Fleiri fréttir

Morgan Freeman stórslasaðist í árekstri

Óskarsverðlaunahafinn Morgan Freeman slasaðist alvarlega í bílslysi í Mississippi. Hann var fluttur á spítala í Memphis i Tennessee ríki. AP fréttastofan hefur eftir Kathy Stringer, talsmanni sjúkrahússins, að Freeman sé mjög alvarlega slasaður. Slúðurblaðið The Sun fullyrðir jafnvel að hann sé í lífshættu.

Bernie Mac sagður mikið veikur

Tvennum sögum fer nú af heilsu stórleikarans Bernie Mac. Hann hefur verið á spítala síðustu daga vegna lungnabólgu. Fjölmiðlafulltrúi hans sagði um helgina að hann væri á batavegi og yrði orðinn heill áður en langt um liði. Heimildarmaður, nákominn Mac, sagði hins vegar í samtali við Chicago Sun Times að ástand hans væri mjög alvarlegt.

Skákhátíð Hróksins á Grænlandi hafin

Skákhátíð Hróksins á Grænlandi 2008 hófst í dag, í þremur þorpum á austurströndinni. Þetta er sjötta árið í röð sem liðsmenn Hróksins efna til hátíðar fyrir börn á Grænlandi.

Christina Applegate greindist með brjóstakrabba

Leikkonan geðprúða Christina Applegate hefur greinst með krabbamein í brjósti. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fjölmiðlafulltrúi hennar sendu tveimur sjónvarpsstöðvum í gær.

Vill ekki vera kölluð lesbía opinberlega

Geðþekka leikkonan Lindsay Lohan er æf yfir því að lögreglustjórinn í Los Angeles skyldi kalla hana lesbíu opinberlega. „Lindsay Lohan er samkynhneigð. Það virðist nú ekki vera neitt stórmál," sagði William Bratton við hasarfréttamennina. Lindsay Lohan svaraði því til að hún teldi að lögreglan ætti ekki að skipta sér að einkamálum fólks.

Eurobandið skemmti á Euro-Pride

Þau Friðrik Ómar og Regína Ósk skemmtu síðastliðinn fimmtudag á árlegri Euro-Pride hátíð. Að þessu sinni var hún haldin í Stokkhólmi í Svíþjóð. Um 20 þúsund manns voru viðstaddir tónleika, sem haldnir voru í miðbæ Stockholm í tengslum við hátíðina.

Fyrstu myndirnar af Vivienne og Knox seldar

People magazine hefur orðið sér úti um réttinn til að mynda tæplega mánaðargamla tvíbura Angelina Jolie og Brad Pitt og gefa út á bandarískum markaði. Hello! er með útgáfuréttinn í Bretlandi.

Dóp í rútunni hjá Snoop

Tveir voru handteknir í kjölfarið að lögreglan í Texes gerði leit í hljómleikarútu rapparans Snoop Dogg og fann þar eiturlyf.

Gibson hefur áhuga á að gera víkingamynd

Leikarinn og leikstjórinn Mel Gibson kannaði aðstæður hér á landi í vikunni vegna hugsanlegrar töku á Hollywood stórmynd. Myndin á að gerast á víkingatímanum en leikstjórinn hefur mikinn áhuga á því tímabili.

Ekki með fimm milljónir á mánuði

„Guð minn, nei, ég er ekki með þessi laun,“ segir Guðbjörg Glóð Logadóttir framkvæmdastjóri Fylgifiska hlæjandi. Í nýútkomnu tekjublaði Frjálsar Verslunar kemur fram að Guðbjörg sé með rúmar fimm milljónir í tekjur á mánuði, en það kannast hún ekki við.

Tattúeraði Land Rover á öxlina

Davíð Garðarsson bifvélavirki hjá B&L er vafalaust einn harðasti aðdáandi Land Rover bíla á landinu. Hann lætur sér þó ekki nægja að keyra einn slíkan, heldur lét hann á dögunum tattúera Land Rover merkið á aðra öxlina.

Dansveisla um Verslunarmannahelgina

Ministry of Sound resident plötusnúðurinn Trevor Loveys mun koma og spila um Verslunarmannahelgina 1. og 2. ágúst á Sjallanum Akureyri og Tunglinu Reykjavík.

Bretar brjálaðir yfir lundaveiðum Ramsey

Lundaveiðar kokksins geðilla, Gordons Ramsey, í Vestmannaeyjum fóru þvert ofan í breska sjónvarpsáhorfendur þegar þær voru sýndar í þætti hans The F Word í vikunni. Í þættinum sést Ramsey veiða lunda í net meðan annar veiðimaður hálsbrýtur þá og rífur hjartað úr einum þeirra, sem Ramsey étur svo.

Sjá næstu 50 fréttir