Fleiri fréttir

Beach Boys 50 ára

Hljómsveitin The Beach Boys ætlar að koma aftur saman í tilefni þess að fimmtíu ár eru liðin frá stofnun hennar. Sveitin spilaði síðast saman árið 2006 í tilefni af fjörutíu ára afmæli plötunnar Pet Sounds.

Nýbökuð móðir í dúndurformi

Brasilíska súpermódelið Gisele Bündchen er komin í mjög gott líkamlegt form eftir að hafa æft daglega og það af fullri hörku samhliða réttu mataræði en hún eignaðist drenginn Benjamin fyrir aðeins sjö mánuðum.

George Clooney giftist í næstu viku

Hollywood leikarinn George Clooney, 49 ára, ætlar að ganga í heilagt hjónaband í næstu viku. George byrjaði með ítölsku sjónvarpskonunni Elisabetta Canalis, 31 árs, á síðasta ári. Sagan segir að brúðkaupið fari fram næsta fimmtudag en ekki er vitað hvar athöfnin fer fram. Elisabetta vill halda því leyndu eins lengi og mögulegt er. Einnig er hún sögð þrá að lifa eðlilegu lífi í stað þess að vera stöðugt undir smásjá fjölmiðla. George hefur samþykkt að selja villuna sína í Lake Como á Ítalíu og flytja á nýjan stað til að öðlast meira næði í framtíðinni. „Konurnar sem ég hef átt í ástarsambandi við hafa allar fengið leið á mér því ég er alltaf í vinnunni," viðurkenndi George fyrr á þessu ári. „Ef ég væri kærastan mín væri ég löngu hætt með mér."

Tekur framann fram yfir barneignir

Leikkonan Megan Fox, 24 ára, ætlar ekki að eignast barn fyrr en hún verður þrítug. Megan, sem giftist unnusta sínum, leikaranum Brian Austin Green, 37 ára, á Hawaii 24. júní síðastliðinn, vill verða mamma en ekki strax. Hún vill einblína á ferilinn næstu árin og „Megan er spennt yfir því að eignast fjölskyldu og Brian getur varla beðið en hann verður að bíða í sex ár til vibótar því Megan vill framkvæma ýmislegt áður en hún verður móðir. Hún hefur sagt Brian að slaka á og ekki ýta á eftir henni hvað þetta varðar," er haft eftir heimilidarmanni. Brian á 8 ára gamlan son með Vanessu Marcil.

Makalaus í sjónvarpið - myndband

Sjónvarpsstöðin Skjárinn tryggði sér réttinn á sjónvarpsþáttum sem gerðir verða eftir skáldsögunni Makalaus eftir Þorbjörgu Marínósdóttur, eða Tobbu eins og hún er kölluð. Við vorum viðstödd þegar Kristjana Brynjólfsdóttir markaðsstjóri Skjásins og Tobba skrifuðu formlega undir samninginn á Hilton hótelinu.

Viðurkenndu vandamálið strax

„Fyrir mörgum árum ætlaði ég að hjóla einhvern tímann hringinn svo loksins ákvað ég að láta verða af því. Nú get ég gefið mér tíma í þetta. Ég fann málefni sem stendurr mér nær og valdi það eftir því en ég er búinn að ala upp einn strák sem er ofvirkur. Þannig að ég þekki málefnið vel og vildi í leiðinni koma því á framfæri eins og ég get," svaraði Guðsteinn Halldórsson, 41 árs smiður, sem ætlar að hjóla hringinn í kringum landið til styrktar ADHD samtökunum.

Sumarhátíð Vinnuskóla Kópavogs - myndir

Vinnuskóli Kópavogs hélt í gær árlega sumarhátíð sína með pompi og prakt. Mikið var um dýrðir og voru unglingarnir ánægðir með uppskeru sumarsins. Þjakaðir af vinnu tóku þeir því fagnandi að fá sólríkan dag til þess að hlusta á góða tóna ásamt því að snæða pylsur, borða ís og taka þátt í knattleik.

