. Laginu „Whip my hair“ er sagt geta verið frá stórstjörnum á borð við Rihönnu og Keri Hilson og þykir Willow Smith hafa alla burði til að ná langt á sviði tónlistar.

Sofia Coppola sigraði í Feneyjum

Leikstjórinn Sofia Coppola hlaut Gullna ljónið á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum um helgina fyrir kvikmynd sína Somewhere. Myndin fjallar um Hollywoodstjörnu sem reynir að ná aftur til ungrar dóttur sinnar. Með aðalhlutverk í myndinni fara Stephen Dorff og Elle Fanning.

Vinalaus og skrýtin

Leikkonan Taylor Momsen, 17 ára, var skrýtin sem barn, átti örfáa vini og feimin.

Útvarp er leikhús ímyndunaraflsins

Vetrardagskrá Útvarpsleikhússins hefst á sunnudag þegar leikritið Djúpið eftir Jón Atla Jónasson verður frumflutt. Útvarpsleikhúsið hefur breyst frá því sem var, að mati Viðars Eggertssonar leikhússtjóra og forsendur og möguleikar útvarpsins höfð í fyrirrúmi.

Trúarvakning í bókaútgáfu

Bókaforlagið Veröld hefur gefið út bókina Þú sem ert á himnum – rýnt í bresti biblíunnar með guði almáttugum eftir Úlfar Þormóðsson. Í bókinni fer Úlfar í

Sjá næstu 50 fréttir