Fleiri fréttir

Ætti ekki að vera feimnis­mál að hjón leiti sér að­stoðar

Þau Siggi og Lísa hafa verið saman í 45 ár og komist yfir hinar ýmsu hindranir í sinni sambandstíð. Þau segja að þar skipti gagnkvæmt traust og samskipti miklu máli. Þá segjast þau einnig hafa leitað sér aðstoðar fyrir mörgum árum og það hafi skilað miklum árangri.

Langelstur í leikhópnum: „Við eigum að lifa lífinu lifandi“

Söngleikurinn Langelstur að eilífu verður frumsýndur í Gaflaraleikhúsinu um helgina þar sem Siggi Sigurjóns og Iðunn Eldey Stefánsdóttir fara með hlutverk Rögnvalds og Eyju. Iðunn deilir hlutverki Eyju með Nínu Sólrúnu Tamimi en tvöfaldur leikhópur er fyrir öll barnahlutverkin.

Jennifer Lawrence er orðin mamma

Stórleikkonan Jennifer Lawrence er orðin mamma en hún var að eignast sitt fyrsta barn með eiginmanni sínum Cooke Maroney. Þau eru búin að vera saman síðan 2018 og giftu sig við litla athöfn árið 2019. 

Byrjaði aftur með fyrrverandi eftir einangrun

Ben Stiller og fyrrverandi eiginkona hans Christine Taylor hafa tekið aftur saman eftir að þau einangruðu sig vegna heimsfaraldursins. Þau tóku þá ákvörðun um að flytja inn saman til þess að Ben gæti einnig verið með börnunum í heimsfaraldrinum. 

„Vöndum okkur virkilega við valið á útgáfum“

Plötusnúðurinn Ali Demir stofnaði árið 2020 Distrakt Audio sem er „vinyl-only“ plötuútgáfufyrirtæki. Megináherslan er að para saman tónlistarmenn allstaðar að úr heiminum sem deila sömu ástríðu fyrir neðanjarðar, minimalískri hús tónlist. Efnið er svo gefið út á 12” vínyl plötu sniði.

Alltaf neyðarúrræði að setja barn í fóstur

„Það sem er kannski öðruvísi við þetta allt er að þetta eru svolítið þegar mótaðir einstaklingar. Þau koma til manns í líf manns með nafn, dásamlegt bros og alls konar tengsl,“ segir Hildur Björk Hörpudóttir um það að vera fósturforeldri.

Opin samskipti mikilvæg í öllum nánum samböndum

Á föstudag sendi hljómsveitin Supersport! frá sér glænýtt lag sem kallast taka samtalið. Lagið kemur út hjá reykvíska neðanjarðar-listasamlaginu og útgáfufélaginu Post-dreifingu.

Undirmeðvitundin ræður loka útlitinu

Sýning frönsku listakonunnar Claire Paugam, Anywhere but Here, var opnuð í Listasal Mosfellsbæjar 11. febrúar síðastliðinn. Næstkomandi laugardag, þann 26. febrúar, mun Claire verða með listamannaspjall á sýningunni klukkan 14:00-15:00. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.

Passenger væntanlegur til Íslands

Passenger kemur til landsins og heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu í sumar. Söngvarinn og lagahöfundurinn heitir Mike Rosenberg og hefur unnið til fjölda verðlauna og náð platínusölu víða um heim svo Íslendingar fagna eflaust komu hans.

Gerðu upp fallega íbúð í Kópavoginum

Í lokaþættinum í bili af Heimsókn með Sindrasyni var kíkt í heimsókn til Tinnu Vibeka og Benjamín Bjarnasyni sem tóku fallega íbúð í Kópavogi í gegn á síðasta ári.

Hreyfum okkur saman: Styrktaræfing fyrir efri hlutann

Góður og öðruvísi styrktartímii þar sem sérstök áhersla er lögð á efri hluta líkamans. Unnið með létt lóð eða vatnsflöskur en einnig er hægt að gera æfingarnar einungis með eigin líkamsþyngd.