Hefur meira en fegurðina

Leikkonan Eva Mendes segir að það sé meira í sig spunnið en bara útlitið. Hún er engu síður dugleg við að nota fegurðina til að koma sér áfram í kvikmyndabransanum. „Ég er sátt við kvenleika minn og kynþokka og é

Landsliðskonur í laxveiði í Grímsá

Landsliðskonurnar Þóra Helgadóttir og Katrín Ómarsdóttir ásamt þjálfaranum Sigurði Ragnarssyni fóru saman í lax á dögunum. Hugmyndin var þó ekki algjörlega þeirra þar sem sjónvarpsmyndavélar frá Stöð 2 Sport fylgdust með.

Raggi Bjarna syngur á Innipúkanum

„Ég ætla bara að vera ég sjálfur,“ segir söngvarinn ástsæli Raggi Bjarna en hann kemur fram á tónlistarhátíðinni Innipúkanum sem verður haldin í níunda sinn í Reykjavík um verslunarmannahelgina.

Leikkonur eltar á röndum

Leikkonurnar Jennifer Aniston og Sandra Bullock hafa báðar þurft að hafa afskipti af svokölluðum eltihrellum að undanförnu. Aniston hefur fengið nálgunarbann sett á mann sem telur sig eiga í ástarsambandi við hana.

Með Lennon á heilanum

Liam Gallagher, fyrrverandi söngvari Oasis og núverandi söngvari Beady Eye, segist hafa verið með John Lennon á heilanum síðan hann var átta ára. Þá sá hann myndband við Lennon-lagið Imagine í sjónvarpinu. „Ég var átta

Styttist í Jazzhátíð Reykjavíkur

Dagskrá Jazzhátíðar Reykjavíkur verður kynnt á Grand hóteli í dag klukkan 17. Þar verður boðið upp á tónlist með nokkrum af okkar helstu djassleikurum.

Móses til Akureyrar

Sálarkvartettinn Moses Hightower heldur tónleika á Akureyri annað kvöld. Hljómsveitin er að fylgja eftir plötu sinni Búum til börn sem kom út fyrir stuttu en hana skipa, Magnús Tryggvason Eliassen, Andri Ólafsson, Daníel Friðrik Böðvarsson og Steingrímur Karl Teague. Platan hefur fengið góða dóma og hljómsveitin farið mikinn í tónleikahaldi í sumar.

Ástin eins alls staðar

Kristín María Stefánsdóttir áhugaljósmyndari opnar ljósmyndasýninguna A rose by another name… á laugardaginn.

Vestri efstur á óskalista Kutchers

Leikarann Ashton Kutcher dreymir um að leika í vestra. „Mig langar rosalega til að leika einhvern tímann í virkilega rykugum og sóðalegum vestra. En ég veit ekki hvort það verður að veruleika því fólk er hætt að horfa á vestra."

Agent Fresco tekur upp fimmtán laga konseptplötu

„Ég er virkilega spenntur fyrir plötunni og er ánægður með útkomuna eins og þetta lítur út núna,“ segir Arnór Dan Arnarson, söngvari Agent Fresco. Hljómsveitin er byrjuð að taka upp fyrstu breiðskífu sína í hljóðverinu

Neitar að giftast

Stjarnan Zac Efron hefur gefið út þær yfirlýsingar að hann sé ekki á leiðinni í hjónaband næstu átta árin. Efron hefur verið í sambandi við leikkonuna Vanessu Hudgens í fimm ár og þrýsta fjölmiðlar vestanhafs á að parið gangi í hjónaband.

Zac Efron fór í teygjustökk

Leikarinn Zaz Efron reitti yfirmenn sína í kvikmyndabransanum til reiði með því að fara í teygjustökk fram af brú í borginni Vancouver í Kanada.

Góð æfing og gott spjall við vinkonurnar

„Mér líður mjög vel í eigin skinni og líka hvað ég er kvenlega vaxin en ég vil fá viðurkenningu fyrir annað en að vera falleg," sagði Eva Mendes. Hún viðurkenndi opinberlega að heimsækirl sálfræðing vikulega. „Ég fer til sálfræðings til að líða vel," lét Eva hafa eftir sér. Við spurðum lesendur Lífsins á Facebook síðunni okkar hvað fær þá til að líða vel. Svörin létu ekki á sér standa. „Vera í faðmi fjölskyldunnar." „Hlátur." „Þegar maður er búinn að gera eitthvað sem maður hélt að það væri ekki minnsti möguleiki að maður gæti." „Sumarið :D" „Jákvætt hugarfar, skemmtilegt fólk, hreyfing og góð næring." „með fólkinu sem ég elska ! og eftir góðan boxtíma ;-) þá hefur maður fengið svo góða útrás." „góð æfing, gott spjall við vínkonurnar og tilfiningin sem maður fær þegar maður er nýbúin að gera íbúðina hreina og fína."

