Lífið

Pamela passar í bresk undirföt

Pamela Anderson. MYND/Cover Media
Pamela Anderson. MYND/Cover Media

Pamela Anderson, 43 ára, kaupir uppáhalds undirfötin sín í Englandi því þau eru fallegri og þægilegri en undirföt sem fást í öðrum löndum.

Fyrrum Baywatch stjarnan segir að undirfötin sem passa almennilega á hana fáist eingöngu í Bretlandi.

Hún eyddi nokkrum vikum í London á síðasta ári þar sem hún fór með eitt af aðalhlutverkunum í söngleik um Aladdin en sýningin verður endurtekin í ár sökum vinsælda.

Pamelu hlakkar til að heimsækja England á ný því þá ætlar hún að endurnýja öll undirfötin sín.

„Það verður yndislegt að koma aftur til Englands og kaupa ný undirföt. Ég elska líka að ganga um götur Lundúna, skoða söfn og hitta vini og kunningja," sagði Pamela.

Þrátt fyrir ást hennar á breskum undirfatnaði segist hún ekki ætla að sitja fyrir í Playboy tímaritinu aftur því hún sé orðin of gömul fyrir það.

„Það er kominn tími fyrir aðrar stúlkur að fá athyglina núna," sagði Pamela sem á tvo syni, Brandon, 14 ára, og Dylan, 12 ára, með Tommy Lee.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.