Lífið

Fallegur dagur í uppáhaldi hjá Bubba

Bubbi Morthens.
Bubbi Morthens.

„Það eru um tíu þúsund manns búnir að velja," svarar Bubbi Morthens spurður hvernig gengur að velja lögin á nýju ferliplötuna hans sem kemur út í haust.

Um er að ræða veglega plötu Bubba með sextíu bestu lögunum frá glæsilegum 30 ára ferli hans.

„Lögin sem fólkið valdi verða notuð. Ég mun ekki velja eitt lag sjálfur," segir Bubbi spurður út í lagavalið.

Hvaða lag er í uppáhaldi hjá þér? „Lag sem mér þykir gaman að syngja er „Fallegur dagur". Svo skrýtið sem það hljómar þá hefði ég sjálfur valið 99 prósent af þessum lögum sjálfur," svarar Bubbi.

Valið gengur þannig fyrir sig að fólk hakar við tíu lög sem því finnst best. Sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.