Vissi að hún ætti eftir að meika það

Jordin Sparks, 19 ára söngkonan sem sló eftirminnilega í gegn í American Idol söngvakeppninni árið 2007, segir að fjölskylda hennar hafi bókstaflega fríkað út þegar hún landaði stóru hlutverki í söngleik á vegum dans- og sönleikjahópsins In the Heights sem frumflutt verður á Brodaway í ágúst. Jordin vissi alltaf í hjarta sínu að hún yrði heimsfræg söngkona. „Ég fór á söngleik með frænku minni og mömmu þegar ég var 4 ára. Ég benti á sviðið og sagði við þær: Ég ætla að syngja þarna einn daginn!" sagði Jordin.

Leitað að 12 til 14 ára kvikmyndaleikara

Eftir tæpar þrjár vikur hefjast tökur á gamanmyndinni Okkar eigin Osló í leikstjórn Reynis Lyngdal. Framleiðendur leita því logandi ljósi að 12 til 14 ára dreng sem á að leika son Brynhildar Guðjónsdóttur og Hilmis Snæs í myndinni.

Enga mömmudrengi takk

Jennifer Lopez, 40 ára sem er gift Marc Anthony, finnst mest heillandi í fari karlmanna að þeir geti verið heima hjá sér og slakað á og notið stundarinnar. „Það er ekkert meira pirrandi en karlmaður sem hefur ekki eirð í sér að vera heima hjá konunni sinni." „Mér finnst mjög sexí að vera heima með manninum sem ég elska þar sem við getum slappað af og notið þess að vera saman," sagði Jennifer. Við leituðum til kvenkyns lesenda Lífsins á Facebook síðunni okkar og spurðum: Hvað er eftirsóknarvert í fari karlmanna?

Fox leikur fyrir Eminem

Leikkonan Megan Fox hefur samþykkt að leika í nýju tónlistarmyndbandi rapparans Eminem. Myndbandið verður gert við lagið Love the Way You Lie sem Eminem syngur ásamt söngkonunni Rihönnu. Joseph Kahn leikstýrir myndbandinu sem verður tekið upp í lok vikunnar í Los Angeles.

Brilljant bjútítips á 0,- kr

Leikkonan Angelina Jolie er dugleg að hreyfa sig. Hún stundar jóga og skokkar að minnsta kosti 30 mínútur daglega til að halda sér í góðu formi. Þá iðkar Angelina kikkbox og tekur fjölda magaæfinga á hverju degi. Angelina segist borða sex hollar máltíðir daglega. Sjá myndir af henni hér.

Hárleyndarmál Kylie Minogue

Ástralska söngkonan Kylie Minogue notar ólíu í hárið á sér svo það glansar á fallegan heilbrigðan máta. Kylie setur lavender olíu í hárið áður en hún fer að sofa og skolar olíuna síðan úr daginn eftir. „Ég ber lavender olíu í hárið á mér. Ég greiði hana í hárið á mér áður en ég fer að sofa," útskýrir Kylie. „Þetta er sáraeinfalt. Þú sofnar með olíuna í hárinu og þværð hana síðan úr strax næsta morgun. Þetta er besta hárnæring sem ég hef prófað."