Símon FKNHNDSM er plötusnúður mánaðarins

Dansþáttur þjóðarinnar, PartyZone, útnefnir plötusnúð mánaðarins í vetur og mun hann setja saman eitt eða fleiri „mixteip“ með danstónlist. Hann hefur frjálsar hendur og setur saman sett með tónlist sem hann er með í spilun þá stundina og einkennir hann eða hana tónlistarlega.

Afbyggir hugmyndir um fullkomnun í gegnum listina

Hildur Ása Henrýsdóttir opnaði einkasýninguna Marga hildi háð í Gallery Port á dögunum. Linda Toivio er sýningarstjóri og mun sýningin standa til þriðja mars næstkomandi.

Möguleikar ljóðsins eru endalausir

Stuttungur er nýstárlegri ljóðahátið sem haldin verður í annað skiptið á morgun, fimmtudag og fagnar framúrstefnulegri nálgun á tungumálið. Hátíðin leggur áherslu á að skapa framsækinn vettvang fyrir tilraunakennda ljóðastarfsemi af ýmsu tagi. Ásta Fanney Sigurðardóttir er framkvæmdastjóri hátíðarinnar og bíður alla velkomna. 

Hópur eldri borgara rekinn uppúr heitum potti

Þorgrímur Þráinsson rithöfundur, sem hefur lengi hefur verið einhvers konar táknmynd þess að vera góður og gegn löghlýðinn borgari, játaði óvænt á sig það sem hann flokkar sem borgaralega óhlýðni. 

Lagahöfundarnir ósáttir eftir að hún breytti laginu í beinni útsendingu

Mikil dramatík fylgdi pólsku undankeppni Eurovision um helgina þegar keppandi breytti laginu í beinni útsendingu án samþykkis höfundanna. Lagahöfundarnir Linda og Ylva Persson segja söngkonuna Lidiu Kopania hafa eyðilagt atriðið viljandi og finnst lagið hafa farið í vaskinn vegna hennar.

Frumsýnir enska útgáfu myndbands í Söngvakeppninni: „Við búum í raun öll á einu stóru hringlaga eldgosi“

Haffi Haff ákvað að fara alla leið í gleðinni sem fylgir Eurovision-keppninni og fór sjálfur í gerð myndbanda við bæði íslensku og ensku útgáfuna af laginu sem hann flytur í undankeppninni, Gía eða Volcano á ensku. Í dag frumsýnir Lífið á Vísi myndband við ensku útgáfu lagsins, Volcano. Það er þó nokkuð ólíkt íslensku útgáfunni sem frumsýnt var hér á Vísi fyrir tveimur vikum.

Þrífur hárið bara einu sinni í viku

„Ég set yfirleitt á mig litað dagkrem áður en ég fer í ræktina og maskara og pínulítið á augabrúnirnar,“ segir áhrifavaldurinn og matgæðingurinn Linda Ben, höfundur uppskriftarbókarinnar Kökur. 

ABBA-stjarnan Björn Ulvaeus að skilja

Sænski tónlistarmaðurinn Björn Ulvaeus og eiginkona hans, Lena Ulvaeus hafa ákveðið að skilja eftir rúmlega fjörutíu ára hjónaband.

Söngvari Procol Harum er fallinn frá

Breski söngvarinn Gary Brooker, forsprakki sveitarinnar Procol Harum, er látinn, 76 ára að aldri. Brooker var einn höfunda og söng vinsælasta lag sveitarinnar, A Whiter Shade of Pale, frá árinu 1967 sem fjölmargir tónlistarmanna hafa einnig tekið upp á sína arma.

Söngvarinn Mark Lanegan er látinn

Bandaríski söngvarinn Mark Lanegan, sem var forsprakki sveitarinnar Screaming Trees og var um tíma liðsmaður Queens of the Stone Age, er látinn, 57 ára að aldri.

Eldað af ást: Síðasta máltíðin væri án efa pítsa

„Það er fátt sem gleður bragðlaukana meira en pítsa sem er elduð af ást. Pítsa er ekki bara pítsa. Í dag ætlum við að elda pítsu með sultuðum rauðlauk, bakaðri parmaskinku, gráðosti og trufflu olíu,“ segir Kristín Björk þáttastjórnandi Eldað af ást.