Getur ekki verið án eiginkonunnar

Bruce Willis getur ekki verið án eiginkonu sinnar og hafnar því hlutverkum sem hentar ekki hjónabandinu. Eftir að Bruce skildi við leikkonuna Demi Moore árið 2000, var hann hræddur um að finna ekki ástina á ný. Hann óttaðist kvenfólk og fannst eins og þær vildu hann eingöngu út af frægðinni. Síðan kynntist hann Emmu Heming. Hann giftist Emmu í fyrra og Demi og dætur hans þrjár voru viðstaddar ásamt eiginmanni Demi leikarinn Ashton Kutcher. Bruce segist enn ekki trúa því að Emma hafi samþykkt að giftast sér. „Ég er hamingjusamasti maður í heimi og nýt lífsins," sagði hann. „Ég var óhamingjusamur þessi tíu ár sem ég var einn. Núna er ég hamingjusamur á hverjum einasta degi. Emma færir mér andlega og líkamlega fyllingu og hún hjálpar mér að meta lífið. Ég get ekki án hennar verið og hafna því hluverkum sem koma í veg fyrir að geti verið með henni." Bruce fer með hlutverk í nýrri kvikmynd, The Expendables, ásamt Sylvester Stallone og Arnold Schwarzenegger.

Spiluð á 200 útvarpsstöðvum

Fjögurra laga plata hljómsveitarinnar Thin Jim hefur fengið mikla spilun á útvarpsstöðvum í Kanada og Bandaríkjunum síðan hún kom út í mars. „Við erum að fá mikil viðbrögð, sérstaklega í Kanada. Það er verið að spila

Skólastjóri í alþjóðlegum barnaskóla í Kambódíu

Steinunn Jakobsdóttir útskrifaðist með meistaragráðu í þróunarfræði frá UCD háskólanum í Dublin síðustu jól og starfar nú sem skólastýra í alþjóðlegum barnaskóla í Phnom Penh í Kambódíu.

Paul Weller og The XX tilnefnd

Paul Weller hefur verið tilnefndur til hinna virtu Mercury-verðlauna í Bretlandi fyrir plötuna Wake Up The Nation, sextán árum eftir að hann var síðast tilnefndur fyrir Wild Wood.

Sænska stjarnan til Íslands

Sænska poppstjarnan Robyn kemur fram á Iceland Airwaves í ár. Þetta er í fyrsta sinn sem Robyn kemur fram á tónleikum á Íslandi en söngkonan hefur notið mikilla vinsælda undanfarið. „Robyn er stærsta erlenda nafnið sem við höfum gefið upp fyrir hátíðina í ár,“ segir Egill Tómasson hjá Iceland Airwaves.

Hjúskaparlögin laða lesbíur til landsins

„Nokkrum vikum áður en við komum til landsins voru breytt hjúskaparlög samþykkt á Íslandi. Þar sem tengsl mín við landið eru mér mjög mikilvæg langaði okkur mikið að láta gefa okkur saman þar,“ segir hin bandaríska Barbara L. Lawson.

Fjör við Ölfusvatn - myndir

Meðfylgjandi myndir tók Eyþór Jóvinsson á útihátíð sem haldin var við Ölfusvatn og ber heitið Hangover Festival um helgina.

Hlakkar til að verða mamma

Söngkonan Alicia Keys, 29 ára, er gengin fimm mánuði á leið með fyrsta barn hennar og Swizz Beatz. Alicia segist njóta þess að vera ófrísk. „Oh, ég elska börn og fjölskyldulíf. Ég var í mjög góðu sambandi við móður mína alla mína æsku og skil því hvað náin og góð tengsl eru mikilvæg og falleg. Að fá að vera móðir er einfaldlega besta gjöfin," sagði Alicia. „Ég er núna stödd á þeim stað í lífi mínu þar sem ég þrái jafnvægi. Ég er mjög opin og tilfinningarík gagnvart umhverfinu og sjálfri mér."

Angelina Jolie kemst ekki ein í sturtu

Angelina Jolie fer aldrei í sturtu nema einhver úr fjölskyldunni reyni að baða sig með henni. Leikkonan, sem á sex börn með Brad Pitt, segir móðurhlutverkið það mikilvægasta sem hún tekst á við. Hún segist elska að eyða tíma með börnunum þeirra: Maddox, 8 ára, Paz, sex ára, Zahara, 5 ára, Shiloh, 4 ára og tvíburarnir Knox og Vivienne, 2 ára. Angelina segir mikið um að vera á heimilinu en hún vill einfaldlega ekki hafa það neitt öðruvísi. „Ég vakna alla morgna með fjögur börn upp í hjá mér við það að Brad talar í símann með tvíburana í fanginu," segir Angelina þegar hún lýsir því hvernig ástandið getur verið á heimili þeirra á venjulegum degi. „Heimilið er fullt af ást og hlýju. Ég fæ sjaldan tíma út af fyrir mig eins og flestir foreldrar. Stundum reyni ég að lauma mér ein í sturtu en það reynir alltaf einhver að lauma sér í sturtuklefann með mér."

Segir hrukkurnar hrannast inn

Jessica Simpson, sem fagnaði 30 ára afmæli sínu 10. júlí síðastliðinn, segist finna sérstaklega fyrir um þessar mundir því hvað hún er orðin gömul. Hún segir að hrukkurnar láti sjá sig og það á ógnarhraða og nú bíður hún eftir að gráu hárin mæti líka í partíið. Þá er það opinbert. Ég nýorðin þrítug og fyrsta hrukkan er mætt," skrifaði Jessia á Twitter síðuna sína. Jessica hélt upp á afmælið sitt í Capri á Ítalíu með kærastanum Eric Johnson en hann er fyrrverandi NFL spilari.

Mamma ósátt við vændiskonuhlutverkið

Leikkonan Jennifer Love Hewitt, 31 árs, segist hafa hlegið sig máttlausa við tökur á nýrri kvikmynd sem ber heitið The Client List þar sem hún fer með hlutverk vændiskonu. Jennifer segir að bestu vinkonu hennar hafi ekki litist á blikuna þegar hún sagði henni frá hlutverkinu. Við hlógum að þessu. Eins og þegar við ætluðum að hittast á frídegi þegar dagskránni var skyndilega breytt og ég sagði henni að ég kæmist ekki því ég væri um það bil að fara að nudda fjóra stráka sem voru handjárnaðir við rúmgafl," sagði Jennifer.

Lady GaGa auglýsir te

Lady Gaga elskar heitt te og biður iðulega um te þegar hún er veitir viðtöl eða á tónleikum. Söngkonan er oftar en ekki með tebolla í hönd þegar hún er á opinberum vettvangi. Teframleiðendur tóku vitanlega eftir þessu og tilboðin hafa streymt til söngkonunnar um að auglýsa te. Hún hefur samið um að vera andlit Twinings te framleiðandans. Twinings, er enskur te framleiðandi með 300 ára sögu. Umræddur framleiðandi hefur samið við söngkonuna um að auglysa vöruna þeirra. Ný tetegund verður sett á markaðinn sérstaklega tileinkað Lady GaGa.

Bandarískar lesbíur gifta sig í Reykjavík í ágúst

„Það var röð tilviljana sem gerði það að verkum að þetta er að fara að gerast. Við vonuðumst til að geta gift okkur hér í New York, en í desember var tillaga um að leyfa giftingu samkynhneigðra felld sem var mjög leiðinlegt,“ segir hin bandaríska Edie Hoffmann.

FM Belfast lenti í ofsaveðri í Færeyjum

„Við urðum svo sem ekki mikið vör við þetta því við sátum inni í húsí þegar veðrið var sem verst. Okkur fannst samt mjög leiðinlegt að tónleikunum yrði kannski frestað,“ segir Árni Vilhjálmsson, meðlimur hljómsveitarinnar FM Belfast, en hljómsveitin lenti í ofsveðri í Færeyjum þegar þau tróðu upp á á tónleikahátíðinni G! á fimmtudaginn.

MTV líkir Inception við Sigur Rós

Gagnrýnandi MTV-tónlistarstöðvarinnar í Bandaríkjunum skrifar í dómi sínum um kvikmyndina Inception á vefsíðunni mtv.com að helst megi líkja stemmningunni í myndinni við tónlist Sigur Rósar.

Kóngavegur keppir í Sviss

Kvikmyndin Kóngavegur eftir Valdísi Óskarsdóttur hefur verið valin til að taka þátt í kvikmyndahátíðinni í Locarno í Sviss í ágúst. Locarno-hátíðin er ein af stærstu evrópsku kvikmyndahátíðunum sem eru haldnar ár hvert. Hún er nú haldin í 63. skipti.

Sjá næstu 50 fréttir