Drottningar í Grænu helvíti

Stelpurnar í Queens ætla að taka á því í kvöld og reyna að lifa af við gífurlega erfiðar aðstæður. Það ætla þær að gera í leiknum Green Hell, þar sem þær verða strandaglópar í frumskógi.

Banana óðir úlfar í Eurovision frá Noregi

Noregur hefur valið banana óða úlfa sem búa á tunglinu sem framlag sitt í Eurovision 2022. Subwoolfer sigruðu norsku söngvakeppnina með laginu Give That Wolf a Banana sem haldin var um helgina. Meðlimir Subwoolfer hafa farið huldu höfði en enginn veit hver er á bak við grímurnar. Söngvararnir og lagahöfundarnir kalla sig þó Keith og Jim.

Beint úr iðrum hins kvenlæga veruleika

Gjörningaklúbburinn stendur fyrir sýningunni Seiglu í NORR11 á Hverfisgötu. Sýningin mun standa til fyrsta mars næstkomandi og er unnin í samvinnu við Listval. 

Sá elsti á Íslandi fagnar 104 ára afmæli á Skaganum

Snæbjörn Gíslason fagnar 104 ára afmæli sínu í dag en hann fagnar deginum með afmælisköku og kaffi á Dvalarheimilinu Höfða þar sem hann er búsettur. Snæbjörn er elstur núlifandi íslenskra karla. 

Ekkert stoltur af ís­bjarnar­drápinu

Stefán Hrafn Magnússon hefur lifað alveg hreint ævintýralegu lífi. Hann hefur síðastliðin þrjátíu og fimm ár verið hreindýrabóndi á jörðinni Isortoq á Suður-Grænlandi þar sem hinn mikli Grænlandsjökull blasir við í bakgarðinum heima hjá honum.

„Af hverju er ég að gera mér þetta“

Vilhelm Neto er einn vinsælasti skemmtikraftur landsins sem hefur meðal annars vakið mikla athygli í síðustu tveimur Áramótaskaupum. Vilhelm er gestur vikunnar í Einkalífinu.

„Lífið er ekki alltaf prumpandi glimmer“

Rakel Sigurðardóttir sneri við blaðinu eftir að hún útskrifaðist sem leikkona, skipti um stefnu og lærði að verða andlegur einkaþjálfari. Hún tók þessa ákvörðun eftir að eigin vanlíðan byrjaði að gera vart við sig og sér ekki eftir því í dag. Í náminu felst fyrst og fremst mikil og djúp innri sjálfsvinna sem hefur verið henni dýrmæt. Hún segir lífið ekki alltaf vera prumpandi glimmer en það þurfi heldur ekki að vera þjáning.

GameTíví: Kíkja aftur til Caldera

Strákarnir í GameTíví ætla að kíkja aftur til Calder í kvöld eftir nokkra fjarveru frá Warzone. Að þessu sinni stefna þeir á fjóra sigra.

Aldís Amah og Kolbeinn Arnbjörnsson úr Svörtu söndum nýtt par

Leikkonan Aldís Amah Hamilton og leikarinn Kolbeinn Arnbjörnsson eru nýtt par. Þau hafa sést saman á skjám landsmanna í þáttaröðinni Svörtu Sandar þar sem þau fara bæði á kostum í hlutverkum sínum sem Aníta og Salomon. Ásamt því að leika í þáttunum er Aldís einn af handritshöfundum þeirra.

Tilbúin að reyna aftur við barneignir

Hjónin Chrissy Teigen og John Legend eru tilbúin að reyna aftur við barneignir eftir að ófæddur sonur þeirra Jack lést árið 2020 eftir tuttugu vikna meðgöngu. Chrissy hefur verið mjög opin með barneignarferlið og missinn hjá þeim hjónum og hefur hún áður gengist undir glasafrjóvgunarmeðferðir til þess að eignast börnin sín.

Draumfarir gefa út lagð Kvíðinn

Birgir Steinn Stefánsson og Ragnar Már Jónsson skipa dúóið Draumfarir en kapparnir voru að senda frá sér lagið Kvíðinn.

Sjá næstu 50 fréttir